Fjallkonan


Fjallkonan - 28.02.1893, Page 2

Fjallkonan - 28.02.1893, Page 2
34 FJALLKONAN. X 9 viðskiftalífið, að landsmönnum hefir farið aftr í sið- ferði. Drykkjuskapr hefir einnig magnazt hér um langan tíma, enn hefir minkað aftr síðari árin. Að flestu öðru leyti er siðferði manna langt um betra enn fyrrum. Stórglæpir, svo sem morð, þjófn- aðr og lauslætisglæpir eru hvergi nærri eins tíðir á síðari hlut þessarar aldar sem fyrrum, og það skulum vér reyna að sanna með órækum rökum. Norðrlj. gerir mikið úr þeirri hættu sem vofi yfir þjóðinni vegna siðspillingarinnar, og kennir það eingöngu vantrúnni, sem verið sé að innræta mönn. um. Hvað kallar ritstjórinn vantrú og hverir eru þeir sem prédika hana? Kaþólskir menn kalia lútherstrúarmenn vantrúarmenn, lútherstrúarmenn kalla únítara og skynsemistrúarmenn vantrúarmennog únítarar og skynsemistrúarmenn kalla „agnostíka11 og „aþeistau vantrúarmenn, og það eru þeir einu, sem játa það sjálfir, að þeir séu vantrúaðir, því að þeir vilja helzt engu trúa. Það er því varlega gerandi að kalla aðra enn þá vantrúaða, því i öll- um öðrum flokkum geta verið menn með brenn- andi trúaráhuga. Enn hversu margir algerðir trúleysingjar eða guðsafneitendr munu vera hér á iandi? Yér ætl- um að þeir séu fáir eða engir. Hitt er víst, að allmargir Islendingar hallast að skynsemistrúar- stefnu, sem hér á landi hefir haldizt við siðan í byrjun þessarar aldar, og að þeirri stefnu studdi einnig „Njóla“ Bjarnar Gunnlaugssonar, sem hefir verið svo vel fagnað, að hún hefir verið gefin út þrisvar sinnum. Únítarar fara í líka átt, og er þvi ekki að furða, þótt ísiendingar hallist að kenning- um þeirra. Þetta er alt annað enn vantrú eða trú- leysi, eða mun nokkur kalla W. E. Channing eða Theodore Parker vantrúarmenn? Yér munum ekki mega telja ritstjóra Norðrljóss- ins fylgja þessari stefnu? Þessi stefna í trúarmálum er ekki annað enn eðlileg útliðun (udvikling) af prótestantatrúnni, sem sjálf er einnig stöðugt að breytast í sömu stefnu. Ef Lúther og aðrir höfundar „siðbótar- innar“ mættu nú líta upp úr gröf sinni, mundu þeir kalla sumt, sem nú er kent í lútersku kirkj- unni, vantrúarblandið, svo mikil breyting hefir orð- ið á kenningu kirkjunnar í ýmsum atriðum, og er hægt að sanna þetta með órækum rökum. Að nokkurir „postular“ hafi flutt þá kenningu hér á landi, sem Nl. segir, að „lítilsvirða alt sem hátt og heilagt er, enn láta sér að eins hugarhald- ið um, að njóta hins yfirstandandi augnabliks“, „að trúin á alt ósýnilegt sé þoka og reykr“, menn eigi að „tilbiðja mennina í stað hinnar æðstu veru“, „siðferðið mundi batna ef hjónabandið væri afnum- ið“ o. s. frv. — vitum vér ekki til, og hljóta það að líkindum að vera ímyndanir ritstjórans sjálfs. Að minsta kosti hefir slíkt ekki sézt á prenti, og væri vel gert, ef ritstjóri Nl. nefndi nöfn þeirra manna, sem „kenna“ þetta hér á landi. í öðrum löndum hafa slíkar kenningar að sumu leyti naum- ast eða alls ekki komið fram enn, og að sumu leyti (að því er snertir afnám trúar og hjónabands) að eins verið haldið fram af stjórnleysingjum, sumum sósíalistum og einstökum hugsjónamönnum, Ef kenningar þeirra eru nokkuð kunnar hér á landi, þá eru það að eins mentuðu mennirnir, sem hafa einhverja hugmynd um þær, enn alþýða alls enga, og oss vitanlega mun enginn á þær fallast. Kemr því ekki þessu máli við, að rannsaka, að hve miklu leyti slíkar kenningar gætu haft áhrif á siðferði manna hér á landi. Skyldi það ekki vera „reykr og þoka“ í augum ritstj. Nl., sem veldr þessum ofsjónum hans? Það er auðvitað góðra gjalda vert af ritstj. Nl. að vara við siðaspillingunni. Tilgangrinn er góðr, og aldrei er vanþörf á slíkum áminningum, enn menn verða að finna að með rökum. Ástæðulaus gífryrði sannfæra engan. Yér erum ekki svo vantrúaðir, að vér treystum ekki á framfarir þjóðarinnar jafnt í siðferði sem annari menningu, og munum vér sýna fram á ýms atriði í síðari hluta þessarar greinar, sem fullkom- lega styrkja þá von vora. Frá Möðruvallaskóla. í línum þeim, sem ég skrifaði í haust til Þjóð- ólfs, láðist mér að minnast á kensluaðferðina eins og hún tíðkast hér, og þar sem hún mun nokkuð frábrugðin því, sem tíðkast í öðrum skólum hér á landi, vildi ég leyfa mér að bæta við fám orðum. Tímaeinkunnir eru hér engar, og þar af leiðandi eru eigi einkunnir gefnar nema við prófin. Spurn- ingum er og þannig háttað — einkum í prófunum, sem öll eru skrifleg —- að utanaðlærdómr, uuminn i hugsunarleysi, án skynsamlegrar íhugunar, er eigi einhlitr. Sökum þess, að tímaeinkunnir eru engar, eru piltar eigi teknir upp eftir röð, og dugar því eigi, að lesa einungis undir þá tímana, sem hlutaðeig- andi er viss um, að hann verði tekinn upp í — því ætíð getr kallið komið — eins og tíðkast mun við suma skóla. Yfir höfuð mun kenslan hér mega teljast hin bezta. Yiðkynning er og íiltölulega mikil og inni- leg milli pilta og kennara, sökum þess, að þeir tala við okkur og umgangast okkur eins og jafn- ingja sína. — Betr að slikt ætti sér víðar stað. Aðsókn að skólanum virðist ætla að verða í ár með mesta móti, þrátt fyrir hið bága árferði, og virðast því i þetta sinn ekki ætla að rætast vonir þeirra sem helzt virðast óska eftir skólarústum hér — þegar hafa 20 sótt. Flestir hyggja gott til skóla- sameiningarinnar fyrirhuguðu, og þykir, sem von er, auðveldara þá, að ganga lærða veginn, ef þetta kemst á, því margir eiga erfitt með að afla sér þeirrar mentunar sem þá fýsir. Þeir munu og f'áir, sem sjá eftir þótt minni kröftum sé eytt til latín- unnar hér á eftir enn hingað til. „Bróður“ mínum í Isafóld þarf ég eigi að svara, af þeirri einföldu ástæðu, að það sem hann skrifar, snýst mest um persónuna — mig. Meðan við dvelj- um hér, getr hann líkiega fengið mælinn „skekinn og fleytifullan“, þannig, að hönd selji hendi, enn eigi mun ég fara i skarnkast við hann hjá Austr- velli í Reykjavík, enda mundi ekki fært að spilla þar skarninu fyrir leigu-nauti bæjarins. Annars ann ég Isafoldar-Birni drengskaparorðsins af því, að

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.