Fjallkonan


Fjallkonan - 05.09.1893, Side 3

Fjallkonan - 05.09.1893, Side 3
5. sept. 1893. FJALLKONAN. 143 um mönnum, að tilhlutun sýslumanns Jðns Maguússonar til að stofna búnaðarfélag, og þar kosnir til að semja lög fyrir félagið: Sigurðr Sigrflnnsson, Jón hreppstjóri Jðnsson og Gísli kaupmaðr Stefánsson. 13. ágúst var aftr haldinn fundr og lagt fram frum- varp til laga fyrir „f'ramfarafídag" og það samþykt með litlum viðbótum. Framfarafélag þótti víðtækara, enn verkahringr bún- aðarfélags (eingöngu) fremr þröngr, eftir því sem hér hagar til. Formaðr félagsins var kosinn Sigurðr Sigrflnnsson, varaformaðr Gísli kaupmaðr Stefánsson. Skoðunarmenn kosnir Jón hrepp- stjóri Jónsson og Guðmundr bóndi í>órarinsson. Undir lög fé- lagsins skrifuðu allir sem á fundinum vóru (11). — Frá byrjun júlímán. hefir verið alveg /i.sfelaust til þess nú nokkra daga lítill reytingr. Svartfuglaveiði var hér með minsta móti. Lundaveiði heldr frekari enn næstliðin ár. Fýlungatekja allrýr, 1/í—’/a minni á sumum stöðum enn í meðalári. Öðru hvoru hafa plank- ar rekizt hér og fundizt á sjó, enn allir meir og minna maðk- smognir. 8. þ. m. var smáhvalr (andarnefja?) róinn hér í land spikiaus og lítt nýtr. — Aðsókn frá meginlandi hingað til verzl- unar var með minsta móti. Tvö skip hafa farið héðan til Spánar með saltfisk og hrogn, hið fyrra 12. júlí, hið síðara 4. ágúst. Sama dag fór seinasta skip, „Jason“, héðan til Hafnar, með afganginn af islenzkum vörum. 20. júli fór „Union“ til Hafnar, og með því H. Bryde. Þegar skipið sigldi austr hjá Bjarnarey, framdi skipstjórinn, Clausen, það ærustryk (sumra útlendinga hér við land) að skjóta 5 svartfugla fáa faðma frá eynni í augsýn veiðimanna, hafnsögumanns og þeirra, sem hjálp- uðu skipinu út. — í vor gerðust sú nýlunda hér, að allmikið af ull, sem kom frá meginlandi, var þvegið hér, og hafði auðvitað allmikinn kostnað í för með sér. Slíkt háttalag gefr liklega skiftavinunum góðar vonir um glæsilegan ávöxt og kaupbæti. Þrisvar sinnum hafa bændr hér fengið nokkuð af vörum frá Kaupmannahöfn, keyptar fyrir eiginn reikning, og borgað fyrir- fram. Br allmikill verðmunr á þeim við það, sem menn verða að venjast hér, enn því er miðr, að þeir eru tair, sem geta snú- ið sér við í þeim sökum, því flestir eru fastir í skuldbindingar- og veðsetningardrómanum við tjóðrhæl verzlunarinnar". Hjálmar og............týran. Út af athugasemd þeirri, er ritstj. Nlj. hefir hnýtt við bréflð: „Frá þingmannabúðum11 í nr. 24 þ. á. af bl. sínu: H. S. varð svo skelkaðr, er hann sá að þingmönnum mislíkaði aðferð hans með greininni: „Af því aðl‘ í 23. bl., að ég sá aumur á honum og hét að biðja honum vægðar hjá forseta, ef hann að eins birti bréfið, og því lofaði hann ósköp fúslega. Greinina i 23. bl. hans sá ég enga ástæðu til að leiðrétta; hver maðr getr séð, að hún er öll vitlaus. Að hafa rétt eftir orð, sem ég tala á þingi, mundi ég álita hverjum manni heimilt. Hvort H. S. hefir svo gert, má dæma um af Þingtið. á sínum tíma. H. S. fær orð fyrir að vera „meinhægðarmaðr11, enda get ég trúað, að þetta frumhlaup hans til mín sé af „völdum annars verri“. Björn Bjarnarson. Sjálfviljug kviksetning. Prófessor Tyndali frá London, sem hefir lagt stund á ýmsa nýja kynjafræði, huglestr o. fl., hefir ritað til forstöðumanns Chicago-sýningarinnar, að hann ætli að láta grafa sig þar lifandi í haust, eftir miðjan sept., og rísa upp eftir 30 daga. Hann ætlar að láta leggja sig í lofthelda kistu, og skulu þar vera viðstaddir umsjónarmenn. sem sýningarnefndin velr. Kveðst hann gera þetta í þarfir vísindanna og til að sanna ódauðleik sálarinnar. Hann segir að andinn geti skilið við lik- amann og komið aftr nær sem vill. Kveðst hann hafa gert líkar tilraunir með góðum árangri í Bombay og San Francisco, enn vill nú nota tækifærið til að gera heiminum kunna þessa uppgötvun á hinni miklu Chicago-sýningu. [Manitoba Free Press]. Að lifa í 200 ár. í North Am. Iteviey: ritar vísindamaðr einn leiðbeiningar um það, hvernig menn eigi að halda sem lengst heilsu og líkamsstyrk og ná háum aldri, sem hann telr að geti orðið 200 ár. Aðalreglurnar eru, að forðast alla fæðu, sem mikið saltefni er í, éta mikið af ávöxtum, einkum ávaxta- safa, ósoðin epli o. s. frv. og drekka daglega 2—3 ölglös af soðnu vatni með 10—15 dropum af þyntri fosfórsýru í hverju. Sannleikanum verðr hver sárreiðastr. Smásaga. Enskr höfundr segir svo frá: Ég er eins og Georg Washing- ton í því, að mér er ómögulegt að segja ósatt. Móðir mín brýndi stöðugt fyrir mér að segja alt af satt, og fóstra mín sagði oft við mig: „Segðu satt, Tumi Iitli, því annars kemr skollinn og tekr þig“. Ég fylgdi trúlega þessu heilræði, og hefi fylgt þvi alla mína ævi, enn af því hefir bara leitt, að ég er mesti ólánsbjálfi á guðs grænni jörð. Ég ætla að segja ykkr nokkur atvik þessu til sönuunar: Eldabuska hafði eitt kvöld hjá sér hermann og gæddi honum á te og sætinduœ. Mér varð litið fram i eldhúsið og sá ég þenna rauðklædda mann. Eldabuskan kallaði á mig og sagði: „Ef einhver uppi spyr hvort nokkur sé í eldhúsinu, þá segðu að það sé bara fóstra þin og ég“. Fóstra mín bað mig líka að segja þetta, kysti mig og gaf mér kökubita. Ég tók við bitanum, enn var ekki rótt innan brjósts. „Tekr þá ekki skollinn mig, ef ég skrökva?" sagði ég. „0 susbu nei, væni minn, þetta er svo sem eiginlega ekki að skrökva“. Ég fór upp og var hugsandi út af þessu. Undir eins og móðir mín sá mig, spyr hún mig: „Er ókunnugr maðr niðr í eld- húsinu? Mér heyrðist það“. Sannleiksást mín sigraði mig undir eins og ég svaraði: „Já, mamma, þar er maðr rauðklæddr, og ég vil ekki þessa köku“, og svo fleygði ég kökubitanum á gólfið. Mamma sagði að ég væri gott barn, enn bæði eldabuskan og fóstra mín klipu mig og stríddu mér, til að hefna sín, og undir eins þá fann ég greinilega til þess, að það borgar sig ekki æv- inlega að segja satt. Einhvern dag heyrði ég að móðir mín sagði: „Ég vona þó að skrattinn reki ekki hana frú Johnsen hingað i dag“. Stundarkorni seinna kom frú Johnsen og mamma tók henni báðum höndum. „Nei, hvað mér þótti vænt um að þér komuð. Ég átti líka von á, að þér munduð koma‘!. „Mamma“, sagði ég, „þú mátt ekki skrökva. Skollinn kemr þá og tekr þig“. Frú Johnsen brá heldr kynlega við þetta, og mamma fór með mig inn í hina stofuna og flengdi mig. Ég átti írændkönu, sem þótti fjarska vænt um mig. Hún hafði aldrei gifzt, enn var svo rík, að hún vissi ekki aura sinna tal. Það var á margra vitorði, að hún hafði arfleitt mig að öll- um eigum sínum. Mér var ekki meir enn svo um hana, af þvi hún var svo ljót og leiðinleg. Verst af öllu þótti mér, að hún tók mig ævinlega upp i fangið á sér og lagði hendrnar um háls- inn á mér. „Þykir þér vænt um mig, Tumi litli“, sagði hún einu sinni og lagði mig undir vanga sinn. „Nei“, sagði ég, og það fór hryllingr um mig allan. „Hvað er þetta? Af hverju þykir þér ekki vænt um mig, ó- hræsið þitt?“ „Af því þú ert svo ljót og leiðinleg“. Hún fleygði mér úr fangi sínu, sagði að ég mundi á endanum fara í tukthúsið og ég skyldi aldrei fá grænan eyri af hennar eigum. Faðir minn lamdi mig með reyrpriki og móðir mín flengdi mig með vendi. Þau urðu bæði köld til mín, og þeim hætti að þykja vænt um mig, alt saman af því að ég sagði alt af satt. Enn ég gat ekki að þessu gert, það var eins og ég ég væri fæddr með þessum ósköpum. Meðan eg var í skóla hötuðu allir skólabræðr mínir mig og kölluðu mig njósnara og rógbera. Og nú þegar ég er kominn á fullorðins ár, er eins og allir forðist mig, af því ég er svo sannorðr. Oft hefi ég hugsað með sjálfum mér: Á ég nú ekki að herða upp hugann, eins og maðr, og ljúga, enn lygin kemst ekki lengra enn upp í hálsinn á mér. Fyrir skömmu komst eg í kynni við unga stúlku, sem sagði að sér þætti svo vænt um mig af þvi að ég væri svo hreinskil- inn og sannorðr. Eg fékk ást á henni og við hétum hvort öðru ævilangri trygð. Einu sinni segir hún við mig. „Þykir þér hún fröken María lagleg, Tumi“. Eg vissi reyndar, að hún öfundaði Maríu af friðleikanum. „Já sagði ég, mér þykir hún bara falleg". „Þykir þér hún fallegri enn ég“. „Já fallegri þykir mér hún, enn —“. Hún rauk burtu og daginn eftir sagði hún mér upp. Ég er eyðilagðr maðr á sál og líkama af þvi eg hefi alt af sagt satt. Lesararnir halda ef til vill ég segi nú ekki satt frá þessu. Enn hefi eg ekki margsinnis sagt, að ég get ekki skrökvað?

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.