Fjallkonan


Fjallkonan - 28.04.1903, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.04.1903, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 07 Eyrarbakka gefið bókasafn Arnes sýslu, en lestrarf'éiag Þorlákshafn- ar fékk 15 kr.- til bókakaupa. Askilið var, að sjómenn úr sveit fái ódýran aðgang að söfnunum. 5. Ýms mál: Farið var fram á, að ef alþingismenn fjölguðu um 4, fengi Árnessýsla 1 af þeim, og henni skift í 3 kjördæmi, með tilteknum takmörkum. Til vara voru takmörk tiltekin, ef henni yrði ekki skift nema í tvö kjör- dæmi. Skorað á þingmenn, að halda þinemálafundi fyrir næsta þing í Skálholti, Húsatóttum og á Selfossi. Veittar 30 kr. til héraðsfundar- halda 1 bráð. En beðið um, að héraðsfundarmönnum verði ákveð- in 3 kr. daglaun, og laun sýslu- nefndarmanna hækkuð að sama skapi. í þetta sinn þarf að jafna 4000 kr. niður á sýsluna, og er það 1000 kr. minna en í fyrra. Það stafar af þvi, að minna eyddist í ár til Stokkseyrarhafnar en áætlað var. En þeim mun meira þarf þar næsta ár, svo þessi lækkun verð- ur að líkindum ekki nema þetta árið. Menn munu verða fegnir því samt. Nýar bœkur sendar Fjallkonunni frá »det nord- iske Forlag* í KhöfnV B o e r'n ej’s Kamp med Englænderne af General Chr. R.deWet. Meðan að Búaófriðurinn stóð yfir, mátti segja, að öll Norðurálf- an legði við hlustirnar og hleraði eftir hverri frétt um viðureign Búa |og Breta. [Flestir® óskuðu sigurslitlu þjóðinni fræknu, sem var að verja fé og freisi gagnvart brezka risanum. Allir dáðust að hreysti Búa, þoli og þrautseigju; jafn vel Englendingar, sem fengu þó margan harðan skellinn í við skiftum sínum við þá, hafa á margan veg vegsamað fræknleik þeirra, föðurlandsást og þolgæði. í bók þessari er sögð hernaðarsagan frá upphafi til enda og eru sögu- mennirnir hetjurnar sjálfar, deWet, de la Rey og[ Botha. Er öll frá- sögnin einkar skemtileg bæði af því, að veljergsagt frá,[og eins af hinu, að hetjurnar segja frá sjálf- ar, þekkja öllum [betur efnið og hafa tekið þátt í hreystiverkunum. Ráðagerðunum og bardögunum, áhlaupinu og undanhaldinu, ferða- lögunum og bættunum, ráðsnild- inni og snarræðinu er lýst svo áþreif- anlega, sem frekast má kjósa. Og til þess að gera alt sem skýrast og glöggast fyrir lesendunum er bókin öli með myndum; eru þar ým3ir hinir merkustu atburðir ó- friðarins og flestir þeir menu, sem mestan lofstír gátu sér og alkunn- astir eru orðnir. Bók þessi á alstaðar hinum mestu vinsældum að fagna; er hún bæði skemtileg, fróðleg og vel löguð til að glæða þjóðernismeðvit- und, frelsis-og föðurlandsást hjá ungum mönnum. Hún kemur út í 15 heftum og eru í hverju tvær arkir i átta- blaða broti. Heftið kostar 50 aura. Skottefruen. Historisk Ro- man fra det 16. Aarhundrede af Carl Ewald. Allir, sem nokkuð eru kunnugir mannkynssögunni, kannast við BothwelFgreifa, sem sakaðurhefir verið um að hafa ráðið af dögum Darnley, annan mann Maríu Stuart, SkotaJrotningar, ogsem síðan giftist hinni ógæfusömu drotningu 'sér og henni til ógæfu og að lokum fiúði úr iandi og dó í eymd og volæði í Danmörk. Margt orðið hefir verið lagt á bak þeirn Maríu Stu- art og Bothwell; sumir hafa last- að þau og dæmt, en sumir hafa lofað þau á hvert reipi og fundið þeim margt til afsökunar. Skal hér ekki út í þá sálma farið. En löngu á undan þessum atburð- um kom Bothwell til Danmerkur. Var þá Friðrik annar nýkominn til ríkis. í þeirri ferð fekk hann ást á ungri hefðarmey, fór með hana til Niðurlanda.en lét hana þar síðan eina. Sáust þau svo ekkiaftur fyr en hann eftir flótta sinn frá Skotlandi leið skipbrot í Noregi og kom til Björgvin. Stúlka þessi hét Anna Kristófersdóttir Rustung, og var hún síðan nefnd »Skottefruen«. Um konu þessa og æfi hennar hefirskáldið Carl Ewald ritað bók þessa. Er bókin merkiiegri og fi óð- legri fyrir þá sök, að hún er bygð á sögulegum og sönnum grund- velli og lýsir bæði mönnunum og mannlífinu með réttum litum þeirra tíma. Hún er vel og skemtilega rituð og efnið aðlaðandi: Bókin kemur út í hérumbii 25 heftum, hveit 24 blaðsíður. Hvert hefti kostar 25 aura. Ofan úr sveitum. Arnessýslu 19. apríl 1903. Stöðug gjafatið fyrir allar skepn ur fram að þessu. Norðanátt frá 11. til 17. þ. m. fyrst með storm- um en síðan lygnari og gaf þá á sjó, en mjög aflatregt. Þann 17. snjóaði að mun, en í gær hlánaði nokkuð og er eigi ólíklegt að því haldi áfram. Eu bregðist það, eru bágar horfur með lieybjörg hjá öllum þorra manna. Austur-Skaptafellssýslu 12. apr.1903. Fréttir eru héðan fáar. Þor- grímur læknir er fyrir skömmu kominn heim til sín vestan af Síðu. Hann hefir verið þar yfir þýzku mönnurmm af »Friedrich Albert« frá Geestemúnde, sem strandaði á Svínafellsfjöru 19. jan. síðastl., og er búinn að taka af þeim 5 mönnum, sem kólu, 8 fæt- ur, og allar tær af 2 fótum. Þeir eru nú að mestu grónir og líður vel, eru allfrískir og kátir. Eg hygg, að Þorgr. nái hér aft- ur kosningu, enda er hann dug- legur og framkvæmdasamur, og hefir glögt auga fyrir því, sem betur má fara; sér mikið vel frá »al- mennu sjónarmiði«. 6. þ. m. fanst maður rekinn af sjó nálægt miðsvegar milli Ing- ólfshöfða og þýzka strandsins. Eru líkindi til, að það sé stýri- maðurinn af því skipi. Hann var ekki skaddaður, nema skinnið af andlitinu og handarbökum líkt og af kali. Var í fötum. Annar maður fanst á Tvískerjafjöru aust- ast, í fötum, með stígvél á fótum. Föt voru merkt L. H. og í nær- buxur saumaðir rauðir stafir í hvít- an dregil. Nokkrir ætla til Ameríku í vor héðan úr nágrenninu. Frá Hofs- nesi í Öræfum ætlar Magnús Jóns- son með konu og 10 börn. Það mun vera sá fyrsti maður, sem fer úr Öræfum til Ameríku; þótt nokkrir Öræfingar séu komnir þangað, hafa þeir áður verið fiutt- ir burt úr sveitinni. Ur Suður- sveit fer 1 bóndi: Einar Sigurðs- son á Kálfafelli. Af Mýrum 4 bú- endur: Runólfur Sigurðsson, tré- smiður, Hömrum, Bergþór Ófeigs- son Holtum, Benidikt Kristjánsson Einholti og ekkja Þuriður Þor- steinsdóttir Stórabóli. Vestmanneyjum 19. apr. 1903. Óstöðug og stormasöm hefir tið- in verið þessa yfirstandandi vertíð og hafa gæftir því verið mjög stirðar; en sjósókn hefir verið hér í vetur blátt áfram ískyggileg, og hafa menn róið með hinar löngu lóðir sínar út i þann sjó og það útlit, að menn hefðu fyr meir kynokað sér við að nota slík sjóveður með haldfæri sín, sem er þó að mun hættuminna veiðarfæri en lóðin. Hefir því bæði körlum og konum gefist orsök til að vera hrædd um skipin i því útliti og þeim ofsa sem oft hefir verið (sbr. »biður konan heima á hlaði, hrædd og fegin seglið eygir«). Tvívegis hafa »trollarar« komið í góðar þarfir og hjálpað skipum til að ná landi. Afli er mjög misjafn; hæstur hlut- ur inun vera rúm 600, en lægstur um 100; og er aflinn meira og minna ísuborinn. Hinn 16. þ. ra. kom »Hekla« með tvo botverpinga enska, er hún hitti að fiskiveiðum í landhelgi; var hvor þeirra sektaður um 60 pd. sterl. og afli upptækur og veiðarfæri. Aflinn var seldur í gær á uppboði fyrir 925 kr. Hér mun nú vera samankomið um 1000 manns og má það fjölmenni heita á svo litlum bletti; en þrátt fyrir þrengslin og mannfjöldann er heilsu- far manna yfirleitt gott. Nýr Faraósdraumur. Fyrir nokkru siðan dreymdi Rússakeisara merkiJegan draum. Hann þóttist vera á ferð á slétt- um og breiðum vegi. Sá hann þá þrjár kýr þramma götuna á und- an sér og komst hann ekki áfram fyrir þeim. Kýr þessar voru með óvanalegum hætti; ein var spik- feit, digur, vambmikil og styrndi á belginn á henni; önnur var grindhoruð, mjó og sultarleg, en í.ú þriðja var steinblind. Keisarann dreymdi draum þenna þrisvar í röð, hvað eftir annað. Daginn eftir kallaði keisarinn saman hirðmenn sína og gæðinga, sagði þeim drauminn og spurði þá, hvort þeii gætu ráðið hann. En það fór líkt og hjá Faraó gamla forðum. Allir vitringar keisarans stóðu þarna eins og þvörur og urðu að játa, að þeir gætu með engu móti ráðið drauminn. En því meiri erfiðleikar sem urðu á ráðningunni, því meir langaði keisarann til að vita, hvað draum- urinn hefði að þýða. Braut hann heilann um það nótt og nýtan dag, en varð samt engu nær. Loks ráðlagði keisaradrotningin honum að láta sækja prestaöld- ung einn, sem liún hafði heyrt talað um, og sem hafði á sér al- menningsorð fyrir vitsmuni og hyggindi, og var af alþýðu talinn háheilagur maður. Keisari hugsaði með sér: »Hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma«, og lét sækja öldunginn, sagði honum draum sinn og bað hann ráða hann, ef hann gæti. — Oldunguriun hvesti augun á hinn hágöfuga, einvalda keisara og mælti síðan hægt og gætilega: »Að vísu get eg ráðið drauminn, herra! En er yðar hátign fær um að heyra saunleikann«! — »Já! Fær er eg um það. Seg mér þýðingu draumsins«, mælti keisarinn og var auðheyrt, að honum var mikið niðri f'yrir. Þá mælti öldungurinn: »Feita kýrin, sem lifað haföi á grængresi og kjarngóðu fóðri og sem því reri í spikinu, er embættismanna- stéttin á Rússlandi. Magra kýrin, sem ekki var ann- að en bjórinn og beinin og sem þér kenduð svo innilega í brjósti um, er alþýðan á Rússlandi. Og loks blinda kýrin, sem ekk- ert sá af því, sern fyrir augun bar, er — er — er — jú — fyr- irgefið mér, yðar hátign, en — en« . . . »Nú! Hvað er þetta! Haltu á- fram maður«! sagði keisarinn. »Jæja! Yðar hátign! þér eruð sjálfur blinda kýrin«. — Keisarinn rétti öldunginum þegj- andi hönd sína; hann kvaddi og fór. Skömmu seinna kom drottniug- in inn til keisarans. Sat hann þá í þungum þönkum og gáði einkis. Hún spurði um ráðningu draums- ins og sagði hann henni alt af létta. »Já! Heldurðu ekki, heillin min, að draumurinn sé rétt ráð- inn«? sagði hún. — »Jú! Alveg rétt ráðinn,« svar- aði hann, daufur í bragði. »En heldurðu svo ekki, að ráð- gjafinn þinn hafi líka rétt að mæla, þegar hann kemur og tal- ar við þíg?« sagði drottningin. »Jú! Því býst eg nú við«, svar- aði keisarinn. Drottningin horfði um stund á manninn sinn og mælti ekki orð frá munni. Góðmannlegur var hann þar sem hann sat, en karl- mannlegur ekki. — »Þú ert jafnan á sama máli og sá, sem síðast talar við þig«, mæli hún og var auðheyrt, að henni var mikið niðri fyrir. »Já! Þetta er hverju orði sann- ara. Eg er það«, sagði keisarinn og dæsti þungan. Drottningin stóð upp og gekk út. Orð öldungsins, sem réði drauminn, fóru inn um annað eyrað á keisaranum og út um hit og slðan út um alt Rússland og þaðan er sagan hingað komin. Ekki vitum vér, hvað satt er i henni. — Milli ijalls og íjöru. T í ð i n nú tekin að batna; hef- ir undanfarandi daga verið veður gott með sólbráð og hita. Kemur það sér vel fyrir bændurna austan fjalls og viðar; heyskortur sagður töluverður eystra og illar horfur, ef eigi heldur batanum áfram. Fiskilaust á Eyrarbakka og útlit ískyggiiegt, ef ekki fiskast betur en orðið er. Fréttir að norðan segja engan ís sjáanlegan. Á Vestdalseyri við Seyð- isfjörð brann hús eitt til kaldra kola 21. f. m.;fyrrum veitingahús, er nefndist »Glaðheimur«. Miklu bjargað. Húsið vátrygt fyrir 3550 krónur.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.