Fjallkonan - 17.02.1903, Síða 3
FJALLKONAN
27
vetur þá snemma að með kulda
og snjó.
Arið eftir tók fölk að streyma
þangað og kom þá brátt í ljós, að
á Nomeströndinni, var mjög víða
mikið gull í jörðu, bæði nær og
fjær sjó.
Á Nomeströndinni er að vísu
ekki eins kalt og í Klondyke; en
þar erbæði vætursamara og vinda-
samara. Norður þar er yflr höfuð
kaldara og hryssingslegra en i
Norðurálfunni jafn noröarlega.
landið blasir við íshafinu, en há
fjöll hefta sunnanvindana. Mestur
kuldi, sem menn hafa þar aí að segja,
er _p_ 48» q j febrúarmánuöí, ög
mestur hiti X 24° c-* júlímánuði.
Sumrin eru þoku- og vætusöm;
haust og vetur eru stormatíðir, en
snjóar ekki miklir. Skammdegið
varir frá öndverðum nóvetnber-
rnánuði til febrúarmánaðarloka. Is
er þar á vötnum frá ofanverðum
seftembermánuði til miðs maimán-
aðar, og höfnin þar fyrir framan
var 1900—01 ísi lögð frá 18. nóv.
tii 18. júní.
í maimánuði 1899 tóku Ame-
rikumenn að streyma þangað hóp-
um saman; fregniruar um guliið
teygðu menn með ómótstæðiiegu
afli. Fyrstu tjöldin voru reist í
júnímánuði við ána Snake og í
októbermán. var þar kominn bær
með 5C00 íbúum, er hét NomeCity.
Þar þutu upp kirkjur, sölubúðir,
drykkjustofur, dans- og spilakrær,
og frá septembermánuði voru gefin
út 3 blöð. Síðar fanst gulJ einnig
niðri við sjóinn og færðist þá
bygðin meira út og niður á við.
Um sömu rnundir reis og upp ann-
ar bær, sem nefndist Anvil City
og er 7 rastir norður af Nome;
þar fanst mesta gullið árið 1901.
Fyrst framan af var gulifundur-
inn geysimikili hjá sumum. Tutt-
ugu verkamenn fundu þannig á
einum degi gull uppá 11.000 doll-
ara. Árið 1899 var allur guliafl-
inn úr námunni á Nomeströndinni
uppá 2,300,000 dollarr..
Bandaríkjastjórnin lét alt þar
norðutfrá svo afskiftalaust, senr
hún gat; fekst hún ekki um þótt
gullnemar settu á laggirnar nokk-
urskonar sjálfstjórn; lét hún nægja
að senda þangað örlítinn liðsafla
til þess að sefa í þeim mesta rost-
ann. Fram að haustinu 1899 gekk
alt bærilega; en þegar kom fram
á veturinn, þá fór að versna. Á
Nomeströndinni til og frá var sam-
an korainn mesti sægur manna,
hátt á 3. þúsund rnanns. Verð á
matvöru, tintbri og kolum varð
geipihátt; ýrnsir sjúkdómar komu
upp, sumir illkynjaðir svo sem
taugaveiki og bólusótt; hrundi þá
fóikið niður hópum saman. Lagð-
ist þá margt á eitt svo að hætta
varð gullgreftinum um stund.
Meðan þessu fór fram þar norð-
urfrá gekk mikið á með auglýs-
ingar bæði í Canada og Banda-
ríkjunum. Var svo látið sem ó-
hemju auður væri fólginn þar
norður við Behringssund; þyrfti
ekki annað en beygja sig til að
tína guilið upp af jörðunni. Væri
þar ekki minna um að vera en
er bezt lét í Kalífornju. Vorið
1900 streymdi þvi fólkið þangað
norður eftir enn á ný, og það
miklu meira en árið áður. Rök-
uðu þá sum gufuskipafélögin sam-
an stórfé á fólksflutningum; eitt
þeirra græddi 2x/2 millión doilara.
Þangað til í septembermánuði flutt-
ust þangað frá San Francisco
31000 manns; var þá um haustið
fólkstalan norður frá orðin 50,000.
Þessi geipilega fjölgun dró slæm-
an dilk á eftir sér, einkum þar
sem gullið reyndist ekki eins mik-
ið og menn höfðu gert sér í hug-
arlund. Flestar nauðsynjavörur
urðu ofsalega dýrar; kolatunnan
komst þannig uppí 125 dollara.
Heilsufarið var jafnan fremur bág-
borið. Stjórnleysi og allskonar ó-
regla gekk úr öllu hófl. Menn
bitust og börðust og skutu hver
annan. Fór þá svo að lokura, að
hætta varð öllum námugrefti;
k.0,000 manna urðu atvinnulausar
og liðu sára neyð. Þegar kom
tram í júnímánuð, kom umboðs-
maður stjórnarinnar; hafði hann
bæði mikil völd og mikinn liðsafla.
Var það fyrsta verk hans, að
senda alla atvinnulausa menn burtu
til átthaga sinna, og komst við
það friður og spekt á. Síðan var
komið góðu og föstu skipulagi á
námugröftinn, höfnin bætt, götur
lagðar og bættar og nægu og góðu
vatni veitt að; fór þá alt að fær-
ast í betra horf. Veturinn 1900—
1901 var fóikstaian 6000 og að-
sóknin varð vorið eftir miklu
skapfellilegri en áður. Árið 1901
var ágóðinn af námugreftinum
3,500,000 dollarar; er útlit fyrir,
að framvegis muni guilaflinn verða
þar á borð við.
Nú er það orðið deginum ljós-
ara og fullsannað, að allur Seward-
skaginn er mjög gullauðugur.
Gullauðugustu svæðin eru samt
norðan undir Nomefjöllunum, eink-
um kringum Port Clarence og
Golowninflóann. Nýlendur eru
altaf að myndast, verzlun að auk-
ast og samgörtgur að batna. Guli-
nemar eru einlægt að færa sig
upp á skaftið og halda lengra
norður. Eru þeir núkomnir allar
götur norður að Hopehöfða. Einn-
ig þaðan hafa komið ýmsar kynja-
sögur um auðugar guilnámur. En
reynslan verður að skera úr hvað
hæft er í því.
Óttaleg strandsaga.
19. ján. strandaði þýskt botn-
vörpuskip austan til á miðjum
Skeiðarársandi.
Þar eystra eru margar landtök-
ur ekki góðar en þessi staður þó
langvoðalegastur þeirra allra. Það-
an eru nál. 5 mílur upp að jökl-
inum, þar sem sumarvegurinn ligg-
ur, en þó ennlengra til manna-
bygða hvort sem farið er austur
eða vestur og óvæð vötn báðu-
megin, Skeiðarárósarnir að aust-
an en Hvalsíki að vestan og þarna
um eru engar mannaleiðir nema
þá sjaldan menn fara þangað á
fjörur og má nærri geta hve oft
það er farið um háveturinn, þegar
öll vötn eru auð, eins og nú var,
því þangað er sögð 4—5 stunda
reið frá næstu bæjum þó allan
vatnsflákanu megi skeiðriða á ís-
um.
Það var kl. iO um kvöldið að
skipið kendi grunns. A skipinu
voru allir í svefiú nema varðmað-
ur einn, og skipið fylti þegar í
briminu. Þó komust allir skipverj-
ar, 12 saman, lifandi á land nál.
kl. 2 um nóttina, þegar útfjaraði,
þvi þá hafði rekið upp á flóði, en
úr skipinu náðu þeir nær engu,
nema einhverju af mat og fötum,
og þó mjög litlu.
Sem von var varð vesalings
mönnunum fyrst fyrir að fara að-
leita mannabygða. Þeir fóru víðs-
vegar um sandinn og gerðu ýmsar
atrennur til að vaða vötnin bæðí
uppi undir jökli og niðri við sjó
eti alstaðar óvætt. Á þessum ferð-
um þraut þá oft dag, og urðu þá
að iiggja úti á bersvæði og stund-
urn á ísunt, en skýli höfðu þeir
smámsaman gert sér úr tunnum og
rusli, sem úr skipinu rak, breitt
yfir segl og mokað að sandi en
einar 3 nætur voru þeir í skýlinu,
þvi óttinn við að verða að deyja
þar úr húngri rak þá sifelt af
stað. Á þessu vonleysis eigri voru
þeir þar í 8 sólarhringa og 28.
jan. lagði stýrimaður af stað og
ætlaði að reyna að komast vestur
yfir yötnin einn síns iiðs en til hans
hefir ekki spurts síðan, hefir annað-
hvort druknað eða helfrosið.
Þann 29. leggja þeir enn af stað
og höfðu þá reirt saman eitthvert
flekaskrifli, sem þeir ætluðu að
reyna að fljóta á yfir dýpstu ál-
ana og drógu það með sér vestur
að Síki. Þeir sjá þá menn á fjör-
uin fyrir vestan, en með engu
móti gátu þeir vakið athygli þeirra.
Vegurinn á miili var miklu lengri
en svo. En svo leggja þeir þó á
fremsta hlunn og komast þá loks
yfir vatnaflæmið en tvo félaga sína
urðu þeir að skilja þar við hel-
frosna. Þeir fylgdu svo braut
fjörumanna, og komust loks að
Orustustöðum á Brunasandi næsta
morgun en kúrðu undir skipsflaki
á fjörunni um uóttina. Þeir höfðu
þá verið að hröklast um sandinn
nær 11 sólarhringa. Þeir voru þá
eftir 9 og 3 litið kaldir en 6 mikið
og 3 þeirra mjög skemdir, mest á
höndum og fótum.
Einyrki fátækur sem á orustu-
stööum býr hafði unnið þeim all-
an greiða, sem hann mátti, en
sýslumaður sá þeim síðan fyrir
læknishjálp og öðrum nauðsynjum
| og eftir skýrslu hans er þetta
J tekið. Þeir 4 beztu komu hingað
til Rvíkur á flmtudaginn var.
Yestmannaeyjum 23. jan. 1S03.
Þann 15. þ. m. gerði hér landsynnings-
veður mikið og sjávarflóð svo mikið, að
fádæmum sætir, brotnaði þá Strandvegur-
inn nær því allur; þessi vegur liggur neðst
í sjóþorpinu og næst sjó, og er hlaðinn úr
stórgrýti, og allmikið mannvirki. Sýslu-
41
Joe Phönix; og þau liafa setið á ráðstefnu i tvær stundir síð-
degis í dag«.
»Já! Sú lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna! En hvað
fór þeim á milli, Joe Phönix og henni?«.
»Fréttasnatar minir voru ófróðir um það«.
»Hann Phönix ræður ekki ekki fram úr þessu«.
»Jújú! Það gerir hann nú reyndar. Lífsábyrgðarfélög-
unum, sem Calderwmod vúr viðriðinn, þykir grunsamt um
dauða hans og hafa falið Phönix að komast fyrir það mál«.
»Nú, jájá! Það verður þá ekki sitjandi sælan fyrir mig,
að klófesta þessa sextíu þúsund dollara«, mælti Marmaduke
Calderwood.
11. kapítuli.
Maðurinn frá Suður-Ameríku.
Vér höfum áður látið þess getið, að Rauði-Hinrik hélt
veitingakrá; var hún í þeím hluta bæjarins sem venjulega
var kallaður franska hverfið. Hann var stækur lýðveldis-
maður; en meira var það í orði en á borði, þvi helst fylgdi
hann lýðveldisskoðunum til þess að geta komið betur ár sinni
fyrir borð í aðalstörfum sinum Þeirra hluta vegna hélt hann
og veitingakrána. Hún tók lítið fram venjulegum þjófabæl-
um; það var heldur ekki nema úrvalslið úr þjófaflokki, sem
þangað var boðið og velkomið. Áræðnustu og hugvitssömustu
þjófar og bófar vöndu þangað komur sinar.
41
Eg srgði: Hvern og einn;. en það er ekki rétt, einn tek eg
undan«.
»Það eruð þér sjálfur«, sagði Phönix. »Þér eruð ókunn-
ur, en verðið það ekki lengi. Og þó að þér teljið yður fær-
an í flestan sjó, þá munuð þér samt verða að lúta í lægra
haldi«.
»Já, ef hinum gengur ekki betur en yður, sem þó eruð
manna færastur, þá er eg ekki sérlega smeykur. En við
skulum ekki vera að slá út í aðra sálma. Okkur vantar
einn mann undir eina árina og þér eruð manna hæfastur í
það skarð. Gerið nú félag við okkur, þá fær lögreglan enga
rönd við okkur reist. Við erum búnir að koma okkur lag-
lega á laggirnar í flestum hlutum borgarinnar; en viljum
samt gera það betur«.
»Eg skil vel, hvað þér eigið við. Þið hafið leynilögreglu-
menn til snúninga fyrir ykkur. Að öðrum kosti hefðuð þið
heldur ekki getað séð víð brögðum mínum«.
»Já! Við höfum laglega vikapilta. En við vildum samt
taka fegins heudi móti yður. Þér eruð gagnsmaður, að hverju
sem þér gangið«.
»Það verður samt ekkert af því. Við þessi kaup vil eg
ekki vera riðinn. En eg sting upp á öðru. Sleppið þið mér
og eg heiti ykkur því og legg við drengskap minn, að eg
skal ekki segja frá þessum leynistöðvum ykkar og ekki nota
mér kunnugieika minn á högum ykkar, enda þótt eg verði
óvinur ykkar meðan eg lifi«.