Fjallkonan


Fjallkonan - 30.09.1902, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 30.09.1902, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN Biðjið ætíð um OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sam ar alvag ains nofaórfúgf og Bragé- cjoft og smjör. Verksmiðjan er tiin elzta og stsersta í Ðan mörku, og býr til óefað liina beztu vöru og ódýr- ustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum rétt reiknað. Það þarf ekki að eyða orðum að því, hvílíkt voðatjón all- ur þessi flutningskostnaður er, en létta mundi mega hann alt að helming, væri vegagjörð komin svo langt, að flytja mætti á vögn- um mestan hluta vegarins. Að þessu hafa lika stefnt hinar helztu tillögur um vegagerð i Árnessýslu ofanverðri, sem mér eru kunnar, og skal eg nú nefna þær og fara fáum orðum um hverja þeirra fyr- ir sig. (Frarah.). Ný Ijóðabók. Guðm. Friðjónsson. TJr keimahögutn. Rvík. (ísaf.prsm.) 1902. »Ein kvæðabókin enn«, geri eg ráð fyrir að margur segi, þegar farið-verður að hafa þessa bók á boðstólum. Mönnum er heldur ekki með öllu láandi, þó þeir þráí eitt- hvað annað, eða að minsta kosti einhverja tilbreytingu í þessu sem öðru. Þessi þjóð hefir hlotið ríku- legan kvæðaforða að vöxtum, og líklega líka að gæðum að tiltölu við aðrar þjóðir, sem eðlilegt er, þar sem braglistin er nálega sú eina íþrótt, sem tíðkuð er og þrif- ist hefir getað á Islandi; enda get- ur fullkomnun í þeirri íþrótt orðið þjóðinni eins heillavænleg og sóma- samleg eins og fullkomnun i ein- hverju öðru. En ennþá má von- ast eftir að braglistin eigi framtíð fyrir höndum, og enn þá erum við íslendingar langt frá fullkomnun- artakmarkinu, einnigí þessari grein — ef það annars er nokkuð til. En ljóðagerð vorri fer stöðugt fram. Alþýðan, sem er dómarinn yfir öllum vorum ljóðum, er orðin miklu vandlátari en hún áður var. Nú er meiri vandi að yrkja, svo það hljóti náð fyrir hennar aug- liti, en það var fyrir nokkrum ára- tugum. Þessu hafa okkar ágætu þjóðskáld komið til vegar með ljóðum sínum, jafnframt þvi sem þau hafa leiðbeint ljóðagerðartil- hneiging alþýðunnar í rétta og heppilega átt, svo á meðal henn- ar hafa komið fram margir ágæt- ir hagyrðingar, sem standa þeim, sem á undan þeim voru, langt um framar í list sinni. Flest slík alþýðuskáld eru í Þing- eyjarsýslu. Þeir eru þar margir sem yrkja lagleg kvæði, t. d. Sig- urður Jónsson á Helluvaði, sem nýlega hefir birt á prenti í Sunn- anfara eitthvert hið fegursta kvæði sem eg minnist að hafa lesið ný- lega. Laxá (Sbr. Sf. þ. á. árg.). En Quðmundur Friðjónsson ber þó höfuð og herðar yfir þá alla, einkum þegar til þess er litið, hve mikið liggur eftir hann, og af því, sem eftir hann liggur, eru ljóð hans bezt; enda er það sá hugsanabún- ingur sem íslendingum er orðinn tamastur. Þeim er nú safnað hér saman í eina bók, og þótt marg- ar kvæðabækur séu fyrir, sé eg þó ekki eftir að þessi hefir bæzt við, enda er meira hægt að segja um þessa bók bæði með henni og móti, en um allan fjöldann af hin- um, og þess vegna álít eg að hún eigi erindi inn á sera flest heimili. Bókin er rúmt háift þriðja hundr- að (260) bls. að stærð í heldur litlu broti; all-álitlegt sirpusafn að stærðinni til. Hún hefði sjálfsagt getað orðið stærri, því meira en þetta hefir G. F. ort, ef alt væri tíl tínt. En eg skal geta þess nú strax, að eg álít, að hún hefði líka mátt vera minni, án þess orðstír höf. sem skálds rýrnaði við það. Samsafn af öllu, góðu og illu, sem einhver maður yrkir eða hefir ort um dagana, og sem annaðhvort af honum sjálfum eða öðrum er hrært saman í eina bók, er eitthvað það andstyggilegasta, sem fyrir mín augu ber. Þess vegna get eg ekki þolað útgáfu Jóns Ólafssonar af kvæðum Páls bróður hans, nálægt mér. Um ytri frágang þessarar bókar skal eg vera stuttorður. Hann er vandaður, en þó engan veginn alls kostar lýtalaus. Prentvillur hefi eg hitt fáar — enda ekki hirt um að tína þær saman. ínnihald bókarinnar finst mér aftur á móti vert að segja álit mitt um, úr því mér hefir að þessu sinni verið trúað fyrir því verki. Bókinni er skift í fjóra — ekki jafna, heldur — ójafna kafla. Ó- jafna, í hvaða merkingu sem orð- ið er tekið, en ekki sízt að um- fangi. Fyrsti kaflinn er minstur fyrirferðar, hinn síðasti stærstur. Auk þess er aftan við bókina efn- isyfirlit, og framan við hana tvö eða þrjú titilblöð, ávarpsorð í Ijóð- um og mynd höfundarins. Bókin yrði ekkert óeigulegri í mínum aug- um þótt þetta alt væri rifið fram- an af. Mér finst það aldrei eiga við, að setja myndir höfunda á bækur þeirra; þær eíga betur heima í tímaritum eða blöðum, þar sem um þá er ritað. Þeð er eins og ef ritstjóri setti mynd af sér í blað sitt. Auk þess er þessi mynd lík- legaekkigóðfrummynd.— Ávarps- orðum eða formála fyrir kvæða- bókum finst mér líka vera ofauk- ið; þær eiga að tala fyrir sér sjálfar, og gera það líka hvort sem þetta er eða ekki. Öðru máli er að gegna með tileinkanir. Fyrsta kaflann eða kvæðaflokk- inn í bókinní finst mér langtnest til um. Hann heitir »Móður minn- ing« að eins tvö kvæði, sem fyrir- sögnin nægilega skýrir að inni- haldi. Þar eru hvorttveggja, hugs- anirnar og búningurinn »úrheima- högum«, og það gerir kvæðin frum- leg, fögur og áhrifamikil, þótt þau séu að mörgu leyti ekki betur ort en mörg önnur kvæði í bókinni. En hugmyndirnar í þeim kvæðum eru hlýjar og fagrar, og jafnframt frumlegar og einkennilegar, og víða er þar eins og annarsstaðar snild- arlega að orði komist. Eg get varla látið vera að tilfæra nokk- ur erindi úr fyrra kvæðinu sem sýnishorn. Hann segir meðai annars: »Á degi eirmm presturinn kom og marg- ir menn, hve mér er stundin sú í fersku minni. í lokrekkjunni svörtu eg lít þig, mamma, enn er læst var henni fyrsta og hinsta sinni. Hve fölvi dauSans birtist á farardaginn þinn, að fjallabaki sólin gekk í leyni; og foldin lá í hlekkjum með frosin tár á kinn og fannakjólinn strengdan inn að beini. — Frá dauðra manna vitum í djúpri grafarþró, menn draga ei andann sér til heilsuþrifa. En höfuðkúpu mömmu eg heldur kysti þó en hláturvarir þeirra kvenna’ er lifa. — En ef til vill dagar þó eftir hinstu nótt og endurfæðist hrumur vonarkraftur. Á ljósvaka dynum þá ruggarðu mér rótt og réttir að mér móðurbrjóstið aftur«. Seinna kvæðið »Á leiði mömmu«, er þó ort með enn þá raeiri þýð- leik. Þar talar skáldið við móður sína, sem aftur er horfin í skaut hinnar eilífu móður, náttúrunnar. Margt er þar fallegt sagt um sum- arfegurðina, en fegurst þykir mér þó líkingin i seinasta erindinu, þar sem honum skilst það loks, að móð- ir sín er að birtast sér í öllu þessu, er hann sér og verður gagntekinn af; þar segir hann: »Augnaráð þitt sé eg í sólu en sorg þína í dögguin, bros þitt í glóandi geislum, í golunni andann. Rödd þin í árniðnum ymur; en ást þína mótar kvöldroði á svefnhöfgum sævi. — Eg sé, að þú vakir«. Næsti kaflinn ^Muna-ðlóm*. er allstór kvæðabálkur, en eftir mínu áliti heldur rýr. Þar eru saman- ofin ástamál og náttúrulýsingar, og það,; ekki allstaðar svo fimlega sem eg vildi óska; enda verður það verkefni alt af örðugt viðfangs og vanþakklátt. Víðasthvar gnæfa náttúrulýsingarnar yfir, því það er um þær sem höf. hefir sagt ein fegurstuog kjarnmestu orð, en síð- ur um ástina. Þó eru einnig í þess- um flokki mörg erindi, og mörg vísuorð, sem góð skáld mættu öf- unda G. F. af t. d. erindið: »Við skulum byggja vinnuskóla, vilta krafta er hægt að beizla, vinna úr blómum kostaklæði, kniplinga úr sólargeisla«. Eða visuorðin: »Aftanroði árdagsbrún er að faðma og kyssa«. En í þessum kaflanum finst mér þó mest bera á því, sem eg tel lýta bókina, og sem eg skal minn- ast á síðan, og það er einmitt mest í þessum kaflanum sem eg vildi gjarnan að kvæðin væru fæiri. Næsti kaflinn heitir *Ddnardœg- ur« og er einkennilegt og frum- legt erfiljóðasafn. Sum kvæðin eru sérstaklega vel gerð, og þar finst mér fegurstu og tilkomumestu perl- urnar í bókinni eiga heima, en ekki í síðasta kaflanum, sem þó hefir inni að halda mörg góð og allveigamikil kvæði. Þau kvæðin, sem mér þykir mest um vert og sem bezt ei.nkenna kveðskap höf., eru »Þórunn Jómsdóttir«. og »-/cm gamli«. Hvort þessara kvæða fyr- ir sig hefir að geyma lífslýsingu, sem er fyrst og fremst íslenzk, og þar næst frumleg og gerð af mikl- um orðhagleik, sem enginn, sem nú yrkir eða hefir ort á þessu máli, svo mér sé kunnugt um, hefir jafn- góð tök á eins og G. F. Lífsskoð- unin er svipuð því, sem sumstað- ar kemur fram hjá Bólu-Hjálmarir og það er eðlilegt, því það er það sama sem hefir borið fyrir augu beggja þessara manna, og hæfileik- arnir til að veita því eftirtekt og lýsa því, eru skyldir hjá báðum. Sem dæmi upp á þennan hagleik G. F. má nefna þetta erindi í ljóð— unum eftir Svein Víking: »Að þjóðarhofiS lekur og gliðnuS grind- in er þó gulli rend sé burstin — lá opið fyrir þér, og haglendiS, sem framleiSir handa fénu blóm, er holurS sundur grafin af bognum refa- klóm«. Lýsingar líkar þessu, bæði á líf- inu og náttúrunni, er ekki sjald- sénar í kvæðum G. F. og þær hafa það mest til síns ágætir, hvesann- ar þær eru og haglega orðaðar. Það er sem kulda-hráslagi leggi frá bókinni á móti manni, þegar hann er að tala um klakann, sem hnoðaðist í andlitið á Jóni gamla og »mótbyrinn«, sem »kembdi hær- urnar yfir kollinn, og lagði kamp- inn að hálsinum«, um gamla grána á gaddinum, þegar »skarabrattir skýjadrangar, skögra fyrir ofsa- byljum« og »dauðinn ríður bólstri bleikum, ber og lemur fótastokk- inn«, og »élin stuggu honum, eins og táinn illhæringur«. — Það væri gaman að hafa meira af þannig orðuðum náttúrulýsingum í sam- bandi við stórfeldari og meiri hug- myndafjölbreytni. Það, sem sagt hefir verið um þenna kaflla á einng við um hinn síðasta, að þvi undanskyldu, að kvæðin eru tiltölulega færri þar, sem mér þykir uppáhaldsverð. Ekkert kvæði fann eg í bókinni, sem ekki lýsir góðri hagmælsku og vandvirkni; það er annað, en það sem stundum hefir sézt, þar sem allgóðum tilþrifum og römm-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.