Fjallkonan


Fjallkonan - 08.12.1896, Síða 2

Fjallkonan - 08.12.1896, Síða 2
194 FJALLKONAN. XIII 48—49 sami bátr farið á Kárahöfn í Öræfum. — Þá er ós nálægt takmörkum Mýra- og Suðrsveitar í Horna- firði, skamt frá Sævarhólum; liann má fara alla leið á litlum gufubáti. Þá vita allir að fara má um allan Hornafjörð inn með Mýruuum að norðan, og inn með Nesjunum að sunnan, og suðr í Skarðsfjörð hjá Þinganesi og jafnvel á móts við Horn. Þá má fara inn alt Lónið, alla leið inn undir Bygðarholt, og eins Bæjarós, er fara mætti að Vik og Hvalsnesi á gufubát. Alla þessa ósa og ár má fara í ládeyðu og hag- stæðri átt. (Niðrl. næst). Maðrinn, sem fór í annan heim og — kom aftr. (Siirl.; sbr. 35. tbl.). Hann gekk nú ofan eftir brekk- unni og sá fleiri og fleiri af þessum hnöttum, sem veltust í ýmsar áttir. Þegar hann kom nær þeim, virtist honum það vera mannahöfuð, enn búkrinn var sem enginn. Eitt höfuð rakst á hann, og sýndist hon- um það líkt Lidgett skólaumsjónarmanni. Á svip þeirra flestra var að sjá svo mikinn harm og örvænt- ingu, að Plattner þóttist aldrei hafa séð slíkt. Hann kom loks niðr í dalinn og var þar ískaldr lækr, sem hann drakk úr til að svala þorsta sínum. Hann var orðinn hungraðr, enn fann þar á steinum ætilegan mosa til að seðja hungrið. Nú kom hann inn i húsaraðirnar og að hinni stóru, svörtu byggingu. Þar var ritað eldletr á vegg- ina, enn hann þekti ekki stafina. — Þegar hér var komið, heyrði hann þungt fótatak úti á götunni. Hann fór út í myrkrið, enn sá ekkert. Hann fann þá til undariegrar löngunar til að taka í klukku- strenginn, sem hékk niðr úr turninum í miðri bygg- ingunni, enn réð þó af að ganga í þá átt, sem hann heyrði fótatakið. Hann elti það lengi og kallaði, enn það var steinshljóð. — Þessu hélt hann áfram í 7—8 daga, enn varð þó einkis vísari um fótatakið. Niðri í dalnum var svartamyrkr og þaðan sá hann ekkert í þenna heim, enn efst í hlíðunum var skíma og þar var kvikt af þessum vofum; þaðan mátti sjá hvað fram fór í heiminum. Honum fanst hann stundum vera heima í Sussexville, ýmist á göt- unum eða inni í húsum, og sá alt sem þar gerðist, þótt hann væri sjálfr ósýnilegr. — Hann tók eftir því, að þessi mannahöfuð vóru þar líka á sveimi og að þau eru sífelt kringum hina lifandi menn og hin sömu fylgja ætíð sama manni. — Hann þóttist þekkja sum þessi andlit, og meðal annars svipi föður síns og móður sinnar, sem skildu ekki víð hann. Að kveldi hins niunda dags heyrði hann fótatakið í nánd við sig. Hann var þá staddr upp í brekk- unni og stefndi ofan í dalinn, enn nam staðar er hann sá hvað fram fór í götu í nánd við skólann í Sussexville. — Þar var inni karlmaðr og kvenmaðr. Karlmaðrinn lá í rúminu, auðsjáanlega aðframkominn, og lyfjaglös stóðu á borðinu. Sjúklingrinn var að reyca að tala — enn kvenmaðrinn gaf því_ engau gaum og var að tína gömul bréf upp úr kommóðu- skúöu í horni herbergisins. Þá heyrði hann að hið þunga fótatak færðist nær og um leið kom mikill sægr af mannasvipunum. Allir horfðu þeir með hrygð á það, sem fram fór í herbergi sjúklingsins. Alt í einu hætti fótatakið og þá sá hann skelf- ingu á hverjum svip. Rétt á eftir sá hann svartan armlegg teygja sig að rúminu, svartari enn alt sem svart er. Hann sá að konan í herberginu tók skjal úr skúflunni og brendi það og leit um öxl til sjúk- lingsins sem var að gefa upp öndina. Allir svipirnír þutu eins og ský fyrir vindi ofan í dalinn. Piattner þóttist skilja hvað þessi svarta hönd hefði að þýða. Hann þorði ekki að líta aftr til að sjá þann sem hendina átti. — Hann tók hönd- unum fyrir augun í ofboðs hræðslu, hljóp sem fætr toguðu og datt flatr. Rétt á eftir raknaði hann við og sá að hann lá úti í skólagarðinum allr blóðugr. — Hann heldr að hann hafi tekið flöskuna með græna púlverinu upp úr vasanum á hlaupunum og að hún muni hafa brotn- að við fallið. Þar lýkr sögunni. — Enn þess má geta, að um sama leyti, sem hvarf Plattners átti sér stað, dó maðr í húsi eínu i nánd við skólann. Lýsing Plattn- ers á herbergi sjúklingsins er einkennilega lík her- bergi þessa manns, enn ekkjan neitar að dauði hans hafi verið með þeim atvikum, sem Plattner lýsir, og kveðst heldr ekki hafa brent neitt arfleiðsluskjal. Eg sel ekki þessa sögu dýrara enn ég keypti hana, og ábyrgist ekki að húu sé söun; getr verið að þetta hafi alt verið höfuðórar. Enn svo mikið er víst, að Plattner hvarf í níu daga. Nákvæm skýrsla um frásögn Plattners ásamt vitnaleiðslu verðr prentuð og lögð fyrir félag, sem rannsakar óvenjulega viðburði (,Society for the In- vestigation of Abnormal Phenomena’). Kveldhugsuii. [Kvæði þetta er ort fyrir mörgum árum af alþýðumanni á Snðrlandi, sem nú er dáinn. Það þykir þess vert, að það komi fyrir almennings sjónir, þótt nú sé aðrir tímar og lýðir]. Um aftanstund einsamall gekk ég um grund, einhver gremja í hjarta mér bjó. Það var helfrosin jörð, það var hávetrar stund — upp í holtinu refurinn gó. Þá í hjarta mér vaknaði hugsun um margt, svo eg hugsandi, þegjandi stóð, enn þá datt yfir niðmyrkrið svartnættis svart, og þá svall i mér hjartað af móð. Þá hugsaði’ ég um þig, min elskaða þjóð, — sem oft hefir þolað svo margt — og hve þunt er og hálfvolgt þitt höfðingjablóð, sem þó heizt ætti að vera þitt skart. Já, svo margt hefi ég heyrt, og ég man það vel enn, og ég man það svo öldungis rétt, enn ef það er alt satt, sem er sagt um þá menn, þá er svívirðing að þeirri stétt —: Að þeir hugsi’ ekki um annað enn aura og gjöld, og um upphefð og metorða ráð, og það hljómi við ætíð þeir hafi sín völd fyrir háleita konungsins náð. Og þeir elski ekki neitt nema krónur og kross, og svo krásir að láta í sinn munn,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.