Fjallkonan


Fjallkonan - 28.02.1893, Qupperneq 1

Fjallkonan - 28.02.1893, Qupperneq 1
Nr. 9. Á.rg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Ojalddag-i 15. júlf. Skrifstofa og afgreiðsla: Þing-holtsstr. 18. X. ár. FJALLKONAN. Auglýsinsar ódýrri enn í öbrum blöSuin. ReykjclVÍk, 28. febrÚar 1893. Uppsögn skrifleg fyrir 1. október. Fjölgun lækna. Einu embættismennirnir hér á iandi sem fjölga þarf eru læknarnir. Kennurum þarf auðvitað líba að fjölga, enn naumast er að sinni þörf á að bæta við mörgum kennara embættum. Hins vegar mætti fækka ýmsum embættum; eink- anlega sýslumönnum og prestum, ef þeir eru tald- ir meðal embættismanna.' Stefnan hefir verið sú að undanförnu, að prestunum hefir fækkað meir og meir, og sjálfir eru þeir þessari stefnu fylgjandi, því að sá kostr fylgir, að kjör prestanna íara batn- andi. Því verðr ekki neitað, að margir prestar hafa sveltilaun, enn úr því væri hægast að bæta með því að fæbka þeim. Það er lítt skiljanlegt, að sú andlega fæða, sem prestar mata söfnuðina á, sé svo miklu meira verð og nauðsynlegri enn heilsa likamans, að þörf sé á hér um bil sex prestum þar sem einn læknir þykir nægja. Hingað til hefir almenningi meir verið kent að sjá fyrir sálunni enn líkamanum. Árangr- inn hefir eflaust orðið, að sálunum hefir verið borg- ið, þó líkamirnir hafi kvalizt og veslazt upp í sulti og sjúkdómum. — Þetta var fyrrum alt saman kallað „guðs kross“ og „mótlætingar guðs barnau; menn trúðu, að bæði fátæktin og sjúkdómarnir væri beinlínis ráðstöfun guðs til að betra mennina (sjálfsagt líka ómála sakleysingja) og tjáði ekki að fást um það, enn nú er þetta skoðað alt öðru vísi, og flestir munu nú viðrkenna, að hvorttveggja geti oft verið mönnunum að kenna, og að þeim sé ætlað að ráða meir og meir bót á því með vaxandi menningu og fyrir aðstoð visindanna. Ef vel væri, þyrfti að fjölga læknum um helm- ing, og yrðu þeir þó naumast svo margir sem þörf væri á, til þess að jafnan yrði auðvelt að ná í lækni, þegar slys bera að höndum. Fyrst um sinn verða menn að láta sér nægja, að aukalæknar væru settir i hin víðlendustu lækna- umdæmi, og þau sem örðugust eru yfirferðar, svo sem i Árnessýslu, í Mýrasýslu, Strandasýslu, Húna- vatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslu og Múlasýslu. Þessi læknafjölgun hefði auðvitað tals- verðan kostnað í för með sér, enn enginn mun telja því fé illa varið, sem varið er til að varðveita líf og heilsu manna, og laun lækna telr alþýða sízt eftir allra embættislauna. Aukalæknar hafa líka svo lág laun, að naumast er viðunandi, og væri sanngjarnt, að laun lækna væri gerð jafnari og aukin, ef landsjóðr væri þess megnugr. Það dugar ekki ætíð að horfa í aurana, þegar um laun er að ræða. Af því að hin nýstofnuðu auka- læknaembætti eru svo launalág, getr auðveldlega leitt, að vér fáum ekki í þau þá menn, sem skara fram úr öðrum og geta átt kost á að leita sér at- vinnu í öðrum löndum með betri kjörum. Dýralæknir er nú enginn í landinu, enn úr þvi er vonandi að bætt verði bráðum, þar sem tvö dýralæknaefni eru nú að stunda nám sitt erlendis, og fáum vér þá innan skamms tvo dýralækna. Enn auðvitað þyrftu þeir að vera fleiri, að minsta kosti sinn í hverjum landsfjórðungi. Spítala þurfum vér að fá í Reykjavík, sem full- nægi þeim brýnustu kröfum, sem gera má til slíkra stofnana, því að mikið mun vanta á, að spítalinn í Reykjavík geri það. Þyrfti bæði að stækka hann og bæta, og væri víst þörf á að stofna í sam- bandi við hann spítala fyrir geðveika menn og holdsveika. Þetta mun nú alt þykja svo kostnað- arsamt, að óhugsandi sé, að fá fé til þess að sinni, enn mundi það ekki verða enn kostnaðarsamara, að fresta því eða láta það ógert? Fæstar þjóðir standa betr að vígi að geta varnað útbreiðslu næmra sjúkdóma, enn einmitt Islending- ar, af því samgöngurnar eru hér svo strjálar og stirðar, enda er vonandi, að yfirvöldin létu alvar- lega til sín taka, ef því væri að skifta. Þótt svo illa færi, að t. d. kólera bærist hingað, er vonandi að alt verði gert sem unt er til að varna útbreiðslu hennar. Læknar á Austfjörðum hafa nú lýst yfir því í „Austra“, að þeir muni reyna að loka Austr- landi fyrir kóleru, þótt hún bærist þangað, og minni röggsemi má ekki ætla landlækni og yfirvöldunum í Reykjavík. Enn fengi kólera að breiðast hér út, mundi læknaleysið og spítalaleysið verða æði til- finnanlegt. Siðferöi Islendinga á seinni öldum. i. Mjög tíðrætt hefir orðið um þau tvö stórglæpa- mál, sem hafa komið upp hér á landi á seinustu tveimr árum, morðmálið í Bárðardal og barnsmorð- ið og sifjaspells málið í Þistilfirði. Það er eðlilegt, þótt menn hrylli við slíkum ódáðaverkum, enn engin ástæða mun vera til að ætla, að þessir glæp- ir komi af því, að siðferði Iandsmanna sé yfirleitt að spillast, eins og sagt er afdráttarlaust í síðasta blaði Norðrljbssins, Þar er sagt, að glæpir stærri og smærri fari óðum í vöxt hér á landi. Fjallk. hefir oft tekið það fram, að siðferði landsmanna hefði farið aftr í einstökum greinum, og stóð það meðal annars í ritstjórnargrein einni í blaðinu 1886, sem séra Jóni Bjarnasyni í Winnipeg varð svo mikill matr úr, að hann lét dæluna ganga um það meir enn heilt ár á eftir í blaði sínu „Sameining- unniu, að „dygðirnar væri að dvína“ hjá Islend- ingum, og bar Fjallkonuna fyrir því. Enn Fjallk. hafði aldrei sagt annað, enn að landsmönnum hefði farið aftr í hreinskilni, orðheldni og skilvísi í við- skiftum, enn þessa þjóðlöstu má eflaust að miklu leyti kenna verzlunarkúguninni, sem svo lengi þjakaði landinu. Yér erum enn á sama máli, að það sé varla í öðrum greinum enn þessum, sem einkanlega snerta

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.