Fjallkonan - 17.03.1897, Side 1
Kemr út um miBJa viku.
Árg. 3 Tcr. (erlendia 4 kr.).
Auglýsingar mjijg ódýrar.
FJALLKONAN.
Zt'
ÖJalddagi 15. J41i. Upp-
sögn skriileg (yrlr 1. okt
Afgr.: Þingholtsstrseti 16
XIV, 11.
Reykjavík 17. marz
1897
f
Ole Finsen póstmeistari
lézt 2. þ. m. í Kaupmannahöfn. Hann fór héðan með
seinasta póstskipi til að leita sér lækninga. Læknis-
skurðr, sem gerðr yar á honum í Khöfn, hafði tekizt
vel, enn síðan fekk hann hjartaslag, sem varð dauða-
mein hans. Bann er fæddr 1. janúar 1832 hér í
Reykjavík og sonr Ólafs Finsens assessors, enn bróð-
ir Vilhjálms Finsens hæstaréttardómara og þeirra
systkina. Eftir að Ole Finseii varð stúdent, var hann
um tíma við verzlun í Reykjavík, enn þegar póst-
mestaraembættið var stofnað (1872), var honum veitt
það embætti og gengdi hann því síðan. Auk þess
var hann afgreiðslumaðr skipa sameinaða gufuskipa-
félagsins. Hann hafði og á hendi ýmsar aðrar sýsl-
anir.
Hann var tvígiftr; fyrri kona hans var Hendri-
eka Bjering, og lifa 2 börn þeirra, Ólafr læknir á
Akranesi og María kona Ólafs Ámundasonar verzl-
unarstjóra. Síðari konan, sem eftir lifir, er María
dóttir Þórðar Jónassens háyfirdómara, og eru þeirra
börn: Sofía. Hendrieka, Þórðr, Karl og Vilhjálmr.
Finsen póstmeistari var mesta ljúfmenni og mjög
vinsæll í sinni stöðu, og er hans því alment saknað.
Embættispróf við háskólann: í lögfræði: Oddr
Gíslason laudabilis. Skólakennarapróf í náttúrufræði:
Helgi Pétrsson laudabilis. í læknisfræði Kristján
Kristjánsson og Sæmundr Bjarnhéðinsson haud illauda-
bilis Imi gr.
Póstskipið „Laura“ kom í gær og með því all-
margir farþegar.
Frá útlöndum
komu engin stórtíðindi nema um ófrið þann er kom-
inn er upp milli Tyrkja og Grikkja. Ófriðrinn hófst
út af því, að soldán hefir svikið loforð sín í sumar
leið við eyjarbúa um réttarbætr á eynni. Kristinn
jarl v.ir að vísu settr yfir eina, enn Tyrkir réðu þar
öllu eftir sem áðr.
Óeirðirnar hófust í bænum Kanea og réðust Tyrk-
ir þar á kristna menn. Óðara enn það spurðist, bjóst
stjórn Tyrkja að senda herskip þangað, enn Grikkir
urðu skjótir til bragðs og sendu herskip sín til Krítar.
Þeir hafa átt í nokkurum bardögum við Tyrki og
veitt betr, svo að eyjan 'er öll á þeirra valdi, nema
borgin Kanea. Stórveldin sendu jafnframt flota sína
til eyjarinnar til að vera á varðbergi og bönnuðu
Grikkjum að hlutast til um mál Kríteyinga, enn þeir
hafa ekki skeytt því. Georg konungr hefir lagt til,
að Kriteyingar greiddi atkvæði um það, hvorum þeir
vildu heldr lúta, Grikkjum eða Tyrkjnm, enn stór-
veldin mótmæltu því. Loks kom stórveldunum sam-
an um, að senda Grikkja stjórn sameiginlega áskorun
um það, að þeir kalli herinn heim frá Krít innan 6
daga; annars skuli herskip stórveidanna skerast í
leikinn. Það var ekki víst, hverju Grikkjakonungr
mundi svara. Það var ætlun margra, að hann mundi
ekki skeyta hótunum stórveldanna. Hinsvegar eru
Tyrkir að hervæðast í ákafa, og eru því helzt líkur
fyrir, að ekki verði stilt til friðar, og að af þessum
neista geti kviknað mikið ófriðarbál.
Gufubátr til ferða um Faxaflóa, sem um hefir
verið samið við kaupm. Frederiksen í Mandal, kemr
hingað i aprílmánaðarlok og byrjar ferðir sínar 6. maí.
Bátrinn rúmar 200 farþega og hefir 3 farþegarúm,
er allr yfirbygðr og talinn mjög vel lagaðr til hinna
fyrirhuguðu ferða. — Bátrinn heitir „Reykjavík“.
Með póstskipinu komu kaupmennirnirGeirZoéga,
Björn Guðmundsson, Friðrik Jónsson og Helgi Jóns-
son og verzlunarm. Hannes Thorarensen, kandídat í
læknisfræði Kristján Kristjánsson og kand. mag. Helgi
Jónsson, stud. jur. Jens Waage, Páll Snorrason af
ísafirði, nunna til Landakotsklaustrsins o. fl.
Framfarir vorar.
Eftir Z.
(Siírl.j. Á öllum þessum skólum er fjöldi karla og
kvenna, sem missist frá nauðsynlegri og nytsamri
vinnu, og þó lærisveinar búnaðarskólanna fái ágætan
vitnisburð fyrir kapp og reglusemi og verkstjórn, þá
er bætidum þeim, sem hvergi hafa lært, erfitt að sjá
kosti þeirra margra hverra, og veslings gamla fólkið,
sem heima hefir setið og kostað þennan lýð ásamt
með landssjóði, sér ekki, að það sé neitt betra þegar
það kemr heim aftr, heldr enn það, sem heima heflr
setið. Svona er það, að hafa ekki komizt í neinn
skólann. Hér frá eru sjálfsagt margar og heiðarleg-
ar undantekningar.
Ég er öldungis ekki á móti lærdómi, sem ekki
getr veitt nemendanum neinn arð, enn ég vil ekki
láta það sem er miðr nauðsynlegt, bola hið nauðsyn-
legasta út. Það er nauðsynlegt að hafa góð og falleg
föt, enn maðrinn verðr samt rýr í roðinu, þó hann
hafi þau, ef hann hefir ilt og lítið að borða. Svo er
það óskynsamlegt háttalag að láta gáfurnar þorna og
visna meðan lífsvökvi þeirra og blómi er mestr, og piltar
ogstúlkur vinnaekkert til verulegs gagns á vetrum, enn
svo þegar þorstinn og bruninn fer að kvelja þau full-
orðin, fara þau að ráfa á einhvern skólann miðr hæf,
mörg hver, ean þau voru i æsku; svo er óséð hvort
lærdómr á fullorðins árum getr haft eins jöfn og lið-
leg áhrif eins og í æskunni. Ég veit ekki nema