Fjallkonan


Fjallkonan - 12.02.1902, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 12.02.1902, Blaðsíða 4
4 FJ ALLKONAN. bJ M leið og ég þakka min- um heiðruðu viðskiftamönn- um fyrir góð og þægileg '*ö viðskifti síðastliðið ár, læt ég ekki hjá hða, að láfa almenning vita, að mi með s/s „Laura“ hefi ég fengið stórt og úrval '/ af fataefuuiu, sem ég sel eins og vant er með óvanalega lágu verð. Aðsóknin að saumastofunni hefir verið svo mjkil, að ég hefi ekki getað fullnægt viðskiftaþörf- inni: en að öllu forfallalausu stækka ég nú svo vinnustofu mína, að slíkt þurfi ekki að eiga sér stað, og vona ég þess vegna að njóta hylli almenn- ings sem að undanförnu. Hvergi ódýrara að fá sór föt. Virðingarfylst. Bankastræti 14, <3uóm. Sigurésscn. Nú verður byijað á að sauma mjög stórt upplag af tilbúnum föt- uui, sem verður fjölbieytt að efni og gæðum, og verfta einnig send út uin land, sem augiýst mun síðar. Sira Jón Stefánsson á Halldórsstöð- um í Bárðardal lézt 4. f. m. Kona hans er eftir lifir, er Guðrún Helgadóttir frá Villingaholti. Hann var ungur maður og vel látinn i sinni stöðu, tæplega þrítugur (f. 20. febr. 1872). ÍJti varft eða druknaði 8. jan.( Halldór Stefánsson, frá Giljum á Jök- uldal, ungur efnismaður, hafði verið veikur nm morguninn og var á ferð. Samsöngva eru að halda í Iðn- aðarmannahúsinu, þær frökenarnar, Kristrún Haligrímson og Elisabet Steffensen, og þeir herrar Brynjólfur Þorláksson og Bórður Pálsson, og hefir verið gerður góður rómur að. Skagafirði, 24. jan. Síðan um ný- ár hafa ýmist verið útsynningar eða norðanhríðar, og nú haglaust fyrir allar skepnur. Frost um 20° C. sið- ustu daga. Húnavatnssýslu (austanv.) 1. febr. Nú í þrjár vikur hefir verið versta harðindatíð, og víða orðið hagiaust, er nú skifti um síðustu daga og gerði hláku, svo nú er nær alautt. — Fiskur kom seint í vor, en góður aíli um sláttinn og allgóður afii í haust. — Fjárverð með bezta móti; kjöt hæst 21 eyri pd. — Nú heyrist ekk- ert talað um Ameríkuferðir, og farið er kvisast, að margir af þeim sem fóru héðan vestur 1900 og 1901 muni þykjast hafa „keypt köttinn í sekknum" og vilji gjarna koma aftur. Spurt hefir verið um það af al- menningi, hvemig á því standi að Kína-lifs-elivír sé seidur við sama ódýra verði 1 kr. 50 au. sem áður þrátt fyrir tollhækkunina, en á þvi stendur svo, að hr. Waldemar Peter- sen hafði áður en tollurinn var lagð- ur á sent svo miklar birgðir af þess- um elixír sínum til Fáskrúðsfjarðar að þær munu að sögn endast i marga tugi ára. Verzlunarmenn, íðnaðarmenn og aðrir, sem vilja eiga einhver viftskiftl við menn erlendis, sem koma má á með auglýsingu, geta snúið sér til rnín. Ef þeir óska þess, tek eg að mér að koma auglýsingum frá þeim á fram- færi í hvert blað í heimi sem vera skal, og fyrir lægsta augiýsingaverð. Auglýsingar eru að visu venjulega dýrari í útlendum sn ísienzkum blóð- um, en það er viðurkent af öllum blaða-auglýsendum í öðrum löndum, að augiýsingar geri þeim ómetanlegt gagn. Auglýsingar frá íslandi mundu því auðvitað tiltöluiega gera þar saroa %agn sem hverjar aðrar augiýsingar, ef íslendingar vildu nota sér góð aug- iýsingablöð útiend. Aald. jSsmundsson. DUGLhGA AGENTA vill útlent vöru-útflutningshús, fá i öllum kaupstöðum á íslandi. Tilboð merkt: „Z 3769 C“ sendist til Haasenstein X Yogler, Berlín. / I verzluninni EDINBORG í Reykjavík. fæst með bezta verði flest alt, er að útgerð lýtur, svo sem Línur Önglar, Kaðlar alls konar. Segldúkur, margs konar Olíuföt, og fl. o. fl. Einnig nægar birgðir af góðri og billegri matvöru. t 27. jan. 1902. dlsgcir Sigurésson. Leikfélag Reykjavíkur. Næstkomandi Föstudag verður leikið í fyrsta slnn hinn nýi leikur „S-R-í-r-n-i-n^ eftir Karl Mollcr. Vottorft. Ég get með engu móti stilt mig um að senda yður eftirfar- andi meðmæii. Ég undirskrifuð hefi um mörg ár verið mjög lasin af taugaveiklun, krampa og ýmsum kvilium, er því fylgja; og er ég hafði leitað ýmissa iækna árangurslaust, datt mér i hug að reyna Kína-lífs-elixír Waldemars Petersens í Friðrikshöfn og get ég með góðri samvizku vottað, að hann hefir veitt mér óumræðilega linun og finn ég, að ég get aldrei án hans verið. Hafnarfirði, í marzmán. 1899. Agnes Bjarnadóttir ljósmóðir. Kína-lífs-clixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá' hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup- endur beðnir að líta vel eftir því, að IJXír standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörurnerki á flöskumiðanurn: Kín- verji með glas í hendi, og íirmanafn- ið Waldemar Petersen. Barnablaðið í skrautbandi alt frá upphafi, fjórir árgangar, fæsthjá útgefandanum á 3 kr. Kvennablaðið. Kaupendur blaðsins geta fengið siðustu árganga þess fyrir hálfvirði, ef borgað er um leið. Útgefandi: Vaid. Ásmmsrdsson. Aldar-prentsmiðj m. 174 mikils »ins og hann á skilið, og þar sem hann er ekki heitbundinn neinni annari þá — —.“ „Yið skulum ekki vera að tala um þet,ta,“ sagði Emma. „Eins og þú vilt. En þú veizt hverju eg mundi hafa svarað um það. En svo eg víki mér að öðru: Éað liggur innsiglaður skjala- bögguil í skrifborðs-skúffunni minni með áskrift til frú Herminu Willner. Eg ætla að biðja þig að afhenda henni það þegar eg er dáinn. “ „Éví megið þér treysta.“ „Og kallaðu nú á Linder og biddu hann að afklæða mig. Eg er svo þreyttur og syfjaður. Góða nótt, barnið mitt“. Hann kysti hana á ennið og starði á hana þegar hún fór. Stundu síðar var hann dáinn. 28. Erfðaskráin. Fráfall majórsins, sem hafði komið svo sviplega, barst skyndi- lega um alt héraðið. Éegar hjónin frá Damsjö komu að Plringnesi næst eftir giftingu sína varð það samhrygðar ferð. En látið hafði fyrst frézt að Homdölum, og Rusensköld undir- foringi frétti það með hinum fyrstu. „Loksins,“ sagði hann við sjálfan sig. Það var nú fram kom- ið sem hann hafði svo lengi þráð, og feginn viljað flýta, og honum þótti sem hann væri laus úr þeim viðjum fátæktar og ósjálfstæðis, sem hann hafði lengi orðið að bera. Hann hafði hraðan víð að klæða sig í sorgarfötin og flýta sér heim að Hringnesi. Pegar hann kom þangað, hitti hann þar fyrir þann mann, sem 175 hann sízt óskaði, Hellstedt apótekara, sem hafði farið heim með majórnum kveldið fyrir vegna lasleika hans. Hellstedt gerði honum í fáum orðurn grein fyiir því. „Og nú ætla eg að láta yður vita. sem hafið komið hér sem óboðinn gestur, að eg er hingað kominn til þess að innsigia alt, sem majórinn sálugi lastur eftir sig, þar til erfðaskrá hans er heyr- um kunn“, sagði undirforinginn. „Eg verð að vita álit fröken Ankarstrále á því máli. Hún er erfingi majórsins eins og þér, og þið bæði verðið því hér að ráða.“ „Hún mun hafa hór litlu að ráða.“ „Éað er eftir að vita, en meðan það er óvíst, hefir hún hér eins miklu að ráða og þér, og eg sem er umboðsmaður hennar leyfi engar innsiglanir án samþykkis hennar.‘ Hann talaði af svo mikilli alvöru, að undirforinginn sá ekki annan kost vænna en að kæfa i sér reiðina. „Éá er bezt að fröken Ankarstrále segi til,* sagði hann. Hellstedt gekk inn í herbergi hennar, þar sem hún sat, og syrgði. Éegar hann kom aftur mætti hann þjóninum, Linder, í dyrunum. „Mér heyrðist þið Yera að taia um að innsigia eftiriátnar eignir majórsins.“ „Já.“ „Hvaða innsigli ætlið þið að hafa?“ „Auðvitað majórsins sáluga. “ „Nei, ekki það nema þér setjið yðar innsigli hjá-“ „Hvers vegna?“ „Éað get eg ekki sagt yður nú, en eg vil ráða því.“

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.