Fjallkonan - 23.12.1902, Blaðsíða 4
4
FJALLKONAN
J. P. T. BRYDES VERZLUN
í REYKJAVIK.
hefir nú fengið með »Morsö«:
Konfekt gráfíkjur, stórar og smáar
Krydd-sykraða ávexti
Val-hnetur
Hesli-hnetur
Parahnetur
Eggjaduft, sem er eins gott i kökur og egg, o. fl. o. fl.
NYKOMIÐ
i verzlun
Stiirlu Jónssonar
Album, Bréfamöppur, Bréfaveski, Vasabækur, Mvndabækur,
Myndarammar, Brúður, Handhringir, Hálsfestar, Urfestar. Marg-
ar tegundir af Sápum og Ilmvötnum, Peningabuddur, Munnhörpur.
Margar tegundir af Burstum, Körfum og eldhúsáhöldum.
Engin Jólagjöf
TIL JOLANNA.
Kaffi. Sykur alls konar.
Consum-Choeolade.
Hveiti. Rúsínur. Sveskjur. Kardemommer. Gerpúlver.
Sucade. Möndlur. Vaniile.
Kaffibrauð.
Jólakerti.
Spil.
Almanök.
Alls konar NAUÐSYNJAV0RUR.
Saltflskur Agæt ofnkol
O S. f'l'V.
cFisc/íers-verzlun.
□U
er eins kærkomin og LIYD ARPENNI enginn lind-
arpenni er á viö „Pelican" lindarpeuna, sein íást í
bókaverzlun Sigf. EyillllIKÍSSOIiar, þeir geta enzt alla
æfi og eru þeir einu, sein ekki leka.
NOTlí) TÆKIFÆHID
í skóverzluniniii i AUSTURSTRÆTI 4,
fæst nú fyrir JÓLIN, íslenzkir vatnsleðursskór, sterkir og góðir
á 7,50—8,00. íslenzkir kálfskinnsskór góðir og ódýrir. Karlm. Box-
Calf skór á 8,75. Kvenn-Reima- og fjaðraskór á 5,00. Kvennskór
með fölskum hnöppum 6,00 og ýmsar fleiri sortir jafn-ódýrar.
Komið og skoðið. — Hvergi betri kaup í bænain.
Þorsteinn Sigurðsson & Stefán Gunnarsson.
Uliarsendiugum
Alnavara
mjög góð og ódýr
nýkomin í verzlun
Studu Jdnssonar.
til klæðaverksmiðjunnar á Álafossi
í Mosfellssveit veiti eg móttöku
eins og að undanförnu.
Verksmiðjan tekur að sér að
kemha ull, spinna, vefa, þæfa, ló-
skera, pressa og lita.
Áríðandi, að sendingarnar séu
vel merktar með tré eða leður-
spjaldi.
Þingholtsstræti nr. 1, Reykjavík
Jón í»órðarson.
Meö s/s Morsö
komu í verzlun
Björns hrðarsonar
Aðalstræti 6
birgðir af rnargs konar nauðsynja-
vörum. Þar á meðal mjög mikið
af góðum dönskum Kaitöflum.
Ennfremur til jólanna: Kerti,
Spil og margs konar barnagull,
Bollapör, Diskar, Vindlar, Cigar-
ettur, úrval af Ilmvötnum, Sápa,
Epli. Góð og falleg Stumpasirz
og margt fleira.
Alt með svo góðu veiði sem
frekast er unt.
&Zauésyiya v örur
til jólanna, leikföng, myndabækur,
kerti, spil o. fl., hentugt á Jóla-
t r é n. Hvergi ódýrara en í
verzlun
Jóns Helgasonar (Aðalstr. 14).
Rartöflur.
EPLI.
L A U K U R .
VÍNþRÚGUR.
Hvitkáls- og Rauðkáls-höfuð
— Gulrætur — Röðbeder —
Selleri,
nýkomið með »MORSÖ« í verzlun
Sturíu Sónssonar.
Vaterproof-
kápur
nýkomnar i verzlun
Sturlu Jónssonar.
Ritstjóri: Ólafur Olafsson.
Útgefandi: Bríet, Bjarnhéðinsdóttir
ísafoldarprentsmiðja.
22
Þegar hún kom að húsinu, sem hún giftist í, þá var það
mannlaust.
Nú var sem flest sund væru lokuð; þóttist hún þá sjá,
að ekki væri 1 önnur hús að venda en að fara til leynilög-
reglunnar.
»Hann Joe Phönix er aJlra manna duglegastur«, mælti
hún fyrir munni sér og skundaði þegar á leið til hans.
Að skömmum tíma liðnum var hún þangað komin; drap
hún tafarlaust á dyr og gekk inn; heilsaði henni þar hár og
vel vaxinn maður.
»Eruð þér herra Phönix?« mælti frú Lodega.
»Nafn mitt er það, kona góð! Yður er óhætt, að trúa
mér fyrir þvi, sem yður er á höndum«, svaraði hann.
Frú Lodega sagði honum upp alla söguna.
»Það er undarlegt mál að tarna« mælti Phönix, og var
því líkast sem hann væri annars hugar. »Mér þykir senni-
legt«, mælti hann, »að bæði lækninum og málfærslumannin
um hafl fundist sera enginn hefði haft ástæðu til þess að ráða
Calderwood af dögum, og því hafl þeir verið sannfærðir um,
að alt væri með feldu«.
»Þér eigið kollgátuna«, mælti frú Lodega.
»En ef sýna mætti fram á, að einhver ástæða hefði þó
getað verið«!
»Æ! I hamingjunnar bænum! Er það mögulegt, að þér
vitið nokkuð um þetta óttalega leyndarmál*!
»Eg er litlu fróðari en þér. En i morgun komst eg samt
23
á snoðir um flest atvikin að dauða Calderwoods. Og svo mik-
ið er víst, að gildar ástæður gátu verið að dauða hans. Líf
hans var trygt fyrir sextíu þúsund dollurum, og ábyrgðarfé-
lög þau, sem hér eiga hlut að máli, vilja gjarnan smeygja
gjaldskyldunni fram af sér. Þér getið því verið vissar um,
að einkis verður látið ófreistað tíl að leiða sanuleikann í ljós«.
Loksins stóð þá frú Lodega ekki ein uppi.
Joe Phönix var helzt á þeirri skoðun, að búið væri að
taka lík Calderwoods úr kistunni. Samt leituðu þau leyfis til
að grafa hann upp og fengu það. Voru þau þar bæði við-
stödd, frú Lodega og Joe Phönix. Spádómurinn um líkránið
rættist að vísu ekki, þvi líkið var í kistunni. En ásjónan á
likinu var skaðskemd af mannavöldum, og líkið því líttþekkj-
anlegt.
»Svo er sem mig grunaði«, sagði frú Lodega. »Þetta er
ekki líkið hans Calderwoods; það heflr verið tekið úr kistunni
og þetta látið í staðinn. Vangaskeggið á þessu líkí er lengra
og dekkra en á honum var; þar að auki er þetta lík miklu
handstærra en Calderwood sálugi átti að vera«.
»Já, já! Ekki batnar enn«, sagði Joe Phönix. »Altaf fer
það versnandi; þetta ætlar að verða versta og flóknasta mál,
sem eg hefi fengist við; það verð eg að játa«.