Fjallkonan


Fjallkonan - 11.07.1893, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.07.1893, Blaðsíða 2
110 FJALLKONAN. X 28 Einar Jónsson, Jón Jónsson frá Múla, Giuðl. Guð- mundsson, Skúli Thoroddsen, Björn Sigfússon. Safamýri. Þingmenn Rangæinga hafa komið með frv. um að sýslunefndinni veittist heimild til að gera samþykt um Safamýri. Friðun á skógi og inel. Þingmenn Bangæinga, ásamt þingm. Yestrskaftfellinga og Snæfellinga hafa komið með frv um samþyktir um það efni. Giríska og latína. Bogi Melsteð, Jón Jakobsson og Óiafr Briem viija láta þingið skora á stjórnina að hlutast til um að gríska og latina verði lagðar niðr sem skyldunámsgreinar í lærðaskólanum. Helgidagar. Stjórnarfrv. sett í nefnd: Klemenz Jónsson, Jón frá Múla, Þorlákr Guðmundsson, Sig- fús Árnason, Skúli Thoroddsen. — Annað frumvarp um afnám nokkurra helgidaga er komið frá Birni Bjarnarsyni og Jóni Jónssyni frá Múla. Því er vísað til sömu nefndar. Endrskoðandaembætti. Stj. frv. um stofnun fasts endurskoðandaembættis felt á föstud. með 19: 4. Fátækralöggjöfin. Þingm. Strandamanna vill láta alþingi skora á stjórnina, að skipa 5 manna nefnd milli þinga til að semja frumvarp til sveitar- stjórnar og fátækralaga. Brú á Fnjóská. Einar Ásmundsson og Jón Hjaltalín flytja frv. um að verja megi alt að 18000 kr. úr landssjóði til brúar á Fnjóská. Stjórnarskráin , frv. frá neðri deild 1891, óbreytt. Flutningsmaðr Sighv. Árnason. 1. umrœða í gær. Vísað tii 2. umr. Eftirlaun liauda Páli Melsteð. Það frv. var samþ. við 3. umr. í gær í n. d. og fór til efri deiidar. Líkskoðun, stj. frv., var felt í gær í neðri deild. Samvinnan á þingi er vonandi að verði nú með bezta móti, því góðar vonir eru um, að í stjórnarskrármálinu verði flestall- ir á eitt sáttir, enn ágreiningrinn í því máli heflr að undanförnu, eins og kunnugt er, spilt öllu samkomu- lagi þingmanna, og þannig haft skaðleg áhrif á ýms önnur mikiísvarðandi mál. í aðalatriðum stjórnarskrármálsins munu flestir vera samdóma, enn það eru ýms smærri atriði, sem í ráuninni valda ágreiningnum. Eins og málinu nú horfir við, er Iíkiega ekki til þess hugsandi, að gera neiuar verulegar breytingar, því það gæti leitt til sömu sundrungar og verið hefir að undanförnu. Þingmenn yfir höfuð, og sérstaklega hinir nýju, ættu nú ekki'að líggja á liði sínu og sýna þjóðinni að hún geti borið fult traust til þeirra. Ekkert er líklegra, enn að stjórnarskrármálið gangi fram á þessu þingi, og þá fáum vér nýjar kosningar og aukaþiug 1894. Þetta er jafnframt áminning til hinna lítt reyndu þingmanna, sem geta búizt við að sitja ekki oftar á þingi enn í þetta sinn, ef frammistaða þeirra verðr ekki kjósendum að skapi. Milii blaðamanna og þingmanna þýrfti að vera meiri samvinna enn nú gerist, bæði milli þinga, og eins þegar á þing er komið. Fæstir þingmenn láta skoðanir sínar i ljós í blöðunum; þeir láta ekkert á sér bæra milli þinga, hversu mikið sem að þeim kann að kveða á þiugi. Þeir heimta, að blaðstjórarnir haldi lífinu í pólitíkinni milli þiuga, enn þegar á þing er komið, hafa þeir enga samvinnu við blaðamenn. Þetta getr nú, ef til vill, verið blaðamönnunum að kenna meðfram. Til þess að samvinnan geti orðið góð á þingi, er ómissandi að bændr, sem eru eða ættu að vera meiri hluti þings, myndi flokk sór, og mætti auðvitað taka í þeuna bændaflokk þá presta eða aðra embættismenn, sem skuldbinda sig til að fylgja stefnuákvæði flokks- ins. Enu þessi flokkr verðr einnig að halda sér vak- andi milli þinga, og það verðr bezt í sambandi við blöðin, og helzt að eins eitt eða tvö blöð, sem ein- arðlega héldu fram „programmi“ flokksins. Þetta ættu þingmenn vel að athuga, og kæmist þessi rekspölr á, mundi landsmáiunum betr borgið. Óvenjur. Eftir Karl unga. IV. Kvonbænir. Það er mjög sjaldgæft, að stúlkur biðji sór manna; hitt þykir sjálfsagt, og er einnig það algenga, að þeir fari á undan í því efni. Kemr hér ffarn sem víðar, að konan lýtr í lægra haldi enn karlmaðrinn. Engin lög fyrirskipa að svo skuli vera, enn vaninn hefir helgað það. Hann hefir svo gersamlega blind- að menn, að það þykir hneyksli, ef kona biður karimanns. Það er talinn flennuskapr, og þykir ekki sæma heiðvirðum stúlkum. Enn af þessu leið- ir margt og óþægilegt fyrir konuna, og það hefir svo áhrif á sambúð hjónanna og heimilislífið. Fyrir þessa skuld er mörg kona óhamingjusöm alla ævi. Það er nú einusinni hlutskifti kvenmannsins að verða eiginkona. Hærri byr er henni fyrirmunað að sigla. Fiestar stúlkur girnast því að komast í hjónaband fyrr eða síðar, sem eðlilegt er, því á þann hátt geta þeir trygt framtíð sína. Enn af því leiðir, að mörg stúlka tekr þeim er fyrst býðst. Ekki ávalt af því að henni líki hann svo vel í alla staði, neldr oft af áeggjun foreldra og annara vandamanna, og af ótta fyrir því, að ekki bj óðist aðrir betri. Þær sem neita í sífellu, verða oft út- undan á endanum, eða taka þeim er þær hafa hafn- að, og stendr ef til vill þeim að baki, er þær áðr áttu kost á. Þannig er tíðum úr vöndu að ráða fyrir stúlkunni; hún veit ekki hverjum hún á að taka og hverjum að hafna, þegar fleiri bjóðast. Enn sá sem hún hefði helzt kosið, biðr hennar aldrei. Því er svo varið um flesta karlmenn, að þeir ógjarn- an vilja fá „nei“ í þess konar málum. Fara þar þvi síðr að, er þeir halda að sér verði neitað. Nú getr einhver stúlka verið, er hefir augastað á ein- hverjum vissum manni, enn atvikin haga því þann- ig, að hann kemst aldrei á snoðir um það. Og í annan stað geta kringumstæðurnar verið þannig vaxnar, að hann sjái sór ekki fært að biðja þeirrar stúlku, enda þótt hann kysi sér hana helzt. Auðr og ættgöfgi getr riðið þar baggamuninn. Maðrinn þykist sjá í hendi sér, að hann ekki fái þessa stúlku, af því hún stendr ofar enn hann að mannvirðingu. Hann sættir sig því við að taka aðra, sem hann þá auðvitað getr ekki orðið eins hamingjusamr að lifa með. Og stúlkan giftist einnig, að ráði ættmanna sinna, þeim er henni þótti samboðinn. Yið þessi úrslit verðr hún að sætta sig, enda þótt henni falli

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.