Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1893, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 01.11.1893, Blaðsíða 4
176 FJALLKONAN. X 44 hægindastólnum með morgunskóna gína á fótunum og í Bloppnum. Hann yaknaði við það að hringt var við garðshliðið. Bnn sá, kuldi! Hann hafði munnherkjur og tennurnar skröltu í honum. Það var komin aftrelding og nærri dautt á lamp- anum. Prúin, sem hafði blundað í bólinu í skírlífri einveru eftir það að maðr hennar hljópst þaðan, vaknaði í sömu svipan og reis upp við koddann. „Hver skyldi það vera? Hjálpi þér, Stefán, ertu annars frá þér, maðr, að sitja við borðið og sofa; nú er ég viss um að þú fær eitt gigtarkastið. Og það svona snemma. Mjólkr-karlinn kemr þó ekki fyrir kl. 7. Það skyldi þó aldrei vera boð frá mömmu, — að hún sé veik?“ Málaflutningsmaðrinn stóð upp, gekk með mestu varkárni að glugganum, dró gluggatjaldið frá og benti frúnni með hendinni að þegja. „Nú, sérðu nokkuð?“ sagði firúin. „Þei, þei — nei, ég sé ekkert. Bnn þú getr þó liklega skil- ið kona, að ég má ekki fara svona gálauslega með rannsóknir mínar: í þeirri stöðu, sem ég er — það eru alvarlegir timar nú — það getr vel verið einhver útsendari ódáðamannanna, sem ætli að ginna mig út“. „Ó — ég verð alveg dauðveík af að heyra þig tala svona. Lofaðu mér að sjá“. Frúin velti sér fram úr rúminu, fleygði blárri, prjónaðri þri- hyrnu yflr höfuðið á sér, lauk upp glugganum og kallaði út: „Er nokkur úti? Hver er það sem hringir?" Það var steinshljóð. Að eins heyrðist að þrammað var þunglamalega á götunni langt í burtu og hvarf skóhljóðið brátt í fjarska. „Nú, það hefir verið einhver fullr verksmiðjumaðr, sem hefir verið að vekja okkr af hrekk", sagði hún og ypti öxlum. „Heyrðu, komdu nú upp í rúmið. Þú ert alveg orðinn dauðr úr kulda“. Málaflutningsmaðrinn skreið upp í bólið. Örðugar hugsanir brutust um í höfði hans, enn hann áleit réttast, að láta konuna ekkert vita um það, til að gera henni ekki óþarfa áhyggjur. (Niðrl. næst). ___ Hinn eini ekta Brama-l±fs-elix±r. (Heilbrigðis matbitter). I þan 20 ár, sem almenningr hefir notað bitter þenna, hefir hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðst út um allan heim. Honum hafa hlotnast hæstu rerðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefir verið brúkaðr, eykst öllum líkamanum þróttr og þol, sálin endrlifnar og fjörgast, maðr verðr glaðlyndr, hug- rakkr og starffús, skilningarvitin verða ncemari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefir sýnt betr að hann beri nafn með rentu enn Brama-lífs-elixír, enn sú hylli sem hann hefir náð hjá almenningi, hefir gefið tilefni til einskisnýtra eftirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa urnboð frá oss, sem eru þessir: Svo hregðast krosstré sem önn- ur tré. Nú er „Sameiningin“, kirkjublað íslendinga í Vestrheimi, í ágústnúmeri sinu, að fáiast yfir guðleysi blaðanna á íslandi. Alt á að vera guðleysi, sem ekki er samfevæmt púfeafræði þeirra þar vestra. Og ritstjóri ísafoldar, þessi alkunni krossfari og biskups mágr, er nú í söruu fordæming unni. Bl-ioið flytr bréfkafla frá „vini þess“ á íslandi, sem eflaust er einhver pokaprestr, og segir hann að öll blöðin nema „Norðr- ljósið", sé nú í höndum vantrúar manna. ísaf. hafi byrjað á því, „að ráðast á útvirki kirkjunnar, helgidagana". „Þjóðóifr" segir bréfritarinn að hvorki sé með né móti, ennritstjórinn, sr. Jón Bjarna son, bætir við þeirri athugasemd. að „það blað sé nú svo durgslega redígerað, svo fult af gorgeir og ófrelsisanda og óþroskuðum skiln- ingi á ýmsu því sem nú er uppi í tímanum“ (enn sú islenzka!), að óvíst sé hvort það sé hættuminna enn þau blöð, sem eru beint á móti kirfeju og kristindómi. Biskup vor fær einnig talsverða ofanígjöf i sama blaði, þar sem talað er um „Ný kristileg smárit", sem fylgja Kirkjublaðinu. Þykir „Sam.“ mjög lítið til þeirra koma, og álítr ^að þau séu talandi vottr um andlega fátækt eða deyfð ís- lenzku kirkjunnar. Vaömál. Dökkblátt fínt peysufatavaðmál er til sölu í Þingholtstr. 18. Laxdæla saga, útg. 1826, á ísl. og latínu, í ágætu bandi, óskemmd, selat ódýrt. Ritstj. víBar á seljanda. Akreyri: Hr. Carl Höepfner. ---- Gránufélagiö. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörðr: Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Orum & Wulffs verslun. Keflavik: H. P. Duus verslun. ---- Knudtzon’s verslun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. ----Hr. Jcm 0. Thorsteinson. Þakkarávarp. Þeim veglyndu hjónum hér á bæ, Guðmundi Jónssyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur, vil ég opinberlega votta mitt hjartans þakklæti fyrir þá óþreytandi alúð og nærgætnisfullu hjálpsemi, sem þau hafa auðsýnt mér í bágindum mínum, og þar með eigi lítið stutt að bata þeim sem heilsa mín heflr fengið. Baugstöðum 20. okt. 1893. Elin Magnúsdóttir. Öllum þeim, sem fylgdu manni mínum elskulegum, Magnúsi sál. Magnússyni frá Lambhól, til grafar, og á annan hátt sýndu hluttekningu í sorg minni, votta ég mitt innilegt þakklæti, sérstaklega Good-Templ- urum, sem bæði með gjöfum og öðru sýndu rækt við félagsbróður sinn. Sigrbjörg Jóhannesdóttir. «ffl T 2 tegundir, ágætt og gott, fæst hjá M. Johannesscn. Raufarhöfn: Gránufelagíð. Sauðárkrókr: ------- Seyðisfjörðr: ------- Siglufjörðr: —------ Stykkishólmr: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vík pr. Vestmannaeyjar: Hr. Halldör Jóns- son. Rantt heststryppi, 1 vetra, með marki: gagnbitað hægra, er í ðskilum í Skála- brekku. Ef enginn hefir helgað sér það, verðr það selt, eftir 14 daga frá birtingu þessarar auglýsingar. Þingvallahreppi, *°/J0- — 93. Jónas Halldórsson. Tuskur úr ull. Tog og ullarhnat. Tusk- ur úr hvítu lérefti. Hrosshár. Gamall kaðall. Gamall segldúkr. Kopar. Eir. Látún. Zink. Blý. Gamalt járn. Hval skíði. Álftafjaðrir. Álftahamir. Katta- skinn. Folaldaskinn. Lambskinn er lceypt í 3 Aðalstræti 3. 12 lierTaergl óskast til leigu. Ritstjóri vísar á. Útgefandi: Valdimar Ásmnndarson. Félagsprentemiöjan, Ærlækjarsel: Hr. Sigurör Ounnlögsson. Einkenni: Blátt Ijón og gullinn hani á einkennismiðanuin. Mansfeld-Búllner & Lassen. hinir einu sem búa til hinn verölaunaöa Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.