Fjallkonan - 28.02.1893, Page 3
28. febr. 1893.
FJALLKONAN.
85
taka í blað sitt af ókendum manni illkvitnis-dylgj-
ur um mig, honum ókendan og saka-lausan mann.
Það er eitt „stig“ i viðbót við einkunn þá, er hann
hefir sór löngu getið fyrir framkomu sina gagn-
vart Birni í Reykjakoti, Guðmundi í Elliðakoti,
sóra Benedikt á Grenjaðarstað, séra Hafstein og
séra Mattíasi o. fl., og getr það ef til vill gilt fyr-
ir það, sem upp á vantaði laganámið fyrrum.
Möðruvellingr.
Búnaðarfélag fyrir alt landið. Þess hefir verið
getið í bl., að stjórn „BúnaðarfÓlags Suðramtsins"
hefði í hyggju, að láta félagið taka yfir alt landið.
Þessi hugmynd er ekki ný eða frá félagsstjórninni;
henni hefir verið varpað fram áðr, og síðast í rit-
gerð Sigurðar búfræðings Sigurðssonar í Ejallk. í
sumar, nr. 29. Þar er tekið fram, hve æskilegt það
væri, að stofnað væri búnaðarfólag fyrir alt land;
það mundi styðja mikið að framförum búnaðar-
ins, koma meira samræmi á atvinnuvegina og efla
innanlands viðskifti o. s. frv. Þetta mundi líka
sannast, ef féiaginu væri vel stjórnað. Yæri þvi
óskandi, að fólagið legði alt laudið undir sig. Þetta
félag hefir nú staðið í 56 ár og gert Suðrlandi ó-
metanlegt gagn.
Aflahrögð. I gær var róið á Sviði, og varð vel
vart af stútungi og enda þorski.
Veðrblíðan er alt af söm, nema nokkurt frost
var nú fyrir helgina, um 13° C. mest. — Þessi
vetr hefir verið góðr um alt land enn sem komið
er.
Prestakall laust. Gaulverjabær (1398) 12. okt.
Prestekkja nýtr Vxo- Á brauðinu hvílir embættis-
lán til timbrhúsbyggingar, 3200 kr., tekið 1891,
sem ávaxtast og endrborgast á 28 árum með 6°/0.
Varúðarreglur gegn kóleru hefir landlæknir |
Schierbeck ritað í Isafold í 9. og 10. tbl. þ. á.
Með því að líklegt er, að kólera geti heimsótt fleiri
enn kaupendr Isafoldar, ráðum vór öðrum að fá að
láni þessi blöð af Isafold til að lesa ritgerð land-
læknisins, sem reyndar snertir mest Reykjavíkr-
búa sjálfa.
Söngfélagið „Harpa“ hélt 25. þ. m. samsöng
undir forustu hr. Jónasar Helgasonar. Þetta fólag
er elzta söngfélag hér í bænum, stofnað 1862, og
hefir átt mikinn og góðan þátt í eflingu sönglist-
arinnar hór í bænum og út um landið, og hefir
hr. Jónas Helgason verið lífið og sálin í því frá
upphafi. í þetta skifti söng fólagið 10 lög, sem
vóru mjög vel sungin. — „Söngfélagið frá 14. jan.
1892“, sem hr. Stgr. Johnsen stýrir, ætlar einnig
að sögn að skemta bæjarbúum innan skamms, og
er vonandi, að sú skemtun verði vel sótt.
Árnessýslu 24. febr. Með góu kólnaði veðr og
er nú frost og kuldi á norðan. Róið var á Stokks-
eyri og Eyrarbakka fyrir fám dögum og varð að
eins fiskvart. Sagt er, að lítið só orðið um kaffi
o. fl. í verzlunum hór, og mun hafa verið treyst
upp á miðsvetrar-póstferðina, að eftir hana mætti
fá birgðir frá Rvík.
Hjemmets Almanak, er hið bezta danskt almanak. Þetta
ár, 1893, hefir að færa margar smásögur eftir gðða höfunda með
myndum, leiðbeiningar um meðferð og lækningar á húsdýrum
o. fl. Fæst í bókverzlunum Sigf. Eymundssonar og Ó. Finsens.
Pétrs-guðspjall. Ofarlega á Egyptalandi er bær sem heitir
Akhimin. Þar var í fornöld stór bær, er Grikkir kölluðu Pano-
polis. í grafreit þessa bæjar hefir fuudizt fyrir nokkurum árum
lítil skinnbðk, sem á er ritað „Pétrs-guðspjall", „Enoehsbók,11 og
„Opinberun Pétrs“. — Þetta Pétrs-guðspjall er lítt kunnugt
áðr, enn kirkjufeðrnir Eusebius, Origenes og Hieronymus þekktu
það. Eusebius segir það falsað, og ber fyrir því Serapion bískup,
enn hann var uppi 200 árum eftir Krist. Haldið er að það sé
ntað á árunum löO—170. í þessu guðspjalli er margt hið sama
sem í hinum guðspjöllunum. í bænina „Faðir vor“ vantar þar:
„fyrir gef oss vorar skuldir o. s. frv“. I frásögninni um kross-
festingu Krists stendr þetta meðal annars: „Menn báru iampa
og hugðu að nótt væri komin. Og drottinn kallaði og sagði:
Máttr minn, máttr minu, þú hefir horfið frá mér. Og í því er
hann sagði það, varð hann uppnuminn til himins. Og i það
mund rifnaði fortjaldið í Jórsala musteri“.
„Opinberun Pétrs“ er lýsing af Himnaríki og Helvíti. Þar
er svo lýst pislum hinna fyrirdæmdu, að þær fari alveg eftir
því hvaða syndir þeir hafa drýgt í lífiuu, og er það sama hug-
mynd og kemr fram í kvæði Dantes „Divina Comedía".
Hið helgasta musteri undír sólunni er það heimili, sem ástin
byggir. Helgasta altari í heimi er heimilis-eldstóin, þar sem
foreldrar og blessuð börnin sitja í kring. Ingersoll.
Á aldrsskeiðinu frá fimm til tíu ára eru börn mðttækileg fyrir
allar kreddur, hve vitlausar sem eru, og ef þeim eru innrættar
þær á því skeiði, verða þær óafmáanlegar alla ævi.
Schopenhauer.
í öllum greinum verðum vér að vinna oss álit. Yið megum
ekki láta það ásannast, að vér förum vilt í neinu; höldum fast
við það, að það sem oss sýnist hvítt, getum vér trúað að sé
svart, það er að segja ef yfirboðarar vorir halda því fram.
Ignatius Loyola.
Til þess að þjóðin unni frelsinu, nægir að hún þekki það; til
þess að hún verði frjáls, nægir að hún vilji það.
Lafayette.
Fyrirspurn.
Hvað á að gera við Stokkseyrar drauginn? Hann er nú sagðr
risinn upp aftr, hálfu verri enn áðr, og þótti þó nóg um í fyrra
vetr. 'Nú vantar illilega okkar eina kraftaskáld, sem segist
vera, hr. Símon Dalaskáld, til að senda hann til Stokkseyrar til
að kveða niðr þennan Satans útsendara? Eða ætlar kennivaldið
ekkert að skifta sér af þessu? Arnesingr.
Svar: Það er meinið, að hafa nú ekki sælan Guðmund biskup
góða, enn hver veit hvað herra Hallgrímr kynni að geta? 1
mörgu svipar honum til hins sæla Guðmundar biskups. Yæri
ekki reynandi að herra Hallgrímr færi austr og hefði með sér sr.
Odd Gíslason, og brúkaði móti draugnum guðsorð, nr. 1, og lýsi,
nr. 2 (sbr. bjargráðagrein i ísafold). Ef herra Hallgrímr vígði
þessar hannsettar sjóbúðir og séra Oddr stökti um þær lýsi, er
vonandi að þeir gætu sigrað „makt myrkranna“ á Stokkseyri.
Mest í heimi.
Mesta leikhús í heimi er liið nýja leikhús í Pa-
rís. Það nær yfir stærri flöt enn 2 engja-
sláttum svarar. — Mesta hengihrú í heimi er brúin
miili New York og Brooklyn; hún er nærri 1000 fet
ensk á lengd. — Hinn lengst garðr í heimi er Kín-
verja garðrinn; hann var fullgerðr um 220 f. Kr.
til varnar gegn árásum Tartara. Hann er 1250