Fjallkonan - 14.10.1902, Side 2
a
FJALLKONAN
köntum bæjanna eða fyrir utan
þá eins og t. d. i Esbjerg. Viða
í Danm. er bannað að byggja slát-
urhús i bæjunum sjálfum, og i
fjöldamörgum bæjum hefir lengi
verið bannað að byggja nokkurt
privat sláturhús. Á Bretlandi eru
sláturhúsin eins og í Danm. ýmist
privat eða opinber. Bezt þykir
fyrirkomulagið þar sem það er
eins og i Edinborg. Þar er eitt
opinbert sláturhús (bygt 1841 í út-
jaðri borgarinnar), og eru allir,
sem slátra i borginni og i mílu
fjarlægð frá henni, skyldir til að
siátra þar (einokun). Prívat slát-
urhúsin eiga eins og hin opinberu
að fullnægja hinum nauðsynlegu
heilbrigðis og hreinlætiskröfum og
eru háð stöðugu eftirliti heilbrigð-
isnefndanna. Til þess að sýna að
Bretar þó ekki eru ánægðir með
sin prívat sláturhús, vil eg geta
þess, að á alsherjar heilbrigðis-
málafundi (fyrir Bretland), sem
baldinn var í sumar i Exeter, var
samþykt áskorun um að öll prívat
sldiurhús skyldu lögð niður, og
opinber sláturhús bygð í þeirra
stað! þar sem alt kjöt væri ná-
kvæmlega skoðað af dýralækni
strax eftir slátrunina. Tillagan
var samþykt i einu hljóði, að und-
anteknum einum sldtrara, er mælti
á móti. — í Noregi er með lögum
frá 1892 bæja og hreppsfélögura,
þar sem opinber sláturhús eru, eða
þeim sem byggja opinber sláturhús,
gefin heimild til að skylda alla
slátrara til að slátra í þeim (ein-
okun!). Alt kjöt, sem álizt hæft
til manneldis, er svo stimplað, en
annars eyðilagt eða gert óskaðlegt.
Thomsen getur sannfært sig um,
að hið ofanritaða stutta yfirlit yfir
sláturhús í útlöndum er rétt, með
því að kynna sér það, sem sagt
er um sláturhús og slátrun i: En-
cyclopædia Britanica I. bindi, Mey-
ers Conversations lexikon XV.
bindi, Norsk Medicinallovgivning
af Z. Esmarch og Meat Trades
Journal XVI. nr. 749.
Eg skal ekki skýra hér nánara
frá fyrirkomulagi sláturhúsa i út-
löndum, en vil aðeins biðja les-
endurna að bera það, sem hér er
sagt, saman við það, sem Thomsen
sagði í Fjallkonugrein sinni, til
þess að sannfæra sig um þekkingu
hans í þessu máli og makalausu
sannleiksdst!
Það er víst rétt athugað hjá
Thomsen, að mælikvarði minn og
hans fyrir -»samvizkusemi og dreið-
anleikai. sé mismunandi, en vel
hefði hann getað sparað sér upp-
hrópunarmerkið. — Því er með
réttu haldið fram af héraðslækni,
dýralækni og öðrum, sem vit hafa
á og kunnugir eru slátrun i út-
löndum, að sláturstaðirnir hér í
Reykjavík séu óhæfir, og að slátr-
unin sé óhreinleg, bæði vegna þess,
hve sláturstaðirnir eru illir, og svo
af því, að þeir sem slátra, þekkja
ekki þær hreinlætiskröfur, sem
nauðsynlegt er að fylgja við slátr-
unina, eða að minsta kosti fylgja
þeim ekki. Það er og öllum kunn-
ugt, sem .nokkuð hafa kynt sér
heilbrigðisfræði, að húsdýrin líða
oft af ýmsum sjúkdómum t. d.
berklaveiki, sem gera kjöt þeirra
óhæft til manneldis. Þetta alt veit
Thomsen vel. Hann er þessutan
alinn upp iKaupmannahöfn og hlýt-
ur því að vera fullkunnugt um,
að alt kjöt þar er nákvæmlega
skoðað, þegar búið er að slátra.
Hann segist ennfremur hafa kynt
sér slátrun á Þýskalandi, Hollandi,
Belgíu og Frakklandi og hlýtur
því að hafa séð þar hið sama.
Þar sem Thomseneigi að síður nefir
með »mjög góðri« samvizku getað
selt kjöt sitt sem hreint og holt
— án als eftirlits —, þá sýnir það.
að mælikvarði hans fyrir samvizku-
semi er annaðhvort ekki sá, sem
alment er álitinn sá rétti, eða að
það hlýtur að vera komið því
meira sigg i samvizku hans. Að
þvi er áreiðanleikann snertir, þá
hefir Thomsen sýnt í greinum sin-
um um sláturhúsmálið með þvi að
koma raeð hver ósannindin á fæt
ur öðrum, sem hann hefir reynt
að klæða ( sannleikans hjúp til
þess að blekkja lesendurna, að
hann mælir hann (áreiðanleikann)
ekki á sama mælikvarða, sem al-
ment er álitinn sá rétti og heiðar-
legi. — I sambandi við það, sem
hér er sagt, vil eg minna á, að
það er auðsætt, að eg get ekki á
nokkurn hátt haft persónulegan
hagnað af að opinbert sláturhús
komist hér á stofn. Thomsen hefir
aftur á móti hvað eftir annað í
greinum sinum sýnt, að hann er
að berjast á móti málinu af þvi
að hann er hrœddur um, að ef op-
inbert sláturbús kemst hér á, þá
geti það aukið honum óþægindi
eða kannske skaðað hann um
nokkrar krónur. Þess skal og get-
ið, að það eru einkum slátrararn-
ir, sem i öllum löndum hafa bar-
ist mest á móti opinberum slátur
húsum.
Eg skal svo ekki svara herra
Thomsen frekar, en lofa honum
að sprikla óáreittum í sfnu eigin
ósannindaneti, sem hann hefir svo
meistarlega ánetjað sig i.
Búnaðarbálkur.
Vatnsveitingar
á siðarahluta 19. aldar.
Vatnsveitingaskurðir eru taldir í
hreppstjóraskýrslunum i fyrsta sinn
árið 1853.
Þeir bafa verið taldir fram á,
þessa leið:
árin 1853—55 meðalt. 28,000 faðm.
— 1861—69 — 13,000 —
— 1871—80 — 23,000 —
— 1881—90 — 44,000 —
— 1891—95 — 25,692 —
ár 1895—96 — 35,441 —
— 1896—97 — 34,879 —
— 1897—98 — 38,566 —
— 1898—99 — 40,964 -
— 1899—1900 — 27,953 --
Á síðasta aldartugnum hafa bún-
aðarfélögin unnið þá vatnsveitinga-
skurði, er nú skal telja:
árin 1893—95 meðaltal 23,071 fðm.
eða 1,178,000 teningsfet
ár 1896 .... 22,425 faðm.
eða 878,000 teningsfet.
— 1897 .... 24,099 faðm.
eða 910,000 teningsfet.
— 1898 .... 33,148 faðm.
eða 1,194,000 teningsfet.
— 1899 . . . . 37,864 faðm.
eða 1,281,000 teningsfet.
— 1900 . 1,870,000 teningsfet.
Flóð- og stíflugarðar eftir skýrsl-
um búnaðarfélaga:
árin 1893—95 meðalt. 5,056 fðm.
eða 265,000 teriingsfet.
ár 1896 ............... 8,615 faðm.
eða 437,000 teningsfet.
— 1897 .............. 4,460 faðm.
eða 224,000 teningsfet.
— 1898............... 9,6u9 faðm.
eða 442,000 teningsfet.
— 1899.............. 5,617 faðm.
eða 251,000 teningsfet.
— 1900. . 114,000 teningsfet.
Lokræsi talin í skýrslum bún-
aðarfélaga.
M ö 1 r æ s i:
árin 1893—95 rueðalt 694 faðm.
ár 1896 1271 —
— 1897 1533 -
— 1898 1265 -
— 1899 1514 —
— 1900 1830 —
H o 1 r æ s i
árin 1893—95 •. . . 38 faðm.
ár 1896 .... . 88 —
— 1897 . . . . , . 32 —
— 1898 . 524 —
— 1899 . 169 —
— 1900 . » »
Tala þeirra, sem á síðasta ald-
artugnum létu gera jarðabætur
innan búnaðarfélaga, var þessi:
árin 1893—95 meðalt. 1745 menn.
ár 1896 .... 2212 —
— 1897 .... 2065 —
— 1898 .... 2294 —
— 1899 .... 2013 —
— 1900 .... 2089 —
Dagsverkin, sem þessir menn
létu vinna, voru að tölu:
árin 1893—95 meðalt. 43,000 oagsv.
eða 24 dagsverk á mann.
. . . 59,000 dagsv.
27 dagsverk á mann.
. . . 57,000 dagsv.
27 dagsverk á mann.
. . . 70,000 dagsv.
30 dagsverk á mann.
ár 1896 .
eða
— 1897 .
eða
— 1898 .
eða
— 1899 .
eða
— 1900 .
eða
. . 50,000 dagsv.
25 dagsverk á mann.
. . . 56,000 dagsv.
27 dagsverk á mann.
Sé nú hvert dagsverk metið á
2 kr. 50 a., þá hafa búnaðarfélögin
lagt í jörðina á árunum 1893—
1900 hér um bil 840 þúsund krónur.
Bjómabúin í Olfusi.
Rjómabúin í Ölfusinu hættu störf-
um siðara hluta septembermánaðar
og er alt smér, sem þau hafa verk-
að í sumar, þegar farið til Skot-
lands og sumt þegar selt.
Rjómabúið í Arnarbæli hafði 15
hluthafa; verkaði það 56 kvartél
eða 6268 pd.
Rjómabúið á Hjalla hafði 16
hlutbafa; verkaði 30 kvartél eða
3150 pd.
Rjómabúið á Yxnalæk hafði 14
hluthafa; verkaði það 40 kvartél
eða 4300 pd.
Úr allri sveitinni hafa þvi verið
send áútlendan markað 126 kvart-
él eða 13718 pd. Þó að gert sé. nú
ráð fyrir, að smérið rýrni um 3°/o
frá þvi að það er iátið niður og
þangað til að það er selt, þá verða
samt eftir frek 13000 pd.
Um söluna þorurn vér ekki að
fullyrða neitt að svo stöddu, Fyrsta
sendingin, sem send var béðan 25.
júlimán., seldust hérumbil á 82—
83 aura pundið, að því oss er frek-
ast kunnugt; verðum vér að telja
það sæmilega sölu til að byrja með,
einkum er litið er til þess, að þar
við bætast verðlaun úr landssjóði,
7—8 aurar fyrir hvert pund. Sið-
ustu skeyti frá umboðsraanni sögðu
verð á sméri heldur að hækka;
ætti því það smér, er fór nú sið-
ast með Vestu, að seljast ennbetur.
Væii það líkaóskandi ogvonandi,
þvi bændui þurfa i sannleika sinna
muna með. Þarfirnar eru margar,
en tekjurnar eru hjá mörgum fá-
ar og litlar.
Vér verðum að telja smérgerð
þessa bæði í Ölfusinu og alstaðar
annarstaðar, þar sem í haua hefir
verið ráðist, allinikið framfaraspor.
En »vel þarf að vanda það, sem
lengi á að standa«; til hennar
verður alstaðar að stofua með skyn-
semd og ráðdeild og halda henni
fram með þrautseigju og staðfestu.
Verða menn fyrst og siðast að
hugsa um þrifnaðinn. Bændur
mega ekki ætla, að þeir með rjóma-
búunum grípi upp auð fjár á
skömmum tíma; þess er ekki að
vænta. En hitt er vist, að þau
geta orðið búandi mönnum all-
mikil peningalind með tíð og tíma,
ef vel og viturlega er að öllu farið.
En samfara rjómabúunum þurfa
að vera verzlunarsamtök; þeir,
sem láta verka saman smérið sitt,
þurfa og að verzla sem einn tnað-
ur; við það má segja, að arðurinn
verði tvöfaldur og fer þá vel.
Þegar smérsalan er um garð
gengin hjá öllum rjómabúunum á
Suðurlandi, væntum vér að geta
gefið fyllri skýrslu um hana.
Prestafundur Arnesinga.
Árlegur prestafundur Árnesínga
var haldinn á Torfastöðum 28. á-
gúst. Voru á honum als 10 prestar.
Fundarmálefni voru:
1. Prófastur hélt fyrirlestur um
prédikanir og aðrar ræður presta.
2. Rætt um samtalsfundi um
trúmál. Biskup hafði sent pró-
fasti málið til þess að það yrði
rætt í héraði. Fundarmenn álitu,
að samtalsfundir þessir mundu eft-
ir þvi, sem tilhagar hér, tæplega
verða að tilætluðum notum; gæti
enda farið svo, að þeir sumstaðar
gerðu meira tjón en gagn, og voru
að því leidd ýms rök.
3. Rætt um kristilegan félags-
skap ungra raanna. Fundarmenn
voru máiinú mjög hlyntir, en töldu
mikil vandkvæði áaðkoma þvi til
framkvæmda eins og hér t,ii hag-
ar. Fundinum þótti samt nauð-
synlegt að gera sem fyrst tilraun
í þessa átt, þar sem líklegast væri
að slík tiiraun bæri ávexti; tókst
presturinn sira Ólafur Helgason á
Stórahrauni á hendur að reyna að
undirbúa það, í'æi i tilraun sú vel
af stað, þótti ekki óvænt, að slík-
ur íélagsskapur gæti smátt og
smátt myndast víðar, einkum í
þéttbýlum prestaköllum.
Rætt um uppfræðslu ungmenna
bæði i kristindómi og öðrum nauð-
synlegum mentagreinum. Síra
Magnús Helgason skýrði frá til-
raunum sínum til alþýðufræðslu,
sem fundurinn lauk lofsorði á. I