Fjallkonan


Fjallkonan - 23.09.1902, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.09.1902, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN til of mikils mælst, að banu auk fyllstu vaxta vilji taka að sér að auka höfuðstól auðkýfingsins, sein hefir reynst honuin harður og óbil gjarn, ef- til vill svo mörgum hundruðum króna nemur, en ganga sjálfur slippur frá, eða láta ekkju sína og börn fara félaus á hrepp- inn. Uegar ennfremur er litið á það, að i þessari sýslu er stór meiri hluti bænda leiguliðar, og lands- drottnar oft í fjarska, stundum sjávarbændur eða kaupstaðarborg- arar, sem um ekkert annað hugsa en að ná sem hæstu eftirgjaldi, þá virðist afleiðingin auðsén. Það er enginn efi á þvi, að i þessari sýslu er vaknaður mikill áhugi til framfara, bæði í jarða- og húsabótum, og það jafnvel meiri en við verður búist með sanngirni, þegar á það er litið, hverri meðferð leiguliðar yfirleitt sæta af landsdrottnum. Fátækir leiguliðar leggja ár eftir ár mikla vinnu og annan kostnað i jarða- bætur án nokkurrar viðurkenn- ingar frá landsdrottni. Sama má segja um húsabætur, þeim fer ár- lega iram. Fyrir 16 árum var ekkert bús í minni sveit járnvar- ið; nú eru þau heimili örfá, að ekki sé þar eitthvert hús með járn- þaki, og á mörgum heimilum fjöldi húsa. Sárlítið hafa jarðeigendur stutt að þessari mikilsverðu fram- för, og er þvi furðanlegra, hvað fátækir leiguliðar ráðast i, sem það má telja hér um bil vist, að hús þau, sem þeir skilja eftir á leigujörð sinni, hvort sem þeir fara frá henni lifandi eða dauðir, eru lítils virði i samanburði við til- kostnaðinn. Tættur eru vanalega einkis metnar, hversu vandaðar sem þær eru og hversu mikið sem þær hafa kostað, og annað efni er aldrei í fullu verði, oft ekki i hálfvirði. Eg veit dæmi til að ársgamalt hús, vel vandað og járn- varið, sem auk kjallara og vand- aðrar tóttar kostaði 7 - 800 kr., var virt á 250 kr. Ástæða út tektarmanna var sú, að ekki mundi fást meira fyrir efnið að frádregnum kostnaði, væri húsið rifið og selt við uppboð. Annars er það einn gallinn á lögunum, að hreppstjórar eru sjálfkjörnir út- tektarmenn; á því hafa þeir oft ekkert vit, þótt þeir að öðru leyti kunni að vera all-nýtir menn, enda mun fáu, sem landbúnað vorn snertir, vera jafn ábótavant og jarðarúttektum, og er það bún- aðarframförunum hið mesta mein. I mörgum sveitum er enginn byggingarfróður maður; verða því úttektir tómt handabóf, auk þess sem hlutaðeigandi oft getur ráðið miklu, ekki síst þar, sem hagur sveitarinnar er öðrum þræði, sem oft getur komið fyrir. Bezt álít eg, að úttektir væru faldar sömu mönnunum á stórum svæðum t. d. 3—4 hreppum, og ættu ekki aðrir að fást við þann starfa en þeir menn, sem væru honum vel vaxnir. Skálholt kom 20. þ. m. og með þvi yfir 300 manna. Vorn þar á meðal kaup- mennirnir Jóhannes Pétursson frá Isafirði og Magnús Snæhjörnsson frá Patreksfirði, sr, Helgi Arnason frá Olafsvík, Lárus Páls- son prakt. læknir o. fl. Búnaðarbálkur. Jarðarafurðir á síðasta fimtungi 19. aldarinnar. . Skýrslur þær, sem til eru um þetta efni, voru lengi fram eftir ekki sem áreiðanlegastar. Þær voru mönnuin fyrsta kastið þyrn- ir í augum; hugðu bændur, að á þeim ætti að byggja nýjar á- lögur. Komu því framan af ekki öll kurl til grafar og koma ef til vill ekki enn; en stórum mun þó framtal á jarðarafurðum betra en áður var. Nú mun skoðun á þessu allmikið breytt; flestum mun nú ljóst, að hér liggar enginn ill ur fiskur undir steini. Eftir skýrslum hreppstjóra feng- ust af töðu: árin 1882—85 að meðalt. 280,000 h. — 1886-90 — — 381,000 - — 1891—95 _ _ 479,000 - árið 1896 . . . . . 499,000 - — 1897 . . . . . 497,000 - — 1898 . . . . . 569,570 - — 1899 . . . . . 632,553 - — 1900 . . . . . 624,738 - Eftir sömu skýrslum fengust af útheyi: árin 1882—85 að meðalt. 595,000 h. — 1886—90 — — 765,000 - 1891—95 — - 1,098,000- árið 1896 .... 1,092,049 - — 1897 .... 1,094,593- — 1898 .... 1,242,156 - — 1899 .... 1,311,498 - — 1900 .... 1,295,458 - Sé nú hver töðuhestur, sem fékst árið 1900, metinn á4 kr. ogútheys- hesturinn á 2 kr., þá hefir allur heyfengur það ár numið: í töðu............. 2,500,000 kr. í útheyi .... 2,590,000 — Þá eru kartöflur, rófur og næp- ur; eru þær þannig taldar eftir hreppstjóraskýrslunum: Kartöflur: Árið 1885 fengust . . 2,900 tn. árin 1886 —90 að meðalt. 6,000 — — 1891-95 — -r 11,300 — árið 1896 .............. 13,026 — — 1897 .............. 11,951 — — 1898 .............. 12,752 — — 1899 .............. 14,293 — — 1900 .............. 17,453 — Rófur og næpur: árið 1885 fengust . . 2,800 tn. árin 1886—90 að meðalt. 8,400 — — 1891-95 — — 13,500 — árið 1896 — — 10,375 — __ 1897 — — 9,480 — _ 1898 — — 11,578 — _ 1899 - — 12,146 — _ 1900 — — 18,977 — Ef kartöflutunnan er metin á 8 kr. og rófu- og næputunnan á 6 kr., þá verður uppskeran árið 1900 á þessa leið: Kartöfluupþskeran 139,000 kr. Rófu og næpuúppsk. 114,000 — Samtals: 253,000 — Uppskeran síðasta árið (1900) er mjög blómleg; mætti eftir henni vænta þess, að áður en fyrsti tug- ur 20. aldar er liðinn þyrftu ís- lendingar ekki að kaupa þegsar matvörutegundir frá útlöndum; væri með því sparaður laglegur skildingur. Framtal á mó og hrísi er á þessa leið eftir skýrslum hrepp- stjóra: Mór: 1885 ...... 124,000 h. 1886- 90 að meðalt. 139,000 h. 1891- 9,> —------ 173,000 - 1896 194,000 - 1897 198,458 - 1898 213,639 - 1899 207,610 - 1900 224,636 - Hris: 1885 ..................... 14,000 h. 1886—90 tneðaltal . . 12,000 - 1891—95 --------. . 10,000 - 1896 ..................... 9,265 - 1897 ..................... 9,545 - 1898 .................... 11,642 - 1899 .................... 10,312 - 1900 ..................... 9,552 - Af skýrslu þessari er auðsætt, að mótekjan hefir farið vaxandi, en hrísrifið minkandi. Sé nú hver móhestur árið 1900 metinn á 50 aura og_ hrisið lagt að líku, þá hefir mórinn kostað i pening. 112,000 kr. og hrísið hér um bil 5,000 — eða samtals: 117,000 kr. Franskir lýðháskólar. (Niðurl.). Það er erfitt um það að segja, hvernig hreifing þessari muni reiða af, er stundir liða fram. Hún byrjaði geist, og þvi ekki ósenni- legt, að fremui kunni úr henni að draga. Margir hinna yngri verka- manna eru líklegir til að styðja hana fiamvegis. Hún hefir þegar unnið það þarfa verk, að hefta drykkjuskap og efla iðjusemi. Fræðsla sú, sem þar er á boð- stólum, ber efalaust ávexti með timanum, og útskýring visinda- mannanna á ýmsum greinum verð- ur til þess að æsingamennirnir hafa ekki einir töglin og hagld- irnar, eins og oft var áður títt. Hreifingin hefir dregið lærðu menn- ina nær lægri stéttunum og tengt vísindamennina við verkamenn- ina. Þegar hreifing þessi hófst, þá varð klerkastéttinni ekki um sel. Þótti henni sá einn kostur vænst- ur, að taka í sama strenginn. Stofnaði hún fyrsta iýðháskóla sinn í febrúarmánuði i fyrra vet- ur, sendi út ávarp til verkamanna og lofaði þar öllu fögru um að blanda stjórnmálum sem allra roinst saman við þetta mál. Við skólase.tninguna var við- staddur fjöldi manna, klerkar og konur, stúdentar og skólapiltar og hrafl af verkamönnum. Margir ungir námsmenn úr fiokki jafnað- armanna voru þar einnig og var aðalerindi þeirra að vekja hark og háreysti, enda ræktu þeir það erindí rækilega. En skólinn komst á laggirnar og \ar fjölsóttur fram- an af. En vegna sifeldra óeirða dró þar mjög aftur úr aðsókninni. Samt eru góðar horfur með að skóli þessi haldi áfram og tveir aðrir honum líkir hafa veiið stofn- aðir upp til sveita. Lýðháskólarnir á Frakklandi eru allólíkir lýðháskólum annara landa. Þeir hafa annað og frek- ara mark og rýmra verksvið en i öðrum löndum. En þar heflr og verið róstusamara og meiri styrjaldarbragur á en nokkurs- staðar annarstaðar. Mörgum kann að þykja þetta óviðfeldið og óað- gengilegt. En það á bezt við á Frakklandi; rætist þar, að hver rær og slær með sínu lagi. En hitt er víst, að lýðháskólar þessir hafa vakið fjör og starf- semi, kapp og álinga, sem trauð- lega hefði tokist nð vekja íneð öðrum hætti. (Eftir Tilsk.). Útleudar frettir. Eldfjallið Mont Pelée á Martín- ique-eyjunni tók að gjósa að nýju um miðjan ágústmánuð og hefir siðan verið sigjósandi fram að á- gústmánaðarlokum. Kvað mest að gosunum 28. og aðfaranótt hins 30. Hefir Þar enn að nýju orölð voðalegt manntjón, farist um 1000 manns. Jarðskjálfta hefir einnjg orðið vart á eyjunum fyrir aust- an Austurálfuna; þar hefir og orð- ið manntjón svo tugum og jafn- vel hundruðum skiftir. Nýdáinn er Rudolf Virchow, stórfrægur náttúrufræðingur, and- aðist hann 5. þ. m. í Berlin og hafði einn um áttrætt. Á Egiptalandi hefir sýkst á 3. þúsund inanna af kóleru; af þeim, er sýkst hafa. eru 1700 dánir. Roosevelt Bandarikjaforseti komst í krappan dans 3. þ. m. Vagn hans rakst á rafraagnsvagn; fór vagninn í mola, hestarnir dráp- ust og tveir menn iétu lifið. Sjálf'- ur slapp forseti með smáskeinum. Skildi þar sem oftar með feigum og ófeigum. Frændur okkar og næstu ná- grannar, Færeyingar hafa hafnað gömlum þingmanni sinum, Friðriki prófasti Petersen, sem fylgt hefir hægri mönnum að málutn, Hafa þeir kosið í hans stað landsþings- mann Bærentzen, sem er vinstri maður. Annars virðast kosningar til landsþingsins í Danmörku munu ganga stjórninni í vil og likur til að andstæðingar hennar verði í allmiklura ininni hluta. Allmikil fjársvik hafa komist upp við ríkisbankann í Svíþjóð. Fjáitjónið er talið fullar 350,000 kr. Embættisraaður sá, sem vald- ur var að þessu, drap sig i sum- ar. I blaðinu sDimmalætting® frá 6. þ. m., segir, að enginn hafi sýkst í Færeyjum af bólusótt síð- an ura miðjan f. m. Bólusóttin þar því ekki nema á sjúkrahús- inu i Þórshöfn. Milli í'jalls og íjöru. Síldarafli kominn á Anstfjörðum. Guðlaugui' Guðinundsson sýslu- maður hefir verið sæmdur rauðu arnarorð- unni af 3. flokki af Vilhjálmi Þýzkalands- keisara. Dannebrogsmenn eru orðnir auk Ólafs Ólafssonar, sem áðnr er nefndur, þeir Jón Jónsson hreppstj. í Bygðarholti í Aust- urskaftafellssýslu og Páll Ólafsson, bóndi á Akri í Húnavatssýslu. Nýtrúlofuð eru íngólfur Sigurðsson bakari og itngfrú Helga Asmundsdóttir. Ennfremur Friðrik P. N. Welding og ung- frú Jenný Helgadóttir. Vesta kont 17. þ. m. Með hennikomu William Napier blaðamaður og frægur taflmaður, Björn stúdent Magnússon frá K,-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.