Fjallkonan


Fjallkonan - 01.06.1899, Síða 1

Fjallkonan - 01.06.1899, Síða 1
FJALL BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ Kemur út um mi&ja viku. YerB á,rg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Reykjavík, 1. júní 1899. 22. blað. Góðir borgunarskilmálar. Af því ég veit hve örðugt menn eiga með að greiða skuldir sínar í peningum, og einkum konurnar, þá hefi'ég samið við J'on kaupmann Þórðarson í Reykja- vík um, að þeir kaupendur Kvennablaðsins og Barnablaðsins í nærsveitunum, sem eiga hægra með það, megi borga þau í öllum algengum íslenzkum vörum inn i reikning minn við verzlun Jóns Jcaup- manns Þórðarsonar í Reykjavik. Þriðjungrur af andrirði Kvennabl. átti að vera borg- aðnr um nýár. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. FJALLKONUNA má borga inn í reikning minn við þessar verzlanir: J. P. T. Brydes i Reykjavík og Borgarnesi, ls- geirs Sigurðssonar í Reykjavík, og Jóns Þórðar- sonar í Reykjavík. Þeir sem vilja borga Fjallkonuna með innskrift í aðrar verzlanir verða að semja um það sérstaklega. Útgef. Munið eftir að gjalddagi er 1. Ji'iH. Mosfellssveitarmenn og kaupendur úr Reyk javíkursókn, aðrir enn Seltirningar, eru beðniraðvitja FJALLKONUNNAR, KYENNA- BLAÐSINS og BARNABLAÐSINS framvegis 1 búð Jóns kaupmanns Þórðarsonar, Þinghólts- strœti 1. Launakjör prestanna. (Niðurl.). Það er nú vafalaust að öllu þessu óstandi með iaunakjör prestanna þarf að breyta bráðlega, og þvi verður breytt innan skamms, það bregst eigi, því það er orðið svo frámunalega óhæfilegt. Enn þá er að koma sér saman um, hvernig á að breyta til. Það getur verið, að öllum sýnist þar eigi á einn veg. Ég fyrir mitt leyti sting nú helzt upp á því, að afnema ríkiskirkjuna og stofna með lögum aftur fríkirkju, líkt sem ég áður sagt hefi farið fram á í blaðagrein- um; með því væri alt þetta gamla fyrirkomulag sjáif- fallið, svo um það þyrfti eigi meira að tala, því menn yrðu þá tilneyddir að setja eitthvað nýtt í staðinn. Að kirkjan fengi jarðeignirnar eða árgjald sem svaraði vöxtum af andvirði þeirra, eða þá and- virðið sjálft, við skilnaðinn, hefir mér áður sýnst rétt- ast og fært rök fyrir, sem enn eru óhrökt, og finn ég því enga ástæðu til að breyta þeirri skoðun. Það var í „Fjallkonunni" í fyrra spurt að því af einhverj- jum, hvernig vér fríkirkjumennirnir hugsuðum oss, að fara ætti að á ókomnum öldum, með kirkjufélags- eignirnar, ef svo eða svo margir söfnuðir gengi úr kirkjufélaginu, hvort nefnilega sá söfnuður, sem úr gengi, ætti að fá sinn tiitölulega part af eignun- um. Enn því er nú fljótsvarað aí mér á þá leið, að ég ætla þeim sem þá eru uppi að ráða fram úr slík- um málum; það kemur oss sem nú lifum ekkert við, enda ómögulegt að setja reglur, sem víst sé um að gilt geti um allar ókomnar tíðir. Enn það veit ég, að óháðu kirkjufélögin í Vesturheimi og á Bretlands- eyjunum, sem mörg hver eiga feykilegar stóreignir, munu alls eigi miðla af eignum sínum, þótt einhver söfnuður segi sig úr félaginu. Söfnuðurinn ætlast og heldur varla til þess, þvi hann afsalar sér öllum skyldum og þar með réttindum þeim er félagsmenn hafa; því fer þar öilu, sem í öðrum félögum, er ein- hverir meðlimir ganga úr. Enn sé um einhverja gersamlega félagsumbilting að ræða, er þeim sem þá lifa engin vorkunn á að finna heppileg ráð til að skipa fjármálum sínum, og þeir munu víst lika gera það. Vissulega hafa þeir rétt að mæla sem segja, að fríkirkjan sé óreyndur hlutur hér á íslandi og menn viti því eigi, hvernig hún muni leiðast út í reynd- inni, því hinir svo nefndu fríkirkjusöfnuðir á Aust- fjörðum eru alls engin fríkirkja, heidur utanþjóðkirkju- söfnuðir, sem eru eftir sem áður ríkiskirkja, þar sem þeir verða að fá konunglega staðfestingu til þess að embættisverk presta þeirra hafi borgaralegt Iagagildi; og þessir prestar verða að gefa yfirvöldunum skýrsl- ur um söfnuði sína iikt og aðrir prestar. Þess kon- ar á sér engan stað i sönnum fríkirkjum. Enn þótt írikirkjan sé ókunn á þessu landi geta menn af dæmi annara þjóða haft góðar vonir um hana. Það er þýðingarlaust fyrir rikiskirkjuvinina, að bregða frí- kirkjumeðmælendunum um vantraust á guði til að vekja líf í ríkiskirkjunni og sömuleiðis jafn-fráleitt af fríkirkjuvinunum að bregða meðmælendum ríkis- kirkjunnar um vantrú á, að guð muni láta fríkirk- juna blessast. Því í þessum efnum á víst frjálsræði að ráða, og sérhver að halda því fram, er honum virð- ist réttast, enn hitt er vist, að guð er með kirkju sinni, hvernig sem stjórn hennar er fyrirkomið, ef

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.