Fjallkonan


Fjallkonan - 17.02.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 17.02.1903, Blaðsíða 1
Kemur~iiUeinu sinni i viku. Yerðárg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l^/a doll.) -borgist fyrir 1. júlí (erlendis 'yrir- fram). H U BÆNDABLAÐ .A. JL w VERZ LUNARBLAÐ Uppsögn (8krifleg)bnnd- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: I»ing- holtsstræti 18. XX. árg. Reykjavik 17. febr. 1903 Augnlœlming ókeypis 1. og 3. þrd. 1 hverjum mán. kl. 11-1 i spltalanum. Forngripasafn op'ð mvd. og ld 11 12. Landakotskirhja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn bvern virkan dag hi 11—2. Bankastjórn við kl. 12 1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag í 41.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útiána. Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 1. + Þann 30. septbr. síðastl., andað- íst heiðursekkjan Ragnheiður Ein- arsdóttir á Fífustöðum í Barða- strandarsýslu. Hún var dóttir séra Einars, son- ar séra Glsla, setn var prestur í Selárdal. Séra Einar var giftur, og hét kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Ragnhildur sál. var fædd í Sel árdal 1817, og ólst hún þar upp, hjá afa sínum og ömmu, þar til hún var fjögra ára, þá fór hún til foreldra sinna, sem þá voru komnir i Laugardal í Tálknafirði. í Laugardal dó móðir henpar. Flutti faðir hennar þá að Selárdal, og hún með honum, og var hún þá 17 ára að aldri. Þar var fað- ir hennar aðstoðarprestur hjá föð- ur sínum, og síðan prestur. Ragn- heiður Einarsdóttir var hjá föður sínuro, þangað til hún giftist í Selárdal Jóni syni Arna Gíslason- ar hreppstjóra og bónda á Neðra- bæ, og var hún þá komin yfir tvítugt. Þau hjón bjuggu alla sína búskapartíð á Skeiði. Jón Árnason var rnjög lengi hrepp- stjóri, og alla tið merkisbóndi. Þau hjón áttu 12 börn. Þar af lifa nú fjögur, en hin átta eru dáin. Hún misti mann sinn eftir fjöru- tíu ára ástrika sambúð árið 1883, og var hann þá 64 ára gamall. Hún hætti þá að búa, en sonur hennar, Gísli, tók þá við búi á Skeiði, og bjó hann þar nokkurn tíma. Hún fluttist að Fífustöðum 1890, með Gísla syni sínum, og var hún þar hjá honurn alt til dauðadags. Þegar hún tók að eldast, misti hún sjón sína, og á síðustu árum æfi sinnar varð hún starblind. I átta vikur lá hún í rúminu, og úr þeirri legu dó hún. Þetta bar hún alt með frábærri stillingu og hugprýði. Alt þetta sýnir hið mikla vit, sem hún hafði af guði þegið. Það má þvi með sanni segja, um þessa konu, að hún var guð- hrædd, hjálparfús, velviljuð, vin- sæl, gestrisin og hreinlynd kona. Guð blessi minning hennar. o. o. Yfiriit ársins 1902 i Landhreppi. Niðurl. Verzlunarfélagsskapur hefir og nokkur verið. Undan- farið verzluðu Landmenn, eins og fleiri, mest i Zöllners- eða Stokks- eyrarfélaginu, en undu þar eigi lengur en fram á árið 1900. Síð- an hafa þeir aðallega verzlað í innbyrðisfélagsskap, og hafa með því hér um bil hin beztu fáanlegu verzlunarkjör. Hafa þeir haft sér góðan formann, Eyúlf í Hvammi, en hann aftur leitað verzlutiar- frétta og samninga við kaupmenn. Bæði árin 1900 og 1901 náði hann svo góðum samningum við Evrar- bakka kaupnlenn, að alls eigi var tilvinnandi að leita lengra, og árið 1902 gat hr. Ólafur kaupmaður á Stokkseyri gefið svo góð kjör, að betri fengust ekki yfir höfuð í Reykjavík. Vörur hans hata þó reynst ágætar, nema bankabygg þótti gefast misjafnt. í þessura innsveitis verzlunar- félagsskap hafa yfir höfuð verið helzt hinir efnasmærri og alt upp að hinum efnuðustu. Þeir hafa sfzt verið með, því miður, enda geta hinir stórefnuðu, hér sem annarstaðar, velt sér effir vild; þeim verður vanalega ekki mikið fyrir, að fá bærilega prísa. Þó munu utanfélagsmennii nir ekki hafa fengið betri kjör en félags- menn. Fæstir af félagsmönnum gátu borgað við móttöku varanna; en við því var gert með þvi, að formaður útvegaði peningalán til haustsins, og með því náðust hin góðu kjör. Allir f'engu að vera með, hinir efna minstu, sem aðrir, og engum meinað að taka vörur sem. næst eftir þörf. Með þessu lagi fengu allir félagsmenn í eínu lagi, á hentugasta tíma, vorinu, næstum allar árs nauðsynjar sín- ar úr kaupstað með hinu lægsta verði, sem yfir höf'uð var unt að fá. Að öðrum kosti hefðu margir af þessum mönnum orðið að draga að sér í mörgu lagi, á öllum árs- tímura, sumir sitt i hverjum stað, og þá auðvitað margt af' þvf með versta verði. Þannig er og alstað- ar þar, sem hinir efnaminni eru látnir einir sér, og efnamennirnir rétta þeim ekki bróðurlega félags- hönd; en við þetta minkar aftur óseganlega mikið bolmagn hinna efnasmáu við fátæktinni, burðar- magn þeirra í f'élagsþarfir og einn- ig velvilji þeirra til félags síns lamast, og sjálfstæðis- og sjálfs- bjargarviðleitnin dofnar, en alt bitnar svo á sveitarfélögunum sjálfum, nauðugum viljugum. Alt þetta skilur og sér E. í Hvammi og engan þekki eg, sem meir og betur vill og reynir að koma í veg fyrir slikt. Sjálfur er hann vel efnum búinn, og gæti því vel »potað sér« að góðum kjörum, eins og svo margir efnamenn gera. En slíkt er honum fjarri; hann vill vera með hinurn smærri, styðja þá með sínum félagsskap, og láta þá njóta með sér þeirra kjara; sem hann getur bezt fengið. Og enn þá hefir hann ekki rasað um ráð fram. Allir hans félagar, og það hinir efnaminstu hafa komist fram úr að standa i skilum, svo að honum hefir sjálfum ekki þurft »að blæða«, enda er öll hans að- ferð alveg löguð til að hvetja og hjálpa til skilsemi og drengskap- ar. Og það er enginn efi á, að í þessu Eyúlfslagi liggur rótin til hinna jöfnu afkomu Landmanna. Þeir væru fleiri fátækari, og færri efnaðir, ef hans hefði ekki notið við, endamunuflestirLandmenn kannast við þetta, ef i alvöru fer, og allir, væri hann dauður. Þessa er ekki getið til að smjaðra fyrir E., held- ur öðrum oddvitum, og sveitar- höfðum til athugunar. Búnaðarfélag hefir og verið með Landmönnum um undanfarin ár með Eyúlf í Hvammi fyrir for- mann. I því eru flestir Land- menn. Hefir talsvert verið i því gert. Stærsta viðfangsefni þess er sandvörnin, og hefir langmest verið að henni unnið þetta ár 1902, enda hefir góður styrkur fengist til hennar frá »Búnaðarfélagi ís- lands«. Er sandvörnin einkum fólgin i garðhleðslu um sandgár- ana þvera. Er þegar fengin tals- verð reynsia fyrir, að að þessu er hin mesta vörn. Safnast stær- sti og hættulegasti sandurinn und- ir garðana, og stöðvast þar, en það. sem lengra fer, er fínna og skaðminna. Síðasta vor var með mestu sandfoksvorum hér, en undra lítið varð þó að, þar sem garðar voru fyrir. En annarstaðar gekk mjög á. Er þvi nú talinn enginn eða lítill vafi á, að væri sandgarð- ar nægilega margir, þá hætti að fjúka að ráði, en færi að gróa. Einkum ef fræsáning væri með, sem og mun nú vera í ráði. Sá, sem lengst og mest hefir glímt við Landsandinn, fundið upp garðana gegn honum, reynt þá, og barist fyrir hindrun hans, er Eyúlfur f Hvammi. Þetta er því lfka eitt af hans mestu áhugaverkum, og lifs eða liðinn sér hann Landsand- ana gróna. Nokkurskonar félag gerðu líka Landmenn með sér það ár 1902 til skilvindukaupa. Til þess tíma voru skilvindur eigi nema á örfáum bæjum, þeim stöndugustu, en nú fengu þeir sér skilvindu, hver um annan þveran, og hjálpuðu hver öðrum til á ýmsan hátt, svo að nú má kalla, að skílvinda sé á hverjum bæ, viðast »Perfect«. Eyúlfur í Hvammi studdi einnig þáframkvæmd manna mest, og einum fátækasta bónd- anum i hreppnum hjálpaði hann beinlínis sjálfur, með sinni ábyrgð, til að eignast eina. Þykja þessar skilvindur viðast happakaup. Þær skilja alla árstíma mjólkina jafn- vel og betur en gamla aðferðin, og auka með því rjómann og smér- ið. Enn fremur hafa þær komið af stað meiri og betri reglu og meðferð á mjólkinni. Enn fremur hefir þetta dýra áhald, því dýr er skilvindan, einnig komið mörgum, sem betur fer, til að spara meir rjómann, hætta að éta smér með kaffi og sykri, svo að þeir því fyr fengju hið dýra áhald borgað, og þvi fremur gætu eignast kaffilús og sykurögn, eða þá annað, sem ekki má án lifa. Og þetta sér líka á alstaðar þar, sem búendur hafa tekið þetta lag, þvi smérfram- leiðsla hefir þar stóraukist og þar með þá auðvitað miklir peningar innunnist, þó ekki væri fyrir ann- að en kaffi og sykur. Eitthvað þarf líka fyrir það, því Landmenn þurfa mikið af þvf margir, eins og fleiri nú orðið. Rjómabú vantar Landmanninn enn; langar þó margan til þess; en þvi miður, hefir en ekki feng- ist nægur áhugi eða félagsskapur til þess, að koma því á. Vonandi verður það bráðum. Og annað eins hafa Landmenn gert. Mentun Landmanna eða upplýsing er eins og gerist, þó ekki miður. Lestra- félagið hefir aukið mörgum tals- verða þekking og vakið þekking- arlöngun. Hvað unglingafræðslu snertir, þá hefir þar verið mjög ábótavant, eins og viða. Þetta futtdu líka Landmenn vel sjálfir, og því var það, að þetta ár 1902 kusu þeir menn úr sínu félagi, til að búa til lög fyrir hreppinn um kenslu barna og unglinga. Voru þá slík lög saminn, í 20 greinum. Aðalefní þeirra er þetta: Heimilin skulu sjálf annast um uppfræðslu barna sinna til 11 ára aldurs, en þó fá forskriftir frá kennara, sem hreppurinn heldur 1 6 mánuði á vetri hverjum. En f'rá því að börnin eru 11 ára og til 14 ára aldurs, skulu heimilin skyld til að láta börnin njóta hreppakenslunar, og þá annað- hvort gera þau út eða gefa með þeim ákveðna upphæð á kenslu- staðnum. En kenslustaðir skulu vera mest þrír í öllum hreppn- um. Ómaga og börn mjög fátækra manna skal styrkja gefins styrk af hreppssjóði. Þessi lög stefna beint að reglulegum skóla. Þessi lög voru lögð til umræðu og sam- þyktar fyrir Landmenn fyrir slátt á fjölmennum fundi. Mættu þar hér um bil allir atkvæðisbærir menn hreppsins. Og það manns- bragð gerðu þeir þá, að þeir sam- þyktu lög þessi í e i n u h 1 j ó ð i. En því miður varð ekki hægt, að koma lögum þessum í f'ramkvæmd þetta ár. Vantaði undirbúnirtg, og var því frestað. Nú halda þeir til bráðabyrgðar 2 kennara 3 mán- uði hvorn. Næsta ár munu þeir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.