Fjallkonan - 08.12.1896, Síða 6
198
FJALLKONAN.
Xm 48—49.
að selja lotteríseðla og ljósrnyndir af frú Bollebye og
dætrum hennar. Sýndi myndin þær sitjandi á loft-
svölum, stór gluggatjöld til beggja hliða og hitabelt-
isskóg bak við, alt saman frá Kandylistan. Pótti
mönnum myndirnar fremr lýsa náttúrlegri líkingu
enn eiginlegri fegrð.
Mannfjöldinn streymdi inn og var þar saman kom-
inn múgr og margmenni bæði úr bænum og hverfinu.
Jespersen alþýðuskólakennari og organisti lék á
orgelið. Frúrnar stungu höfðunum brosandi út úr
búðardyrunum og voru miklu áfjáðari að koma út
vörum sínum enn sölukerlingar á strætum úti.
Frú Hildemann hafði kökubúð, og þar seldi Lydía
kampavín fyrir 1 krónu hvert glas og streymdu menn
þangað. Bæjarfógetafrúin seldi skinnfeldi og blikkílát
og hjálpaði Jósefina henni til. Hún afhenti kaup-
endunum vörurnar og sneri aldrei að þeim nema ann-
ari hliðinni. Hinni hliðinni, sem kyrtlabólgan var á,
sneri hún upp að veggnum. Frú Samúelsen hafði
allskonar útsaum og línvöru á boðstólum.
Læknisfrúin hafði verið sett út í horn og átti að
selja þar hlutabréf í útsaumuðum stól. Henni fanst
sér vera gerð mesta óvirðing með þessu og var auk
þess fokreið við hvern sem gekk fram hjá án þess
að kaupa eitt hlutabréfið.
Dætur frú Bollebye voru líka á ferðinni, hvít-
klæddar og mjög sakleysislegar. Þær buðu fram
litla blómskúfa og börðust um, hvor þeirra yrði fyrri
til að selja. Móðir þeírra sat við rautt borð klædd
í rauðan silkikjól og eldrauð í framan. Hún var að
selja afkáralega látúnshringi fyrir geypiverð og sagði
hún, að þeir væri komnir beint frá Kandylistan.
Þessa list hafði hún leikið á hverri kaupstefnunni
eftir aðra, svo að ætla mátti, að hún hefði flutt með
sér tvo skipsfarma af slíkum munum, kristniboðinu
til eflingar.
Madama Malberg átti að vera öllum þessum kon-
um innanhandar. Hún stóð frammi við dyrnar og
hafði klútinn bundinn um höfuðið, því að ekki vildi
henni batna hlustarverkrinn. Leit hún öfundaraug-
um á allan þennan útbúnað. Malberg, maðrinn henn-
ar, sem var settr inn upp á vatn og brauð, var ekki
fyr sloppinn út enn hann stal á ný. Nú átti að setja
hann í hegningarhúsið, þorparann, og var þá loku
fyrir skotið, að hann yrði kristniboði fyrst um sinn,
og svona mátti hún flækjast hingað og þangað, vesal-
ingr, og druslast í svarta kjólgarminum, enn kristni-
boðamadaman þarna var klædd í silki og purpura.
Enn það er margt öðruvísi enn það á að vera í
þessum synduga heimi.
Séra Mathiesen var að sveima fram og aftr
fjarskalega alúðlegr og stakk sveittu höndunum inn
í búðirnar til kvenfólksins. Loks nam hann staðar
fyrir framan kökubúð frú Hildemann; þar var Samú-
elsen konsúll fyrir og bauð honum kampavín.
(Framh.).
Maðr Úr sveit, sem kann að hefta og binda
bækr, getr fengið atviunu í Reykjavík í vetr hjá
bókamönnum. Bandið þarf ekki að vera gylt. Út-
gefaudi Fjallk. vísar á.
Þakkarorð. Ég íinn mér skylt að votta hinum heiðruðu
hjónum Dorbirni Ólafasyni og Kristinu Gunnarsdóttir á Stein-
um í Borgarfirði ásamt Páli héraðslækni Blöndal mitt innileg-
asta hjartans þakklæti, fyrir allan þann höfðingsskap og göfug-
lyndi, er þau síðastliðið sumar auðsýndu konu minni sál. Hall-
dóru Árnadóttur í hinni þungu banalegu á heimili ofangreindra
hjóna.
Auðnum, 80. nóv. 1896.
J'on Einarsson.
FJALLKONAN.
Nýir kaupendr að 14. árgangi Fjallkonunnar
(1897), sem ekki hafa keypt blaðið áðr, fá ókeypis í
kaupbæti tvð mjög skemtileg sðgusðfn.
Nærsveitamenn, sem gerast kaupendr Fjallkonunn-
ar 1897 og borga jafnframt árganginn, geta fengið
ókeypis í kaupbæti allan árganginn 1896, auk
sögusafnanna.
Ekkert blað hefir nokkurn tíma boðið jafn-
góða kosti.
Nýkomið með Laura
tll verzlanar
J. P. T. Bryde í Beykjavík
Hafra, hænsabygg, danskar Kartöflur, Laukr, Epli,
Valhnetur, Parahnetur, Hasselhnetur, Perur, Ananas,
Apricoser, Sardínur, Lax, Uxatunga, Leverpostej,
Hummer, cornet Beef, reykt svínslæri (Skinke), síðu-
flesk reykt, Filet, Spegepölser, ekta svissneskr Ostur,
Soya, Cypersa, Pikles, Citrondropar, Ribsaft, Sólber-
saft, Hindbersaft. — Margar tegundir af Skúkkulaði,
Confect, Brjóstsykur, Confectgráfíkjur í kössum, Rú-
sínur, Sveskjur, Cardemommur, Vanillesykur.
Þurkaðar jurtir,
Jólatré, jólakerti,
allskonar emaileruð eldhúsgögn.
17 tegundir af mjög góðu reyktóbaki, Vindlar margar
tegundir, Munntóbak, Neftóbak. Encore Whisky,
Lorne Whisky, Deeside Whisky, Konjak, Rom, Áka-
víti, Kirsibersaft.
AUskonar Pleltvörur.
Kaffikönnur, sykurskálar, rjómakönnur, kökuföt,
Ijósastjskar og margt fleira.
Jólabazar með mörgum góðum og fallegum hlutum
verðr til sýnis í næstu viku.
10. Aðalstræti 10.
til sölu Kaffi, Sykur, Tóbak, Vindlar, Brennivín, Öl,
Hrisgrjón, Sagogrjón, Sagomjel 0/12, Kartöflumjel,
Hveiti, Kanel °/B0. Sápa, Sóda, Eldspítur, Stívelse,
Blákkudósir, Spil, Tóbakspípur, Munnstykki, Kerti,
Blek, Lakk, Soya, Pipar, Cardemommer, Nellikker,
Allehaande, Gerpúlver, Carry, Cítronolía, Bitter, Grá-
fíkjur, Rúsínur, Sveskjur, Kúrennur, Tvíbökur, Kringl-
ur, Kaffibrauð, Ostur, Laukur, Ofnsverta, Skósverta,
Fægipúlver, Vaselín, Reykelsi, Epli og m. fl.
Hvergi fæst annað eins verð gegn peningaborgun
eins og í verzluninni i Aðalstræti 10.
Jón Jónsson.
SÓfi eða sjeselong óskast
til leigu nú þegar*.