Fjallkonan


Fjallkonan - 15.12.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 15.12.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Veið árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l1/* doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). IIpp3ögn (skriflðg)bund- iu við áramót, ógild nema komin sé til út- gefauda íyrir 1. októ- ber, enda hafi lianu þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœli 18. Reykjavík, 16. desember 1900 Nr. 50. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundulengur til kl. 3 md., mvd. og ldf til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. (lokað í des. og jan.) Ók&ypis lœkning á spítalannm á þriðjudögum og löstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Lesið þetta. Undirskrifaður útvegar til allra héraða landsins, vandaðar skilvindur og öll áhöld smjör gerðar með afslætti frá verkstæðisverði. Jafnframt útvegar hann fólkí hátt verð í' peningum utanlands fyrir ágætlega vandað smjör, leiðbeinir í smjör- verkun eftir nýjustu reglum, og kennir verklega að með- höndla þau áhöld er hann útvegar. Sérstök kjör til umboðsmanna er panta mikið í einu. — Skrittð eftir verðlista og nánari skýringum, með næg- um fyrirvara fyrir næstu vetrarpöntun. Dunkárbakka í Dalasýslu. S. :o. Jónsson. Lestur. Eftir Georg Brandes. (Niðurl.) Spurningunni, hvað vér eigum að lesa, verður ekki svarað að fullu út af fyrir sig, en af henni sprettur önnur spurning: Hvernig eigum við að lesa? Ungar stúlkur hafa stundum það orðtak, að þær lesi sig sjálfar út úr bókunum. Þær lesa helzt eitthvað, sem sýnir þeim líkingu af þeirra eigin-lífi og hugsunarháttum. Auðvitað get- um við aldrei skilið neitt nema „gegnum“ okkur sjálfa. Þó er það ekki nauðsynlegt til að skilja bók, að við finnum okkur sjálfa í bókinni, heldur að komast í skilning um það, sem höfundurinn hefir viljað iáta okkur vita með táknum þeim sem persónurnar í bókinni mynda. G-egnum bókina .seilumst við inn í þá sál, sem hún á upptök sín i. Og þegar við för- um þessa leið á fund þess sem hefir skrifað hana, langar okkur til að lesa meira eftir hann. Okkur segir svo hugur um, að sara- band hljóti að vera milli ýmislegs, sem hann hefir skrifað, og þegar við lesum það í sam- hengi, skiljum við það og hann sjálfan bet- ur. Tökum t. d. „Gengangere" eftir Henrik Ibsen. Það er bók, sem ekki er hentug ung- lingum, en hún er góð fyrir því. Þegar sú bók kom út, var hún nær í einu hljóði álitip ósiðsamleg bók. Næsta ritverk Ibsens, „En Folkefjende“, segir, eins og kunnugt er, frá því, hverju aðkasti baðlæknir í bæ einum varð að sæta, þegar hann lót það í ljós, að bað- vatnið væri skaðvænt. Bæjarmenn vilja eng- ar reglur setja um baðið, og þykir langtum of dýrt að gera við það eins og læknirinn hafði lagt til, en ráðast á lækninn eins og honum væri að kenna um pestnæmið en ekki baðinu. Þessi sjónleikur var einskonar lik- ing þess, hverjar viðtökur hið fyrnefnda rit hans „Gengangere" hefði fengið, og það verð- ur,,betur skilið í sambandi við hið siðara rit. Menn ættu helzt að lesa svo, að menn sjái sambandið milli rita hins sama höfundar, og sambandið milli rita hans og þeirra sem hafa haft áhrif á hann eða hann hefir áhrif á. í- hugaðu stundarkorn „Folkefjenden“ og taktu eftir því, hve mikil áhefzla þar er lögð á það ranglæti, sem meirihlutinn sýnir ætíð hinum einstaka, óháða manni; taktu eftir loka-tilsvör- unum um styrkleikann að standa aleinn. Ef einhver, sem veitti því eftirtekt, hve öflugar og einkennilegar hugsanir koma hór fram, færi að grenslast eftir því, hvort eitt- hvað þessu ‘líkt hefði áður staðið í norrænum bókum, þá mundi hann finna það í fullum krafti í bókum Sören Kirkegaards, og jafn- framt sjá sambandið milli danskra og norskra bókmenta. Þannig komust vér fyrir lestur bókarinnar í kynni við manninn, sem að baki hennar stendur, og frá honum komust vór i kynni við þann andlega sambandshvirfing, sem hann stendur i, og að þeim áhrifum sem þaðan eru runnin. En á þennan hátt geta þó ekki allir lesið. Það er einkum við hæfi þeirra sem eru gagn- rýnir að náttúrufari. En allir geta lesið svo, að þeir geti dregið út siðalærdóminn úr því sem þeir lesa. Eg hefi tekið það fram, að vór megum ekki búast við, að vór betrumst af tómum lestri, og ekki heimta af rithöfundinum, að hann betri okkur með siðalærdómum. Yér eigum þó að lesa svo, að vér höfum not af þeim lærdómi, sem í bókinni er fólginn. Eg tektil dæmis umsát og uppgjöf kastal- ans Soissons 3. marz 1814. Eftir bardagann við Leipzig stóð svo á hög- um Napoleons, sem nú skal greina: Hann hafði 60—70,000 manna undir vopnum, niðurbælda og dauðuppgefna menn, sem flestir vóru ung- lingar. A móti þeim stóðu 300,000 hermanna vígbúnar og vóru þeir hinir hraustustu. Hers- höfðingjar Napoleons lótu undan síga inn á Frakkland á ringulreið. Hann fer á alla þá staði, sem hættan er mest, talar kjark í her- flokkana, fer með þá til móts við innrásir ó- vinaliðsins og vinnur sigur við Brienne og La Bothier, þó liðsmunur sé svo mikill, að hann hafi að eins 1 á móti 4 og stundum að eins 1 á móti 5. En með því hann treysti sér ekki til að ráðast á óvinina við svo mik- inn liðsmun, sætir hann góðu færi, eins og rándýr sem er á veiðum, og bíður eftir því að óvinirnir geri glappaskot, sem hann er líka sannfærður um að þeir muni gera. Og það verður. Blucher og Schwarzenberg sækja inn í landið sina í hvoru lagi. Napo- leon fer móti Bliicher, berst við hann fjóra daga í senn og hefir betur: ræðst svo á móti Schwarzenberg, rekur hann á flótta, neitar friðartilboði hans, af því liann vildi ekki láta Frakkland hafa sín eðlilegu landamerki, og fer síðan á eftir Blúcher til þess að vinna algervan sigur á honum. Þá verður alt í einu breyting á öllu, því kastalinn Soissons, sem hafði veriðþví til fyr- ú’stöðu, að þeir Blucher og Schwarzenberg drægi lið sitt saman í eitt, gafst upp þegar minst varði. Thiers segir um þetta: „Það var alveg víst, að Blúcher hefði beðið ósigur. í fyrsta sinn í þessari herför vóru allar sigurhorfur Napoleons megin — þar var herkænskan meiri, eins og vant var, og þar var líka meira lið. Hvað gat valdið því, að ástæður og forlög breyttust svo skjótt? Veiklegur mrður, sem þó var hvorki svikull né huglitill, og heldur ekki svo lólegur hershöfðingi, lót hótanir ó- vinanna telja sór hughvarf. Þannig varð þessi atburður, hinn hörmulegasti í sögu vorri fyr- ir utan þann, sem varð árið eftir milli Wavre og Waterloo". Menn skyldu nú lesa söguna, eins og hún er sögð í bezta riti um hana, ritverki Henri Houssaye’s: „1814“. Þessi kastali hafði ætíð verið talinn mjög mikilsverð stöð á ófriðartímum. En fyrir 1814 hafði mönnum ekki komið til kugar, aðreyna að gera svo við kastalann, að hann væri fær til varnar. Hverjum kom til hugar, að ráðist yrði á Frakkland! Var nú farið að gera við hann og var sá starfi falinn Moreau hershöfð- ingja — sem var ekki í ætt við hinn fræga mann með því nafni. í kastalanum var ekki margt manna; 700 Pólverjar, djarfir og reynd- ir hermenn, en hálfsturlaðir út af óförum föð- urlands síns, þó þeim þætti vænt um Nap- oleon; 140 gamlir skotliðsmenn og 80 riddarar. Þeir höfðu 20 litlar kanónur. Þar vóru því 900—1000 manns að sam- töldu. Úti fyrir kastalanum stóðu 60,000 manna; Rússar, sem Winzingenrode róð fyr- ir, og Prússar, sem Blúcher réð fyrir, skot- lið með 40 miklum kaaónum. Siothríðin hófst 2. marz kl. 11 árdegis. Á hádegi voru flest- ar kerrurnar skotnar undan kanónum kastala- manna, og fjöldi af liði þeirra óvígt. Á nóni sóttu Brássar að; 300 Pólverjar ráku þá af höndum, og róð ofursti Koszynski fyrir þeim.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.