Fjallkonan


Fjallkonan - 30.06.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 30.06.1903, Blaðsíða 2
102 FJALLKONAN Draga drotning var 15 árum eldri en konungur. Hún var í æsku sinni hirðmær Nathalie drotningar og lék orð á, að hún hefði verið hjákona Milans konungs. Seinna giftist hún manni nokkrum, Maschin að nafni, og er mál manna, að vingott hafi verið orðið milli Alexanders konungs og hennar, áður en hún varð ekkja. Húq var kvenna fegurst og af góðum ættum, þótt eigi væri hún konungborin, og margir hlutir voru hennni vel gefnir. Litlu láni átti hún að fagna i drotningarsessinum og var hún mjög höfð að háði og spotti, bæði af æðri og lægri, þótti hún með öllu óverðug þess, að skipa slíkan sess. Hún var ó- byrja ogjók það eigi all-lítið hæðni manna og gremju hinnar serbisku þjóðar, að hún lét þá sögu berast út, skönamu eftir að hún varð drotning, að hún væri barnshaf- andi. Taldi hún einnig manni sín- um trú um, að svo væri, og var fögnuður mikill meðal Serba yfir þvi að fá ríkiserfingja. En saga þessi reyndist uppspuui einn og blekkingar og jók það mjög óvin- sældir hennar. Orsakirnar til samsærisins eru margar og skal hér að eins geta hinna helztu þeirra. Lengi heíir verið lítil vinátta milli konungs og herliðsins. Þótti hernum konungur of áhugalaus um hermál öll og bera lítt skyn- bragð á slíka hluti. Eigi bætti heldur kvonfang hans samkomu- lagið, því að Draga drotning var mjög fyrirlitin af hernum. Enn- fremur var konungur mjög yfir- gangssamur í öllum stjórnarat- höfnum sinum og fór lítt að vilja þings og þjóðar. Sagt er, að Milan konungur faðir hans hafi einnig blásið að kolunum og hafi jafnvel haft í huga að hefja upp- reist móti syni sínum árið 1900. Þegar Alexander konungur varð þess vísari, gaf hann þá skipun, að skjóta skyldi föður sinn, ef hann stigi fæti sínum á serbiska jörð. Ekki batnaði þó samkomulagið milli konungs og hersins eftir dauða Milans. Einkum var her inn konungi reiður af þeirri á- ástæðu, að hann hóf Lunjewitsch, bróður drotningar, til vegsog valda, og þegar það var heyrum kunn- ugt, að konungur hefði í huga, að arfleiða hann að ríkinu eftir sinn dag, jókst fjandskapurinn um all- an helming og samsærið var stofn að. Sagt er, að fundist hafi í hirzlum konungs eftir morðin skjöl nokkur, er báru þess vott, að hann hefði afráðið að taka af lífi ýmsa helztu hershöfðingja og fjölda annara málsmetandi manna, til þess að koma þessari fyrirætlan sinni fram. Efasamt er þó, hvort það er satt. Hinn nýkosni konungur, Pétur Karageorgowitsch, er fæddur 11. júlí 1844. Á hann ætt sína að rekja til Georg Czerny, sem í byrjun nítjándu aldar í.félagi við Ahlosch Obrenowitsch, forföður Alexanders konungs, hóf uppreist móti Tyrkjum. Gerðust þeir fé- lagar foringjar uppreistarinnar og hepnaðist þeim að lokum að nokkru leyti, að frelsa Serba undan á- nauðaroki Tyrkja. Samkomulagið milli þessara tveggja ætta hefir síðan verið mjög ilt. Hafa þær kept um völdin í Serbíu og borist á banaspjótum. Alexander, faðir Pét- urs, var landstjóri í Serbíu frá 1842—1858; var hann þá rekinn úr landi og Milan, sem var afkom- andi Abrenotvitsch, settur til valda. Pétur hefir verið í Frakklandi msstan hluta æfi sinnar. Árið 1883 gekk hann að eiga Zorku, dóttur Nikita, fursta á Montenegro. Sagt er, að hann hafi verið mjög frjálslyndur á yngri árum og hafi jafnvel aðhylst rnjög stefnu socia- lista. Hann hefir nú lýst því yf- ir, að hann taki á móti konungs- tign og lofar Serbum öllu fögru. Tekur hann sér nafnið Pétur fyrsti konungur í Serbíu. Morðin 1 Serbíu hafa vakið mjög mikið umtal um allan heim, sem von er. Eru dómar flestra blaða mjög vægir í garð Serba og má af því marka, hve afaróvinsæl þau voru, Alexander konungur og Draga drotning. Engar líkur eru til þess, að hryðjuverk þessi komi Serbum í klandur við aðrar þjóðir. Keisarar Rússa og Aust- urríkismanna hafa þegar sam- þykt kosningu Péturs konungs, en þó hefir Rússastjórn kraflst þess, að morðingjunum skuli refs- að. En eigi þykir liklegt, að sú krafa verði uppfylt eða Rússar haldi henni til streitu, því að hún þykir litt framkvæmanleg og hætt við, að það kunni að draga illan dilk á eftir sér og koma af stað innanlandsóeirðum í Serbíu, ef gera ætti gangskör að þvi að hegna morðingjunum, þar sem þeir virð- ast hafa framið verk þessi í fuilu samræmi við vilja þjóðarinnar og hafa með þeim áunnið sér fremur hylli en hatur landsmanna sinna. Englendingar hafa látið í ljósi óþokka sinn á morðunum i Beigrad, og vilja eigi að svo stöddu sam- þykkja kosningu Péturs konungs. Fullyrt er, að hinn nýkosni konungur hafi engan þátt átt í samsærinu móti konungshjónun um. Hann er væntanlegur til Belgrad á miðvikudaginn kemur, og á þá aö vinna eið að stjórnar- skrá Serba og takast stjórn lands- ins á hendur. Fólksþingkosníngar í Danmörku. Hinn 16. þ. m. fóru frain kosn- ingar til fólksþingsins hér í Dan- mörku. Eru kosningar þessar að þvi leyti merkilegar, að það er í fyrsta sinn, sem vinstrimenn og, socialistar hafa staðið andvigir í kosningabaráttunni. Hafa þeir til þessa barist undir sama merki við kosningar, en nú sögðu socialistar sig úr lögum við vinstri menn, og, þótt undarlegtsé, hafa hægrimenn og socialistar í sumum kjördæm- um kosið sömu menn. Er orsökin til þess sameiginleg óvild til stjórn- arinnar, þvl að öðru leyti eru stefnur þessara tveggja flokka svo ólíkar sem mest má vera, eins og kunnugt er. Flokkaskiftingin i hinu nýkosna fólksþingi er nú þannig: Vinstrimenn 71 Hægrinrenn 9. Frjálslyndir hægrimenn (Fri- konservative) 3. Socialistar 16. Utanflokksmenn 13. Fyrir kosningaruar var flokka- skiftingin þannig: Vinstrimenn 77. Hægrimenn 5. Socialistar 16. Að öðru leyti eins og nú. Hér í Kaupmannahöfn náðu að- eins 2 vinstrimenn kosningu. Auk þeirra voru kosnir 4 hægrimenn og 10 socialistar. Af vinstrimönnum, sem fallið hafa við kosningarnar, má einkum nefna Hage, fjármálaráðherra, og Madsen, hermálaráðherra. Hage bauð sig fram hér í Kaupmanna- höfn, en Madsen í Randers. Af kosningum þessum má sjá, að vinstrimannaráðaneytið situr nú sem áður fast i sessi, og þótt þeir hafi nú fjórum mönnum færra en áður I fólksþinginu, hefir það litla sem enga þýðingu^fyrír flokk- inn. Hægrimenn og socialistar pykjast þó hverjir um sig hafa unnið stóran sigur. Einkum láta socialistar hið dólgslegasta og þykjast færir í flestan sjó. Telja þeir það frama eigi allítinn, að hafa komið sinum mönnum að í 10 kjördæmum af 16 hér í Höfn. Enn frernur fagna þeir mjög ósigri Madsens hermálaráðherra, sem þeim er mein illa við, sakir stefnu hans I hermálum, og fer það að vonum. Próf landa við Kaupmanna- hafnarháskóla: Halldór Gunnlögsson hefir lokið prófi í læknisfræði með fyrstu einkunn. Einar Jónasson hefir tekið fyrri hluta lagaprófs með annari eink- unn. Próf í heimspeki hafa tekið: Jakob R. V. Möller og Þorsteinn Þorsteinsson með ágætiseinkunn. Ólafur Björnsson og Sigurður Guðmundsson með fyrstu einkunn. Björn Þórðarson með annari einkunn. Alþingiskosningar. Austur-Skaftfellingar hafa kosið 6. þ. m. Þorgrím lækni Þórðarson á Borgum með 58 atkv. Þorleifur Jónsson hreppstj. í Hól- urn fekk 39 atkv. Jón próf. Jónsson í Stafafelli hætti við framboð sitt. Norðmýlingar hafa kosið þá Jóhann- es sýslumann Jóhannesson með 181 atkv. og síra Einar Þórðarson í Hof- teigi með 112 atkv. Síra Einar próf. Jónsson í Kirkjubæ fekk 107 atkv. og Jón Jónsson lækn- ir á Vopnafirði 43 atkv. Norðurþingeyingar hafa endurkosið síra Árna Jónsson á Skútustöðnm. Þá er frétt um kosningu úr öllurn kjördæmum landsins. Ekkert verður enn um það sagt, hvernig skipast muni um flokka í Þinginu. Útskrifaðir í dag úr latínuskölanum: Eink. Stig. 1. Geir Zoéga .... I ág. 106 2. GuSm. Hannesson. . I 101 3. Vigfús Einarsson . . I 100 4. Bogi Brynjólfsson . I 97 5. Jóhann Briem . I 96 6. Georg Ólafsson . . I 93 7. Guöm. Guðtnundsson. I 91 8. Guðm. Ólafsson I 87 9. Ólafur Þorsteinsson . II 83 10. Lárus Sigurjónsson . II 83 11. Haraldur Sigurðsson . II 77 Utanskóla: 12. Jónas Einarsson . . I ág. 105 13. Gísli Sveinsson. . . I 95 14 Konráð Stefánsson I 85 15. Jóhann Möller , . . II 63 ísleuzkt þjóðerni heitir nýútkomin bók, sem Jón Jótisson, sagnfræðingur, hefirsam- ið, en Sifurður Kristjánsson látið prenta. Bókir heflr inni að halda alþýðufyrirlestra þá, sem hOfuud- urinn flutti í vetur hér í bænum og sem allir, er heyrðu, luku hinti mesta lofsorði á. Efni bókarinnar er eftir orðum höfundarins sjálfs, »að rek ja helzta þættina í lífi og sögu íslendinga frá upphafi og fram á vora dagar en þó um leiið sérstakl. taka fram þá hliðina, sem snertir þjóðernið sjálft og þjóðernistilfinninguna«. Síðan bendir hann á aðaleinkenni hins isienzka þjóðernis á söguöld- inni einkum að því leyti, sem þau komu fram í tornlslenzkum bók- mentum og fornfslenzkri stjórnar- skipun. Hann sýnir skýrt og Ijós- lega, hvernig ættjarðarástin og þjóðernistilfinningin vaknar hjá ís- lendingum með stofnun allsherjar- rikis á íslandi, hvernig þessar dygðir dafna og blómgast við frels- ið og sjálfstjóri.ina og spyrna lengi vel móti öfllum tilraunum Noregs- konunga til að beygja íslendinga. undir veldissprota sinn, þangað til loks að sundurlyndið og flokka- drættirnir, valdafýsnin og stjórn- lausar ástríður einstakra manna leiða ógæfuna og ófrelsið yfir ís- Jendinga. En þar er lika sýnt, hvernig samt »andinn lifir æ hinn sami«, að jafnan rýkur úr sjálf- stæðiskolunum, 0g að sá neisti, sem þar lifir þrátt fyrir alt og alt, blossar upp við og við og streitist móti þrældómnum og kúguninni, sem útlenda höfðingjavaldið, oss liggur við að segja böðulsvaldið, beitir við þjóðina. Höfundurinn sýnir fram á það með skýrum rök- um, hvernig þjóðernistilfinningin lifir gegnum alt myrkrið og hörm- ungarnar, unz hún tekur aftur að lifna, giæðast og aukast, og læsa sig inn í sál og hjarta þjóðarinn- ar með ljóðum skáldanna, eggjun- arorðum ættjarðarvinanna og í endurbornum bókmentum. Loks er bent á, hverjar framtíðarvonir vér getum bygt á fortíðarreynzlu vorri. Höfundurinn hefir gert sér far um, eins og hann segir sjálfur, að rekja örlagaþráðinn í lífi íslenzku þjóðarinnar, og vér álítum, að honum hafi tekist það víðast mjög vel. Bók þessi tekur oss hugfangna; maður á bágt með að leggja hana frá sér aftur fyr en lestri hennar er lokið til enda. Eins og það er unaðslegt og lífgandi, að lesa um kostina, dygðirnar og manndáðina hjá forfeðrunum; eins líka vekur hitt hjá manni brenr.andi sársauka,. að sjá raktan sundur rauna- og píflarferilinn, sem þjóðin hefir rat- að út á fyrir lesti sína og ókosti, að sjá gæfuleysið leggjast sem níð- dimma nótt yfir landið, sem frá skaparans hendi »var fagurt og frítt«, en fyrir margföld sjálfskap- arvíti landsins barna og þrælalund og þrælatök útlendra böðla varð þó að blóðistokknum vígvelli, þar sem bræður berast á banaspjótum og landsins börn eru hrakin og hrjáð af miskunarlausum harð- stjórum. Það er sannarlega alvarleg hug- vekja til íslenzku þjóðarinnar í þessari bók. Hún þarf að verða lesin og vér vonum, að hún verði lesin af mörgum — afar mörgum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.