Fjallkonan


Fjallkonan - 07.10.1896, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.10.1896, Blaðsíða 1
Kemr flt nm miBJa yiku. Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsíngar mjögódýrar. FJÁLLKONAN. ÖJalddagi 15. jflll. Dpp sögn skrifleg fyrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstrœti 18. XIII, 39. Reykjavík, 7. október. 1896. Jarðskjálftasamskot erlendis. Peg;ar fregnirnar um bæjahrunið 26. og 27. ág. barst til Khafnar, sendi (Nationaltidende’ þegar út áskor- un um samskot handa þeim sem orðið höfðu fyrir tjóninu, og nú fyrir skömmu hefir félag verið stofn- að til þess að gangast fyrir samskotunum. Var það gert eftir áskorun konungs og drotningar. í þessu félagi eða uefnd sitja undir 20 menn, og er Klein, sem áðr var íslandsráðgjafi, formaðr. Þar eru og ráð- gjafarnir Beedtz-Tott og Rump, ennfremr Dybdal, Bryde gamli, Lefolii, Knudtzon og margir fleiri. Kon- ungr byrjaði með því að gefa 2000 kr., drotning 1000 kr., María keisaraekkja 3000 kr., Rússakeisari og drotning hans 4000 kr. Konungr hefir ákveðið, að ef einhver afgangr yrði af samskotafénu, skuli hon- um varið til holdsveikisspítaians á| íslandi. Síðan fregnin um bæjahrunið 5. og 6. september barst til Hafnar hafa þingforsetarnir háðir, Högsbro og próf. Matzen, gengið í nefndiua. Fyrst alt þetta stórmenni fjallar um samskotin, má telja víst að margir verði til að gefa, enda mæla öll blöðin. f'ram með því. Holdsveikisspítalinn o. fl. Fjallk. hefir áðr talað um gerðir hins góðkunna landa vors, séra Jóns Sveinssonar í Ordrup, í holds- veikismálinu, og tilraunir hans að fá veglegan spí- tala bygðan handa holdsveiklingnnum. Séra Jóni hafa verið sendar nokkrar gjafir; þegar seinast fréttist vóru komnar um 15 þús. frankar. Nú hefir franskr blaða- maðr fyrir skömmu ritað langa grein um holdsveik- ina í stórblaðinu Le Temps í París, og skorar á landa sína án tillits til trúarskoðana að skjóta saman í holdsveikisspítalann íslenzka. — Dr. Ehlers, sem frá því að hann fór að gefa sig við holdsveikinni hefir barizt fyrir því með oddi og eggju að spítali yrði reistr á íslandi, hefir nú fengið Oddfélagana1 dönsku til þess að styðja þetta fyrirtæki. Félagið hefir skipað nefnd til að gangast fyrir því, og sitja í henni læknarnir Petrus Beyer og dr. Ehlers og svo dr. jur. Ooos geheimeetazrád. í félaginu sjálfu eru komnar inn um 7000 kr., enn nefndin ætlar að senda út áskorun um frekari samskot, enn því verðr nú frestað þangað til jarðskjálftasamskotunum er lokið. Fjallk. hefir að vísu aldrei verið um það gefið, að íslendingar legðu það í vana sinn að betla meðal útlendra þjóða. Enn þó það væri bezt að geta sjálf- ir hrundið af sér öllum þeim skellum, sem ísleuzka þjóðin verðr fyrir sökum óblíðu náttúrunnar, þá er það tjón, sem landið hefir beðið af jarðskjálftunum, svo stórvægilegt, þarf svo bráðra aðgerða við, að sjaldan hefir verið jafnmikil ástæða til samskota inn- anlands og atan og nú; auk þess er það allmikill ’) Oddfélagar (Oddfellows) eru útbreiddir um allan heim og náskyldir frimúrurum. munr, hvort íslendingar sjálfir leita á náðir útlend- inga, eða útlendingar ótilkvaddir láta eitthvað af hendi rakna, þegar óvanaleg óhöpp bera að höndum fyrir þjóðina. Slíka hjálp er eigi nein skömm að þiggja. Enda er það altítt. Þegar bruninn mikli varð í Krist- jánssandi í Noregi í hitt eð fyrra, þá var safnað gjöf- nm um Danmörku alla, þó ekki af Norðmönnum sjálf- um, heldr af Dönum. Hvað holdsveikisspítalann snertir, hefði það að vísu sómt sér betr, að landsmenn sjálfir hefðu um- tálslaust bygt hann. Enn enginn gaf því máli neinn verulegan gaum fyr enn Dr. Ehlers bylti því úr því móki, sem það hafði legið í um langan aldr. Fyrir það á hann hinar beztu þakkir skilið. Ai- menningi er það nú fullljóst orðið, að þjóðin hefir heimtingu á þvi að löggjafarvaldið sjái henni borgið fyrir þeirri hættu, sem óefað vofir yfir, ef menn fara ráðleysislega að. Lög þingsins í fyrra um holdsveik- linga eru verri enn ekki neitt. Það eina, sem þau kynnu að hafa i för með sér, er að spítalamálið dag- aði uppi, og þá væri illa farið. því þótt kröfur al- mennings um verndun gegn sjúkdómnum séu þungar á metaskálunum, þá verða menn þó að muna eftir því, að þarfir holdsveiklinganna sjálfra vega jafnmikið eða ennþá meira. Fjölda-margir af sjúklingunum eiga ekki neinn kost á skynsamlegri meðferð heima í sveit- nm. Kjör raargra þeirra eru í efnalegu tilliti svo bágborin, að þeir geta eigi aflað sér almennilegrar hjúkrunar, og hvað geta menn hugsað sér aumlegra enn ástand þessara aumingja? Nú er því svo varið, að þótt lítii von sé til enn sem komið er að holdsveikin verði læknuð, þá má þó mrð skynsamlegri meðferð að mörgu leyti létta þján- ingar þessara marina, og það verðr eigi gert annars- staðar enn á góðum og heritugum spítala, uudir hendi hyggins og reynds læknis. Er þar að vísu völ á góð- um manni, þar sem jafn-ötull læknir er sem Guðm. Björnsson, sem í sumar hefir kynt sér holdsveikina og meðferð holdsveiklinganna á spítölum í Noregi. Enn annað mál er það, hvort það væri ekki ofverk að ætla einum manni að vera héraðsl. í jafn-fjölmennu læknishéraði sem hérað hans er, að vera kennari á læknaskólanum og auk þess að verða læknir á holds- veikisspítalanum. Til þess að geta leyst það alt nægi- lega vel af hendi þarf meira enn mannlegan kraft. Hitt væri miklu nær, ef eitthvað yrði úr uppástungu læknafundarins um að bæta einum kennara við lækna- skólann, að öðrum hvorum læknask.kennaranna væri jafnframt falið á hendr, að annast um holdsveikisspí- talann. Enda væri og spítalanum vel borgið, hvort sem G-uðm. Magriússou tæki hann að sér eða Guðm. Hannesson, sem líklegastr væri til að fá nýja kenn- araembættið, þó náttúrlega því að eins, að þeim væri gefið færi á því að kynna sér slíka spítala annars- staðar t. a. m. í Noregi eins og Guðm. Björnsson hef- ir gert. Æskilegast væri þó að hafa sérstakan holds- veikislækni, sem hefði tök og tíma til þess að gera ví8indalegar rannsóknir um sjúkdóminn. Enn sæju

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.