Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1902, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.09.1902, Blaðsíða 1
Keinur út einu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis ö kr. eð'a 1 */2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (8krifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá horgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. XIX. árg. I Reykjavik 1(). sept. 1902 ! Nr. 36 Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS danska smjörlíki, scm cr alvccj cins notaérjúcjí og 6ragó~ gott og smjör. Verksmið.jan er hin elzta og stærsta í Dan mörku, og býr til óefað bina beztu vöru og ódýr- ustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag ki, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hrern virkan dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) rnd., mvd. og ld. tii útlána. Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Aö segja þjóðiimi saít. Fyrsta og æðsta skylda þeirra, sem tala til þjóðarinnar í ræðu eða riti er, að segja þjóðinni satt. Leiðtogar hennar eiga að vera sannorðir og réttorðir í smáu og stóru. Alþýðan á siðferðislega heimtingu á því, að þéir, sem tala til hennar, fari aldrei vísvitandi með rangt eða ósatt mál, geri aldrei neinar tilraunir til að viila hana og b'ekkja. Þegar orð þeirra, sem tíðast tala til þjóðarinnar, ber- ast alþýðunni til eyrna, þá á hún ekki, ef ait er með feldu, að þurfa að spyrja sjálfa sig með ótta og efa, hvort óhætt sé nú að leggja trúnað á ummælin. Hún á þvert á móti að geta haft þá meðvitund, að þeir, sem á annað borð ávarpa hana, beri ekki annað en sannleik á borð fyrir hana. Það er ærið slæmt ástand, þeg- ar alþýðan þarf með miklum heila- brotum að vera að moða úr and- legu fæðunni, velta fyrir sér, hvað sé satt og hvað ósatt, hverju trú- andi og hverju trúandi ekki. Þetta er ærið slæmt, segjum vér, af því það er stórum -siðspillandi. Það verður til þess að koma þeirri hugsun með tímanum inn hjá þjóð- inni, að sannleikurinn eigi ekki upp á háborðið hjá leiðtogum henn- ar, það geri ekki sýnilega ýkja- mikið til, þó hallað sé réttu máli. Með þessu læðist lítilsvirðing sann- leikans smámsaman inn i hugsun- arhátt og sálarh’f alþýðunnar, og er það meira en lítíð tjón. Qöf- ugur hugsunarháttur og dreng- lyndi, einurð og hreinskilni smá- þoka fyrir lítilmensku og óeinlægni. Uppvaxandi kynslóðin tekur þenn- an vonda arf í heimanmund og verður að sami skapi feðrum sín- um lakari, sem hún ætti að verða þeirn betri og fullkomnari. Hvað á llka að draga menn til að segja þjóðinni ósatt?- Ef menn tala af ást til þjóðar sinnar, af skynsemd og sönnum velvildarhug til lands og lýðs, ef sannur til- gangur orða og umrnæla er sá einn, að efla það sem gott er, satt og rétt, efla og styðja sannar fram- farir í drengskap og dáðum, þá fer enginn góður drengur að fara með ósannindi; þeirra vopna á ekki að þurfa og þarf ekki með. Þau spilla, eu bæta ekki, þau snúast fyr eða síðar í böndum þeirra, sem sem bera þau, og særa þá sjálfa. p]n séu aftur á móti hvatirnar miðui góðar, séu þær eiginhags- munir, ofurkapp eða blindur viga hugur, þá sýna dæmin það oft,að mönnum þykir sem fiestra vopna verði að neyta, þó góð séu ekki. En sigursæl verða þau vopn aldrei, og það er og verður jafnan synd við þjóðina, að nota ósannindin nokkru máli til stuðnings. Þvíþess ber að gæta, að afleiðingar ósann- indanna bitna jafnan að lokum þyngst á þjóðinni sjálfri, þótt þau komi líka þeim í koll, sem borið hafa þau fram. »Já! En hvað vill þjóðin heyra?« segja menn. Því miður vili hún oft heyra það lakara fremur en hitt, sem betra er og sannara. Því miður, segjum vér, því sú fýsn er spiit, og það er vont verk, að kitla hana og æsa. Því miður vilja menn stundum Heldur heyra skammir en skyn- samlegar umræður. Því miður vilja menn stundum heldur heyra kringilegar hártog- anir og útúrsnúninga en skýra og sanna málsvörn. Því miður vilja raenu stundum heldur heyra meiðandi bituryrði en hógværa og kurteisa röksemda- færslu. Þvi miður viija menn stundum heidur heyra ósannar eða lítt sann- ar aðdróttanir að Pétri og Páli en nauðsynlegar umræður um gagn- leg mál. »Því miður, því miður«, segjum vér um alt þetta, því þessi löng- un er spilt og sprottin af röngum og öfugum hugsunarhætti, hugsun- arhætti, sem þarf að lagast og batna, svo framarlega sem fram- tíðarhorfurnar eiga að lýsast og börn vor og niðjar að taka feðr- um sínum fram. Hvert gott, satt og rétt mál sigr- ar á endanum fyrír kraft sann- lejkans, ef liðsmenn eru trúir og leggja ekki árar í bát; um það þarf trauðlega að efast. Osann- indi gera aldrei annað en spilla málstaðnum ogmannskemma bæði þann, er lætur þau úti, og alþýð- una, sem þau eru ætluð. Það er heimskulegt, að ætla sér þá dul, að byggja sigurvon nokk- urs máls á ósannindum; að vfsu getur tekist að villa og blekkja al- þýðuna um tíma; en loks brestur undirstaðan, fyr eða seinua. Augu alþýðunnar opnast og sannleikur- inn sigrar. Þá koma skuldadag- arnir, og þeir verða því þyngri, sem meira hefir verið brotið móti þjóðinni. Satt er það, að ekki er það jafn- an beinasti vegur til bráðra vin- sæida, að segja þjóðinni satt; en það er vís vegur til varanlegra vinsælda, er fram líða stundir, og það er meira um vert. íslenzka alþýðan veit það yfir höfuð að tala, að »sá er vinur, sem til vamms segir«; og þegar hún þreif- ar á, að ummæli í hennar garð eru af velvildarhug sprottin og hafa það markmið, að laga og bæta, þá þarf því varla að kvíða, að hún misvirði sannleiksorðin, þótt henni hafi einhverju sinni þótt þau bitur í svipinn, sem auðveldlega má vera. Sannleikurinn er oft beiskur á bragðið, en hann er holl fæða. Fyr eða seinna metur islenzka ai- þýðan það, bvað borið hefir verið á borð fyrir hana á hverjum tíma. Allar þjóðir komast á endanum að raun um það, að það er sannleik- urinn, sem gerir mennina frájlsa bæði í andlegum og líkamlegum skilningi. Slátrun í Reykjavík. Svar til Guðjóns Guðmundssonar. II. Herra Guðjón talar um fyrir- komulagið í útlöndum og sína miklu þekkingu á sláturhúsum og mörkuðum þar. Hann blýtur þó að vita þnð, að hvergi í útlöndum liggja slátrunarhús fyrir utan bæ, og hvergi eru þar slátrunarstaðir, þar sem slátrurum bæjarins er bannað að slátra sjálflr eða láta sína menn slátra kindum þeim, sem þeir selja kjötið af. Það er langt frá mér að vilja jafna fróðleik mínum við herra Guðjóns, en lít- ið eitt hef eg þó séð á ferðum minum, einkum á ferð, er eg tókst á hendur á eiginn kostnað til að rannsaka söluskilyrði fyrir íslenzkt fé á Þýzkalandi, Hollandi, Belgiu og Frakklandi. Þá kom eg í hvert einasta sláírunarhús í bæj- um þeim, er eg fór um, og al-stað- ar lágu þau inni í borgunum, og öllum var frjálst að slátra þar, sem vildu. Þó ekki sé farið lengra en til Kaupmannahafnar, Berlinar og Parísar, þá sést það á bæjar- uppdráttunum, sem hér munu víða vera til, að slátrunarhúsin liggja þar inni í borgunum, en ekki fyr- ir utan þær. Vera má að slátr- uuarstaðir fyrir aðflutt fé séu á Englandi skamt fyrir utan borg- irnar, þar sem lóðir og lending hefir þótt ódýrust, en hvergi hafa borgirnar tekið sér einkaleyfi til að láta slátra fyrir reikning bæj- arsjóðs og banna borgurum bæj- arins að reka atvinnu sína. Okkur kemur líklega ekki sam- an um að byggja slátrunarhús fyr- ir fólkið inni í bænum með frjálsri aðgöngu fyrir alla, sem þurfa að brúka það. En hvernig væri þá til bráðabirgða að sníða okkur stakk eftir vexti, eða reyna að gera við gömlu flíkina, svona rétt á meðan að hinar háfieygu grund- vallarreglur Guðjóns væru að ryðja sér til rúms meðal hins fáfróða og skilningstrega almennings. Herra Guðjón segir reyndar, að kaupmenn geti að eins eftir hinu nýja fyrirkomulagi »með góðri sam- vizku fullboðið sína vöru sem hreina og holla, sem nú er langt frá að vera tilfellið«. Sumir kaupmenn hafa reyndar viljað halda því fram, að þeir hafi mjög góða sam- vizku hvað hreinlæti og hollustu snertir á kjöti því, sem þeir hafa haft á boðstólum, en það kemur líklegast til af þvl að þeir brúka alt annan mælikvarða fyrir sam vizkusemi og áreiðanleik en herra Guðjón ! Kaupmenn geta látið slátra langt- um ódýrara en aðrir, með þvf að þeir þurfa ekki að reikna sér húsa- leigu og fólkshald nema fyrir þann stutta tíma, sem á sjátrun- inni stendur, en einokunarbúsið þarf að láta alt standa ónotað næstum alt árið. Það er því dá- lítil reikningsvilla hjá hinum hátt- virta búfræðingi, þegar hann held- ur þvi fram, að eg hafi þurft að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.