Fjallkonan - 01.08.1894, Síða 4
124
FJALLKONAN.
XI 31
Dáin 25. júlí hér í bænum ekkjufrú Yalgerðr
Ólafsdóttir, ekkja et'tir prófast Halldór Jónssou á
Hofi, enn systir Óla Finseu póstmeistara og þeirra
bræðra, mikil merkiskoua.
Prestkosning. Kjörfundr var haldinu á Valþjófs-
stað 20. júlí og var kosintt séra Þórarinn Þórarins-
son í Mýrdalsþingum með öllum þorra atkvæða.
Óveitt prestakall. Ríp í Skagafirði (721), augl.
4. júlí.
Alþingi.
i.
Alþingi sett. í dag var alþingi sett. Eins og
vandi er tii, gengu þingmenn í kirkju á undan þing-
setningunni og prédikaði þar prestaskóla.stjóri Þór-
hallr Bjarnarson og Iagði út af kristilegu réttiæti
og kærleika. Sagði hanu, að öll löggjöf og löggæzla
ætti að byggjast á kristilegu réttlæti og kærleika.
Úr kirkjimni gengu þingmenn til alþingishúss. —
AUir alþingismenn eru komnir til þings, nema Klem-
ens Jónssson, 1. þingtoaðr Eyfirðinga, sem nú er settr
amtmaðr. — Kjörbréf vóru rannsökuð, og var ekkert
verulegt við þau að atliuga, nema kærur komu fram
út af göiium a kosuingu eins þingmanns, Halldórs Dan-
íelssonar. Var sett nefnd til að út-kljá það mál. —
Aldrsforseti þingsins var Sighvatr Árnason. Forseti
í sameinuðu þingi var kosinn Benedikt Sveinsson
með 20 atkv.
For.- eti neðri deiidar var kosinn Þórarinn prófastr
Böðvarsson, enn varaforseti ólafr Brietn.
Forseti efri deitdar var kosinn Árni Thorsteinsson
landfógeti; varaforseti L. E. Sveinbjörnsson, háyfir-
dómari.
Upp í efri deild vóru kosnir Guttormr Vigfússon
Jón Jakobsson, Jón Jónsson frá Bakkagerði, Sigurðr
Jensson, Sigurðr Stefánssori og Þorleifr Jónsson.
Skrifarar í sameinuðu þingi: Þorleifr Jónsson og
Sigurðr Stefánsson; í efri deild Jón A. Hjaltalín og
Þorleiír Jónsson og í neðri deild Einar Jónsson og
Guðlaugr Guðmundssou.
FJALLK. 1894
er boðin alveg ókeypis nýjum áskrifendum fyrir
1895, sem bér eftir gefa sig fram, og íjarsveita-
mönnum með sömu skilyrðum fyrir 1 krónu. —
Sbr. augl. í 27. t’ol. þ. á.
Kaupendr Fjallkonunnar í nærsveitunum,
sem ekki geta borgað blaðið í peningum, mega borga
það með innskrift inn í flestar verzlanir í Reykja-
vík.
Norðlenzkt ullarband, Ijósgrátt, dökkgrátt og
svart, t-innað og þrinnað fsest í Þingholtsstræti 18.
'l'Ólg er til sölu með lægsta verði
í Vestrgötu 12.
fyrir karlmenn og kvenfólk af nýjustu sniðum og
tízku fást hjá undirskriftiðum, sem hefir söiuumboð
á þeim frá stórri verksmiðju á Skotlaudi.
Karlmanns yfirfrakkar eða kápur kosta frá kr. 17
upp í 52 kr. og kvenfólks frá kr. 8,50 upp í 38 kr.
Fjölda rnörg sý»ishorn af fataefnuin eru til sýnis,
og getr hver sem vill pantað eftir þeim hjá mér, og
tek ég þá mál af þeim er pauta.
Sigfús Eymundsson.
Magazin-ofn ágætr með „kogeindret-
ning“ er til sölu með góðu verði. Ritstj. vísar á.
wtr Heiðruðum kaupendum „Reykvíkings11 tilkynnist, að
vegna ferðar minnar norðr í land getr ekki ágúst-blaðið komið
út fyr enn um miðjan mánuðinn.
Reykjavík, 22. júlí 1893.
W. ó. Breiðfjörð.
Hestr brúnstjörnóttr 4—5 vetra, vetrar-
afrakaðr, ójárnaðr, hefir fundizt og verið tekinn til
hirðitigar og geymslu á Garðsstöðum á Rangárvöllum.
Réttr eigandi getr vitiað hans ti! undirskrifaðs gegn
sanngjarnri þóknuu og borgun auglýsingar þessarar.
Garðsstöðum, 20. júlí 1894.
Páll Jónsson.
Hvergi hér á landi
ern eins mikl&r og margbreyttar fatabirgðir eins og
hjá W. ó. Breiðfjörð í Reykjavík.
Hannevigs gigtáburðr.
Þetta ágæta og einhlíta gigtarmeðal, ef rétt er
brúkað, fæst einungis hjá W. Ó. Breiðfjörð í Reykja-
vík, sem hefir á því aðaiútsölu umboð fyrir ísiand.
Prentuð brúkunar-fyrirsögn fylgir hverri flösku.
Clilna-lífs-ellxir.
Aftrbatl.
Ég hefi um mörg ár Jijáðst af þrýstingi fyrir brjósti,
ropa og yfirliðum, er ég, þrátt fyrir mikla og marg-
breytta meðalabrúkui:, fekk enga bót á. Ég fór því
að reyna Kína-lífs- elixír hr. Waldemars Petersens í
Friðrikshöfn, og get ekki Sátið vera að geta þess,
að ég þegar, áðr eun ég var búinn með úr fyrsta
glasiuu, vaið var við hin heilsusamlegu áhrif þessa
bitters: og hefir mér æ farið batnandi eftir því sem
ég hefi bsúkað meira af honum; hefi ég nú örugga
von um fullkomian bata.
Skarði, 15. febr. 1894.
Jón Jónsson (juu.).
Kína-lífs-elixiirinn fæst hjá flestum kaupmönn-
um á Islandi.
W. Ó. Breiðfjörð kaupir 60—70 hesta af góðu
hestaheyi fyrir vörur með peningaverði.
mr Dráttr á útkonvu þessa blaðs stafar með-
fram af því, að beðið hefir verið eftir alþingis-
setniugunni.
Útgefandi: Vald. Ásmundarson.
F élagsprentBmiÖjan.