Fjallkonan


Fjallkonan - 25.01.1899, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 25.01.1899, Blaðsíða 3
25. jan. 1899. FJALLKON AN. 11 öllu, og jafnvel færa sig þangað búferlum með mér. Bn þetta umbreyttist alt þá þeir sáu mér var alvara ; þá gerðu sumir að þvi spott og háð, að ég mætti vel vera kyr á minni fóstur- jörðn og meðal frænda minna og fleira því líkt. En hvernig 8em þeir létu, gat ég ei umbreytt minni fyrirætlun, sérdeilis þar bæði kona mín og mððir mín, sem vóru bæði guðhræddar og greindar konur, vóru ekkert á móti því, né heldur tengda- brððir minn Lauritz, og fór kona mín á hans fund til þeirrar ráðagerðar með fleiru.1 25. Þann 20. sept. 1755 fór ég að búa mig að heiman til austurferðar og veru, og vóru þar um þá daga miklir jarðskjálft- ar, sem komu af landsuðri; var.það auðráðið, að einhver elds- umbrot vóru þá eða í hönd á Austurlandinu, sem og síðar kom fram, því Kötlugjá spjó þar eftir laugardaginn seinastan í sumri, eldi, ösku og vatni. Tilbjó ég klyf á fjóra hesta af öllu tagi, að ég skyldi vel birgr vera, hvað sem yfir mig kæmi á fjöllun- um eða hvar ég lenti. Með mér fekk ég til fylgdar ÞorBtein bróður minn og vinnumann minn, er hét Jón Þorgeirsson. Yar ég albú'nn þann 26. Þar eftir kvaddi ég mína góðu konu, sem þá var eftir ólétt að Jórunni dóttur minni; helt so undir fjöllin fram að Mælifelli til náfrænda míns, séra Jóns Magnús- sonar; var þá komið frost og lítill snjór. Daginn eftir útvegaði hann okknr ötulan mann til fylgdar, því honum leizt ei tryggi- lega á veður, eins og fram kom ; fór þegar á daginn leið að drífa snjó; komumst við vel fram á Mælifellsdalinn, að soköiluð- um fremri Kálfadölum, og tjölduðum þar. í farangri mínum úti hafði ég meðal annars hálftunnu af söltuðu og niðurkæfðu kjöti. Um alla nóttina var logndrífa. Sváfum við ei mikið um nóttina, sízt fylgjari minn, som alt af var úr að telja að fara lengra. Þyki mér þá þessi staka vera kveði® hátt yfir mér: Hér læt ek skóg af skógi skreiðast lítils heiðar, hverr veit nema ek verði víða frægr um síðir. Kunni ég hana áður úr sögu Ólafs kóngs Haraldssonar.2 Mér þyki og til mín sagt: „Hafðu þér æ fyrir reglu versin hans Anshelmi". Þau hafði ég ei áður heyrt og vissi ei hver þau vóru; siðar þá að var seztur fann ég þau í sjálfs míns bókum, og hljóða þannig sem eftir fylgir: Non ego te jubeo vitare minantes, quos tibi conjunctos spes erant esse, cave. Þ. e.: Ég skipa þér ei að forðast bana af þeim, er þér hótar honum, en varastu þá sem þú vonaðir að væri trúir vinir þínir. En so hefir farið fyrir mér, þó ég sæi þetta væri einn höfuð-sannleiki og bezta heilræði, þá heíir einfeldnin so blindað mig, að ég hefi alt (af) mjög trúað þeim ég ætlaði vini mína og þóttist eiga alt gott af og ratað so þar fyrir í flestalla mína mæðu. Var- astu þess vegna, barn mitt, og þú góður maður, sem heyrir þetta, þessi mín víti. Af þessum bendingum ályktaði ég með hug- hreysti, að af fjöllunum mundi ég lifandi komast. Ei bætti enn um þá birta fór af degi; safnaðist mikiil hrafnaflokkur yfir tjald mitt og farangur, og iétu þar öllum iátum nema góðum. Þetta gerði minn fylgjara enn þá ístöðuminni, og sagði (hann) þessir fuglar vissu og sæi á okkur feigð, og skyldum við ei lengra fara, en ég barði slíkt niður og sagði þeir fyndu kjöt- lyktina úr tunnu minni og vildu ná þeirri krás. Nú lézt ég alráðinn að snúa til baka, átum með fiýti, sviftum íjaldi og lögðum á, hvar ti! fylgjari minn var hvað fljótastur. Að því búnu bauð ég honum ríksdai að fara nú lengra áfram með oss þann dag, hverju hann þverneitaði; skildi því við oss með ótta og vildi hafa ært prest, þá hann þangað kom. Við heldum fram dalinn og upp á sokallaða Haukagilsheiði; var þá kominn snjór í klyfberafjöl, so hestarnir komust ei áfram, en frost og skafrenningur var; brutum við bræðurnir snjóinn á undan til skiftis, og komumst undir nóttina á einn melhói þar hjá Þrí- giljum. Þar tók ég af og batt hestana á streng og tjaldaðí á fönn. (Frh.) 1) Hér er feldur úr kafli, sem í er draugasaga, og er meiri hlutur hennar prentaður í „ísl. þjóðsögum“ I. bindi, bls. 335-— 336. 2) Á að vera: sögu Haralds harðráða. Um hann IÞorstein minn. Þess var getið í síðasta blaði, að hlutafélag hefði átt að setja á laggirnar til þess að treina líftóruna í blaði Þorsteins míns Gíslasonar. Með' stuðningi 20 manna átti að reyna að balda þessu efnilega afkvæmi hans á fótunum. En þessir land- stólpar urðu aldrei fleiri enn hálft þriðja kvigildi, og hvernig sem Þorsteinn minn vældi og skrækti framan í þá, tókst honum ekki að halda hópnum saman, svo að félagið komst aldrei á koppinn hjá honum. Nú hafa þó einhverir af þeim lánsmönnum, sem hafa „víxl- ast“ hjá Þorsteini mínum, tekið að sér útgáfu blaðsins í bráð, svo að hann er ekki lengur eigandi þess, enda hefir blaðið að sögn verið gefið út af þessum lánsmönnum siðan í haust. Þeir eru svo miklir föðurlandsvinir, að þeir hafa reytt sig inn að skyrtunni, til þess að landið fengi sem lengst að njóta Þorsteins míns í ritstjórasætinu. Til þess að almenningur geti glaðst með mér og dáðst að hinum hjóllipru hæfileikum Þorsteins míns í pólitiskum málum, vil ég í fám orðum beoda á stefnufestu hans í sjálfstjórnarmálinu. Janúar 1897. 1. tbl.: „ísland11 lofar að verða frjálBlyndasta blað landsins og „skapa einbeitt fylgi í sjálfstjórnarmálinu, ahuga og fasta sannfær- ingu“. 2. tbt. Þar heldur ritstj. fram fullkomnum aðskilnaði íslands og Danmerkur, og telur það þá einu pólitík, sem nokkur meining sé í. Fyrsti snúningur. Maí 1897. „EndurBkoðunarkrafan heldur gildi sínu . . . Það væri gott ef endurskoðunarfrumvarpið sigraði á þingi". Þarna er hann með Benedikt Sveinssyni. Millispor. Júlí 1897. „fsland" áiítur, að þjóðin eigi annaðhvort að aðhyllast skiln- aðinn eða „valtýskuna“. Annar snúningur. Ágúst 1897. „Við hefðum átt að nota þetta tilboð, sem nú er komið frá stjórninni, til að fá enda á því ástandi sem nú er“. Þarna er hann eindreginn með Valtý. Þriðji snúningur. Sept. 1897. „Til þess að koma á frumvarpi Valtýs þarf enga stjórnar- skrárbreytingu. Það er að baka oss kostnað að óþörfu“. Þá vill hann ekki nota „tilboðið", sem var einmitt fólgið í stjórnarskrárbreytingu. Þarna er hann aftur orðinn á móti Valtý. Millispor. Sept. 1897. „ísland hefir ekkert í Ijós látið um það, hvort það sé hlynt eða andstætt frumvarpi Vaitýs“. Nú étur hann því miður alt ofan i sig. Fjórði snúningur. Okt. 1897. „Miðlunarfrumvarpið frá 1889 er bezt“. Er það fótaburður, piltar? Satt er það, sem Þorsteinn minn segir, svo stirðfætt og „hrum“ eru nú eldri blöðin, að þau gæti ekkí leikið þetta eftir á svona stuttum tíma. Eu hann er íþróttamaður, hann Þorsteinn minn, þó hanu sé ekki svo sérlega liðlegur á velli! í síðasta blaði segir Þorsteinn minn, að eldri blöðin séu ekki fær um að fylgjast með tímanum fyrir elli sakir. Þetta má nú maður manni segja, og bágt á „Times“ hróið og þessi tíræðu blöð; líklega dygði þeim það ekki, þó þau fengi að njóta hinna ungu krafta dýrðarmaunsins Þorsteins míns. Það stend- ur auðvitað á sama, hvernig ritstjórnin er, et' blaðið sjálft er gamalt. Þessi sannindi hafa líka verið tekin fram af hinum efni- lega „æsku“-manni Sig. Jú!. Hann hefir bent á það, að menn ættu skilyrðisíaust að taka yngri biöðin fram yfir hiu eldri. Það

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.