Fjallkonan


Fjallkonan - 11.08.1896, Qupperneq 3

Fjallkonan - 11.08.1896, Qupperneq 3
11. ágúst 1896. FJALLKONAN. 127 rinn óskar, að Pharmacopoea Danica frá 1893 verði sem fyrst lögleidd hér á landi og felr landlækni að greiða fyrir málinu sem bezt; enn fremr mótmælir fundrinn því, að sérstök Pharmacopoea Islandica sé gerð að læknastéttiuni fornspurðri. [Apotekarar brúka hér afgamla lyfjaskrá (frá 1868), sem minnir á verðsetningarnar frá einokunar- tímunum fornu, sem stóðu marga áratugi. — Q-uðm. Hannesson vildi fara fram á aftöku apótckaranna og að læknafélag hefði lyfjasöluna á hendi]. 15. Heilbrigðisnefndir. Kosin nefnd til að íhuga málið til næsta fundar: Guðm. Hannesson, Dr. Jón- assen, Guðm. Björnsson. 16. Vitfirringastofnanir. Kosin nefnd til að í- huga málið til næsta fundar: Dr. Jónassen, Jón Jóns- son, Guðm. Björnsson. 17. Yfirsetukvennamál. Samþ. till.: Fundrinn kannast við ýms vandkvæði í yfirsetukvennamálum hér, enn felr landlækni málið til íhugunar og fram- kvæmda. [Guðm. Hannesson kvað það sorglegt, að yfirsetukonur hér á landi væru alls ekki starfi sínu vaxnar af hverju sem það kæmi. Þær væru fram úr hófi óhreinlátar, þvæu varla einu sinni af sér versta skítinn, væru alt af að explorera (rannsaka fæðingar- veginn) með óhreinum höndunum, og feitin, sem þær brúkuðu, væri hárug og óhrein. Sængurkonunni þvæu þær alls ekki og undir hana væri breidd óhrein sauð- skinn. sem annars væru brúkuð til að breiða á gólf, og alt eftir þessu. Af meðulum sem þær ættu að hafa með sér, væri fátt nýtilegt, enn aftr á móti hefðu þær ekki með sér einu sinni naglabursta og sáralít- ið og allsendis ónýtt karbólvatn. Þær ættu að hafa vaxdúk til að breiða undir konuna og hreina dúka til að þurka af henni. Af meðulum þyrftu þær sér- staklega að hafa morfindropa, því þeir væru betri enn tinct. thebacc. sem þær hefðu nú]. 18. Um lögtuksrétt á skuldum lcekna (frá Páli Blöndal). Samþ. til.: að landsstjórnin hlutist til um að leitt verði í lög að taka megi skuldir fyrir lækn- ishjálp lögtaki, samkvæmt 1. 16. des. 1895, úr því ár er liðið frá því skuldin er stofnuð. Samþykt var að halda næsta læknafund sumar- arið 1898. Fundrinn stóð í fjóra daga. Bréf úr Rvík til danska (Herópsins’ frá einni hjálræðisherkerlingunni. „Hallelúja! Já nú sýnum við okkr hér lesend- um Herópsins í íslenzka kvenbúningnum. Okkr sýnd- ist hann afkáralegr fyrst, enn síðan við fórum að venjast honum hversdaglega, þykir okkr hann fremr snotr og klæða allvel. íslenzku stúlkurnar ganga alt af svona klæddar og þykir jafnvænt um þenna búning og okkr um einkennisbúninginn okkar. Ég ætla nú að reyna að segja ykkr dálítið af því hvernig okkr gengr hér á íslandi og hverju við höfum átt að mæta hér. Lesenduuum mun þykja fróðlegt að heyra, hvern- ig fyrsta heimsóknin mín var á íslenzkt heimilli. Adjutantinn (Eriksen) sagði: ,Ef þér viljið fara og heimsækja eina fjölskyldu, sem (kadettinn’ (Kirstín) veit hvar á heima, þá fáið þér að sjá höll’. Við fór- um af stað og þegar við vórum komin skamt út fyrir bæinn, sagði 4kadettinn’: ,Þarna er það’. — (Hvar?’ spurði ég — ég sá ekkert nema litla grasvaxna hóla — ,þarna er húsið, einn af bæjunum, sem við köllum’. — Ég féll í stafi og varð eitthvað kynlega við, að hugsa til að fara þá samstundis inn í þenna jarðkofa. Við komum að innganginum, sem vóru örlitlar, skæld- ar dyr; þá gaus upp á móti okkr óþolandi f'ýla, og aldrei hefi ég séð þvílík mannahíbýli. Það var lítill ferhyrndr klefi, sem var bæði vinnuherbergi, svefn- herbergi og eldhús. Konan tók á móti okkr með gleðibrosi og bauð okkr velkomnar. Við fórum að litast um og mig langaði til að ég væri undir eins horfin burt þaðan, enn um það var nú ekki að tala. Hún bauð okkr að setjast — á rúmið — og það þurfti sannarlegt þrek til að gera það, svo óþrifalegt var þar. Hún lét nú dæluna ganga, enn ég skildi ekkert einasta orð; (kadettinn’ sagði mér, að hún væri svo sem að afsaka, að það væri ekki eins (fínt’ hjá henni í dag eins og vant væri, og að svo mæltu lagð- ist hún á hnén og fór að klóra með löppinni öskuna, sem lá í þykku lagi á gólfinu, upp undir eldstóna. Á eldstónni stóð pottr og sauð í honum; hún fræddi okkr um að hún væri að elda fisk og jafnframt var hún að þvo diskana upp úr sama pottinum; það var sannarlegr viðbjóðr að horfa á það — ég varð feginn að þurfa ekki að leggja mér þetta nýnæmi til munns. Enn bíðið nú við, henni datt alt í einu í hug, að hún átti eina hagldabrauðsköku, og hana ætlaði hún fyrir hvern mun að gefa okkr. Við sögðum henni að við hefðum enga lyst á kökunni, enn hún gaf því engan gaum, enn braut hana í sundr og dýfði moiunum ofan í pottinn — tþví þá verðr hún svo inndæl og mjúk’, sagði hún, og svo áttum við að hafa smér með. Enn þið megið ekki ímyndaykkr, að það hafi verið smér; nei, það var samsuða af tólg og lýsi (bræðingr). -----Með hörkubrögðum smökkuðum við að eins á þessu. Með aðstoð (kadettsins’ sem túlks áminti ég hana um að snúa sér til guðs, enn hún sagði, eins og flestir íslendingar, að hún væri frelsuð og hefði ætíð verið; ég sagði henni að það gæti ekki átt sér stað, því ef hún þjónaði guði og elskaði han’n, mundi hún ekki hafa svona óhreint hjá sér. Enn þá kom annað hljóð í strokkinn; konan brást reið við og kvaðst halda að ef sáluhjálparherinn hefði ekki ann- að erindi til sín enn þetta, væri bezt fyrir hann að verða á burt. Það væri alt þrifalegt hjá henni og hún væri góð og kristileg kona, sem gerði það sem rétt væri. Við skyldum ekki heimsækja hana til að kenna henni annan lifnað. — Við kvöddum hana síð- an og báðum guð að frelsa sál hennar. — Það var sönn hressing að anda aftr að sér hreinu lofti“. * * * Þetta er nú hér um bil orðrétt þýðing, og sýnir þessi bréfkafli dável innræti þessarar herkerlingar, enda er það segin saga, að flest af því, sem þetta herfólk hefir skrifað í blöð sín erlendis um íslendinga, er í sama anda og þetta. Nú er eftir að vita, hverjar þakkir menn hér kunna því fyrir, að breiða út slík- an ósannindaóhróðr meðai annara þjóða. í síðari kafla bréfsins er miuzt á fjárhag hers- ins og látið báglega yfir, enn sagt að þsð bæti nokk-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.