Fjallkonan - 07.03.1894, Blaðsíða 3
7. mara 1894.
fjallkona;n.
B9
peningalán, hvað sem ég Sagði, og lifði ég nú eins
og ég hefði alls nægtir. Reyndar vissi ég að þetta
mundi ef til vill fá skjótan enda, enn ég var nú
kominn út á þann veg, að ég gat ekki snúið aftr.
Það var þessi alvarlega hlið, sem alt af blasti við
mér öðru hvoru, einkum á kveldin og nóttunni, ónn
skuggarnir hurfu alveg á daginn; mér fanst ég þá
nærri því sveima í loftinu, og ég var einna líkastr
því sem ég væri ekki alisgáðr.
Þetta var alt eðlilegt, því ekki leið á Iöngu, að ég
varð í tölu þess merkasta í þessari stórborg heimsins,
og það var meira enn ég gæti afborið. Ekkert dag-
blað, hvort sem það var enskt, skozkt eða írskt, var
hægt að líta í án þess að reka augun í eina eða
fleiri greinar um „manninn með miljónina í vestis-
vasanum“ og hvað hann segði og hefðist að. í fyrstú
vóru þessar greinar með smáletri í „Hitt og þetta“,
enn færðust smámsaman hærra og hærra, þar til far-
ið var að tala um mig um ieið og lávarðana, og að lokum
fékk ég æðsta sæti í blöðunum og vék ekki úr því,
svo engir stóðu þar ofar á blaði, nema Yiktoría
drotning og prinzinn af Wales og erkibyskupinn.
Skopblaðið „Punch“ kom með mynd af mér; menn
hentu gaman að mér, enn þó með gætni og virðingu,
því ég var hafinn yfir alt háð.
Öðru hvoru gekk ég í gömlu íötunum mínum; ég
gat með því móti skemt mér á ný við það, að kaupa
ýmislegt smávegis, verða fyrir ónotum, og leggja svo
alla að velli í einum svip, með því að bregða upp
miljónarseðlinum. Þetta dugði þó ekki leugi, því
myndablöðin fluttu brátt svo greinilegar myndir af
mér í tötrum mínum, að menn hópuðust að mér hvar
sem var á götunum, og gengi ég inn í búð til að
kaupa eitthvað, bauð kaupmaðrinn að lána mér alt
sem ti! væri í búðinni, löngu áðr enn ég þurfti að
taka upp seðilinn.
Tíu dögum eftir er ég var orðinn svona stórfrægr,
fór ég að heimsækja sendiherra Bandaríkjanna sam-
kvæmt borgaralegri skyldu minni. Mér var tekið
þar með öllum þeim virktum, sem slíkr maðr sem ég
átti skilið. Sendiherrann fann auðvitað að því við mig,
að ég hefði dregið það svo lengi að heimsækja hann;
sagði, að það væri eina ráðið til að bæta úr því, að ég
æti nú hjá honum miðdegisverð; það stæði svo á, að
einn gest vantaði við borðið; hann hefði veikzt og
gæti ekki komið. Jú, ég taldi það mikinn heiðr
fyrir mig, og svo fórum við að spjalla um alia heima
og geima. Það kom þá upp, að sendiherrann og faðir
minn höfðu verið skólabræðr í uppvextinum, lesið
saman við háskólann og verið aldavinir meðan faðir
minn Iifði. Það var þá svo sem auðvitað, að ég varð
að vera þar boðinn og velkominn, eins og ég væri
heima hjá mér, hvenær sem ég hefði ekki annað
fyrir stafni og var ég fús til þess að taka því boði.
Ég var satt að segja meira enn fús til þess — ég
var innilega glaðr yfir því, því að þegar reiðarslagið
kæmi, sá ég að þar kynni ég að geta haft ofrlítið
athvarf.
(Framhald).
Kynjaskipið.
Það var seglskip, stórt og sterkt, eins og seglskip
alment gerast. Það hét „Marie Celeste“ og átti heima
í New York. Árið 1877 lagði það út frá NewYork
og var hlaðið dýrum varningi, og átti að halda til
Villefranche, sem er sjóbær á á Frakklandi við Mið-
jarðarhafsströndina, ekki all-langt frá Niza. Það hafði
ekki verið lengr á leiðinni enn við var að búast,
þegar enskt barkskip varð vart við það eitthvað 300
enskum mílum vestr af Gibraltar. Þeir Englarnir á
barkskipinu gerðu skipinu vísbending með merkjum,
til að hafa tal af því, enn fengu ekki svar. Héldu
þeir þá nær skipinu og horfðu á það í sjónpípu, enn
sáu ekki kvikt á því. Fór skipverjum á enska bark-
skipinu ekki að verða um sel, því að sjómenn eru
hjátrúarfullir alment, eins og kunnugt er. Skipstjór-
inn enski bauð að setja bát á flot og fór með nokkra
skipverja sína, þá er hugaðastir vóru, tii að forvitnast
um skipið, sem ekkert sást kvikt á.
Þeir lögðu að skipshliðinni og kölluðu upp á skipið,
enn enginn tók undir. Það var grafarþögn á þessu
draugalega skipi. Nokkur segl vóru uppi og í góðu
lagi, og sveif skipið hægt fram fyrir vindi.
Þeir réðu nú til uppgöngu og fundu engan mann.
Enn alt var á sínum stað í beztu röð og reglu á
„Marie Celeste“; þar skorti ekkert, sem vel búnu
skipi hlýðir innanborðs að hafa — nema það sem
allra er nauðsynlegast, skipshöfnina. Föt skipsmanna
héngu til þerris í reiðanum; allir bátar skipsins vóru
á sínum stað. Sérhver strengr og spýta og festar-
endi var á sínum stað, ekkert vantaði. Sjónpípan
og áttavitinn vóru á sínum stöðum. í hásetarúminu
var matr á borðum hálfétinn. Eins var í lyftingu,
að þar var matr á borði, og hafði auðsjáanlega verið
hætt við borðhaldið í miðju kafi. í einu horni í lyft-
ingunni stóð saumavél og var hálfsaumaðr barnskjóll
undir nálinni, enn fingrbjörg á borðinu. Skipstjórinn
á „Marie Celeste“ hafði haft með sér konu sína og
ungbarn þeirra, og vóru auk þeirra hjóna 11 manns
á skipinu, er það lét í haf frá New York. Pening-
arnir í draghólfi skipstjóra vóru óhreyfðlr. Skipssigr-
verkið var á sínum stað og vasasigrverk stýrimann-
anna héngu í iokrekkjum þeirra. Alt var í beztu
röð og reglu á þessu mannlausa skipi. Ekkert var
þar um borð, er benti á að skipið hefði rænt verið
eða menn myrtir, og var einskis saknað þess er fé-
mætt var.
Skipinu „Marie Celeste“ var siglt inu til Villefranche
og afíermt þar; var svo skipiuu skilað eigendunum.
Það var lagt fyrir alla verzlunarerindreka og sendi-
herra Bandarikjanna víðsvegar um heim að skýra
öllum útlendum stjórnum frá viðburði þessum, og frá
hverri einustu tollbúð í heimi vóru tilraunir gerðar
til að komast að ráðningunni á þeirri gátu, hvað
orðið hefði um skipshöfnina af „Marie Celeste".
Enn það var eius og skipið væri heillum horfið
úr þessu; menn höfðu einhvern hjátrúar-beig af því
upp frá þessu, og það var torvelt að fá menn til að
halda því úti í förum. Varð eigandanum það heldr