Fjallkonan


Fjallkonan - 09.03.1901, Síða 2

Fjallkonan - 09.03.1901, Síða 2
2 FJALLKOn an. út, að þeim sé tamara að traðka skóinu hver ofan af fætinum á öðrum, en að girða sig lilíf- um og verjast gegn árásum þings og stjörnar á réttindi þeirra, og krefjast einhverra réttar- bóta, eins og t: d. tollfrjálsrar vörugeymslu. — Ekki vantar þó það, að nóg er hér af kaupmöunum, sem fremur geta heitið danskir en íslenzkir, og þeir hefðu þó átt að vita jafnlangt nefi sínu, að ekki bauð danska stjórnin þeim i Danmörku tollana bótalaust. Hún hefir hlynt að kaup- mönnum landsins með tollfrjálsri vörugeymslu (Frilager, sjá lög um hana 30. júní 1851), flutningsgeymslu (Transitoplag) og gjald- frest á tolli (Kreditoplag). Danska stjórnin sýndi það í verkinu heima hjá sér, að hún vildi ekki gera kaupmöanum þungar búsifjar með tollunum, en hér sést ekki annað, en al- þingi hafi látið sér standa á sama, úr því að tollunum varð komið á, eða þó heldur hafi ver- ið hróðugt með sjálfu sér, að geta orðið þess valdandi, að kaupmenn fengju að kenna á sér. Þvi að einu sinni, ef ég man rétt, kora fram frumvarp á alþlngi um tollfrjálsa vörugeymslu (Oplagshus), en eigi gat það komist í gegnum þingið og orðið að lögum. Verði annars nokkuð á annað borð hreyft við máli þessu á næsta alþingi, þá ætti þingið að gera sér þann sóma, að búa þetta mál svo vel úr garði, að það yrði ekki til nýrrar í- þyngdar fyrir kaupmennina. — Mér fyrir mitt leyti lízt það eitt rétt og viðunaudi fyrir kaup- mennina, að tollvörugeymsluhúsið sé bygt af landsfé, og vörurnar séu mótteknar, geymdar og afhentar án nokkurs kostnaðar fyrir vöru- eigendur. Eins þarf að gæta þess, að eignar- réttur kaupmanna sé ekki heftur á nokkuru þann hátt, að þeir geti ekki veðsett vörurnar, ef þeim svo lízt, og þeir þurfa, þó að þær séu undir lás tollstjórninnar. Helvítis-basiið danska í „Verði Ijós!” í marzblaðinu af „Verði ljós“ hefir ritstjór- inn gert að umtalsefni greinarkorn í 6. tbl. „Fjallkonunnar“ þ. á. með fyrirsögninni „Helvítis- vandræðin í Danmörku“. Svo mikill kirkju ogklerka vinur er nú „Fjall- konan“, að hún óskaði þess í eiulægni, að sann- kristið kirkjublað hefði haft við hendina dálítið góðgjarnari og prúðmannlegri aðferð við rétta og sannorða grein, heldur en V. lj. hefir beitt hér. Slík&r breyskleika misgerðir er nú Fjallk. vön aðskrifa á sand, og eins gerir hún í þetta sinn, þvi hún hefir aldrei fylt flokk þeirra manna, sem ætlast til fegurra lífen.is á uokk- urn hátt af kirkjublöðum heldur en af öðrum veikum og mjög ófullkomnum meðbræðrum og systrum. Petta væri og því ónærgætnara, sem Fjallk. hefir séð fyrir löngu, að þessi kirkjublöð hafa sinn djöful að draga engu síður en aðrir ná- ungar. Því þó það sé óneitanlega mikilsverð hlunnindi, að geta átt frá fæðingu sinni einka rétt á því, eins og kirkjublöðin, að eigna van- trúuðum, eða ekki rétt-trúuðum andstæðingum sínum illan tilgang athafna sinna, spilta sið- ferðistilfinningu og ýmislegt fleira smávegis, þá sýnir reynslan, að þessi dýrmæti gimsteinn verður að vera í ágætum höndum til þess að verða þeim ekki að voða sem á heldur, því í óheigari höndum getur þessi óskasteinn jafn- vel orðið að vitissteini og brent alt sem fyiir verður, og þegar áhugamiklir afkastamenn svo sjá, hve vel gengur undan þessu handhæga og vandalausa áhaldi, þá getur þeim farið, eins og biskuparáðið danska segir að farið hafi Jensen presti, að frægðin stigi þeim til höfuðsins, einkum ef þeir eru grunnsæir eða lítilsigldir, svo þeir að lokum gangi á alt, bæði heilt og vanheilt, og hætti síðast að sjá muninn. Og þó kirkjublöðin komist hvergi nærri svona langt, þá geta þau samt farið sér að voða, því almenningur getur jafnvel fengið ímugust á þessari æðri köllun, sem skín út úr augna- ráðinu og aðförunum, því þá veit hann aidríi hvar leodir. Hér getur því farið svo, að tilfinningarnar sijðfgist og menn fái ógeð á kirkjublöðunum hversu háleit seiu köllnn þeirra er, hversu h.4tt sem þau sitja að dómi yfir sálum vorum og siðferði og hversu óaflátaiilega sem þau nudda. Þetta er hættan, sem stafar af hinni mikiu gjöf. Hér mætti og leita að orsökinni til þess, að bæði blöð og einstaklingar láta sig jafnlitlu skifta og Fjallkonan hvað þessi blöð hafast að. Það ógnar ekki, bítur því síður. Sjálfrar sinnar vegna hefði því Fjallk. jafn litla hvöt nú sem fyrri tii þess að yrðast við „Verði Ijós“, ef í greininni væri ekki ýmisleg- ur rangsnúningur, sem vilt getur þá som kanna að lesi hana, og af því Fjalik. eignar þetta sljóvskygni eða gáleysi fremur en illurn ásetn- ingi, þá getur það alt farið með spekt og í bróðerni, þó hún sjái r.ú ástæðu tii að benda á þessa flís f auga bróður sícs. Fyrst þýðir V. Ij. hirðisbréf Nielsens biskups til klerka sinna. Þýðingin er prýðileg og efni bréfsins mjög líkt hugsunir.ni í álitskjali biskupa- ráðains um mál séra Jensens, sem Fjalik. skýrði frá í 6. tbl. - Nielsen biskup talar að eins í dá- lítið meiri postulatón, sem von er við þetta tækifæri, en hógvært og stillilega. Hann segir svo hlýlega og mildilega, eins og Ijúfasti bróðir og ástríkasti faðir gæti framast sagt, að Iær- dómurinn um eilífa pinu fordæmdra manna sé sannnr og réttur kristindómur og bygður á Ijósum orðum sjálfs Krists og postula hans. Nielsen biskup segir svo: „ . . . sllmargir liðir hinnar kristilegu kenn- ingar sæta árásum á vorum tímum. Þannig hefir nýlega verið ráðist á lærdóminn um eilífa útskúfun. Þér, sem þekkið heilaga ritningu, vitið ,að hún kennir, þar sem hún talar um endalokin, að þeir, er á dómsdegi koma fram sem andsíæðingar drottins vors Jesú Krists, muni hreppa eilífa fordæmingu’.1 Hefir eigi drottinn sjálfur (Matth. 25, 41. og 46.) sagt, að á dómsdegi muni mannsins sonnr segja við þá er standa honurn tii vinstri haudsr: „Farið frá mér, þér bölvaðir! í eiiífa eldinn, sem fyrir- báinn er djöflinum og englam hans!“ Og seg- ir hann eigi um þá: „og þessir skulu f&ra burt tií eilífrar refsingat". Þrátt fyrir þetta vóru þegar fyrir fimtán huudrað árnœ margir innan kristninnar, er vildu eyða þessum Ijósu orðum. Sömuleiðis segir biskupinn: „Þér vit- ið og að til eru önnur orð af munni drottins, er tala jafn-ákveðið um endaleysi glötunar- innar, og að Páll postuli kennir hið sama, þar sem hann t. a. m. kemst svo að orði um þá er ekki þekkja guð og óhlýðuast fagnaðarerindi drottins vors Jesú Krists, að þeir „muni sæta refsingu, eilífri giötun frá augliti drottins og frá dýrð veldi3 hans“ (Þess. 1, 9.). Því byggja vorir lúthersku forfeður og Ágsborgarjátningin réttilega heil. ritingu kenninguna um eilífa glötun“. Þó biskupinn segi þetta með mannúðarinnar og kærleikans orðum, þá sýnir hann að útskúf- unarkenningin stendur óhrekjanlegum fótum á orðum Krists sjálfs og sýnir það svo ljóslega, að enginn kristinn maður né jafnvel heiðingi mun mótmæla og því síður Fjallkonan. Enn fremur segir Nielsen bískup. að þó til hafi verið kristnir menn þegar á dögum Ágúst- ínusar (f. 373, d. 430), sem létu blekkjast af „einhverri mannlegri meinhægð“ og eins á dög- um Lúthers, og víst eun í dag sé til menn, „sem var um megn að hugsa sér, að maunleg- ur vilji gæti til lengdar haldið áfram, að veita guðs mikla og volduga kærleika mótstöðu11, og bygðu bæði á því og svo á aigæzku og miskunnsemi guðs þá von eða trú, að enginn maður glatað- ist eilíflega, þá létu þessir mean „blekkjast af 1) Þeesa klausu tekur biskupinn orðrétta úr álitBskjali biskuparáðsins. mannlegri góðlátssemi41. Þett . er einber hugar- butður hjá þeim, því þar sem þeir þykjast finna trú sinni stað í orðum Páls postula, þá „misbeita þeir orðum ritningarinnar", því: „Hver- vetua í nýja testameDtiuu verður kenningin uji eiiífa útskúfan fyrir oss“, segir Nielsen biskup. Hann segir það sárnauðugur auðvitað, en hann segir þ ð með öilu ótvírætt, að von vor um enda eilífra kval i eigi enga rót í orðum Krists né postulanna. Aftur á móti segir Niel æn biskup, að kirkjan dirfist þó ekki að loka þá menn úti, sem vænti á endurreisn allra hluta, og á því ste-dur svo fyrst og fremst, „sð vér erura skirðir ti! eilífr- ar trúar á hið eilífa líf en ekki fil trúar á hina eilífu glötun“. í öðru lagi sé útskúfunar- kenningin ekki á þann hátt talin tii grund- vallaratriða kristinnar trúar, að þaan verði að loka úti, sem ali þá von í brjóti sér að allir muni um siðir iðrsst. í þriðji lagi hafa guð liræddir þjónar orðsins alið þessa vou leynda í brjósti sér án þess að veiklast í trúnni eða útbreiðslu orðsir.s; þvi verður samvizkusöm um manni ekki skilyrðislaust neitað um að vera prestur í þjóðkirkjunni þó að hann ali þessa von í brjósti. „Eo það er sitthvrð“, -egir Nielsen biskup, „að ala í brjósi sér sem von það, sem aldrei getur orðið annað eu von, bygð á mannlegura ágizkunum, og halda því fram að þetta sé annað og meira, og að tala óvirðulega um þá menn, sem ekki vilja beygja sig fyrir þassum ímyndaða sannleika“. Aftur á móti getur Iæidómuriun um eadur- reisu allra hluta orðið hættulegur eftir ætlun biskupsins. Að vísu liafa verið til guðhræddir menn, sem höfðu þessa von án þess téð yrði að það skaðaði kristinlíf þeirra og starf. Aft- ur má segja að til hafi verið heittrúaðir trúar- vingismenn, sem þessi skoðuu hafði mjög skað- leg áhrif i. Loks varð útskúfuuarkenningin mörgum inönnum fyrsta sporið á vegi, sera leiddi tii neitunar á fleiri lærdómum en þess- um. Og við þá sem „hneykslast á taiinu um eilífa útskúfuu" segir biskupinn að eudingu: „Farðu að öllu gætilega! Minstu þess, ; ð kenningin stecdur í sambaudi við œikilvægar spurningar viðvíkjandi veru guðs og frjálsræði maanauna, og varastu uinfram alt að taka ágizkanir manna fram yfir gnðs augljósa orð“. Þ8tta er inntak hirðisbréfsins, og hefir það vetið rakið hér svo rækiíðga vegna þesa, að í því eru öll meginatriði álitsskjals biskuparáðs- ins, sem V. Ij. gefur í skyn, að Fjallk. hsfi ver- ið að snúa út úr eftir dönskum blöðum til þess að gera það hlægilegt. Að eins eru þessi at- riði betur og ljósar sett fram í hirðisbréfinu og því er þsð valið hér. Og biðjum vér V. Ij. að gera það, þó ekki sé nema í greiða skyni, að fara nú ekki að finna upp á því, að hér sé ranghermt eða snúið út úr, því það væri svo leiðinlegt, að þurfa að fara að prenta bréfið orðrétt. Hverjar eru nú kenningar þessa hirðisbréfs og biskuparáðsskjals og rökréttar trúfræðileg- ar afieiðingar þeirra, og hvernig hefir nú Fjallk. misþyrmt þeim? „Yerði ljós“ fer um þetta þeesum þeóiógisku bibiíuskýriagarorðum: „Hins vegar hafa ýms af vantrúarblöðunum dönsku með illgirnislegum útúrsnúningi reynt að gera úrskurð kirkjustjórnar og álitsskjai kirkjuráðs í máli þessu hlægi- legt. „Fjallkonsn" okkar, Bem löngum hefir, af mjög eðlilegum ástæðum, reynt að telja sjálfum(l) sér og öðr- um trú um, að ekkert „helvíti“ og engin „glötun“ sé til, hefir farið að hreyfa þessu máli nýlega og skýrir frá því eftir innblæstri Brandesa-vantrúarmálgagnsins danska („Politiken11), án þess nokkru sinni að hafa augum litið sjálft álitsskjal kirkjuráðsins, og má þá svo sem nærri geta, hversu rétt og sanngirnilega er skýrt frá öllum málavöxtum“. Svona lítur sannleikinn út í „Verði ljós“. FrásöguFjallk. um tildrögin aðálitsskjali biskupa-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.