Fjallkonan


Fjallkonan - 26.08.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 26.08.1895, Blaðsíða 2
142 FJALLKONAN. XII 35 Lög um breytinq á lögurn 27. febr. 1880 um skipun prestalcalla. Lög um breyting á gjöldum þeim sem livíla á jafnaðarsjóðunum. Lög um nybyli. Lög um viðauka og breyting við lög 14. jan. 1876 um tilsjön með flutning á þeim sem flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur. Lög um hagfrœðisskýrslur Lög um lækkun á fjárgreiðslum Hólmapresta- kalls. Lög um undirbúning verðlagsskráu. Lög um viðauka við lög 9. jan 1880 (um niðr- jöfnun aukaútsvara). Lög um kaup á eimskipi og útgerðþess (Aðalat- riðanna er áðr getið; skipið skal taka á leigu, enn fáist eigi hentug skip á að kaupa það). Lög um stofnun lagaskóla. Lóg um nýja frímerkjagerð. (Hin nýju frímerki komi í gildi með árinu 1897, enn önnur ný 1898). Lög um rétt þeirra manna, sem hafa þjóðkirkju- trú til að ganga í borgaralegt hjónaband. Lög um afnám hæstaréttar sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum. Lög um stjórnin hafi heimild til að kaupa bænda- hlutann í Brjánslæk. Lög um að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabók- um. Frá efni þeirra laga er ekki hefir áðr verið skýr- frá verðr sagt í næstu blöðum. Feld hafa verið þessi þingm.frumvörp: Um þurrabúðarmenn, um varnarþing í skulda- málum, um fjárráð giftra kvenna, um breyting á skip- un læknahéraðanna, um breyting á lögum um gjaf- sóknir, um löggilding verzlunarstaðar á Hjallasandi, um breyting á lögum um veitingu og sölu áfengra drykkja, um birtingu opinberra auglýsinga, um áfanga- staði, um sérstök eftirlaun handa H. Kr. Friðrikssyni, um viðauka við vegalögin. Úútrædd vóru þessi frumvörp: Um flutning þurfamanna, um eyðing sela, um meðferð á útflutningshrossum og sauðfé, fiskimanna- lög, um baun gegu tilbúningi áfengra drykkja, um samþyktir er banna verzlun með áfenga drykki og stjórnarskráin. Aftr var tekið: Frumvarp um brúargerð á Jökulsá í Axarfirði. Þingsályktanir vóru samþyktar 23, og vóru sumar af þeim samþyktar í báðum deildum: Um stjórnarskrármálið, um samgöngumálið, um hin lægri mentamál, um ferðir landpóstanna (fjölgun póstferða og póststöðva), um mannvirkjafræðing til að rann- saka suðrströnd landsins, um fréttaþráð, tvær tillög- ur (var í annari skorað á stjórnina, að veita þeim, er um það kynnu að sækja, einkaleyfi um 5 ára bil til að leggja fréttaþráð frá hinum brezku eyjum til íslands, og lýsti neðri deild því jafnframt yfir, að hún myndi fús að samþykkja alt að 45,000 kr. fjárveit- ing, sem tillag til fréttaþráðarins á ári eftir að farið væri að nota hann), um fjárhald landssjóðskirkna, um holdsveikisspítala, um landsreikningana 1892—93, um nýja skipun læknahéraðanna, um fjárráð giftra kvenna (skorað á stjórnina að leggja frumvarp fyrir þingið), um eyðing refa, um námsstyrk íslendinga í Kaupmannahöfn, um gjafsóknir, um ávarp til kon- ungs, um bindindisfræðslu 1 alþýðuskólum, um kenslu í íslenzku, um lax- og selveiði, um sölu landssjóðs- jarða á erfðafestu, um steinhúsbyggingu fyrir æðri mentastofnanir og söfn Iandsins (í 50 ára minningu alþingis), um að friða firði og flóa fyrir fiskveiðum útlendinga o. fl. Verðr síðar nákvæmar skýrt frá efni helztu þings- ályktananna, sem ekki hefir þegar verið getið. Feldar vóru þessar þingsályktanir: Um milliþinganefnd í fátækramálum, um Skúla- málið, um gagnfræðakenslu, um sérstakan erindreka fyrir ísland; og þessar vóru teknar aftr: um hinar opinberu auglýsingar og um útibú landsbankans. Fyrirspurnir tvær komu fram, önnur um sýslu- mann Einar Thorlacius; hin um Skúla Thoroddsen sýslumann (um lausn þeirra beggja frá embætti). Uæzlustjóri landsbankans var kosinn Eiríkr Briem. Yfirskoðunarincnn landsreikninganna vóru kosnir af þinginu Jón Jensson og Sigurðr Jensson. Fargæzlustjórar, samkvæmt eimskipalögunum, vóru kosnir kaupmaðr Jón Vídalín og cand. phil. Jón Jakobsson. Alþingi var slitið á laugardaginn kl. 4 e. h. Skúla-málið. Rannsóknarnefndin í Skúla-mál- inu (Sig. Gunnarsson, Einar Jónsson, Gluðj. Guðlaugs- son, Sighv. Árnason og f>. Thoroddsen) var &ð verki sínu meiri hlut þingtímans og kom loks með álit sitt 8kömmu fyrir þinglok. Var þar farið fram á að lýsa með þingsályktun megnri óánægju yfir aðgerðum stjórn- arinnar, sér í lagi landshöfðingja, í Skúla-málinu og að skora á ráðgjafann að hafa mikla varúð við áðr enn hann samþykki tillögur hins núveranda lands- höfðingja í samskonar málum, efþau kynnu aðkoma fyrir framvegis. Enn með því að þingsályktunin mun eigi hafa haft nægilegt fylgi, var henni snúið upp í rökstudda dagskrá, er samþykt var með 13 atkv. og hljóðar svo: (Um leið og neðri deild alþingis lýsir megnri ó- ánægju yfir aðgerðum stjórnarinnar, sér í lagi lands- höfðingja, í málinu gegn fyrverandi sýslumanni og bæj- arfógeta Sk. Thoroddsen, og yfir fjártjóni því, er lands- sjóði hefir verið bakað með rekstri þess máls og enda- lokum frá stjórnarinnar hálfu, tekr hún fyrir næsta mál á dagskrá’. Um þetta mál urðu allharðar umræður; talaði fyrst séra Einar Jónsson, enn því næst landshöfðingi, og kvað nefndina ekki hafa kynt sér málið nógu rækilega, þar sem hún hefði ekki rannsakað dóm- skjölin, enn nefndarmenn kváðu það ekki sitt verk, að rannsaka það er dómstólarnir hefðu um fjallað, og þar á meðal hæstiréttr. — Af nefndarmönum öðr- um töluðu þeir séra Sig. Gunnarsson og G-uðj. Guð- laugsson og var hann mjög harðskeyttr í garð lands- höfðingja. — Með því að nefndarálitið með fylgiskjöl- um (bréfum stjórnarvaldanna um málið o. fl.) kemr í Alþ.-tíð. og umræðurnar allar, er óþarfi að fara um það fleirum orðum, enda ekki rúm fyrir það í þessu blaði. Fréttaþráðr til íslands. MitclieU, málaflutn- ingsmaðr frá London, sem kom með skipi Thordals,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.