Fjallkonan - 14.10.1902, Qupperneq 4
4
FJALLKONAN
Til kaupenda Fjallkonu.
Af því að eg nú við næsta nýár hætti útgáfu »Fjallkonunnar«, þá
leyfi eg mér vinsamlegast að biðja alla, sem skulda mér fyrir blaðið,
bæði eidri og yngri árganga þess, að sýna nú reikningsskil og borga
sknldir sínar til min í haust eöa i síöasta lagi fyrir nýár,
því þá verður öllum útistandandi skuldum ráðstafað á annan hátt, nema
búið sé að semja áður við mig sérstakleg um lúkningu þeirra.
Eins og að undanförnu má greiða andvirði blaðsins í ýmsar verzl-
anir. Hér í Reykjavík við verzlun
Thomsens, Brydes, Fiscliers, Ásyeirs Siyurösson-
ar, og Jóns Þóröarsonar.
í Borgarnesi og Akranesi við verzlanir
Brydes og: Thoinsens.
A Vesturlandi við verzlanir
Dir. Björns Sigurðssonar.
I Húnavatnssýslu við verzlun
SæiUuudseus á Blönduósi.
í Þingeyjarsýslum við
Kaupfélag Dingeyinga.
Á Vopnalirði við
verzlun Zöllners.
og í Múlasýslum geta menn snúið sér til umboðsmanns
Jóns Jónssonar frá Múla.
Virðingarfyllst
cfiríet %Rjarníiá6 insóoffir.
Útlendar fréttir.
Ákafur hvirfilvindur geisaði A
Sikiley siðast i sept. Fjöldi húsa
fór um koll pg eyðilögðust og enn
þá fleiri löskuðust. Fleiri hundr-
uð manna létu lifið, ýmist af hv'irf-
ilvindinum sjálfum eða þá drukn-
uðu af sjáfarflóði og öðrum vatna
gangi, er orsakaðist af vindinum.
Er síðast fréttist var búið að
finna 500 lík; en menn vita með
vissu, gð enn eru mörg ófundin.
Ástandið á Sikiley, þar sem
fellibylurinn geysaði, er því voða-
legt. Sagt er að 10,000 manna
séu heimilislausir, en eignatjónið
er metið um 10,000,000 franka (10
milj. franka. 1 franki = 72 au.).
Fellibylur geisaði mikill i Ioko
hama í Japan; varð hann 500
manna að bana. Meðan fellibyl
urinn stóð yfir, gekk afarmikil
sjávaralda yfir héröðin í grend við
Iokohama og sópaði burtu fjölda
húsa. Fellibyluriun dreif fjölda
skipa á land upp, en flest komust
þó á fiot aftur.
Emile Zola, hinn nafnfrægi
franski skáld3agnasmiður, andað-
ist 28. f. m. Hann kafnaði um
nótt af gasósi í herbergi sinu.
Kona hans var nærri dauð lika.
Segir hún svo frá, að hún hafi
vaknað um nóttina og verið þá
lasin; fór hún þá á fætur og inn
í baðherbergi sitt, og segja lækn-
arnir, að það hafi bjargað lifi henn-
ar, því að þar andaði hún að sér
hreinu lofti í gegnum opinn glugga.
Síðan fór hún inn aftur til Zola;
heyrði hún þá að hann vakandi
og spurði hún, bvort honum væri
ilt, en hann sagði það ekki vera.
Litlu síðar hevrði hún korr i hon-
um eins og í deyjandi manni; leið
þá yfir frú Zola og man því ekki
eftir neinu, er síðar fór fram.
Zola er ákafiega frægur fyrir
skáldrit sín. Átti hann frarnan af
við þröngan kost að búa; en er
rit hans urðu kunn, græddi hann
stórfé á þeim. Hann var fæddur
2. apríl 1840.
^* ************
* Vín <>g Vindlar í
* —-------——-— *
* frá *
konungl. hirðsala
* Kiær á Soinmerfeld *
^ fást einungis i verzl.
* J. P. BRYÐES Rvik. *
J Hvergi ódýrara eftir gæðum. ^
^tr ^tc ^lf ^tc
T 'p 'T' 'Tv 'V' 'Txy
Eghefi umfull 6 ár veriðveik,
sem voru afleiðingar af barns-
burði; var eg svo yeik, að eg
gat tæplega gengið á milli rúma.
Eg leitaði ýmsra lækna, en ár-
angurslaust. Svo fékk eg mér
5 flöskur af J. Paul Liebes
Maltextrakt með Mna og
jdrni og tók inn úr þeim 1 röð.
Lyf þetta hefir bætt mig svo, að
eg get nú gengið bæja á milli og
hefi beztu von um fullan bata.
Bergskoti á Vatnsleysuströnd
1. nóv. 1901.
Sigrún Ólafsdóttir.
Framannefnt lyf fæst hjá
undirskrifuðum í stórkaupum
og smákaupum.
Björn Kristjánsson.
í f y r s t u Landrétt var mér und-
irskrifuðum dregið svart geldingslamb,
með mínu marki: Hamarskorið
h., sneiðrifað a. og hálft af fr. vinstra.
Lambið á eg ekki og skora eg á eig-
anda lambsins að gefa sig fram sem
fyrst og semja við mig um markið.
Hvammi í Holtum 7. sept. 1902.
Guðni Oddsson.
Hin ágæta saga
„Skó|3rmalufiii“
sem er einhver skemtilegasta og eigu-
legasta skemtibók, er nú út komin sér-
prentuð og send út um land með
Ceres. Hún er um
300 blaðsíður
og kostar innheft 1,50 aura. Hún
er til sölu hér í Reykjavtk í t»ing-
holtsstræti 18 og á Thorvald-
sens-bazarnum.
ÍLL MELTING.
Eftir að kona mín hafði um nokk-
urn tíma þjáðst af mjög illri melt-
ingu þá tók eg uppá því að láta
hana reyna Kínalífselixír þann, er
herra Waldemar Petersen í Frið-
rikshöfn býr til. Og undir eins og
kona mín hafði brúkað upp úr einu
glasi, fór matarlystin að koma aft-
ur. Og við að brúka enn þá 2 glös,
þá batnaði henni allt af meira og
meira. En undir eins og hún hætti
að brúka Kínalífselixirinn, sem
reyndist henni svo ágætlega, þá
versnaði henn, svo hún má ekki
án hans vera.
þetta get eg með góðri samvizku
borið vitni um, og ræð eg öllum,
sem þjást af líkum sjúkdómi, til
þess að brúka þetta ágæta heilsu-
lyf. Jón Ingimundsson.
Skipholti.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á íslandi, án verð-
hækkunar á 1,50 (pr. fl.) glasið.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupeod-
ur beðnir að líta vel eftir því, að íí.'
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Frederikshavn Kontor og
Lager Nyvei 16, Kjöbenhavn.
Undirrituð tekur að sér að kenna
börnurn eins og áður til munns
og handa.
Einnig veitist skólabörnnm tilsögn
á eftirmiðdögum.
Ragnheiöur Jónsdóttir,
Pósthússtræti 14.
Ritstjóri: Ólafur Ólafsson.
Útgefandi: Bríet Bjarnhóðinsdóttir.
Isafoldarprentsmiðja.
2go
„Vertu óhrædd, elskulega Emma mín“, sagði hann. „Til-
finningar mínar á þessari stundu eiga ekkertskylt við kærleika.
En þú sérð það sjálf, að eftir það, sem hefir farið milli min og
Hildu, get eg ekki hortt aðgerðarlaus á glötun hennar. Eg mun
ekki þurfa að spyrja, hver hafi táldregið hana!“
„Hún játar, að Laggi hafi tælt sig með fögrum orðum bæði
frá heimili móður sinnar og frá vegi dygðarinnar“.
„fetta skal hann verða að bæta og það með þeim hætti, er
hann síst grunar. Farið þér heim, Stenlund, og búið hana undir
komu mína. Eg kem innan stundar“.
„Elskan mín“, sagði hann við konu sína, er gesturinn var
farinn“; þú mátt ekki gera mér neinar getsakir. Eg get ekki
látið ógæfumanneskju þessa hjálparlausa“.
„Gerðu, góðurinn minn, það, sem þú telur skyldu þína, og
efast ekki um traust konu þinnar. En hvað hugsar þú til að
gera?“
„Spyrðu mig ekki um það. Láttu mig einan um ráðagerðir
mínar“.
Vér sleppum að lýsa fundi þeirra Hellstedts og Hiidu. Hann
drap ekkert á það, sem á undan var gengið, en spurði einungis
um, hvernig henni hefði liðið og hver ætti það, sem hún gengi
með.
Hún sagði honum alt um hagi sína og að Laggi hefðist við
i bæ einum skamt frá Homdölum
Síðan fór Hellstedt að finna móður Hildu, og kvaðst hún ekki
2gi
taka dóttur sína í sátt fyr en hún væri gift manni þeim, sem hefði
glapið hana.
petta kom heim við ráðagerðir Hellstedts og fór hann því
ánægður heim aftur.
í býtið morguninn eftir lét hann beita fyrir sleðann sinn.
Sama morguninn sat Laggi einn í herbergi sínu; vissi hann
þá ekki fyr en sleði nam staðar við dyrnar og Hellstedt kom inn.
Laggi varð yfirkominn af hræðslu og stundi upp í eymdarróm:
„f>ér eltið mig sveit úr sveit!“
„Já“, sagði Hellstedt, „eg kom til þess að halda áfram þar,
sem við hættum síðast. Segðu mér undanbragðalaust, hvernig
þú hefir farið með hana Hildu og hvað þú hefir gert af henni“.
„Eg gerði mér góðar vonir um hana, stúlku-aumingjann, og
hún var komin langt á náðarinnar vegi. En hún hvarf á ranga
vegu og þegar ávextirnir komu í ljós, þá yfirgaf hún söfnuð
vorn og vér vitum ekki, hvert hún fór“.
„Og hver hefir glapið hana?“
„Eg veit það ekki og mér sæmir ekki að vita það“.
„Óþokkinn þinn!“ hrópaði Hellstedt með þrumandi röddu.
„þú komst upp á milli okkar, og það má eg reyndar þakka þér
fyrir. En þú hefir teygt hana frá móður hennar, gint hana og
glapið; og þegar afleiðingarnar urðu auðsæjar, þá hefirðu snúið
að henni bakinu og hrundið henni frá þér“.
Laggi sá, að hér var ekkert undanfæri. „pó mér nú i bráð-
ræði og breiskleika hafi orðið þetta á, sem þér talið um, hvað
á eg þá að gera?“