Fjallkonan - 21.04.1899, Qupperneq 3
21. apríl
FJALLKONAN.
63
Nú skal ég sjálfur sýna þér
þá sveit, er átti ég.
Hún er ei rík, hún er ei st6r,
en inndæl finat hún mér;
þar blessast land, þar blessast sjór,
enn bygðin þar strjál er.
Frá tindum onað ægisströnd
er alt svo kunnugt mér.
Sko bæinn yzt á hægri hönd,
það heimili mitt er.
Þeg — Morgunsmalans hljóðin há
þau hingað berast létt,
í hlið má smalann sjálfan sjá,
sem svartan kvikan blett.
í knappa saman hrökkur hjörð
— um hlýðni ber það vott. —
Ef þoka ei hyiur holt og börð
þá hefur smaliun gott.
í fjalli þessu fyr á tíð
hjá fénu oft ég sat,
og útsýn sú var einkar fríð
er oft ég notið gat.
Enn þegar út á sjö ég sá
hvar sigldi gufuknör,
sú ðsk mér brann í brjósti þá:
um borð og slást í för.
Ég slóst í för, ég fór úr sveit
og frón mitt hverfa sá.
Ég margt í öðrum löndum leit,
er leist mér dável á
Ég margt sá fritt — ég margt sá Ijótt,
ég margt hef þekt og reynt.
Um það minn hugur talar hljótt,
enn haldast skal það leynt.
Þeg — Morgunsmala hljóðin há
þau hingað berast létt;
í hlíð má smalann sjálfan sjá
sem svartan, hvítan blett.
Hann okkar knör á sjónum sér
er siglir fram með storð,
og ef til vill hann óskar sér
þess eins — að vera’ um borð.
Já — landsýn þessi inndæl er
því árdagaþokan dvín,
það birtir yfir brjósti mér
þar bernskuminning skín.
Af sólu fegruð sveit mín er
svo sumar-græn og fríð;
það eina, sem ég ðska mér,
er upp í smalans hlíð.
QuBm. Magnússon.
Um fundahöld o. fl.
Eftir Tungu-Odd.
Það gleður okkur, að sjá, að „Fjallkonan“ hafi gerst „bænda-
blað“ og „verzlunarblað". Það er sannarlega kominn timi til
þess, að bændur hafi aðgang að einhverju málgagni, sem sér-
staklega væri þeim hlynt. Mun og sjaldan hafa verið meiri
þörf á því enn nú, að reynt væri tii að taka saman höndum í
öllu því, sem verziunarmálum okkar mætti að gagni koma. Og
við berum gott traust til „Fjallk.“ í þessum efnum. Eða eru
likindi til að þau blöð, sem gefin eru út eða sérstaklega studd
af kaupmönnura, embættlingum (mönuum, sem hafa ætlað að
verða embættismenn) eða stjðrninni, tali fremur máli alþýðu?
Allir vita það, að góð blöð, sem hyggilega er stjórnað, eru
öflugUBtu forverðir hverrar þjóðar.
Enn við þurí’um að læra að örúka þau meira enn við höfum
gert hingað til. Það er sannfænng mín, að margur þegi, sem
eitthvað þarft gæti haft að segja, ef hann að eins fengi sig til
að byrja. Þetta gerir þó tvent gagn ísenn: æfir mann sjálfan
í að hugsa, um leið og það getur komið honura og öðrum að
notum. Það væri t. d. mjög nauðsynlegt, að meira væru rædd
ýms fundamálefni í blöðunum enn gert er, á undan fundunum.
Yið þetta ynnist það mikilvæga atriði: að fundarmenn íengju
yfirleitt Ijósari skoðun á verkefnum fundanna, gætu verið búnir
að átta sig á öliu fyrirfram, og yrði þannig færir um að leggja
eitthvað það til málanna, sem vert væri að athuga.
Hvað er nú annars jafnaðarlegast gert til að undirbúa fund-
ina, af stjórnendum þeirra? Sem oftast örstutt auglýsing með
þnrrum upptalningum af verkefnum fundarins, án þess nokkurt
atriði sé skýrt.
Annars er öllum kunnugt, hverúig gengar með fundahöld
hér hjá okkur. Að nokkru leyti veldur þessu strjál* bygð og
örðugar samgöngur, enn það er þó ekki aðal-meinið, heidur trassa-
skapurinn og skeytingarleysið, bæði á fundahöldunum sjáíí'um
og málefnunum sem þau eiga um að fjalla; og þótt við nú
sækjum einhvern fund, þá förum við alt of oft litlu nær enn
við komum. — Til þessa ber margt: fyrst og fremst er fund-
um ekki ávalt svo hyggilega stjómað sem skyidi. Hafa menn
verið þar á þingí, sem margir tala í senn, og hver ofan í ann-
an, án þess nokkur fái útrædda eða skýrða tillögu sina.
Af þessu leiðir svo aftur, að fundirnir geta hæglega orðið —
ef ekki eins manns þá undantekningarlítið verk örfárra manna.
— í sumum tilfellum getur þetta ef til vill verið gott, enn ætíð
er það varhugavert. Sumir kunna öðrum fremur þá list, að
gera skoðun sina að skoðun fjöldans, án þess að þeir þurfi að
brúka til þess rökleg sannindi.
Tii sönnunar þessu virðist nægja að benda á, hvernig söfn-
uðunum stundum hefir tekist að neyta kosningarrjettar síns við
prestakosningar o. fl., siðan þeir fengn þessa réttarbót.
AUir mega það sjá, að hér þarf að ráða bót á. Hugsunar-
hátturinn þarf að breytaat. Hann er einmitt kýlið, sem þarf
að greipa á. Viðþurfum umfram alt að nenna að hugsa ; hugsa
um hag okkar og óhag, og leita orsakanna, ef við viljum verða
menn. Gerum við þetta ekki sjálfir, þuríum við ekki að búast
við því, að aðrir muni gera það svo okkur verði hagfeldara, því
hverjum manni á sjálfum að vera kunnugast um hvar skórinn
kreppir hann. — Menn verða að læra að sjá það, að það sé um
að gera fyrir þá, að fylgja málum þeim með áhuga, sem þjóð-
ina varða. Yið þurfum sjálfir að hafa ekoðanir — ekki erfðar
eða annarlegar — heldur sjálfstæðar; — skoðanir, sem við get-
um rökstutt og réttíætt og þorum að kannast við sem aann-
færingu okkar. Þá munum við smátt og smátt fá í okkur löng-
un til að sækja fnndina, og kjark til að segja þar eigið álit
okkar um málin, í stað þess að vera bergmál þess smalans, sem
hæst hóar.
Það eru aðallega ekki nema tvö biindsker, sem óttast þarf
— enn þau liggja sitt hvoru megin leiðar, svo hún verður við
það aðgæzluverðari, og við steytum oftast á öðru hvoru eða
báðum.
Það eru þessi gömlu rnein, sem við raunar þskkjum allir, og
köllum: eigingirni og vanþékking. 2/a ’99.
Tíðarfarið er stöðugt mjög kalt; snjólitið að vísu víða,
enn vegna kuld&nna er orðiun heyskortur austanfjalis og þar
búizt við að mikitl fjárfellir verði, ef þetta tiðarfar heldur áfram.
Aflabrögð góð í Vestiminnaeyjum, enn mjög rýr í öll-
um öðrum vieðistöðum sunnaniands.
Náttúrusafnið
verður ekki opið fyrst um sinn frá 16. þ.
m vegna flutnings og ýmislegra breyt-
inga á fyrirkomulagi þess. Seinna verður
auglýst, hvenær það muni verða opnað á
hinum nýja stað, sem verður í sjómanna-
skólahúsinu gamla, hjá „Doktorshúsinu“,
en það verður ekki fyr en í næsta mánuði.
Ben. Gröndal,
p. t. form. nátt.fél.