Fjallkonan


Fjallkonan - 26.05.1897, Side 2

Fjallkonan - 26.05.1897, Side 2
FJALLKONAN. XIV 21. 82 tækt sem það er og skuldum vafið, og fjárhagr þess allr í hinni mestu ðreiðu og á heljarþröm, enda hefir Grikkjum jaínan þðtt illa láta fjárstjðrn ríkisins, og er nó helzt í ráði, að sett mundi verða um hrið nefnd af hendi stórveldanna, er sitja skyldi i Aþenu og hafa fjárstjórn ríkisins undir hendi um sinn. Er mælt að hinir stiltari menn og hygnari í Grikklandi muni láta sér það lynda; munu sjá sem er, að jafnframt því sem þetta er eini vegrinn til þess að stðrveldin vinnist til að ábyrgjast Tyrkjum einhverjar skaðabætr, eru öll líkindi til, að nefndin mundi og að öðru leyti koma fjárhag ríkisins í viðuuandi horf. 14. þ. m. byrjuðu Grikkir að skipa ftt setuliði sínu frá Krít og fiytja það keim, og faila þeir ná að Biuni frá tilkalli til að fá eyna undir sitt vald, enn láta sér lynda, að Krit fái sjálfs- forræði fult, svo að Tyrkir hafi ekkert yfir henni að segja, ut- an hvað Kríteyingar skuli gjalda soldáni skatt nokkurn árlega til merkis um, að stjðrn eyjarinnar skuli að nafninu til hon- um háð. Eldsvoði í París. Snemma í þ. m. brann til ösku stórhýsi í París, velgerðabazar, og brunnu þar inni hundrað konur, sem margar vóru af háum stigum og meðal hinna merkustu kvenna á Frakklandi, og fáeinir karlmenn. JÓN ÓLAFSSON, ritstjðri, fráChicago, talaði um Ame- ríku á sunnudagskveldið, eins og birt var í síðasta blaði. Hann mintist fyrst á það, að menn hér, að minsta kosti þeir, sem lítt hafa ferðazt, gætu ekki gert sér hugmynd um stærð Ameríku. Ameríka (þ. e. Norðr-Amerika) væri 88 sinnum stærri enn ís- land, og ef fara ætti þvert yfir landið ríðandi, veitti ekki af 100 dögum til þess. TJm þetta fiæmi væri íslendingar dreifðir hér og hvar; þeir ættu heima austr við Atlandshaf, suðr við Mexicoflða, vestr við Kyrrahaf, í Alaska og á Sandvikreyjum. Þegar maðr kæmi heim hingað frá Ameriku, væri ætið spurt að því, hvernig Islendingum liði þar. Þessari spurningu ætlaði hann að reyna að svara, og vildi því stuttlega lýsa öll- um íslenzku nýlendunum. Elztu nýlenduna kvað hann vera í Minnesota, og þar kvað hann efnahag ísl. bænda með mestum blóma. Land það sem landnemi fær ðkeypis er 160 ekrur, enn meðan lönd var að fá, fengu menn þau keypt eftir vild og lögðu við jarðir sínar. Það gerðu hinir ísl. hændr í Minnesota og eiga þeir því 4föld til 6töld lönd. Bændr eru þar því fremr vel efnaðir, sumir þeirra jafnvel eftir amerískum mælikvarða. Nefndi hann meðal þeirra Björn Gíslason fyrrum á Hauksstöðum í Vopnafirði og Gríms- stöðum á Fjöllum, Jðsep Jðsepsson frá Hauksstöðum í Vopnafirði og ýmsa fleiri. Þar væri hús bænda reisulegust. í bænum Minneota, sem er í þessari nýlendu, væri íslendingar miklu ráð- andi og í bæjarstjðminni, og íslendingr væri eigandi blaðs, sem þar kæmi út (á ensku) ,Minneota Mascot’. Dakota nýlenduna kvað hann næsta í efnalegu tilliti. Þar væru líka margir efnaðir bændr, enn þeir mundu þó sumir enn vera skuldugir, því að þeir hefðu átt mjög erfltt fyrstu árin og orðið að taka lán hjá okrurum, og mundu enn búa að þeim, enda væri þar enn há peningaleiga. Þeir hefðu margir byrjað þar örsnauðir, eftir að þeir flúðu þangað úr Nýja-Islandi, enn væri nú vel á veg komnir. í þessari nýlendu væri flestir Norð- lendingar og þar væri einna mest fjör í fðlkinu. Meðal heiztu manna þar taldi hann Mórits lækni Halldórsson, sem væri vel efnaðr, Brynjólf Brynjólfsson úr Húnavatnssýslu og syni hans Skafta þingmann og Magnús málflutningsmann, Daníel Laxdal málflutningsmann o. fl. Argyle (argæl) nýlenduna taldi hann þar næst. Hann mint- ist þá á Hagskýrslur Baldvins agents og kvaðst ætla, að fram- tal bænda i þeim mundi vera nærri lagi, nema sumir mundu eigi hafa talið nákvæmlega skuldir sinar, sem enn mundu vera töluverðar. Fyrir 3 árum kvaðst hann hafa átt tal við Friðjðn Friðriksson, kaupmann í Glenboro, sem nýlendubúar skifta mest við, og hefði hann þá sagt að 7a nýlendumanna stæði á töstum fótum, 7, mundi ekki þola 2 hörð ár og 7a g*ti ekki lifað vel hverju sem viðraði. Með því að tíu síðuBtn ár hefðu eigi verið mjög misbrestasöm, kvaðst hann nú vona að meðalflokkinn mætti telja með 1. flokki. Nýja-ísland er íslenzkust nýlendan að því leyti, að land- nemar fengu öndverðlega leyfi stjðrnarinnar til þess að aðrir mættu eigi byggja landið um ákveðinn tíma enn íslendingar, og þótt sá tími sé útrunninn, hafa Ný-íslendingar smámsaman framlengt hann og gera það líklega framvegis. Þetta er bæði kostr og ókostr; kostr að því leyti, að þeir hafa nóg land yfir að ráða, sem kostar að kalla ekki neitt, og ðkostr að því leyti, að þeir fara á mis við það gagn, Bem hafa má af kynningu og viðskiftum við innlenda menn, því fremr sem samgöngur eru þar mjög örðugar og ekki nema á vatninu. Fáa kvað hann þar efnaða menn, nema kaupmenn, enn fáa líka mjög fátæka, því þeir hefðu oftast eitthvað að éta, og þess vegna hefði nýkomn- nm Islendingum, sem einkis hefði átt úrkosti, oft verið vísað þangað. Það hefði auðvitað ekki orðið tii þess að efla nýlend- una. Qu’ Appelldals nýlenduna kvað hann við allgóðan hag, enn þar væri engin lönd að fá. Þingvalla nýlendu kvað hann hafa verið hið óheppilegast.a nýlendu svæði, enda væri hin eiginlega Þingv. nýl. að mestu lögð í eyði, enn Lögbergs nýlenda (sem er þar hjá) héldist við. Þessar nýlendur eru allar litlar. Alberta nýlendu vestr víð Klettafjöll kvað hann að ýmsu einkennilega. Þar byggi meun við kvikfjárrækt og liði allvel. Þar væri líka merkir menn, sem hefði áhrif á andlegt líf ný- lendubúa, svo sem Stefán Stephánsson skáldið, sem mörgum væri kunnr. Hann kvað nú öll nýtileg lönd numin, sem lægi nálægt járn- brautum, og væri því ekki fýsilegt að nema hin óbygðu lönd. Hann mintist á andlegt líf og bókakaup Vestr-íslendinga, og lét fremr dauflega yfir. Þessi blöð, sem kæmu út í Winni- peg, hefðu verið gefin út með stjórnarstyrk, og stærð þeirra væri því ekkert að marka. „Sameiningin“ ein hefði ekki slikan styrk, enn hún ætti líka mjög örðugt uppdráttar, þótt hún væri seld mjög háu verði. Flestir eru íslendingar í Winnipeg, 4—5000, og ber allmik- ið á þeim þar, því bærinn hefir að eins 38—40,000 íbúa. Kvað hann þar nokkra efnaða menn af íslendingum, einkum þá sem fást við verzlun, nefndi til Árna Friðriksson, Gísla Ólafsson o. fl. Enn atvinnuleysi væri þar mjög mikið, og sama væri að segja um aðra bæi. Neyðin hefði t. d. verið svo mikil í Chicago, að öllum fangelsum og kirkjum hefði verið lokið upp til að lofa hælislausu fólki að flýja þar inn i vetrarkuldanum; þar hefði þessir aumingjar legið hvor ofan á öðrum, svo mikil hefði að- sóknin verið. Útlitið kvað hann yfirleitt vera óálitlegt, bæði fyrir bændr og borgalýð, vegna þess að hveiti færi lækkandi í verði fyrir samkeppni annara landa og einokun járnbrautafélaga o. 11., og vegna hins mikla atvinnubrests. Enn hvorttveggja þetta staf- aði að miklu leyti af auðvaldinu, sem hefði flutningafærin í hönd- um og héldi við verndartollunum. Hann áleit ekki fýsilegt að fara til Ameríku, ekki einu sinni fyrir einhleypa verkmenn, meðan ástandið væri þar eins og það er nú, og því miðr væri engar horfur á, að það breytt- ist til batnaðar fyrst um sinn. Raki í húsum Nú eru bændr hver í kapp við annan að bæta híbýli sín um land alt, svo víða eru komin snotrustu húsakynni, þar sem þau áðr voru alls ólík bústöðum siðaðra manna. Enn því miðr lítr nú út fyrir, að þau verði ekki endingargóð allstaðar, því að einhver rammasti óvinr allra húsa, sem hingað til hefir gert flesta íslenzka bæi endingariausa, virðist mjög víða einnig fá höggstað á þessum nýju byggingum. Það er rakinn. Ef spurt er, hvernig nýi bærinn eða hús- ið þar og þar reynist, þá er oftast viðkvæðið: „Þar er alt að eyðiieggjast af raka“. Fjöldinn allr af nýrri byggingunum getr ekki varizt rakanum. Það er ekki nóg með það, að hann geri húsin sjálf ónýt

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.