Fjallkonan - 08.12.1896, Page 1
8)alddagi 15. jdll. Upp-
sögn skrifieg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtsstrœti 18.
Kemr út nm mlöja viku.
Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.).
Auglýsingar mjögódýrar.
FJALLKONAN.
XIII, 48—49. . Reykjavík, 8. desember. 1896.
Vegir á Suðrlandi.
(Frh. Út af járnbrautinni frá Rvík norðr um land
gætu legið fleiri smábrautir, einkum um Vestrland,
til ómetanlegra hagsmuna fyrir meiri hlut af Norðr-
landi og nokkuð af Vestrlandi. Fyrst er að gera
þar braut, sem mest líkindi eru til að hún borgi sig,
og það er enginn samjöfnuðr á því, hvað norðrbraut-
in frá Reykjavík er áiitlegri enn austrbrautin, að ég
ekki tali um braut til Þingvalla og öeysis, sem væri
að eins upp á stáss.
Ég liefi fyrir löngu hugsað mér og skrifað um
það mönnum heima á íslandi, að alt landið eða meiri
hluti þess gæti fengið rafmagns járnbrautir með tím-
anum (því svo hagar víðast tii að straumharðar ár,
sem geta framleitt rafmagn, renna eftir endilöngum
bygðarlögunum). Ég tek að eins til dæmis að Fljóts-
dalshérað gæti fengið ágæta samgöngubót, ef raf-
magnsbraut yrði lögð af Eskifírði og um Fagradal.
Það er ágætasta brautarstæði og varla hæðir, nema
Hólmaháls og tvær smáhæðir aðrar. Eins er bezta
vegarstæði út með öllum Reyðarfirði út að Karlsskála
og til Vöðluvíkr. Þar er því hægt að gera góðar
samgöngur.
Verði nokkurn tíma lögð járnbraut um miðbik
Suðrlands, þá ætti hún að liggja frá Reykjavík suðr
Skildinganesmela og svo inn í Fossvog til Hafnar-
fjarðar; svo suðr með sjó, um Vatnsleysuströnd,
Voga, Njarðvíkr, Keflavík, Leiru, Garð, Miðnes,
Hafnir, Grindavík, Krísuvík, Selvog og til Eyrar-
bakka. Á þessari leið eru engar teljandi torfærur.
Hún lægi að öllum fiski útverum og gæti þess vegna
flutt alt frá landbændum til sjávarbænda og frá sjávar-
bændum til landbænda. Þá þyrfti fiskr ekki að verða
ónýtr vegna saltleysis, eins og oft hefir átt sér stað
af því aðdrættir hafa verið svo örðugir, og saltið
ekki fengist í útkjálkakaupstöðunum.
Við skulum nú bregða okkr upp á sjónarhæð
nokkra og litast um. Við fórum þá upp á Ingólfs-
fjall eða Núpsfjall í Ölfusi, og horfum þaðan yfir
héruðin, sem öll eru sundr skorin af stórám. Ef
þessar stórár hefðu verið í öðrum löndum, þá væri
þar að sjá fjölda af gufubátum, sem þytu upp og
niðr ár þessar nótt og dag með ailar nauðsynjar.
Þessar ár mætti fara endilangar á litlum flat-
botnuðum gufubát; það er að segja Brúará upp að
brúnni, enn Hvitá veit ég ekki hvað langt. Þá er
8ogi3, sem rennr í Ölfusá. Það má heita örmjótt
hjá Alviðru, enn djúpt. Það er örstuttr vegr, sem
nefnist Sog; þá kemr Álftavatn; það er æði-langt og
mjög fallegt vatn með æði-fallegum hólma í og fallegr
viðr í eynni, sem gæti verið fallegasta æðarvarpsey.
— Ég hefi oft riðið yfir Álftavatn neðan til, niðr
undan Torfastöðum í Grafningi. Það væri bæði gagn
og gaman að hafa gufubát á því fallega vatni; það
mundi létta Grafningsmönnum og Grímsnesingum að-
drætti. Þingvallasveitarmenn gætu líka haft gagn
af þessum sama gufubát, og hefði Þingvallavatn ver-
ið í Ameríku, væri fyrir löngu kominn á það gufu-
bátr, eða jafnvel búið að hleypa því niðr, annaðhvort
með því að sprengja niðr fossinn hjá Kaldárhöfða eða
gera skurð Grafningsmegin og hleypa vatninu þar
fram, ef það sýndist betra. Þar mætti fá góðar, ó-
þrjótandi og óbrigðular engjar handa tveimr sveitum
fyrir alda og óborna.
Þá er Þjbrsá. Það má að minsta kosti fara hana
á flatbotnuðum gufubát upp að Urriðafossi, og auð-
vitað mætti hafa gufubát fyrir ofan fossinn, svo langt
sem vill.
Ef flatbotnaðr gufubátr væri kominn á þessar ár,
þá gæti sami gufubátrinn farið um Þykkvabæjarvötn.
— Þau eru víst vel skipgeng, þar sem báðar Rang-
árnar og Þverá renna í þau. Sami bátr færi upp
Ytri Bangá, upp hjá Bjólu og Hrafntóftum, enn mig
minnir, að smáfossar og hávaðastrengir séu í henni
fyrir ofan Hrafntóftir; þar er æði-halli á landinu; ann-
ars mætti fara alla leið upp fyrir Þingskála og jafn-
vel upp fyrir Bolholt. Enn hina Eystri Rangá má
fara alla leið milli Odda og Móeiðarhvols, hjá Lamb-
haga og Hofunum og með endilöngum Hvolhreppn-
um á móts við Árgilsstaði, efsta bæ í Hvolhrepp,
rétt við eða norðanundir Vatnsdalsfjalli skamt fyrir
neðan Reynifell, sem er í krók norðan undir Þrí-
hyrningi.
Sami bátr getr farið inn eftir aílri Þverá inn með
Fljótshlíð æði-langt, víst inn fyrir Teig eða helzt alla
leið. Ennfremr upp í Markarfljót og jafnvel víðar
um Landeyjarnar, t. d. Steinmóðarbæjarál og Affallið,
sem oft eru illfær langt fram eftir sumri, einkum í
hitasumrum.
Þá mætti fara inn Holtsós undir Eyjafjöllum, að
minsta kosti stundum, og er þessi Holtsós, sem kall-
aðr er, líkr stóru fallegu stöðuvatni. Stuudum fyllist
útfallið af sandí og er þá kallað að ósinn standi
uppi, og flæðir hann þá út um allar nærliggjandi
engjar. Þetta gera fleiri ósar t. d. Dyrhólaós í Mýr-
dal og Bæjarós í Lóni. Það væri bæði gagn og
gaman, að hafa gufubát á Holtsós. Gufubátrinn gæti
lent fyrir neðan Varmahlíð, enn allra bezt framan
undir Steinahelli og jatnvel fyrir neðan sjálfa Steina.
Sami gufubátr gæti farið á Dyrhólahöfn og í Vík í
Mýrdal. Enufremr inn alt Kúðafljót, inn fyrir Leið-
völl og Ása í Skaftártungu, og jafnvel að Á og Skál
á Síðu; sömuleiðis út úr Kúðaós upp Skálm, sem
liggr austan við Álftaverið. Sami bátr gæti farið
iun Eldvatnsós upp hjá Fljótum og upp hjá Feðgum
og jafnvel Botnum. Ennfremr inn Skaftárós og upp
Skaftá með Landbrotinu og hjá Kirkjubæjarklaustri, víst
upp að Systrastapa, og jafnvel upp að Heiði og Holti
á Síðu, eða Á og Skál. Breiðbálakvísl, sem fellr úr
Skaftá fyrir neðan Landbrotið, mætti fara upp á móts
við Prestsbakka. — Þá eru Kálfafellsvötnin og jafn-
vel Núpsvötn, sem fara mætti á gufubát, og gæti