Fjallkonan


Fjallkonan - 11.08.1903, Qupperneq 3

Fjallkonan - 11.08.1903, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 127 ganga í framkvæmdinni; það, sem veitir fljótastan og vissastan arð, og það, sem hefir almennust og víðtæk- ust áhrif á hverja einstaka atvinnu- grein eða á hjóðarhaginn í heild sinni. Nefndin játar það fúslega, að með frumvarpi hessu eru gerðar þungar fjárkröfur til landssjóðs næstu árin, og vegna margra annara stórfjárveit- inga, sem þingið hefir nú með hönd- um, og enn annara fult svo stórra, sem ekki verður komizt hjá til lengdar, þá eru hinar fjárhagslegu ástæður vorar lakari en skyldi til þess að ráðast í mjög stór fjárfram- lög; en þar sem vér sjáum mjög vel: 1) að hér er um stórkostlegt og al- þjóðlegt framfaramál að ræða, 2) að fæstar af fjárveitingum þingsins geta komið þjóðinni að jafn- miklu gagni og borið jafn fljótt og jafn verulega ávexti sem þessi, og 3) að vegna hinna þungu útgjalda landssjóðs í ýmsum öðrum efnum, þá verður livort sem er, að auka tekjur hans að miklum mun, og að líkindum til bráðabirgða að taka meira eða minna lán, þá getum vér ómögulega faliist á að þetta mál eigi eitt að sitja á hakanum, vegna núverandi fjárskorts landssjóðs. Oss er það líka full ljóst, að ein hin allra hættulegasta meinsemdin, sem þjáir þjóð vora nú, er æðial- rrient trúleysi á framtíð iandsins, og þó einkum og sér í lagi að því, er landbúnað snertir. En sem betur fer, virðist lítið bera á þessu trúleysi meðal þingmanna, enda væri þá illa farið, ef löggjafar þjóðarinnar og leið- andi menn, hefðu mist trú áframtíð landsins. En til þess að löggjafar- valdið sýni það í verkinu, að það hafi trú á framtíðinni, má það ekki skera við neglur sér fjárframlög landssjóðs til þeirra framkvæmda, sem telja má skilyrði fyrir ræktun landsins, og þar með er hyrningar- steinninn undir framförum landbún- aðarins, og sem vakið geta trú og traust þjóðarinnar á framtíðinni, á hinum mörgu og miklu kostum, er land þetta hefir sér tii ágætis, og um leið verðum vér óhikað að ætla þjóðinni í heild sinni, að hún vilji leggja eitthvað á sig, til þess að unt verði að styðja slík framfarafyrir- tæki, er hún óskar og þarfnast opin- berrar hjálpar við. Nefndin hefir þó haft fjárspursmálið alvarlega fyrir augunum, og reynt að taka svo mikið tillit til þess, sem hún sá sér fi^amast mögulegt, án þess að víkja frá því takmarki, sem ætlast er til að frumvarpið nái. Vér leggjum það því til, að sú breyting verði gerð á frumvarpinu, að það hundraðsgjald, sem ætlast er til að h\íli á öllum ábúendum jarða, er njóta slíkrar hjálpar frá landssjóði, verði 5 kr. í stað 4 króna, og greiðist í 41 ár í staðinn fyrir 30 ár, sem þýðir auð vitað elcki annað en það, að þá er fjárframlr-g landssjóðs orðið aðeins lán með 4°/0vöxtum, enenginn gjafastyrk- ur. Með þessu er féð orðið lán ekki ein- ungis til allra jarða, sem einstakir menn og stofnanir eiga, heldur einn- ig til sjálfra þjóðjarðanna, sem fyr- ir þessa þýðinganniklu jarðabót vaxa þó óútreiknanlega að verðmæti og áliti, landssjóðnum sjálfum til tekju- auka, auk þeirra tekna, sem hann í framtíðinni getur notið af aukinni framleiðslu landbúnaðarins, er að öll- um líkindum leiðir af slíkum um- bótum. Til þess ennfremur að gera lands- sjóði nokkuð hægra fyrir með fjár- framlag þetta, leggur nefndin til, að því verði skift jafnt niður á öll ár- in 1905-1909, en næsta ár (1904) ætlum vér einungis til undirbúnings bæði fyrir landsstjórnina og eins fyr- ir sýslunefndir og sjálfa lánþegana. Nefndin gerir ráð fyrir, að upphæð sú, sem landssjóður muni þurfa að leggja fram í þessu skyni, muni naumast geta yfirstigið 100 þús. kr. á ári eða 500 þús. kr. alls. Andmæli. í „Þjóðólfi" 17. þ. m. hefir hr. Magnús Jónsson á Klausturhólum gert grein mína í „Fjallk.“ 16. f.m. um samgöngur í Árnessýslu, að um- talsefni. — Þessi grein hr. M. J. er svo úr garði gerð, að eg vil ekki láta henni ósvarað með öllu. Hann segir, að eg hafi í grein minrii að miklu leyti sneitt hjá sannleikanum, en ætlar svo vitanlega sjálfur að leiða hann í ljós, og skal ég nú sýna fram á, hvernig honum tekst þetta. Hann byrjar á að neita því, að Géysisvegurinn sé aðal-kaupstaðarleið Grímsnesinga og Tungnamanna, en færir þó enga sönnun fyrir þessari neitun. Eg get nú fullvissað hr. M. J. um, að til þessa hefir öll Miðdals- sókn, mestur hluti Mosfellssóknar og nokkur hluti Klausturhólasóknar haft aðal-viðskifti sín við Reykjavík og notað Geysisveginn, og verður þetta æði mikið meira en helmingur, auk þess sem nokkrir bændur í Búrfells- sókn einnig nota þann veg hér um bil eingöngu. Honum dugir ekki að neita þessu útí loftið, verður heldur að sanna, að eg fari hér með rangt mál. í Tungum játar hr. M. J. ó- kunnugleik sinn og get eg því slept þeim. Eg á við það, sem verið hefir og er, en ekki það, sem verða kann einhvern tíma; í þær eyður vil eg láta M. J. einan um að spá. Ummæli hr. M. J. um Eyrarbakka og Stokkseyrarverzlanir og samband á þeim við verzlun í Reykjavík, álít eg gripin úr lausu lofti. Yerzlanir þessar vantar flest ef ekki öll skil- yrði fyrir því að geta kept við Rvík. Hafnir eru þar lélegar, og ábyrgð- argjald því æði mikið hærra, sam- göngur við útlönd afar-mikið strjálli en frá Rvík o. fl., o. fl.; alt þetta hlýtur að hafa mjög mikil áhrif á verzlunina. Þegar hr. Ásgeir Sig- urðsson í Rvík hafði til umsjónar svo kallaða „Edinborgar“verzlun á Stokkseyri, sem nú er hætt, sagði hann mér sjálfur, að alt smátt og stórt, yrði að seljast þar nokkrudýr- ara, en hann seldi sjálfur í Rvík, og virðast slík ummæli annars eins manns góð og gild sönnnn fyrir því, sem nú hefir verið sagt. — Að byggja nokkuð á því, að dugnaðarmannin- um Gesti Einarssyni hepnaðist í þetta sinn að leggja gufuskipi framundan Eyraibakka, vitanlega þó úti á rúm- sjó, álít eg barnaskap. Líklegt er, að slíkt mishepnist jafnvel oftar en það hepnast. Hr. M. J. rengir það, að Tungna- menn hafi lýst því yfir, að brú á Sogi væri feim gagnslaus, fengist ekki upphleyptur vegur jafnframt upp Grímsnes. Sannleikurinn er, að fyrir sýslunefnd lá þessi yfirlýsing, undirskrifuð að mig minnir af öllum (7) hreppsnefndarmönnum. Sýslu- nefndarmaðurinn (Eiríkur í Miklaholti) ætla eg að einnig sé í hreppsnefnd, og er því mjög ótrúlegt, að hann hafi komið svo fram sem hr. M. J. segir, enda man eg ekki eftir því. Þá telur hr. M. J. það fjarstæðu, að eg hafi sagt, að ekki mundu allir Suður-Grímsnesingar nota brú á Sog- ið til aðdrátta einvörðungu. Orðinu „einvörðungu" sleppii hr. M. J. vilj- andi eða óviljandi; hefir máske þótt það þægilegra. En þessi ummæli mín bygði eg, auk annars, á fram- komu og ummælum Suður-Gríms- nesinga sjálfra og vona, að hr. M. J. telji það ekld slaka heimild. Yorið 1902 sendu Suður-Grímsnesingar sýslunefnd, samhliða bæn um brú á Sogið, bæn um akveg frá Hraungerði upp að Arnarbælis ferjustað. Hafi þeir ætlað að nota þennan akveg samhliða hinni eftiræsktu brú — og annars hefðu þeir líklega ekki beðið um hann — finst mér þeir sjálfir sanna þessi ummæli mín svo vel sem hægt er. En þar að auki lýsti Gunnlaug- ur hreppstjóri Þorsteinsson á Kiðja- bergi því yfir á fundi að Stóruborg síðastl. vetur, að hvorki hann né Stefán í Arnarbæli mundu nota Sogsbrú að nokkrum mun, þótt hún kæmist á. En sömu játningu hefðu óefað fleiri getað gert. Þá finnur hr. M. J. mér það til foráttu, að eg tel krók mörgum Suð- ur-Grímsnesingum út á Sog eða vænt- anlega Sogsbrú, en snýr svo út úr þessum ummælum mínum að eg á- líti brú hjá Alviðru á óhentugum stað fyrir þá, sem fara yfir Sogið. Þetta hef eg aldrei sagt og aldrei komið í hug. Leyfi mér því að skoða það sem bull, talað út í hött, og ekki svara vert. — Hitt fullyrði eg enn, að úr öllum eystri hluta Suður-Gríms- ness er svo mikill krókur út á Sog, þegar farið er til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, að menn mundu tæp- lega vilja vinna til að fara þennan krók, þótt brú væri kominn, nema þá í viðlögum; enda hafa þeir játað þetta sjálfir eins og áður er sagt. Um ísinn á Hvítá get eg verið fá- orður. Það vita allir og líklega hr. M. J. líka, að vötn á voru landi leggja í frostum, einkum jökulvötn eins og Hvítá. Eg hef nú kynst henni nær 40 ár og reynt hana að því, að vera fljóta að leggja og íssæl, einkum fyr- ir sunnan Hestfjall. Hr. M. J. mun hafa kynnst henni 6—8 ár, en af þeim árum hafa nokkrir vetur verið óvenjulega frosta litlir, og af þeim dregur hann líklega ályktanir sínar; en við betri umhugsun vona eg, að hann kannist við, að þetta er rangt. Tilboðið um að sameina sig um dragferju nálægt Arnarbæli bar eg fram frá fundi, sepi haldinn var rétt áður hér í Laugardal. Það er því alveg rangt að kalla þetta einstaka rödd. Hvað grynningar nálægt Arnar- bælisferjustað snertir, er það hrein og bein furða, að hr. M. J. skuli leyfa sér að telja þær svo miklar, að hvergi verði komið þar við1 drag- ferju. Hann hlýtur þó að vita, að á Skotabergi er aðdýpi við bæði lönd, og líklega mjög heegt að koma par á di-agferju; en Skotaberg er að eins fá hundruð faðma frá Arnarbælis ferjustað. Sama er að segja um lýsingu hr. M. J. á veginum upp sveitina; frá ferjunni á Arnarbæli og sérílagi frá Skotabergi, má hafa góð- ar heiðargötur mest alla leiðina upp að þeim stað, sem rjómabú Suður- Grímsnesinga mun eiga að vera; að að eins eitt vont mýrarsund þarf að brúa. Að gera vagnveg á því svæði hefir mér aldrei komið ’ í hug. Það er hætt við að hr. M. J. hafi í þessu o. fl. strandað á sama skerinu, sem hann vill dreyfa mér við — sneitt hjá sannleikanum. Aðdróttanir hr. M. J., um að eg láti „lítilfjörlega eigin hagsmunasemi(!) sitja í fyrirrúmi fyrir nauðsynlegum framfara fyrir- tækjum" læt eg mér ligga í léttu rúmi. Eg er svo djarfur, að gera mér von um, að mjög fáir sveitung- a-r okkar verði honum samdóma um, að starfsemi mín, síðan eg kom í þessa sveit, hafi verið þannig löguð, að hún geti átt þennan ljóta vitnis- burð. Yildi eg fara í hnútukast við hr. M. J. mundi eg aftur á móti geta bent honum á ýmislegt í starfsemi hans, sem sveitinni ekki hefir verið sem hollast, en kemur þó ekki í hug að hagsmunasemi(!) hans hafi þar ráð- ið framkvæmdunum. Kveð eg svo hr. M. J. í bróðerni. 31. júlí 1903. St. Stephenssen. alÞingi. Þingmannafrumv'örp. Um þingsköp til bráðabirgða fyrir alþingi. Frá stjórnarskrárnefndinni í e. d. um að ákveða megi með kon- ungl. tilsk. þær breytingar á þing- sköpunum, sem leiða af stjórnarskrár- breytingunni. Irv. til laga um viðauka við lög imstofnun landsbanka 18. sept. 1885. Flm. Tr. Gunnarsson, L. Bjarnason, Hafstein, H. Þorsteinsson. Um að landsbankanum í Rvík sé heimilt að stofna sórstaka deild, er gefa má ut alt að 1 milíón króna í seðlum, er greiðist handhafa með gullmynt, ef ekki verður stofnaður hlutafólagsbanki á íslandi skv. lögum Nr. 11 frá 7. júní 1902. Lög frá alþingl. 13. Fjáraukalög fyrir árin 1900 og 1901. * 14. Um stækkun verzlunarlóðar- innar í Rvík. Austurtakmörk: Merkja- skurður og garður austan við Rauðar- ármýri frá sjó upp að Laugavegi. Suðurtakmörk: Lína frá enda þess garðs í Suðurhorn Grænuborgartúns og þaðan lína með suðurjaðri Sauða- gerðistúns vestur í Kaplaskjólsveg. Vesturtakmörk: Lína aftur þaðan í enda Framnesvegar við Grandabót. 15. Viðaukalög við lög Nr. 17, 13. sept. 1901 um breyting á tilsk. 20. apr. 1872 um bæjarstjórn í Rvík. í byggingarsamþykt má ákveða hæfileg gjöld fyrir leyfi, sem bæjarstjórn eða byggingarnefnd veitir. Ákveða má og hæfileg gjöld fyrir störf, sem bygg- ingarfulltrúi leysir af hendi í þarfir einstakra manna eftir beiðni þeirra. Gjöldin renna í bæjarsjóð Rvíkur. — Fallin frumvörp. 9. Frv, til laga um breyting á lög< i

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.