Fjallkonan


Fjallkonan - 23.08.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.08.1898, Blaðsíða 3
23. ágúst 1898. FJALLKONAN. 131 Mtt hafa fjörkippir menningarinnar — hinna fjarlægu, suðrænu þjóða — gert vart við sig hér vonum framar, stundum, og frekar enn í sumum öðrum sýslum landsins. Þér, hinar sýslur landsins, sem búið við mildara loftslag og betri kjör, gerið betur! Það myndi gleðja okkur, ef ykkur tækist það. Eamingjan blessi þig og varðveiti þig. Kvæði Guðmundar Friðjónssonar. Þú ert fátæk, fóstra kær! framgjörn þó til dáða. íshafsbylgjan óvæg þvær á þér fætur báða. Að þér hreytir ísi’ og snjó undan norðangjósti. Logheit slagæð liggur þó leynd í þínu brjósti. Þú hefir mikla þraut og raun þolað mörgu sinni. Fjölmörg blásin brunakaun berðu’ í ásýnd þinni. Þótt þú teygir freðinn fót fast að hafisveggnum: hádagssól þú horfir mót hríðarélin gegnum. Þú ert okkur öllum kær, aldna Gauta-móðir, auðnir þínar, ár og sær, engi og trölla hlóðir. Hjá þér langhelzt viljum vér vaka, starfa, þreyja, hugsa’ um þig og hlynna’ að þér, hlæja, gráta, deyja. Yeg þú hverri villu gegn, sem vopnum framsókn beitir; hverja nýja flyttu fregn fljótt um allar sveitir. Andblæ t.ímans berðu beint, beint til sona þinna — seint og snemma, ljóst og leynt Ijós til dætra þinna. Færðu degi fögrum mót fram á grónu engin íturvaxua yngissnót, axlabreiða drenginn. Láttu fossinn vinna verk — verk, sem þróttinn beygja; láttu’ hann tæta úr líni serk, lopann kemba’ og teygja. Láttu’ hann írjófga laut og grund, lyfta jurt úr rnoldu, gera arðsamt grafið pund, gulli Btrá um foldu. Láttu’ hann kveykja’ á arni eld, ylja hrumu tána, lýsa’ og verma’ hin löngu kveld, létta stúrnu brána. Breyttu hverri urð í eng, eyðimel í haga. Láttu ána leika’ á streng ljóðmál nýrra Braga. Fiytji sæld í faðminn þinn fjalla þinna virki; láttu þeirra köldu kinn klædda lyngi’ og birki. Spretti’ og glói’ á akri ax, auðnin frjófgun taki. í straumi hverjum léttur lax leiki sér og „vaki“. Gagnleg nýjung flýti ferð farartálma gegnum. Syngi friðuð fuglamergð fast hjá bæjarveggnum. Láttu mínka vetrar völd. Vermdu fallna snæinn. Hlákudagar, heiðskír kvöld haldi vörð um bæinn. — Glói þinnar skikkju skaut, Skíni þínir kjólar. Læðu hverja leiddu braut. Lengdu göngu sólar. Færðu degi fögrum mót fram á skrýddu engin upplitsdjarfa yngissnót, íturvaxna drenginn. Andblæ Suðra berðu beint, beint til fjalla þinna — seint og snemma, Ijóst og leynt ljös til sveita þinna. Þú ert okkur öllum kær, Einars spaka móðir, auðnir þinar, ár og sær, engi og fossa hlóðir. Hjá þér langhelzt viljum vér vinna, tapa, þreyja, hugsa’ um þig og hlúa’ að þér — hjá þér lifa’ og deyja. ISLENZKPk SÖGUBÁLKUR. Æfísaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Frh.) 18. Nú sýndist mér vísast það í hendi var; fór því heim að Hólum. Yfirheyrði biskup mig með examine theologico, tók mig so í eið og meðdeildi síðan eitt innsiglað djáknabréf í 9 póBtum, óskandi Bem hans venja var allra farsælda mér í því embætti. So fór eg að klaustrinu og var þar þá vel tekið við mér; fengið hagkvæmt hús og fyrir þjónustustúlku að passaupp á mig, rúm mitt og fatnað, áðurnofnd Sigríður Ólafsdóttir, er þangað kom um sama mund. Tók eg fyrir mig að geðjast þeim höfðings hjónum og þjóna þeim með trú og dygð í orði og verki, og gaf mig nú í fuglveiði til Drangeyjar, mest þó til að skoða þá aðferð og eyjuna, hvar upp á vóru til fuglveiða og siga- mensku kunningjar mínir frá stólnum og einn skólabróðir minn, Þorvaldur Sörinsson, sem djákni varð eftir mig áklaustr- inn. Tók klausturbaldari við öllum hlut mínum og sá mér sann fyrir hann, enn hjáfleka-fugl minn hafði eg umkoypis mér til ágóða. Sú hræðs'a er eg hafði fengið forðum í hrafnshreiðr- inu var enn nú ei úr brjósti mér, enn h&fði heyrt sá sem færi upp á Drangey, legði sig þar fyrir, læsi með andakt „faðirvor11 og sofnaði siðan, yrði laus við aiia bjarghræðslu þaðan í frá. Fór eg þvi upp á eyna í handvað þeim er þar lá á uppferðinni, 80 ál. á iengd, er fóveti Skúli, þá hann var stólshaídari, hafði þar til bestilt; fengu ei aðrir upp að fara en góðkunningjar þeirra er þar fyrir vóru og var mér þar vel tekið. Sá eg og | lærði alla atferð þeirra um festar, net og speld, þó mér hafi I það siðan lítið til nota orðið. Nú reyni eg hið annað; legg mig í til svefns í afviknu plátsi. Þá eg er sofnaður, dreymir mig aðmaður komi til mín og segi: „Ei þarftu að óttast, hér er ei j þitt pláts“, og eitthvað meira mælti hann.-Nær eg vakn- aði undirstóð eg ei hvað þetta átti að merkja, enn sá það alt síðar, sem var mín burtfor af minni fósturjörðu, og það hallæri og dauöans neyð, sem guð sendi þar eftir yfir Norðurlandið. — | — Þá eð þeirri vertíð linti, gaf eg mig í lestaferð austur á j land, að kaupa fisk fyrir móður mína og aðra, kom að Holti, fann föðurbróður minn, séra Sigurð prófast. Þar var þá fyrir annar prófastur, séra Einar Hálfdanarson, einir þeir beztu vinir, og vóru þá að gera sér glatt af brennivínstári fram í kirkju. Þá s&t og í bekknum sonur séra Einars, Sigurður, þá djáknihér á Kirkjubæjarklaustri, flugskarpur og lærður maður; varð þar eftir loeatur í Skál’uolti, og út úr því rænuskortur og afsinna. j Eg heilsa þessum körlum; segir þá prófaBtur séra Sigurður öll

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.