Fjallkonan


Fjallkonan - 13.04.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.04.1901, Blaðsíða 1
Komur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erleudis 5 kr. eðs 1'/* doli.) borgist fyrir 1. júlí (erlendia fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðala: Þing- holtsstræti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 13. apríl 1901. Nr. 14. Landshankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i LandBbankahúsinu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypi8 lœkning á spítalanum á þriðjudögura og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkningí húai Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvors mán., kl. 11—1. assjrs.-' ■“ rrrr- ■ i ..1 ■ 1: :■ mt ~ ■ ~ ? Frá útlönduin. Búaófrlðurinn. Sagt er að Kitchener 14- varður rauai að fyrra bragði hafa vakið máls á friðarsamningunum við Botha, sem hófust 28. febr. Nú hefir ekki orðið af þeim, og er það bæði kent Hilnet, sem kaiiaður er laudsstjóri þar, og Chamberiain. Euda varð Chamberlain að neita því í pariamentiau, að Búar hefðu nokkur sáttaboð gert, er Redmond spurði hann um jiað. Friðarkostir er mælt að- hafi verið á þá leið, að sakir skyldu uppgefnar öiium í Óra- níu og Transvaal; fangarnir frá St. Helenu og Ceylon og víðar að skyldu og heim fluttir. Hinui núverandi stjórn skyldi breytt í brezka cýlendu- stjórn, þar sem Búum veitist svo mikii sjáif- stjórn sem unt er ; kirkjueigcir, eignir opin- berra félaga og eignir munaðarleysingja skyldu óskettar. Engiendingar greiða 1 miljón punda sterl. í skaðabætur og bændum skyldi veitt lán til að rétta við hag sian. Ekki skyldu bæDd- ur borga herskatt. En með þvi ekkert befir orðið af friðarsamn- ingunum, verða Búar enn að halda áfram að berjast. Koma enn við og við íregnir um smá- skærur, og búist er við að ófriðurinn verði háð ur með meiri grimd en áður. Hafa Engiend- ingar aukið herinn enn af nýju, því alt &f týnir hann töiunni, bæði af því að furðu margir falla að tiltölu í orustuuum og ekki síður fyr- ir sjúkdómum. Síðast er fréttist var sagt, að 20,000 lægju á spítölum. — Nú er gert ráð fyrir, að Englendingar hafi 200,000 manna, en Búar í mesta iagi 10,000. Eiuna síðustu fréttir segja, að Campbeil, hers- höfðingi Englendinga hafi beðið talsverðan ósig- ur fyrir Búum. írar eru farnir að gerast óspakir á eDska þinginu. Eins og kunnugt er, vóru nokkrir þeirra gerðir rækir af þingi í vetur fyr- ir óspektir, og 26. f. m. vóru írar aftur mjög örðugir viðfangs á þingi, þó þeir gættu sín þá betur. Héldu þeir svo harðiega fram mótmæi- um sínum gegu ýmsum fjárveitingum, að fundi varð ekki slitið fyrr en ki. 5 morguninn eftir. Kína-ófriðurínii. Þar er enn saraa þófið, og samningum ekki lokið enn, einhver smá- atriði eftir. Lá við sjálft að enska og rúss- neska hernum lenti saman út af landskika í Tientsin, er báðir þóttust eiga, HÚ3sar og Englendingar, en fyrir tiistilli Waldersees hershöfðingja Þjóðverja varð þó ekki af því. — Sagt er að Rússar muni ekki heirata ný- jar landeignir í Mandsjúríu, heldur tryggingu fyrir róttindum, sem þeir þegar hafa þar. Russneska stjornin hefir og reynt aðfullvissa japönsku stjórnina um það, að kröfur Rússa R.lXgg’VLStÓll og sæti; kiæddur plussi og kögraður, á 125 kr. að útbúnaði á 80 kr. Cliaiselong' verði auk farmgjilds. um Mandsjúriu kæmi hvorki í bága Japan né Kína. ltússland. Ymsir atbnrðir benda á það, að nihilistar eða byltingamenn í Rússlandi eé nú aftur að rísa upp, þótt þeir hafi alíengi hald- ið kyrru fyrir. Það hefir sður frézt, að sam- særi hefði verið gert til að drepa kenslumála- ráðgjafann Bogolepo, og að 800 stúdentarvið háskólann í Kiew hefðu verið reknir í her- þjónustu af því þeir vóru sakiðir um að vera riðnir við þ&ð samsæri. — 18 þeirra neituðu síðan að sverja trúnaðareið; vóru þeir dregn- ir fyrir herrétt, og dæmdir til dauða, ennáð- aðir af keisara, og er nú óvíst hvaða örlög bíða þeirra. — Síðan hafa verið stöðugar ó- eirðir í stórbæjunum mestmegnis af hálfu stúdenta. I Moskva heldu stúdentar mót- mælafund um þessar aðfarir stjórnarinnar, og vóru þar 500 stúdeatar settir í varðhald. í þ. m. urðu miklar óeirðir hvað eftir annað á strætum í Pétursborg af hálfu stúdenta, bæði karla og kvenna, og hafa á 2. þús. stúdentar verið settir í varðhald. Tolstoi hefir lengi legið sárvaikur, og ver- ið talinn af. Nú er þó sagt að hann só held- ur í afturbata. Meðan hann lá þyngst lagð- ist kirkjan á hann, sem „hengir sig loksins á Iifandi ná, er lífskraftur allur er þrotinn“, „hin helga synóda“ rússneska, og bannfærði hann fyr- ir alt hans lífsstarf, og harðbannaði prestum að jarðsyngja hann. Þetta hryggir hann ekki, en miklu fremur konu hans, sem er mesta ágætiskona. Hann er nú orðinn gamall mað- ur, kominn á áttræðisaldur, og hefir mest alla æfi sína unnið að ritstörfum, sem öll hafa stefnt í þá átt, að bæta mannkynið og að líknarverkum, því hann hefir gefið ógrynni fjár af auð sínum til þess að hjálpa bágstöddu fólki í Rússlandi þegar hallæri og hungur hefir dunið yfir eða einhver slys orðið, eins Fjaðrir í baki fyrir döinu eins á .65 kr. Þessi húsgögn eru seld með innkaups- Ben. S. Þórarinsson. og þegar mörg þúsund manna tróðust undir þegar Nikulás keisari var krýndur. — Hann hefir í mörg ár gengið að stritvinnu með vinnu- fólki sínu, og hafa ekki aðrir unnið af meira kappi líkamlega vinnu, auk þess sem hann hefir stöðugt haldið áfram ritstörfum sínum. Rússneska stjórnin hefir hækkað laun al- þýðuskólakennara í Finnlandi, bæði karla og kvenna, sem verða nú 800 og 600 finsk mörk (finskt mark = 72 aur.) Filipseyjar. Sagt er að hershöfðingi Banda- ríkjamanna, Mac Arthur, hafi með vélum getað náð Aguiualdo, foringja Filipseyinga, á sitt vald. Er þar með talið víst að þeim ófriði sé lokið. Friðarverðlaun af Nobelssjóðinum hafa nú fengið: alþjóðleg friðarþingsskrifstofa í Bern helminginn, og hinn helmingian Mr. Randall- Cremer í Lundúnum og Frédéric Passy í Paris (faðir prófessors Paul Passy’s máifræðings og ísiands vinar). Damuörk. Þar áttu nú að fara fram (3. þ. m.) kosr.ingar til fólksþingsins. tEkki frétt hvernig þær hafa fallið. Svartidauði í Kap, eu ekki getið um hann anuarsstaðar. — Þar hefir blóðvatnið eða bólu- setningarefnið reynst gagnslítið. Yeturinn hefir víða verið afarharður, einkum síðari hlutinn. Mest harðindin þó i febrúar. í New-York teptust skipagöngur fyrir ísalögum, af því þar eru engir ísbrjótar tii. Þar var 12—15° frost i miðjum febrúar og norðvestan- stormur. Rússnesltir embættismenn hafa haft mis- indis orð á sér, og nú er sagt, að embættis- >menn þeir er rannsaka skulu útgjaldareikninga Iburðarmikil húsgögn. (ameríkanskur) íyrir karlmann. FUlggUStÓll Biðjiö ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alyeg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hia elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði ‘við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.