Fjallkonan - 07.10.1896, Side 3
7. okt. 1896.
FJALLKONAN.
159
umstæðum; enn til þess þarf hún að fullkouinast.
Húu þarf að kenna mönnum að þekkja skyldur sínar
og réttindi, gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hinar
beztu umbætur á mönnum í andlegu tilliti eru því
þær, að umskapa hugsuuarháttinn og bæta hann,
kenna þeim að gæta skyidnanna og glæða mannkær-
leikann.
Enn svo koma hinar líkamlegu kynbætr — og
hvað er um þær að segja? Hvað er nú gerttil þess,
að fullkomna líkamsatgerfi mannsins, og gera menn
hrausta og harðfenga? Það er víst sáralítið, ef það
er þá nokkuð. Þó hin andlega mentun sé góð og ó-
missandi, þá er hún ekki einhlít til þess að komast
áfram í heiminum, ekki nema þá fyrir suma. Menn
geta ekki lifað á tómu bóknámi — tómu orði —,
fremr enn einsömlu brauði. Það dugar ekki að miða
við þá menn, er gera sér bóknámið að atvinnu,' svo
sem embættismenn og ýmsir fleiri, er lifa á annara
sveita. Þeir eru tiltölulega ekki margir, er geta feng-
ið atvinnu sem embættismenn, enda þótt fjöldann langi
í þá stöðu; flestir verða þeir að snúa sér í aðra átt,
og beita likamskröftum sínum til lífsins viðrhalds.
Enn til þess nú að geta bjargazt áfram og standa
vel í stöðu sinni þarf dugnað og hyggindi. Dugnaðr-
inn getr sýnt sig á ýmsan hátt, enn eitt hið fyrsta
skilyrði fyrir honum, er það, að hafa hraustan líkama
og hrausta sál. Nú eru sumir þeirrar skoðunar, að
hraustleiki sem og ýmsir aðrir eiginleikar gangi i
ættir, og sama er að segja um marga sjúkdóma og
kvilla. Náinn skyldleiki milli foreldra er af sumum
álitinn skaðlegr, og flestir munu ráða til að forðast
hann þegar um mennina er að ræða. Fyrir þá sök
er einnig verið að varast náinn skyldleika á húsdýr-
um vorum, og blanda kynið með óskyldu blóði. Eun
hvað gera nú mennirnir til að forðast skyldleika í
giftingarsökum? Mjög lítið eða alls ekkert, að öðru
leyti enn því, sem lögin ná til að banna þ >ð. Menn
munu nú segja, að eigi sé hægt að tala um kynbætur
á mönnum á sama hátt og hjá dýrunum. Þ,ið er að
vísu satt, því slikt mundi þykja ganga of nærri per-
sónulegu frelsi manna. Að takmarka slíkt með lög-
um mundi líka reynast óvinsælt, nú á þessum frels-
istímum; þeim Jögum mundi lítt skeytt, og væri þá
ver farið. Enn eitthvað þarf að gera, því er ekki að
leyna. Eins og tekið var fram, þá er náinn skyld-
leiki milli hjöna álitinu af fróðum mönnum iakyggi-
legr, því skaðlegri, ef hættulegir sjúkdómar eru í ætt-
inni. Það heyrist ekki svo sjaidan, að ýmsir kvillar
á mönum séu tíðari nú enn áðr var, þrátt íyrir meiri
þrifnað og betra viðrværi. Skyldi það ekki eiga að
einhverju leyti rót sína að rekja til of náins ,-kyld-
leika milli foreldra? Það er enginn efi á því, að
síðan lögin vóru rýmkuð í þessu efni, hefir þetta á-
gerzt. Það er kunnugt um suma feður, að þeir vilja
alls eigi gifta börn sín út úr ættinni, heidr eigast
systkynabörn og önnur náin skyldmenni. Þetta gengr
svo koll af kolli, þar til börnin (úrættast’ sem kalíað
er. Því hefir einnig verið haldið fram afýmsum, að
þegar náinn skyldleiki milli hjóua í fleiri ættliði,
hvern fram af öðrum, ætti sér stað, þá hætti rnenn
loks að geta átt börn. Enn hvað sem þessu liðr, þá
er það víst, að náinn skyldleiki í giftingarsökum er
varasamr, og ættu menn að forðast hann. Hvað
holdsveikina snertir hér, og það sem sagt er um haaa
að húu sé að fara í vöxt, þú gæti það stafað meðfram
af því, hve margir hafa verið óvarkárir að giftast í
þær ættir, er hún hefir legið í, hvað svo sem dr.
Ehlers segir um arf'gengi hennar, enda hefir hann
ekki neitað þvi, að móttöku hæfileiki sjúkdómsins
gangi í arf.
Menn verða vandlega að gæta þess, að þegar
þeir festa sér konu og giftast, þá eru þeir að leggja
grundvöllinn undir framtíð, ekki einungis sína, heldr
einnig niðja sinna. Ef vér vanrækjum það sem í voru
valdi steudr tii þess að niðjum vorum gæti liðiðvel,
fer 088 illa. Það er alls ekki nóg, að hugsa um það
eitt, að safna fé handa þeim; vér verðum líka og ekki
síður að gæta þess, að vér ekki með óframsýni og
athugaleysi eftirlátum þeim vanheilsu í arf. Vér eig-
uur jafnan að hafa það fyrir augum, og búa svo í
haginn, að þeim geti liðið vel. Að ala upp hrausta
og harðfenga kynslóð á að vera markmiðið. Það er
einmit þetta sem þarf að brýna fyrir mönnum. Hugs-
unarháttrinn þarf að umskapast, til þess að ástandið
sem nú er breytist, „því grunaða svæðið er hugsun-
arháttrinn". Hér verða því fram að fara saman, ef
vel á að vera, andlegar og líkamlegar kynbætr.
Fimtíu ára afmæli latínuskólans var 1. okt.
og í þá minningu héit biskup langa ræðu um leið og
skólinn var settr og sömuleiðis rektor Björn Ólsen.
Mæltist þeim allvel og létu vel yfir viðgangi skólans,
sem má. Á þessum 50 árum hafa 538 stúdentar út-
skrifazt frá skólanum, eins og sjá má af (Minningar-
riti’ afmælis þessa, sem fylgir nú skólaskýrslunni og
er þar, auk æfiágrips kennara og kennaratals eftir
rektor, stúdentatal eftir Jön Helgason prestaskólakenn-
ara, sem meðal annars sýnir, hvað orðið hefir úr þess-
um 538 stúdentum. — Með riti þessu eru myndir af
öllum rektorunum.
Við þetta hátíðarhald var sungiu flokkr eftir yfir-
kennara Stgr. Thorsteinsson og hljóðar svo:
I.
Nú markar saga á minnisspjald,
Marggætin ráBar tíðar hjðla,
Er fimtíu’ ár vors fræðiskóia
Portíðar hyljast bak við tjald, —
Frá endurreisn í Ingólfsstað —
Upprifjast minning fyrri daga,
Enn sinn hlut vill eins vonin draga,
Og því er bjart hvað oss snýr að.
Ef alt sem skyldi eigi var,
Það oss 8é hvöt, að verði betur.
Enn margt var vel, sem glatt oss getur
Og góðan ávöxt landi har.
Svo farðu heil þú horfna tíð,
Og hvílið, dagar, svipir, geymdir
í yðar skugga, enn eigi gleymdir,
Því rækt til yðar rennur blíð.
II.
Minzt verður þess, er ljóst til Iofe og sóma
Lærdómsverk hér
Fóstraði, svo það færði nokkurn ljóma,
Föðurland, þér.
Þökkum, að lengi efst við norður arin
Áttum, þar menta loginn heigur brann.
Snælands sona skarinn
Signir nú hann.
III.
Framför, framíör tímamót á minna,
Meðfram og þau benda iiðið á,