Fjallkonan - 01.05.1895, Blaðsíða 1
Kemr út um miDja viku.
Á.rg. 8 kr. (erleudie 4 kr.).
AuglýBÍngar mjög ödýrar
Gjalddagi 15. júli. Dpp-
sögu skrifleg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þiugkoltsstr. 18.
FJALLKONAN
■
XII, 18.
Reykjavík, 1. maí.
Útlend blöö og tímarit
geta nú oftar um ísland enn áðr, enn ekki eru frá-
sagnir þeirra að því skapi réttari, sem ekki er heldr
við að búast, meðan samgöngurnar milli íslands og
annara landa eru ekki betri enn þær eru. Stead rit-
stjóri tímaritsins Review of Reviews getr þess til marks
um útbreiðslu þess, að það sé keypt í slíku horni
veraldar sem ísland er, og telr jafnframt fleiri af-
skekt svæði (í Suðr-Ameríku, Afríku o. s. frv.), þar
eem hann hafi kaupendr. — Enda er það víst víða
skoðun þeirra, sem á annað borð vita nokkuð um ís-
land, að þar búi villiþjóð eða háltvilt þjóð, og staf-
ar þessi skoðun af samgönguleysinu og fréttaþráðar-
leysinu.
í fyrra stóð ritgerð í hinu enska tímariti Quarterly
Review með fyrirsögn .Iceland To-day’ (ísland nú á
dögum), sem vakti mikla athygli og var tekin upp
í ýms blöð. Kafli úr þessari ritgerð var þýddr í
Fjallk. í fyrra, sem einkum hljóðaði um samband ís-
lands og Danmerkr. Hefir Dönum geflzt illa að um-
mælum höfundarins og nú fyrir skömmu hefir verið
vakið máls á þeim í Nationaltidende í grein með
fyrirsögn (Danmark og Island’.
Höf. í Nat.tid. kvartar yfir, að hægrimenn í Dan-
mörku gefi ekki nægar gætr að dómum útlendinga
um Dani. Breytingamennirnir iáti þar á móti ekki
sitt eftir liggja, að komast inn undir hjá útlendum
blöðum. Þannig hafi framt að þessum tíma franska
blaðið Le Temps flutt þær einar greinar um Dan-
mörku, sem skrifaðar hafi verið af vinstrimönnum.
Þetta þurfi að komast í betra horf.
Tólfunum þykir höf. kasta með greinina um ísland
í Quarterly Review; kvartar hann um, að hinn enski
höf. beri Dönum illa söguna um viðskifti þeirra við
ísland, enn riti þó af miklum kunnugleik(l) greinin
sé skrifuð af hatri og illvilja til Dana. Þetta sé
enn meinlegra fyrir þá sök, að greinin standi í Quart-
erly Review. sem er aðalmálgagn Torya-flokksins á
Englandi og víðlesnasta tímarit í sinni röð í heimi.
Með því að rit þetta veitir engum ritgerðum móttöku,
nema þeim er flokksforingjar Torya samþykkja, álítr
höf. í Nat.tid. að danskir menn muni ekki geta kom-
ið þar að svari, enn þykir reynandi að fá íslendinga(l)
til að taka málstað Dana í þessu enska tímariti.
Yerst af öllu þykir höf það samt, að hinn enski
höf. hafi það auðsjáanlega í hyggju undirniðri að-
skilnað íslands við Danmörku.
Sami höf. getr þess lika, að það sé furða hvað Þjóð-
verjar séu farnir að verða afskiftasamir um samband
íslands og Danmerkr. Minnist hann þar á ritgerð C.
Kúchlers nm skólamál íslands, sem sé ritað afmik-
illi ósvífni Dönum til handa. Yill hann að þeir menn,
sem stóðu undir háskólasjóðs-áskoruninni, og sérstak-
lega hr. Tr. öunnarsson gjaldkeri sjóðsins, taki fram
fyrir hendrnar á þessum Kúchler, svo hann vaði ekki
þannig uppi framvegis sem erindreki þeirra. (Frh.)
1898.
Loftsigling til norðrlieimsskautsins. Sænskr
vísindamaðr við vísinda-akademíið í Stokkhólmi,
hefir það ráð með höndum að komast til norðrheims-
skautsins í loftballónu og hyggr að það muni miklu fremr
geta tekizt þannig enn á skipum. Nordenskiöld er því
meðmæltr, og mun mega telja áform þetta fullráðið,
og nægilega trygt með fjárframlögum. Svo er ráð
fyrir gert, að leggja af stað á öndverðu næsta sumri,
halda til eyja nokkurra, sem liggja norðan og vest-
antil við Spitzbergen, setja þar upp ballónuhús og
fylla ballónuna þar; hefja svo loftsiglinguna þaðan,
er vindr rennr á af suðri. Pólfaramir verða 3 og
ballónan er gert ráð fyrir að vegi um 6000 pd. með
áhöldum öllum, 4 mánaða vistaforða og seglfestu.
Balslev biskup í Rípum dó úr influenzu í marz-
mánuði þ. á. á fyrsta ári um nírætt og hafði verið í
biskupsembætti síðan 1863. Eitt af blöðum Dana
segir í gamni, að hann hafi verið mest lesinn og vin-
sælastr allra rith. í Danm., enda sá sem mest hafði
upp úr ritverkum sínum, þvi hann var höf. að barna-
lærdómskveri, sem kom út í 160 útgáfum og biblíu-
sögum, sem vóru þar á borð við. Að hann sat svo
lengi í embætti, virðist vera vottr þess, að stjórnin í
Danmörku hafi ekki viljað baka ríkissjóði eftirlauna-
byrði að óþörfu.
Leó Tolstoj greifi ávarpaði zarinn Nikolás 2. ný-
lega þannig í opnu bréfi: „Vér vitum ekki, hvort
yðr er ljóst, hvernig horfurnar muni verða eftir yfir-
lýsingu yðar um framhald einveldisstjórnarinnar.
Frjálslyndustu héraðafulltrúarnir beiddust að eins
þess, að brotin yrði niðr hinn embættislegi þverveggr,
sem skilr zarinn frá þjóð hans. í stað þess, að kunn-
gera nýtt tímabil réttarfarsins, lagaskipunarinnar og
prentfrelsisins, hafið þér að eins minnt fulltrúana, sem
væntu hjálpar af yðr, á almátt yðvarn og kæruleysi
um þjóðina. Þér megið vera viss um, að orð yðar
hafa stórlega óglatt þá í ríkinu, sem vilja vel. 29.
janúar hefir eytt þeim vonarljóma, sem lýsti mörgum
Rússum frá yðar ókunna, unga andliti. Þér hafið
sjálfr lagt hendr á þjóðhylli yðar. Þeir, sem þykjast
vera þunglega móðgaðir með orðum yðar, munu nú
ganga fram til baráttu fyrir sæmd og réttindi, með
hálfu meiri áhuga enn áðr; og enn eru aðrir, sem
álíta munu öll meðul leyfileg, til að drepa niðr skipu-
lagi því, er þeir hata. Þér hafið gefið ófriðarmerki
og ófriðarins mun ekki langt að bíða“.
Fáein orð frá Jóni í Múla
til Björns kaupmanns og Gests á Grafarbakka.
Björn hefir enn ritað all-Iangt mál í Isaf. 32. og
33. Enda kom mér það eigi á óvart, þótt hann líkt-
ist svolítið sjálfum sér. — Það vill nú bara svo vel