Fjallkonan


Fjallkonan - 27.09.1893, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 27.09.1893, Blaðsíða 3
27. sept. 1893. FJALLKONAN. 155 drykk sjúklingsins, heldr verðr líka að bera um- hyggju fyrir taugalífi hans. Þar til heyrir, meðal annars, að sjá um, að hann hafi góða útsjón. Ljós- ið hefir eitt fyrir sig mikla þýðingu. Að minsta kosti virðist mér, að hin algenga löngun sjúklinga eftir dagsbirtunni, sýni, að hún muni endrlífga hið þreytta og veika hugarfar. Þess verðum vér einnig að gæta, að allir hafa tamið sér vissa háttu, sem þeir þeir fylgja. Með vissu móti móti þvoum vér oss og kembum og látum búa um rúmið. Þetta eru alt smámunir, sem margir kunna að segja um, að séu einkis virði. Enn sjúklingarnir eru viðkvæmir, og það er nauð- synlegt að gera þeim sem bezt til hæfis. Það er oft gott fyrir sjúkling, sem farinn er að hressast, að gera eitthvað smávegis í höndunum eða skrifa, enn varlega verðr að fara í það. Paliadómar um þingmenn. 8. Kristján Jónsson. Hann er laglegr í sjón, stillilegr og góðmannlegr á svip. Hann sat nú í fyrsta sinn á þingi. Er því ekki hægt að dæma um framkomu hans, og því síðr af því, að hann talaði mjög sjaldan. Honum hefir veríð fundið það til ámælis, að hann kom fram með aðfundningar við stjórnarskrár- frumvarpið, og gerði það ekki fyrri enn við 3. umræðu. Á þessum stað verðr ekki talað um athugasemdir hans, eða hverjar ástæður séu fyrir þeim. Að eins skai það tekið fram, að það er lurða, ef stjórnarskrárfrumvarpið er svo fullkomið, að því megi ekki breyta. Án þess að álasa þeim mönnum, sem hafa búið það til, mun vera óhætt að fullyrða, að íslenzkir þingmenn standi ekki svo langt framar öilum öðrum stjórnfræðingum heims- ins eða sé svo jafnsnjallir Kinverjum(I), að breyting- ar á stjórnarskrársmíð þeirra sé óhugsanlegar. Ann- ars má treysta því, að Kristján Jónsson er einn af hinum frjálslyndustu þingmönnum, eins og hann á ætt til, sonr Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, og auk þess hefir hann kynt sér vel stjórnarlög og stjórnarsögu helztu framfaraþjóða. Hann er enn fremr einhver hinn skýrasti og skygnasti lög- fræðingr landsins. Þykr því mega fullyrða, að sæti hans sé vel skipað, og að hæfileikar hans komi betr í ljós á þingi síðar. 4. Árni Tkorsteinsson landfógeti er álitlegr maðr í sjón, og mikill vexti, glaðlegr og dálítið glettnislegr á svip. Hann er enn mjög unglegr, þótt hann sé orðinn aldraðr nokkuð. Hann hefir setið á þingi sem konungkjörinn þing- maðr síðan 1879, enn með því að hann hefir stund- um verið forseti, hefir hann minna komið fram í þingmálum enn annars hefði verið. Hann er maðr sjálfstæðr í skoðunum og alis ekki bundinn þann- ig við skoðanir stjórnarinnar, sem konungkjörn- um þingmönnum hefir oft verið brugið um. Hann er yfirhöfuð frjáislyndr og tillögugóðr í þingmálum, sanngjarn og gætinn, sparsamr á landsfé, enn þó ekki um of. Hann talar heldr sjaldan og heldr stuttar ræður. í flestum stærri málum eða kapps- málum kemr hann lítið fram. Það má eflaust að nokkru ieyti segja hið sama um hann og L. E. Sveinbjörnsson, að hann hafi ekki mikinn áhuga á þingmáium, enn fjölhæfa þekkingu hefir hann og ýmsa góða þingmannskosti. 5. Jón A. Hjaltalín. Hann er meðalmaðr á hæð og þrekinn, svipmikill og gáfulegr í sjón. Hann er einna framgjarnastr af hinum konung- kjörnu þingmönnum og mestr nýmælamaðr. Hann talar líka alloft og er allvel máli farinn. Á síðustu þingum hefir hann reynt að koma fram frumvarpi um alþingiskosningar, sem verið gæti góð réttar- bót, enn mun þó ganga full-langt að því leyti, að ætlazt er til, að kjörstaðr sé í hverjum hreppi. Hann hefir gengizt fyrir því að reyna að koma á sam- bandi milli Möðruvallaskólans og lærða skólans og að gagnfræðakensla yrði stofnuð við latínuskólann. 1 stjórnarskrármálinu var hann sem kunnugt er sá af hinum konungkjörnu þingmönnum, sem „miðl- unarmennirnir" 1889 höfou i ráðum og fylgi með sér, og mun hann hafa átt mikinn þátt í breytinga- tillögum þeirra „miðlunarmanna“. Hann er sjálfstæðr maðr, og fastr við skoðanir sínar og frjálslyndr í mörgum greinum. 6. Þorkéll Bjarnason. Hann er lágr maðr, enn þrekvaxinn; hyggiuda- legr á svip. Hann er gamall þingmaðr, enn er nú í fyrsta sinni konungkjörinn. Hann er því margreyndr sem þingmaðr. Hann er hygginn og gætinn, og hefir jafnan verið mjög spar á landsfé. Mun það meðfram hafa hrundið honum frá þjóðkosningu. Hann hefir þannig oftar enn einu sinni verið mót- fallinn stjórnarskrárbreytingu af kostnaðar ástæð- um. Hér eru þá taldir allir hinir konungkjörnu þingmenn, enn þðtt margt meira mætti um þá segja, virðist þess ekki þörf að sinni. E>eir láta yfir höfuð minna tii sín taka á þingi enn þjóðkjörn- ir þingmenn, og er því vandameira að dæma um þá, enda að því leyti þýðiugarlítið, að stjðrnin mun kjósa þá eftir sem áðr. NæBt mun verða byrjað á lýsingum á hinum þjóðkjörnu þing- mönnum, og er miklu hægra að dæma um þá, enda mun hér ekki hlífzt við að segja um þá sannleikann eftir beztu sam- vizku. Áhrif áfengra drykbja. í rittingi, sem Dr. J. Kosenthal hefir samið, frægr þýzkr háskólakennari í líffærafræði og heilbrigðisfræði, sem snúið hefir verið á dönsku með nafninu „Oi og Brændevin i deres indbyrdes Eorhoid“, er það sýnt með mörg- um röksemdum, hversu ofnautn áfengra drykkja sé skaðleg. Niðrlagsatriðí bókarinnar hljóða svo: 1. Maðrinn þarf til næringar ákveðinn skamt af næringarefnum eftir þyngd. 2. Auk þess þarf maðrinn, til að örva melting- una og iífga taugakerfið, að neyta fleiri efha, sem út af fyrir sig eru ekki nærandi, enn styðja að næringunni og auka kraftana til að vinna. 3. Þess konar efni geta, ef þeirra er neytt í hófi, verið gagnleg eða jafnvei nauðsynleg, enn þó því að eins, að menn hafi jafnframt fullkomlega gott fæði.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.