Fjallkonan


Fjallkonan - 16.04.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.04.1895, Blaðsíða 2
66 FJALLKONAN. XII 16 sem stendr á sjálfs síns eign, þá eru lög vor þannig, að engiu vissa er fyrir, að sjálfseignarbóndi sitji á jörðinni eftir hans dag. Til þess geta verið margar orsakir. Erfðafestan aftr á móti er eigi eins völt og er eigi skiftileg meðal margra erfingja eins og eign- arjarðir eru. Þar sem því S. lieldr með sölu lands- sjóðsjarða og vill láta fara eins með kirkjujarðir til að efla landbúnaðinn, þá hefir honum mjög missýnzt í þessu. Það er margt á móti því, að nokkur hagr sé eða í rauninni heppilegt að selja þjóðjarðir. Fyrst mun nú landssjóðr ekkert á því græða, í öðru lagi er hitt, sem mesta þýðingu hefir, að það gefr enga vissu fyrir framhaldi sjálfseignarábúðar og þar með iangvinnum endrbótum, og svo að síðustu munu þær oftast vera keyptar af peningamönnum sveitanna enn eigi af ábúanda. Peningamennirnir hugsa þá að eins um að græða á fjármunum sínum með því að setja þá í sem flestar jarðir, enn sönnum sjálfseigendum flöigar það ekki, því leiguliðinn er einungis leppr, sem að nafninu heitir kaupandi. Að leigja jarðirnar á erfðafestu verðr því miklu betra ráð til framfara enn að selja þær. Ef sjálfseignarábúð ætti að gerast ó- brigðul, eða ábúð og eign jafnan að fara saman, þá er ekkert ráð til þess annað, enn breyta erfðalögun- um þannig, að enginn mætti eiga nema eina jörð og þessi jörð gengi alis eigi tií erfða, heldr færi óskift til elzta sonar eða dóttur, er svo væri skyldr að búa á henni og mætti eigi selja hana eða af hendi láta, nema til einhvers, er um leið vildi fá hana til ábúð- ar. Þetta yrði þá likt og góssin eða stóreignirnar á Englandi og í Danmörku eigi ganga til skifta, heldr er elzti sonr fæddr með þeim réttindum, að hann á þetta. Þar sem slfkt hefir lengi gengið, finnr enginn það vera ójöfnuð, fremr enn að elzti konungssonr fær jafnan ríkið. Um þetta raá tala, þótt það að lík- indum eigi langt í land. Löggjöfin hér á landi þarf að styðja með góðum ráðum að framförum landbún- aðarins, og eitt af þeim er að gera ábúðina varaulega, ýmist æfilanga eða arfgenga. Þótt jarðir nú skiít- ist til eignar við erfðir, mætti þá banna að ábúðin skiftist; þann rétt ætti einn að hafa að eins. Hver jörðina á hefir litla þýðingu á móti ábúðinni. Eg get ekkert séð á móti því, að opinberar stofnanir eigi jarðir, þegar einstakir menn, sem félagsvaldið getr ekkert eftirlit haft með, mega eiga fjölda jarða og geta enda gert innbúa heilla hreppa að undirlægjum sínum. Stefna nýja tímans meðal hinna mentuðustu þjóða fer líka í áttina að kenningum félæginga, nefni- lega að ríkið eigi eða hafi umráð yfir sem mestu af iandinu, enn ekki einstakir auðmenn, er geta notað sér neyð hinna fátækari borgara. Eitt af framfara- skilyrðunum er, að sem flestir verði sjálfstæðir menn. Kvennabrekku, í marz 1896. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Heimskringla. Noregs konunga sögur Snorra Sturlusonar, 2. hefti af útgáf'u Finns Jónssonar, er ný- lega útkomið. Það er 15 arkir að stærð og nær fram í síðara hluta Ólafs sögu Tryggvasonar, þar er segir frá svikum Sigvalda jarls við Ólaf konung rétt fyrir Svoldrarorustu. Útgáfa þessi er hin voldugasta og með orðamun úr handritunum. Þar er og saman- burðr, svo að við hvern kap. í Heimskringlu Snorra er skýrt frá, hvar segi frá sama efni í öðrum Nor- egs konunga sögum og fornritum. Auk þess er ár- tal sett við hvern atburð og vísað til hinna eldri út- gáfna til hægðarauka. Útgáfa þessi verðr að likindum 3 bindi, og verðr eflaust minzt rækilega á hana, þegar komið er út meira af henui, eða þegar hún er komin öll út. Að eins skal þess getið, að svo lítr út fyrir, að þetta verði fyrsta útgáfan af Heimskringlu, sem samboðin er þessu frábæra söguriti Snorra Sturlusonar. B. Th. M. Frá Eyrarbakka hefir Fjallk. verið ritað margt um hrakninga þá, sem sjómenn af Eyrarbakka og þar í grend urðu fyrir 16. f. m.; urðu 49 skip það- an að hleypa til Þorlákshafnar og gerðu það að ráð- um og dærni hins mikla sjógarps Quðm. hreppstjóra ísleifssonar, er fór fyrstr og lenti þar fyrstr, og tók siðan að sér, ásamt Jóni kaupmanni Árnasyni í Þor- lákshöfn, að taka á móti skipunum, sem á eftir vóru, sem vóru 62 með skipunum úr Þorlákshöfn. Af því að ósjór var mikill, var það ekki vandalaust, eink- um þar sem skipin komu svo að segja öll í bendu. Tók Jón kaupmaðr það ráð, með samráði við Guðm., að bera lýsi og olíu í sjóinn; iægði það hann til muna; annars er eigi annað sjáanlegt, enn manntjón hefði orðið. Gengu þar margir vel fram að bjarga skipum og mönnum, og nefnir bréfritarinn til þess, auk Guðmundar ísleifssonar, Pál Grímsson frá Óseyr- aruesi og Helga og Grím syni Jóns kaupmanns, að ógleymdum Birni frá Austvaðsholti, sem hvar- vetna var þar sem hættan var mest. Fyrstu skipin lentu um kl. 5, enn hin síðustu kl. 9; lét Jón kaup- maðr kveykja á Ijóskerum, er dimma tók, sem báru birtu yfir alla lendinguna. Þeir menn sem á skip- unum vóru og allir vóru mjög þrekaðir, vóru um nótt- ina í Þorlákshöfn, yfir 500 að tölu, og höfðu flestir fæði og gistingu hjá Jóni kaupmanni. Nóttina eftir vóru þó enn fleiri, og gistu þá enn flestir hjá Jóni kaupmanni. — Þorlákshöfn hefir ætíð verið þrauta- lendiug Árnesinga, enn aldrei hafa jafnmörg skip leit- að þangað í einu sem í þetta skifti. Og þótt Jón kaupm. Árnason hafi margsinnis áðr tekið höfðing- lega á móti sjóhröktum mönnum, þá var það nú í stærra stil enn nokkuru sinni fyr. Hefir margr verið sæmdr opinberlega, sern minna hefir til unnið. Sama dag barst á skipi i Selvogi, og druknaði maðr, Einar að nafni, úr Ölfusi, og úr Herdísarvik náðu 5 skip ekki landi, enn var bjargað af frakknesk- um fiskiskútum. 21. marz barst á skipi úr Þykkvabæ og druknuðu 2 menn í lendingu; 2 skip sneru þar frá og lágu úti, enn náðu landi á Loftsstöðum daginn eftir með því að lýsi var helt í sjóinn. Þannig eru hér glögg dæmi um, hvert gagn getr orðið að því að nota lýsi íil að lægja sjávargang í lendingum, og er vonandi að menu festi þau í minni. Garðahreppi, 2. apríl. ,1 13. tölubl. Fjallk. er bréf fir Garðahreppi, heppilega sett 4 hinn ðæðra bekk með smáu letri. Bréfið virðist ritað af mikilli löngun til að rita. Allir sem skýra frá einhverju ættu að gæta þess, að skýra réttog satt frá, enn af því mér þykir þessa ekki gætt, vil ég gera litlar athuga- semdir við bréf þetta.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.