Fjallkonan


Fjallkonan - 28.09.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.09.1895, Blaðsíða 2
158 FJALLKONAN. XII 39 að sameina kennarafræðsluna við einhvern annan skóla. Kostnaðarins vegna var sá vegr valinn, að sameina haua öðrum skóla, og af ýmsum orsökum1 þótti hentugast að sameina hana Flensborgarskólan- um. Landshöfðiugi samdi svo reglugerð fyrir kensl- una 1. febr. 1892. Samkvæmt fyrirmælum reglugerðarinnar (1. gr.) hefir kensla í uppeldisfræði farið fram jafnframt gagn- fræðakeuslunni alt skóla árið, eða 6 mánuði (frá 1. okt. til 31. marz), og þar að auki hefir uppeldisfræði verið kend að vorinu frá 1. apríl til 14. maí; og hefir þessi 6 vikna tími jafnframt verið notaðr til þess, að veitá kennaraefnum verklega æfingu í því að kenna börnum þær uámsgreinir, sem gert er ráð fyrir að þau eigi að nema til fermiugar, og þar að auki nátt- úrufræði og landafræði. Hefir því barnabekkr (æfinga- skóli) staðið í sambandi við kennara fræðsluua að vorinu. Um miðjan maímánuð hefir svo verið haldið próf yfir kennaraefnum, bæði í uppeldisfræði og verklegri kennslu (4. gr.) og hafa tveir menn verið prófdóm- endr, til þess kvaddir af stiptsyfirvöldunum. Próf- dómendurnir hafa tekið til verkefnin og verið sjálfir yfir kennaraefnunum, meðan þeir hafa leyst úrþeim. Þeir, sem standast prófið, fá skriflegt burtfarar- skírteini. Til þess að standast prófið, þurfa nemeudr að fá að minsta kosti aðaleinkunnina vel í hverri deild þess (4. gr.). Þau 4 ár, sem kensla þessi hefir staðið, hafa 17 kennaraefni, konur og karlar, staðizt prófið og fengið burtfararskírteini. Vitanlega má margt að þessu fiuna. Tíminn fyrst og fremst of stuttr2 * * * * *; nemendr hafa verið fáir; kenslan sjálfsagt ekki eins fullkomin og hún hefði átt að vera o. s. frv. Til þessara og annara ófullkomleika hafa marg- ir fundið aðrir enn þér, herra ritstjóri, — þeir sem kensluna hafa á hendi engu síðr enn aðrir; það getið þér verið viss um.8 (Meira.). Orðabók séra Jónasar. Eftir Jón Olalsson. (Nibrl.). In mikla, alt of mikla, varfœrni Konráðs er einn aðalókostr á bók hans. Hann hefir auðsjá- auiega tekið sér þá reglu, að mynda aldrei orð í orða- bók sinni. Hann virðist hafa álitið það nálega eina tilgang orðabókar, að gera mönnum skiljanleg útiendu orðin, enda er það auðvitað fremsti tilgaugr hverrar orðabókar; en hann hefir lagt sig oflítið fram um 1 Hvaða orsökum? (ástœðum væri að líkindum réttara orð). 2 Skyldi það vera svo, að sex vikna nám væri ekki nægi- legt fyrir piltana? Annað kefir karlinum fundizt, sem kom sunn- an með sjðnum og raulaði þessa vísu: Yiljirðu æðstum visdóm ná og verða að undurnjóla, mánaðar skaitu fræðslu fá Flónsborgar í skóla. 8 Það að námstíminn er svona stuttr, er eitt næg ástæða til að kalla kennarafræðsluna .humbug'. Til þess að hún kæmi að verulegu haldi, þyrfti eflaust nokkurra ára nám. Auk þess verðr slikt ekki kent að sumu leyti; menn verða að hafa sérstaka nátt- úruhæfileika til að vera góðir kennarar, og verðr hér sem oftar ,náttúran náminu ríkari’. hitt, að leiðbeina mönnum til að koma orðum að þýð- ingunni á íslenzku, og er það þó næsta áríðandi. Varúð hans eða ragleiki við að mynda ný orð eða orðtœki er því eftirsjárverðari, sem hann fyrir allra hluta sakir var manna fœrastr til þess. En jafn lítt rœktað mál sem íslenzkan er með vor- um fábreytilegu bókmentum, þarfnast þessa þó mjög. En til þess þarf, auk þeirra skilyrða, er áðr eru nefnd, smekkvísi. Það hefir nú verið myndaðr urmull orða síðan Konráðs bók kom út, og er talsvert af þeim nýgerviugum bókfast orðið í síðasta Orðasafni Dr. Jóns Þorkelssonar, og þó margt á prenfci, sem þar er ekki. Eg mun hafa myndað einn fleiri nýgervinga en allir samtíða landar mínir til samans, — á annað þúsund, að ég ætla, — og munu um 4—500 þeirra vera til á prenti í blöðum og bókum. Næst mér mun séra Arnljótr Ólafsson hafa verið frjósamastr nýger- vingasmiðr.1 Auðvitað mishepnast sumir slíkir ný- gervingar, en fjöidi af þeim ílengist í málinu. Á öllu slíku þarf orðbókarhöfundr að hafa gætr. Hvort séra Jónas hefir nú þá kunnáttu í móður- máli sínu og þá náttúrugáfu, sem eru nauðsynleg skilyrði fyrir, að geta samið göða orðabók — um það skal ég ósagt láta. Eu það muuu þeir bezt við kann- ast, er fœrastir eru, að meira þarf en sjálfstraustið eitt, til að geta leyst slíkt verk af hendi, svo að vansalaust sé og viðunandi. Um það blandast mér ekki hugr, að dönsk orða- bók á 20 örkum einum, eða þar um bil, þótt í stóru 8 bl. broti sé, getr engin viðunandi orðbók verið. 40 —50 slíkar arkir er ið allra minsta, sem tiltök er að koma megi lítilli viðunandi orðbók á. 20 arka bók verðr aldrei annað en mjög ófullkomið orðasafn. Nú á tímum eru norskar bókmentir miklu merk- ari eu danskar í mörgum greinum, og sérstaklega er líklegt að á íslandi verði nú lesið mikið af ritum norskra höfunda. Ég á hér ekki við þá höfunda, sem á norsku (.landsmál’) rita, heldr þá er rita Norðmanna- dönsku, svo sem Björnson, Ibsen, Lie, Kjelland, Sars, Storm, Skavlan, Johan-Olsen, Sinding, Tambs Lyche, Hamsun o. fl., o. fl. Þessir menn nota ýmis orð og orðmyndir frábrugðnar Dönum, orð í öðrum merk- iugum o. s. frv. Framburðr Norðmanua á dönsku er og frábrugðinn framburði Dana, og á sum orð leggja þeir öðruvísi áherzlu en Danir. Til ýmislegs af þessu þarf tillit að taka, svo að orðbókin komi líka þeim að notum, sem lesa dönskuskráð rit norskra höfunda. Má það annaðhvort gera í sjálfri meginbókinui (og það myndi hentast) eða í sérstökum viðbœti. Tilgangr minn með línum þessum er sá, að vekja athygli almennings á, að rétt mundi vera fyrir menn að fresta að gerast áskrifendr að bók þessari þangað til þeir fá betri trygging, en boðsbréfið gefr, fyrir því, að bókin verði viðunandi. Hana getr séra Jónas gefið með því, að heita almenningi því: 1. að framburðr og áherzla hvers orðs verði í bókinui; 2. að bókin verði ekki minni en 40 arkir í allra- minsta lagi; 1 Meiri hluti nýgervinga minna, sem eigi eru á prenti, er í handriti (drögum til orðbóka, bæði ensk-íslenzkrar og dansk-ía- lenzkrar). Fáeinir hafa birzt i annara ritum (ég hefi hjálpað þeim um orð), og suma hefi ég fundið öðrum eignaða, þótt þeir hafi tekið þá eftir mér, t. d. orðið ,hljóðbrigði’ (,ablaut’); það myndaði ég er ég samdi Enskunámsbók mína (1883), en í Orða- safni Dr. J. Þ. er það fœrt til eftir Fjallk. 1887.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.