Fjallkonan - 08.12.1896, Qupperneq 3
8. des. 1896.
FJALLKONAN.
195
það sé þeirra unun og einasta hnoss,
enn ættjarðar trygðin sé þunn.
Enn að lögin þeir beygi og lagi eftir- vild,
og þeir leyfi sér það fyrir náð,
því k—s h— sé meinlaus og mild
og meini ei þesskonar ráð.
Ég minnast vil ekki á mútur og gjöld,
sem menn segja borið í dóm,
sem eflanst er lygi og lastmælgi köld,
og líklega illgirni tóm.
Svar til docents séra J. H.
Eftir að ég í 40. tbl. Fjallk. hafði gert nokkrar atbugasemd-
ir við stúdentatal séra Jóns Helgasonar, befir hann aftr gert
leiðrétting við athugasemdir mínar í 41. tbl.
Það mun rétt vera, að Ásmundr Sveinsson hafi fengið I.
einkunn við stúdentspróf, og mundi ég það á eftir, enn ætlaði að
ofseint yrði, að leiðrétta þessa vangá mína, þar sem miðinn er
ég sendi Fjallk. var fyrir nokkrum tíma frá mér farinn. Aftr
á móti er nokkru öðru máli að gegna um landþingsmann Frið-
rik Petersen prest í Kvalbæ á Suðrey. Séra Jón Helgason segir
að hann hafi hlotið II. betri einkunn í svarinu til mín, og er
það rétt, enn i stúdentatali hans stendr, að hann hafi hlotið
blátt áfram aðra einkun, og við það gerði ég áthugasemd þann-
ig lagaða:
Friðrik Petersen fékkeigiaðra einkunn, heldr aðra betri eink-
unn, eða sem ég skrifaði það fékk ei II. heldr II, svo hefir les-
ist skakt úr pennanum hjá mér.
Ég vissi vil, að Friðrik Petersen hafði aðra betri einkun enn
ei fyrstu, sbr. geistlig Stat 1888 og 1891 eftir núverandi De-
partementschef A. T. Asmusen og geistlig Stat 1894 eftir nú-
verandi contorchef Oscar Damkjer, sömul. sbr. Danmarks Præste-
historier i Aarene 1869—1884 af Sofus EIvius.
Hvað stúdentana pereats árið snertir, hugði ég að þeir hefðu
allir verið privatistar, nema máske séra Jón Þorleifsson.
Mig minnir að Jón Finsen stiftphysicus á Lálandi og Falstri
hafi verið R. af dbr., — ef það er misminni mitt, nær það ei
lengra. — Enn annaðhvort er að tilfæra krossa við alla, sem
krossaðir eru, sem er í öllum þesskonar skrám í Danmörku; eða
sleppa öllum krossum, eins og gert er i stúdentatalinu norska
útgefnn 1893.
Að síðustu votta ég höfundinum þakkir fyrir stúdentatal
hans. — Búið hefði mátt vera að prenta stfidentatal frá Skál-
holti og Hólum, sömuleiðis frá Reykjavíkrskóla gamla, Bessa-
staðaskóla og hinna svonefndu privatista, hefði einhver komið
þeim á prent með styrk hins opinbera.
Betr befði ég kunnað við að stúdentatal þetta hefði verið
kronlogiskt registr bundið við stúdentaárin, heldr enn alfa-
betiskt regÍBtr, bundið við upphafsstafi. — Þeirri fyrri reglu
fylgir cand. mag. P. Böttern-Hansen i norsku stúdentatali er
byrjar 1813 og endar árið 1893.
Sömuleiðis votta ég hinum heiðraða höfundi hinar beztu þakk-
ir fyrir ljúfmensku þá og kurteisi er hann sýnir í svari sínu til
mín, þar sem hann þó um leið tekr orð mín sem brígsl um skeyt-
ingarleysi. — Ég tala ei um skeytingaleysi, heldr ónákvæmni.
Ég vildi alls eigi móðga hinn heiðraða höfund, sem ég ætla að
vera meðal fremstu manna lands vors. — Ræði ég svo ei meira
um málefni þetta.
Ólafsvöllum, 13. nóv. 1896.
Br. Jónsson.
Vestmannaeyjum, 26. nóv.: jHaustveðrátta var hér fremr
góð. September óvenjulega þurrviðrasamr, enn október aftr á
móti hryssingslegr. Það sem af er vetrinum óstöðugt og um-
hleypingasamt. Frost og snjðkoma ekki teljandi til þessa. Sjó-
gæftir hafa verið alllitlar og fiskilaust í haust, að undantekn-
um nokkrum dögum, þegar fáeinir smábátar fiskuðu dálítið af
samtiningi „suður í sjó“ (hjá „Geldung“(?) og Súlnaskeri). —
Matjurtagarðar brugðust hér hraparlega í sumar leið. Fengu
sumir ekki yfir helming við það sem í fyrra úr görðum sínum
og nokkrir ekki svo mikið. — Margir hafa unnið hér að jarða-
bótum síðan vetrinn kora. Er það opið i augum, að styrkr sá
sem „Framfarafélaginu hlotnast hér, upprætir mörgþúsundþúfna,
hina gömlu verkaþjófa. Hefir hann vakið hér allmikinn áhuga
og kapp með jarðabætr meðal félagsmanna. Yar það furðu mik-
ið, er sumir bláfátækir einyrkjar unnu í þá átt næstliðið ár.
Þá voru sléttaðir af félaginu eingöngu 3140 Q faðm. og hlaðn-
ir túngarðar 170Qfaðm., enn af utanfélagsmönnum sléttað 1310
□ faðm. Alls á eyjunum 4460 □ faðm. (Enn árið 1856 var
sléttað alls á eyjunum 79 Q faðm.(!) enn þá fluttist 'héðan
18936 pd. af fiðri og 220 tunnnr af lýsi. — (í ár útflutt fiður
héðan um 300 pd., þar að auki munu nokkur hundruð pd. seld
hér innanlands). — Hið enska fiskigufuskip, er strandaði hér í
haust, seldist við opinbert upphoð 6. f. m. fyrir rúmar 20 kr.
Molaðist það sundr og sökk til grunna í miðjum þ. m. Náðist
úr því meiri hluti þilfarsins, nema bitarnir, svo og nokkuð af
fjalarusli innan úr. — Litið hefir verið um samgöngur hér síð-
an i haust. Póstrinn mun vera orðinn þrefaldr á landi. Aldrei
kemr „leiði“ til landsins, og svo gerast menn ófúsari enn áðr
að eiga við landferðir og sandinn. — Húsabyggingar hafa ver-
ið með mesta móti í haust. Þurrabúðir hafa verið reistar 4 úr
rústum og allmörg fiskhús. Hafa allmargir komið vel ár sinni
fyrir borð með að geta hýst salt framvegis. Enn húsleysið hefir
eitt með öðru stutt að því, að menn hafa lítið ráðizt í að kaupa
eða „panta“ salt sjálfir. Iðjusemi og atorka hafa mjög farið
vaxandi hér á seinní árum, svo og þrifnaðr, enn hinar auðvirði-
legu búðarstöður og landeyðuháttr aflagzt. — Margt hefir hreyzt
til batnaðar á seinustu 30 árum, þrátt fyrir alt aflaleysið, svo
sem hugsunarháttr og ráðlag (sem mestu ræðr til ills og góðs),
búningr, húsakynni, tún og kálgarðar. Enn þrátt fyrir alt þetta
eru margir hér óánægðir með eitt og annað og vildu gjarnan
vera komnir hurtu héðan’.
Frá farstjóranum.
Yfirréttarmálafærslumaðr Hannes Thorsteinsson hefir i fjar-
veru farstjóra, hr. D. Thomsens, sent íjallk. útdrátt þann úr bréfi
frá farstjóranum, dags. 9. f. m., er hér fer á eftir, um orsakir
til þess að „Vesta“ kom ekki við á Austfjörðum í miðjum sept-
ember þ. á.
„— — Ég hefi oft i ár látið landsskipið koma við á auka-
höfnum, þegar þess hefir verið þörf, og eins vildi ég nú reyna
að hjálpa upp á sjómenn og auglýsti því, að skipið, ef ástœður
leyfðu, kæmi við á Austfjörðum á leiðinni frá útlöndum í sept-
ember. Þetta mundi hafa seinkað ferðinni um 5—6 daga, og
af þvi líka að búast mátti við öðrum töfum í septemberferðinni,
gerði ég ráð fyrir, að „Vesta“ mundi verða talsvert á eftir tím-
anum, og því ekki geta fylgt ferðaáætluninni síðustu ferðina.
Til þess að siðasta ferðin yrði farin samkvæmt ferðaáætluninni
vildi ég þvi leigja annað skip fyrir siðustu ferðina, enn skila
„VeBtu“ í lok októbermánaðar, og gat ekki búizt við öðru enn
að þetta mundi vera framkvæmanlegt, með þvi líka að eigendr
„Vestu“ höfðu látið í ljós munnlega, að þeir vildu helzt ekki
láta „Vestu“ fara síðustu ferðina. Ég skrifaði því gufuskipa-
félaginu þessu viðvíkjandi, enn þá var komin ný stjórn fyrir
félagið og hún neitaði að taka við „Vestu“ fyr enn í nóvember-
lok. Ég gat ekki sjálfr farið með „Vestu“ til Kaupmannahafn-
ar, af því ég hafði verið með skipinu nálega allan tímann þang-
að til, og þurfti að setjast að í Reykjavik, til þess að sjá um
skrifstofu- og reikningsstörf útgerðarinnar, enn skrifaði af-
greiðslumanninum í Kaupmannahöfn, og gerði hann alt, sem í
hans valdi stóð, til þess að framkvæma ráðstafanir mínar. Hann
skrifaði gufuskipafélaginu aftr, enn fékk þvert „nei“. Þá bætt-
ist einnig við, að annað eimskip, sem vildi keppa við landsskip-
ið, fór til íslandsjsama dag og „Vesta“, og má færa fullar sann-
anir fyrir því, að „Vesta“ hefði mist farm svo fleiri þúsundum
króna skifti, ef hún.hefði ekki farið beiua leið til Reykjavíkr
Bamkvæmt ferðaáætluninni. Þetta voru hinar helztu ástæður
til þess, að „Vcsta“ varð að sleppa hinni fyrirhuguðu ferð til
Austfjarða, þó leitt;-væri“.-
D. Thomsen.