Fjallkonan


Fjallkonan - 01.07.1897, Qupperneq 1

Fjallkonan - 01.07.1897, Qupperneq 1
Kemr út nm miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar mjög ðdýrar. FJALLKONAN ■ Gjalddagi 15. júll. Upp- sögn skrifleg íýrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18. XIV, 20. Reykjavík, 1. júlí. 1897. Af þingmálafundum þeim sem fréttir hafa borist af úr ýmsum héruðum landsins, er það ljóst, að þjóðin yfirleitt er horfin frá því, að halda fram stjórnar- skrárfrumvarpi síðustu þinga óbreyttu. Það hafa einkum verið þeir Benedikt gamli Sveins son og Skúli lærisveinn hans, sem hafa haldið fáein- um trúuðum þingmönnum við þetta frumvarp á síðustu þingum. Enn aldrei hafa þessir forkólfar getað mynd- að neinn fastan fiokk á þingi; til þess hefir þá skort hæfíleikana og traust þingsins. Það var því aldrei við öðru að búast, enn að þetta smíði, sem í fyrstu var mjög ábótavaut, færi alt í mola í höndunum á þeim. Tilboð stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu er enn ekki kunnugt. Það mun þó vera víst, að stjórnin bjóði íslendingum sérstakan ráðgjafa (með ábyrgð), sem mæti á alþingi og sé íslendingr. Enn hvernig sem svör stjórnarinnar verða að öðru leyti, þá er ekki ólíklegt, að þingið reyni nú aðeins að koma sér saman við stjórnina um bráðabirgða umbætr á stjórn- arskránni, enn sleppi í þetta sinn hinum fyiiztu kröfum. Þetta virðist og vera í samræmi við ályktanir flestra þingmálafunda. Miðlunarstefnan hefir þá sigrað, eða réttara sagt ’praktisk’ pólitík. Af öðrum stórmálum er mest vert um samgöngu- málið og fréttaþráðarmálið. Enn meðan tiiboð gufu- skipafélagsins eru ekki fulikunn og reikningar Vestu- útgerðarinnar ekki einu sinni full-kunnir, er ekki hægt að ræða til hlítar um það mál. Sama er að segja um fréttaþráðinn; enn þar mnn að líkmdum enginn ágreiningr verða. Þingið hreyfir líkiega ekki í þetta sinn öðrum eins stórmálum og háskólamálinu og afnámi hæsta- réttar. þar sem það hefir svo stórkostleg mál önnur um að fjaila. Hvað afnám hæstaréttar snertir, hefir stjórnin að vísu fyrir löngu gefið íslendingum vilyrði um, að þeir ættu ekki að hafa slíkar utanstefnur; bæði gerir stjórnarskráin ráð fyrir því, og einkum er það skýrt tekið fram af stjórninni sjálfri í ástæð- unum fyrir stjórnarskipunarlagafrumvarpinu 1867. Þar segir: ‘Því hefir verið gaumr gefinn, að í sjálfu sér væri mjög svo æskilegt, að dómstólunum á ís- landj yrði komið svo fyrir, að hvert það mál, sera heyrir undir dómsvaldíð, yrði útkljáð að fuilu og öllu í Iandinu sjálfu, og það er vitasknld, að það verðr að vera verkefni löggjafarvaldsins íslenzka, sem vænta má, að vinna að því að koma þessu í kring’. Enn þingið hefir mjög slælega unnið að þvi. Læknaskipunarmálið verðr eitt af stórmálunum á þessu þingi. Þjóðin heimtar fleiri og fleiri lækna, enn vill nú ekki launa þeim eins vel og áðr, því síðr hækka laun nokkurs þeirra. í samanburði við aðra embætt- ismenn hafa héraðslæknar minst laun, enn þó lang- erfiðustum störfum að gegna. Þó er verst farið með aukalæknana. Þeir eru sann-nefnd olnbogabörn land- stjórnarinnar. Margir prestar þykja hafa lítil lauu, enn þegar þess er gætt, að prestar hafa ábúðarjarðir og að þeir þurfa miklu minna að leggja í kostnað til að geta gegnt embætti sínu enn læknar, þá er það auðsætt, að aukalæknar hafa við verst kjör að búa allra embættismanna. — Það verðr því ekki ann- að sagt, enn að öll sanngirni mæli með því, að laun lækna verði jöfnuð, enn þá verðr varla komizt hjá því að hækka uokkuð laun sumra þeirra (aukalækn- anna). Hefði þó læknar eigi að síðr langt um minni laun enn sýslumenn, sem sumir hafa mörg þúsund krónur í tekjur á ári. Ber ekki á öðru enn alþýða uni því vel, að halda þessa iðjulitlu hálaunamenn í hverju héraði, sem hafa eins háar embættistekjur og enda sumir hærri enn æðstu embættismenn íandsins, að Iandshöfðingja einum undanskildum. Þetta er auðvitað í samræmi við hina svívirðilegu em- bætta-pólitik, sem einstakir ‘Jurister og andre Skurke’ hafa barizt fyrir hér á landi á síðari árum. Það þykir alt af þörf á fleiri lögfræðisembættum, og svo hefir þegar verið um hnútana búið, að þessi embætti eru miklu betr launuð að tiltöiu enn önnur. Alþýða ætti að lesa ritgerð sem snertir þetta efni í 1. hefti ‘Eimreiðarinnar’ þ. á. Af hinum smærri málum, sem eflaust verða tekin til meðferðar á þinginu, má meðal annars nefna inn- ienda brunabótatryggingu. Það mál er áðr talsvert undir búið af þinginu, og ætti ekki að vera mikið þvi til fyrirstöðu, að það yrði nú leitt til lykta. — íslendingar hafa greitt stórfé tii útlendra brunabóta- félaga, víst yfir 100,000 kr., enn reynslan hefir sýnt, að hér er ekki hætt við húsbrunum, og örlítið af fé þessu hefir verið endrgoldið. Það er því ekki hætt við, að innlend brunabótastofnun mundi ekki svara kostnaði. Um innlenda lífsábyrgð verðr síðar talað í þessu blaði. Yínsölubannsmálið flytja Good-Templarar víst inn á þing. Eg get ekki séð neítt á móti því, að hér- uðin fái leyfi til að gera samþyktir um vínsölubann, jafnve! þótt þessi samþyktalöggjöf hafi reynzt fremr völt hér á landi, og þó vínsölubanu hafi sumstaðar orðið þýðingarlítið meðal annara þjóða. Hér á landi hagar enn nokkuð öðru vísi til. Enn hins vegar býst eg við því, að danska stjórnin taki nú undir þetta mál á sama hátt og norska stjórniu gerði 1842, þó langt sé síðan — að hún synji slíkum lögum stað- festingar. Tvö mál, sem eflaust verða á dagskrá með Dön- nm innan skamms, eru afnám grísku og latínu, sem

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.