Fjallkonan - 08.12.1896, Side 4
196
FJALLKONAN
XIII 48—49.
Jarðskjálftagjáriiar. í tFjallkonunm’ er talað
um 2 gjár í Arakotstúni á Skeiðum, og að víddin
hafl verið 7 álnir sumstaðar, enn þess skal getið, að
dýptin í annari er mest ll1/^ aliu og stærri gjáin er
á lengd 140 faðmar. Álitið er, að til þess að bæta
úr þessum skemdum á túninu eftir jarðskjálftana
veiti ekki af 90—100 dagsverkum. B.
Kristniboðiim frá Kandylistau.
Eftir L. Dilling-.
(Þýtt af B. G. B.).
IV.
Frú Samúelsen var á sama máli og sagði, að
hún œtti að fá sér nýjan silkikjól fyrir kaupstefnuna.
Strimler kaupmaðr sýndi þeim allmikið af ýmsum
vefnaði, og leizt þeim bezt á einn þeirra vínrauðan á
lit. Kjóll úr þvi efni mundi ekki fara fram úr 200
krónum altilbúinn.
„Þér skuluð velja þetta efni“, sagði frú Samúel-
sen.
„Finst yðr ekki, að það sé ofdýrt handa mér“?
„Nei alls ekki! Þér skuluð taka það, kæra frú
Bollebye“!
„Jæja-þá, fyrst þér endilega viljið það, þá get ég
víst ekki neitað því“.
„Nei, þsð getið þér ekki. — Frú Bollebye tekr
30 álnir af þessu efni og þér annist svo um saum-
inn á kjóluum".
„Þetta er alt-of mikið, kæra frú Samúelsen! Eg
fyrirverð mig fyrir að taka við öllu þessu“.
„Á einnig að skrifa þetta hjá Samúelsen konsúl“ ?
spurði Strimler kaupmaður.
„Nei“, sagði kona hans stillilega. „Þér getið
skrifað það hjá krÍ8tniboðssjóðnum“.
Frú Bollebye hnykti dálítið við þetta. Hún hafði
auðsjáanlega búizt við, að frú Samúelsen yrði eins
rausnarleg og greifafrú Rotheufels og frú hins kon-
unglega yfirveiðimanns von Brammer frá Spinnerúp-
garði.
Hún kvaðst ætla, að 25 áinir mundu nægja, enn
kaupmaðrinn var búinn að taka 30 álnir frá og var
svo ekki hægt að breyta því. Fóru báðar frúrnar
svo leiðar siuuar og fylgdi Strimler þeim til dyra og
hneigði sig djúpt.
Þegar þær komu heim, gekk frú Bolleby inn til
kristuiboðans. Frú Samúelsen ætlaði inn í herbergi
sitt, enn hopaði á hæl, þegar hún opnaði dyrnar.
Þar inni sáust ekki handaskil fyrir tóbaksreyk, því
að konsúílinn lá á silkibekknum, sem stóð undir
pálmaviðnum, og lagði frá honum reykjarstrokuna
eins og úr ofnpípu um miðjan vetr.
„Ertu genginn af vitinu, Samúelsen“?
„Ég skil ekki —“
„Skilurðu það ekki, að nerbergið mitt er enginn
reykingaklefiu ?
„Ég get ekki reykt í borðstofunui; það er verið
að fága gluggana í salnum og þvo gólfið í skrifstof-
unni minni. Ekkert af þessu verðr gert fyrri enn
eftir hádegi, af því að þessi blessaðr kristníboði hefir
haldið öllu fólkinu við morgunbænir í tvo klukku-
tíma inn í mínu eigiu herbergi, sem hann er búinu
að gera að bænhúsi eða hvað það heitir. Hvar á ég
svo að reykja pípuna míua“ ?
„Hvers vegna varstu ekki sjálfr við morgunbæn-
ina? Þú hefðir haft betra af því enn af öllum reyk-
ingunum. Þú ættir að bera einhverja umhyggju fyr-
ir sál þinni, Samúelsen. Hún er þó líklega tóbaks-
pípu virði“.
„Eun ég skil ekki —“
„Nei, Samúelsen, þú skilr ekki hvað þér er fyr-
ir beztu. Enn svo er guði fyrir að þakka, að hann
hefir gefið mér dálitla skynsemi og er þá vonandi,
að hún verði í ættinni. Lofaðu mér nú að opna
gluggana og hleypa inn nýju lofti meðan við erum
að borða morgunmatinn“.
„Já, sæll er sá. sem getr fengið einhvern morg-
unmat. Ég er banhungraðr, enn þú hefir ekki sézt
allan morguninn, svo að hér er alt á tjá og tundri“.
„Ég hefi unnið í víngarðinum, Samúelsen“!
„Þú ættir heldr að vinna á heimilinu enn í vín-
garðinum“.
„Ó, Samúelsen! Ertu svona langt leiddr, að þú
gerir gys að þessu háleita málefni. Hefirðu enga
tilfinning fyrir þínum svörtu meðbræðrum“?
„Mér finst, að hér sé nóg af hvítum meðbræðr-
nm, sem okkr væri nær að rétta hjálparhönd. Fá-
tæklingar vorir svelta, enn þessir kristniboðaflokkar
draga peningana út úr landinu svo að þúsundum
skiptir. Hvaða vissu hefirðu fyrir því, að þessir
svörtu meðbræðr fái eyris virði af peningunum".
„Samúelsen! Þú skilr ekki hvað hér er um að
ræða“.
„Nei, ég skil sannarlega ekki þessa Kandylistan-
sótt“.
V.
Samúelsen konsúll fór jafnaðarlega ekki varhluta
af ýmsu heimilisandstreymi, enn um þessar mundir
keyrði það ffarn úr öllu hófi. Heimili hans var svip-
að því, sem heimili ríkra kaupmanna gerast, enn nú
var búið að gera það að bænhúsi, sem öllum nema
8jálfum honurn var keimilt að vaða inn og út um.
Hann var iagðr í einelti af gestum sínum eins og
Akteon af hundum sínum.
Alt til þessa hafði hann ávait að afloknum mið-
degisverði vikið sér inn í sitt eigið herbergi og notið
þar vindils og kaffibolla á legubekknum og fengið
sér dálítinn dúr á eftir í sátt og samiyndi við sjálf-
an sig, að minsta kosti þó það væri ekki altaf við
konuns. Enn nú varð hann að sitja undir tveimr
löngum borðbænum, annari fyrir og hinni eftir mál-
tíð. Og þegar seinni romsan var búin að gera út af
við hann, og haun langaði til að kvíla sín lúin bein,
þá varð hann að hlemma sér á grjótharðau stól í
skrifstofunni og sofa þar fram á hendr síuar við
skrifborðið, því þar og hvergi annarsstaðar gat hann
verið í næði.
Stundum fékk hann þó ekki að njóta þessarar
hvíldar í friði. Stelpukrakkar kristniboðakonunnar
voru gæddir framúrskarandi kæfileikum til þess