Fjallkonan - 15.12.1900, Page 3
F J'A L L' KjO N'A'N.
3
ann á stað. Eg sá þá vera að koœa og fara
með kassa þá sem Slóvakar fluttu hingað, og
svo er að sjá sem þeir séu mjög þungir í með-
förum. Hinir tómu kassar fækka smámsaman.
Þrir eða fjórir óvenjulega risavaxnir menn,sem
mig minnir að eg sæi í kjallaranum kveldið minni-
lega, hafa verið í vinnu hjá greifanum seinustu
dagana; þeir eru tröilefldir að burðum og fara
með mestu þyngsla-bákn eins og fis.
í dag var enginn maður í garðiuum, en
kassarnir voru óhreyfðir.
Nú var því grafarþögn í höllinni. Eg kveykti í
vindli og gekk út í borðsalinn og ætlaði að
ganga þar um gólf stundsrkorn, áður en eg
færi að taka saman skjöl og bækur greifans.
Gamla konan hafði fyrir löngu tekið af borðinu
og hornð jafn-hljóðlega og hún var vön — og
eg vissi það af reynslunni, að hún mundi ekki
koma aftur í nokkra klukkutíma. Mér datt þá
í hug, að eg heíði aldrei betra íæri til að rann-
saka leynistigann og komast eftir því, hvort
þar ekki væri unt að leita útgöngu.
Eg hugsaði ekki meira um það, en bjó mig
á stað, því hefði eg farið að rifja upp það sem
fyrir mig hafði borið þar niðri, hefði eg aldrei
árætt að fara þangað.
Eg gætti að því að marghleypan mín væri í
lagi, gekk inn í áttstrenda herbergið, þrýsti á
hnappinn, og hurðin laukst upp snögglega og
hljóðiaust. Síðan kveykíi eg á Ijóskeri mínu
og fór með gætni ofan stigann. E»ar var nú
ekki eins dimt og veiið hafði um nóttina, því
daufa birtu lagði úr tveimur gluggum.
Þegar eg kom ofan úr stiganum, stóð eg
við og vissi ekki hvert halda skyldi. Eg var
kominn í einhverskonar hvelfdan forsal, og sá
eg að göng lágu til beggja hliða, til austurs og
vesturs. Eg réð af að fara göngin sem lágu
til vesturs, því þau í Iágu áttÍDa til gluggans,
sem eg hafði von um að eg gæti komist um
út á veggjarstéttina.
Þegar göngunum lauk varð fyrir mér lokuð
hurð ; eg lauk henni upp með hálfum hug.
Mér lá við að æpa af fögnuði, því eg sá, að
eg var nú kominn að þeim stiga, sem eg hafði
gengið upp, þegar eg á hinni löngu ferð um
höllina fór úr kapellunni upp í herbergi greif-
ans, en við þenna stiga var sá gluggi, sem eg
hafði von um að geta komist út um, ef eg
reyndi að flýja.
Eg gekk varlega upp í stigann, og gekk úr
skugga um það, að eg hafði rétt fyrir mér. Eg
sá sólskinið í glugganum og fann hreinan og sval-
andi loftblæ á vanga mér. Eg sá að veggjar-
stéttin var nóg til ganga hana, þótt hún sýnd-
ist mjó tilsýndar. Ekki þurfti annað meira en
manni yrði hverít við eða skrikaði fótur — þá
var dauðinn vis. Mig hryllir við, að þurfa að
fara þennan veg.-------------En mér fiast þó
sem steini sé létt af mér, þegar eg sé þarna
undanfæri til að íflýja, ef til vill. Til trygg-
ingar tók eg lykilinn úr hurðinni og stakk
honum í vasa minn. Hurðin er svo þung, og
járnin svo ryðguð, að hún helzt í fellingum,
þótt henni sé ekki læst, og þeir sem ganga um
hana — hverir sem það eru — verða ef til
vill ekki varir við, að lykilinn vantar.
Að þessu búnu datt mér í hug, að skygnast
dálítið um i kapellunni og kjallarahvelfingunni
undir henni.
Þar var alt með sama útliti og áður, nema
gólfið var brotið upp og hafði því öllu verið
rótað til. Þar vóru járnkarlar, pálar og rekur
sem sýndu verksummerki, og að þar hafði ver-
ið hætt við ólokið starf.
Hér þóttist eg sjá að Tatarahópurinn hefði
verið að verki.
Inst í hvelfingunni, þar sem vissi út. að hall-
argarðinum, sá eg tvo eða þrjá kassa; þeir
voru allir járni varðir og lokin skrúfuð á tvo
af þeim; einn þeirra var hálfopinn.
Eg fór að verða forvitinn, og kleif yflr upp-
rifið grjót og moldarhrúgur. Eg tók þá eftir
því, að þessi kjallarahvelfing var grafreitur og
ekki mjög gamali, þv? undan fæti mínum valt
mannshanskúpa, sera var iítt fúin.
Kassarnir vóru úr þykkum fuiuplönkum og
með ka'ðalhölduro. Þriðji kassinn var vandað-
astur að gerð, og voru nokkur göt boruð á
lokið. Eg bjóst við að finna þar einhverja
dýrgripi, því mér voru í fersku minni auðæfiu
í turninum, og hélt að þessir kassar væru fuli-
ir af gulli og fægðum gimsteinuTr..
En mér hnykti alvarlega ,við, þegar eg leit
undir lokið. Kassinn var hálfíullur af mo'd, og
í honum lá maður endilangur — gamall maður
hvítur fyrir hætum og með hvítt yfirskegg —
með öðrum orðum: greifinn sjálfur.
(Frh.).
------------ fc
Verö á hestum og sauðfó,
sem Louis Zöllner hefir selt fyrir kaupfé-
lögin:
Hestar Sauðfé.
Kaupfélag Norður-Þing- Kr. Kr.
eyinga T) 16.81
Kaupfélag Þingeyinga . n Angelus. Const. 14.71. 15.11
Kaupfélag Húnvetninga Pöntunafélag Fljótsdals- 57.05 14.75
hóraðs . . . . . 14.63
Verzlunarfól. Steingríms-
fjarðar • 14.18
Kaup fól. vestur-Árnesinga n Angelus. Const. 14.11. 13.26
Kaupfélag Skagfirðinga Pöntunarfólag Fljótsdals- 57.63 14.10
hóraðs (Vopnaf.) . . » 13.87
V er zlunarfel.Hr útfir ðinga n 13.64
Verzlunarfélag Dalasýslu 56.34 12.65
Kaupfélig Svalbarðseyrar V) Angelus. Const. 12.42. 12.98
Pöntunarfólag Eyfirðinga n 12.38
Kaupfól. austur-Árnesinga j 55.32 55.13 12.30
Yfirlýsing.
í „Fjallk.“ nr. 5 þ. á. stendur ritgerð um
„Póstafgreiðslustaði í Árnessýslu“.
Þar eð ýmsir álíta mig höfund greinar
þessarar, þá læt ég þá vita, að enda þótt ég
álíti nefnda ritgerð fara með rétt mál að
flestu, og að höfundurinn þurfi því ekki að
minkast sín fyrir hana, hefi ég þó ekki með
góðri samvizku minni þann höfundsrétt, sem
mér er eignaður þar, því við greinina er ég
ekkert riðinn.
SelfosBÍ, í nóv. 1900.
Símon Jónsson.
Frændsemi manna og apa.
Þótt mörg sé nú hneykslunarhellan til, er
fátt, sem vabið hefir jafnmegnan viðbjóð bjá
klerkunum eins og kenningin um frændsemi
manna og apa.
í lífeðlisfræðinni (fysíológíunni) er það
sannað, að ekki má blanda saman blóði úr
tveim fjarskyldum dýrum. Blóðvatnið gjör-
skemmir hin rauðu blóðkorn hins dýrsins. Ef
dýrin eru náskyld, t. a. m. hestar og asnar,
eða hérar og kanínur, þá má taka blóðvatn
úr öðru dýrinu og hella því inn í blóðæðar
frænda þess, án þess að blóðkornin saki
nokkuð.
Þýzkur vísindamaður, Friedenthal, hefir
nú gert tilraun með manna- og apablóð. —
Hann blandaði því saman, bæði í glasi, og
lika helti hann mannablóðvatni inn í ýmsar
tegundir af öpum. Sú raunin varð á, að
blóðkornin héldust óskemd í hvorttveggja
skiftið. Aftur á móti ónýtti mannablóðvatn
rauð blóðkorn annara dýra, svo sem kanínu,
hesta o. s. frv. (Berlin. klin. WochenBoh. 1900.)
Steinolíuofnar eru mjög óhollir, segja
heilsufræðingar. Læknir einn hefir nýlega
rannsakað kolsýrumagnið í herbergi, sem var
hitað með steinolíuofni. Herbergið var 12
teningsmetrar á st-ærð. Kolsýrumagnið íand-
rúmslofti stofunnar varð 8—12 hlutar af þús-
undi hverju. En samkvæmt kenningum heilsu-
fræðinnar má kolsýrumagnið í loftgóðum
húsum i hæsta lagi verða einn hluti af þús-
undi hverju. Svo kolsýrukent loft eins og í
steinolíuofnsherbergjum hlýtur því að vera skað-
legt fyrir heilsuna.
Skarlatssóttin er alt af að útbreiðast í
Hreppunum. Nýdáinn úr henni piltur um
tvítugt, sonur Jóns bónda á Sandlækjarkoti.
— Nú geisar hún á Sóleyjarbakka í Ytra-
hrepp, en ekki heyrst að hún væri annars-
staðar þar um slóðir.
Nýkomin er hún á Kjalarnesið á Bakka.
Hefir héraðslæbnirinn, Þórður Edilonsson, þeg-
areinangrað þann bæ. Þrír eru þar lagztir í
sóttinni.
Eftirmæli.
Einar Einarsson var fæddur að Urriðafossi snemina á
árinu 1818. Ólst hann upp með foreldrum sínum, Einari
Einarssyni(?) og Jóreiði Magndsdóttur, sem þá bjuggu á
Urriðafossi. Tók hann um tvítugsaldur við jörð og búi
eftir pau og bjó þar 58 ár. Hann var þríkvæntur.
PyrBta konan hans var Guðrún Bjarnadóttir frá Kotferju
hún dó eftir l‘/2 ár; áttu 1 son er varð 11 ára. Önnur
kona Einars var Guðrún Ófeigsdóttir frá Fjalli; áttu þau
6 börn, dóu 2 ung, en 4 eru á iifi. Hún lézt eftir 10
ára sambúð. Þriðja kona hans var Katrín Eyjólfsdóttir
frá Laugarvatni, sem enn lifir; var hún ekkja eftir And-
rés Magnússon, alþingismann í Syðra-Langholti; þau voru
i hjónabandi nálægt 40 ár og áttu 3 börn; lifa 2 þeirra
Hann var hreppstjóri í Villingaholtshreppi allmörg ár
og síðar sýslunefndarmaður. Forsöngvari var hann í
VillingaholtBkirkju frá því hann var fulltíða til þess er
honum tók að þyngjast fyrir brjósti á efri árum. Hann
var nú fyrir fám árum hættur búskap og dó hjá dóttur
sinni á Egilsstöðum 6. nóv. (ekki 7.) 1900.
Einar sál. var hár vexti, þrekvaxinn og að öllu hinn
karlmannlegasti; enda hafði hann margt til þess, að geta
kallast mikilmenni; honn var höfðingi að rausn, hjarta-
góður við bágstadda, ósérhlífinn í félagsskap, en kapps-
fullur ef á skildi. Hann var trúrækinn og þó hugsandi
maðut; hann skildi t. a. m. séra Pál sál. SiguiðsBon bet-
ur en mörg önnur sóknarbörn hans, og var yfir höfuð
greindur vel; fylgdist með tímanum til elli, unni öllum
framförum, var dugnaðarmaður og þótti hvarvetna mikið
að honum kveða.
PloyliLjaviK.
Fyrst í okt. þ. á. gengust þeir Sigurður Jónsson fanga-
vörður, Sturla Jónsson kaupmaður og Pétur Zóphonías-
son verzlunarmaður fyrir því, að taflfélag væri stofnað
hér í bænum, og komst það svo langt, að fundur var
haldinn þann 6. s. m., og vóru þeir kosnir stjórnendur
þess. Alls eru stofnendur þess 30, en síðan hafa þó
nokkurir gengið í félagið, svo nú eru um 40 meðlimir.
Tillagið er að eins 1 kr. um ársfjórðunginn, en inn-
göngugjaldið er 1 kr. Fundi halda þeir á hverju laugar-
dagskveldi kl. 8.
£>að glaðnaði ekki alllítið yfir taflfélögunum, þegar þeir
fengu nú með „(Jeres“ að gjöf frá próf. Willard Fiske
bækur fyrir o. 200 mörk, 7 taflborð með mönnum, eitt
ferðatafl, loforð um tvenn verðlaun, önnur fýrir bezta
taflverkefni, en hin fyrir bezta teflt tafl, er á að birtast
í „Deutsohe Sohachzeitung11, og að lyktum 5 pd. sterl.
(90 kr.) í peningum. Er slíkt höfðinglega geflð, enda
kom mikið líf í félagið við það.
Alt af frá því fyrsta hafa fundir þess verið mæta vel
sóttir og félagið gengið vel; eru allar líkur til þess að
það blómgist mæta vel.
Fáir eru mjög miklir taflmenn hér, en beztir eru þeir
taldir: Sturla Jónsson (fínastur), Pétur Zóphoníasson
(vinnur mest), Björn Olson (bezti verkefnisleysarinn), og
svo þeir Sigurður Jónsson fangavörður og Einar Bene-
diktsson málfærslnmaður. Pétur Zóphoníasson er sá eini,
sem hefir reynt að tefla við fleiri en einn í einu, mörg
töfl í einu; þannig hefir hann teflt þrisvar sinnum tvö
töfl í einu og unnið öll, tvisvar þrjú, og unnið 6, tapað
1, og tvisvar fjögur, unnið 6 og tapað 2. x.
Næsta blað á uiiðvikudaginn 19.
1>. mán.