Fjallkonan - 10.11.1903, Page 3
f J ALL.K0 5ÍAN.
175
svartur á hár og skegg, og hvort-
tveggja nokkuð mikið, og iítur því
maðurinn all-skuggalega út. Engum
manni hefir hann meín gert harna
eystra, og vill helzt ekki fara þaðan,
sem góðu heíir verið að lionum vikið.
Hólar komu norðan og austan |
fyrir á þriðjudagskveldið með á 5.
hundrað farþegja.
Ycsta kom kringum land frá út-
löndum á fimtudagskveldið. —
Rangárvallasj'slu (ofarlega) í
miðj. okt. ‘03.
. . . Ekkert sérlegt er héðan að frétta.
Öllum líður við þetta vanalega. Heilsu-
far alment er gott og enginn nafn-
kendur dáið.
Yeðráttan hefir nú urn nokkurn
tíma verið góð og hagstæð; þó kald-
ranaleg í smáblettum síðustu dagana,
enda snjóhrakningur á fjöllum, en
hlýnað þó á milli.
Kýr eru enn þá látnar út aistað-
ar einhvern tíma dagsins, en gefin
tugga að morgni.
Mikið lagaðist hér á harðlendinu
heyskapur áður en lauk, og var það
að þakka vætukaflanum, sem kom
vikuna fyrir fjallferðina; mun óhætt
að segja, að heyfengur hafi orðið hér
alment í góðu meðallagi.
Þingcyjarsýslu í okt. ’03
Héðan er fátt að frétta, nema alt
heldur stirt. Enginn fiskiafli verið
hér hvorki í sumar eða í haust. 0-
tíðin hefir verið dæmalaus; — hey lítii |
og stórkostiega skemd, úti og inni.
Astandið er því óálitlegt, ef harður
vetur kemur og jafnvel livort sem er.
Nú á að fara að gefa inni 8-14 daga í
byrjun nóvemberm. vegna kláðaböð-
unar; er sú ráðstöfun nóg til þess að
fella menn.
* Heilbrigði manna er almen t góð
það sem spurst liefir til.
Miðvikudaginn 9. sept. var hér há-
vetrar grenjandi stórhríð ineð ofsa
veðri; víst einar 10 kindur hafa fund-
ist dauðar undir fönninni og nær 20
í lækjum; margt hefur skriðið tir fönn-
inni hálf dautt.
1 gagnfræðaskólanuiu á Akur-
eyri- eru 50 nemendur, 28 í fyrsta
bekk og 22 í öðrum; þá eru og 31
að auki, sem fá tilsögn í einstökum
greinum.
í kvennaskólanuni á Akurcyri
eru 27 stúlkur; 18 í neðri deiid og
9 í efri. Forstöðukona hans er frk.
Ingibjörg Torfadóttir, og kenslukonur
frk. Lundfríður Hjartardóttir og frk.
Kristín Eggertsdóttir.
í barnaskól. á Akurcyri eru
108 börn. Er hann í fjórum deild-
um. Skólastjóri er Kristján Sigfús-
son.
Tíðarfar í Eyjaf. um miðjan f.
m. úrferðarsamt. Á hverjum sólar-
hring rigning í bygð og snjókoma á
fjöllum. En 24. f. m. stirt. Snjór
kominn töluverður með nokkurra
stiga frosti. (Nld.)
Mannalát:
Margrét Sigurðardóttir, ekkja á
Geirólfsstöðum í Skriðdal; andaðist
26. sept. Talin kvenskörungur og
merkiskona. —-
Eiríhur Egjólfsson, bóndi á Stað
í Súgandafirði, andaðist 20. f. m.
Duglegur og nýtur maður, um fer-
tugt. Lætur eftir konu og mörg
börn.
Kristján Hallgnmsson Bachmann;
andaðist 26. f. m. á ísafirði úr tauga
veiki. Ættaður úr Biskupstungum,
tæpl. tvítugur, mikill efnispiltur.
Drnlmun. Bátur með 6 mönnum
fórst 20. f. m. á leið úr Flatey til
Stykkishólms. Var formaður á hon-
um Jóhann Jónsson, póstur, og var
hann að ílytja þóst, er hann drukn-
aði. Ásamt fprmanninnm fórst Guð-
jón, bróðir haus; lét eftir konu og
4 börn; Jón Sigurðsson,- kvæntur
maður, en börn af ómagaaldri; Guð-
mundur Jónsson og Jóhann Þorvalds-
son, ógiftir, og konan Marbjörg Sig-
urðardóttir, gift fyrir ári.
Mjólkurskólinn, sem verið heflr
á Hvanneyri, er nú fluttur hingað
til Rvíkur með öl-lu því, er honum
fyigir; er honum haldið uppi hér í
bænum í vetur. Námsmeyjar í skól-
anum eru 8, ílestar úr Norður- og
Austurlandi. Mjólk hefir skólinn enga
haft októbermánuð; en úr því er nú
bætt. Smérgerð byrjaði nú með nóv-
embermánaðarbyrjun. Kenslan var
því eingöngu bókleg þenna liðna mán-
uð. Námsstyrkurinn hefir veri? hækk-!
aður um helming; fá námsmeyjarn- j
ar 10 kr. um hvern mánuð. Tím-
anum hefir meðfram verið varið til
að kenna þeim Hegelunds-mjaltalag
suður í Laufási.
Hörmungatíft segja strandferða- j
skipin af Norður- Austur- og Vestur- j
landi. í Múlasýslum rak niður ofsa-
legan snjó síðustu sumarvikuna ofan
á allar rigningarnar; mátti heita, að
tæki fyrir alla umferð, og allur fén-
aður komst á gjöf. Á Fjarðarheiði
var snjókyngið svo mikið, að þriggja
stunda leið voru menn að brjótast
nærfelt í sólarhring. Ferðamenn of-
an úr Héraði teptust marga daga
niðri í Seyðisfirði og urðu lpks að
brjótast heim í leið með lausa hest-
ana. Heyskapur á Austfjörðum með
minsta móti og heyin bæði illa verk-
uð og liggja undir skemdum í görð-
unum. Þegar svo harðindi og gjafa-
tíð byrjar með sumariokum, þá eru
horfurnar alt annað en glæsilegar.
Fiskur var nægur sagður fyrir sum-
um fjörðum, svo sem Fáski úðsfirði
og Reyðarfirði; en þær bjargir voru
bannaðar af sífeldum illviðrum.
Þá er ekki betra að frétta úr Stranda-
sýslu. í Norðurfirði voru töður víða
úti 3. f. m. og sum voiu þau heimili,
sem engan bagga höfdu þá fengið í
garð.
Myndarlcg gjöf. Stórkaupmaður
V. T. Hostrup, sem lengi rak verzl-
á Seyðisfirði, hefir gefið Seyðisfjarð-
arbæ 10,000 kr. (Bjk.)
Heilsufar gott í haust í Eyjafirði
og óvenjul. fátt á sjúkrahúsinu um
miðjan f. m. (Gjh.)
Ketrerð á Seyðisfirði var í hausf
á þessa leið: 20 a. pd. í kroppum,
sem náðu 45 pundum, 18 a, pd. í
þeim, sem náðu 40 pundum, 16 a.
pd. í þeim, sem náðu 33 pundum;
alt þar fyrir neðan á 14 a. pd. Mör
22 a. En í lifandi kindum var verð-
ið 11 a. í þeim, sem náðu 95 pund-
um, 12 a. í þeim, er náðu 100 pund-
um og 13 a. í þeim, er náðu 115
pundum og þaryfir. Gærurákr. 1,25
—2,25
Jarðarför Jóns Þ o r-
k c 1 s s o n a r eand. jur. fcr
fram ilmti daglnn 12. nóv-
cmbcr kl. 12 á liádegi frá
hcimili lians Yesturgötu
nr. 9.
Skálholt ókomið að vestan á há-
degi í dag.
„Kong Inge“ sömul. ókominn
að vestan, og það skip nú orðið all-
mikið á eftir áætlun; því hann átti
I að fara héðan af stað til útlanda 2.
jþ. m.
Hæg norðanátt komin með litlu
j frosti; snjóiitur að eins á jörð. Tíð
ágæt hér á Suðurlandi. —
Kvenfólkið og klukkurnar,
Eftirfarandi samlíking hefir fundist
í Noregi í gamalli dagbók:
Ungar stúlkar eru líkar gömluni
klukkum; þær ganga oft of fljótt.
Tízku-stúlkur eru iikar klukkum í
í kirkjuturnum; margra augu mæna
til þeirra, en eru iítt hæfar á heim-
ilum.
Fallegar stúlkur, heimskar, eru
líkar söngklukkum; flestir verðavon-
um bráðara leiðir á þeim.
Málugar stúlkur eru líkar vekjara-
klukkum; menn neyðast til að hfusta
á þær, en öllum eru þær hvimleiðar.
Látlausar stúlkur eru likar slag-
klukkum; þær láta ekki til sín heyra,
nema á vissum tímum.
Ríkar stúlkur eru líkar gullúrum;
gildi þeirra er alt í umgerðinni.
Heimilisræknar stúlkur eru líkar
hengilklukkum; þær ganga jáfnt og
rétt.
Lærðar stuikur eru líkar gömlu
vekjaraklukkunum, sem alla ætluðu
að æra; allir flýja þær.
Kvcnnúr fanst2.þ, m. á Bergstaða-
stræti. Eigandi gefi sig fram, borgj
fundarlaun og auglýsingu. Ritstj. vísar
á finnanda.
112
„En hví leggið þér þetta kapp á að hitta hann, þegar auð'
sætt er, að hann vill flýja yður ?“
„Hversvegna vil eg tala við hann! Hversvegna!!“ mælti
hún stórreið. „Af því að eg vil af vörum hans heýra alt, sem
hann veit um leyndarmál þetta“.
„Já! En blessaðar verið þér, góða frú! Þér virðist gleyma
því, að hann veit ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann var ekki
einusinni í þessari heimsálfu, þegar bróðir hans dó!“
„Hví flýr hann mig þá?“
„Hann flýr yður blátt áfram af því, að honum er óljúft, að
tala um ógeðfelt efni. En það veit hamingjan, að hann hefir
boðið yður álitlega kosti, og þér væruð meira en meðal einfeldn-
ingur, ef þér dræpuð hendi við þeim, og það þvi fremur, sem
miklar horfur erú til, að hann fái ekki ábyrgðarféð".
„Eg skal segja yður alveg eins og er, herra Allister; mér
stendur stuggur af yður. Farið þér nú og segið honum Calder-
wood frá mér, að eg skal hlýða á allar skýringar hans og taka
tilboði hans, ef hann vill leggja drengskap sinn við, að bróðir
hans hafi dáið eðlilegum dauðdaga“.
„Það mun hann gera á augabragði".
„En hvar og hve nær get eg fundið hann?“
Allister varð eins og hugsandi ofboðlitla stund.
„Frú Lodega!" mælti hann loks. „Eg vil ógjarna sletta mer
fram i það, sem mér kemur ekki við. En af atvikum er mér
það kunnugt, að Calderwood ætlar síðdegis 1 dag að hitta mála-
ílutningsmánninn, sem hann er vanur að leita ráða hjá; eg skal
109
„Það kemur engum við nema mér“.
„En hvernig færið þér okkur nú sönnur á, að þér getið þetta,
sem þér takist á hendur?" spurði Allister og tortrygnin skein út
úr honum.
„Þið skulið fá þá beztu sönnun, sem hægt er að fá. Þið
skulið horfa á mig framkvæma það. Ef konan einungis kemur
hingað, þá er alt um götur gengið áður en við er litið“.
„Á hún að koma hingað!“ hrópaði Calderwood og horfði
undrandi hringinn í kringum sig. Hann skildi nú, hvernig í öllu
lá. Það stóð til, að stytta konunni aldur og láta hana þagna
með því móti. Þetta var auðsjáanlega niðri fyrir hjá karlinum,
þó hann færi hægt og gætilega.
„Þegar konan kemur hingað inn“, sagði hann, „sér hún ekki
neitt, sem vekur grunsemd hennar".
„Nei! Ekki að því, er eg fæ séð“, sagði Calderwood.
„En það er gamalt orðið, húsið að tarna; gamalt og fornfá-
legt“, sagði Jones. Um leið og hann mælti þetta, sté hann með
öðrum hælnum á nagla, sem stóð upp úr gólfinu undir stólnum
hans. í sama vetfangi féll hlemmur niður úr miðju gólfinu, og
sá þar ofan í kolsvarta gryfju, sem megnan ódaun lagði upp úr.
Þetta skifti engum togum og bar svo bráðan að, að bæði Allister
og Calderwood hrukku í harðan kuðung, er gryfjan opnaðist við
tærnar á þeim; voru þeir þó engin börn í leikúm.
Karlinn hló út undir eyru-og ánægjan geislaði af andlitinu á
honum.
„Þennan grikk geri eg ráð fyrir, að hún eigi bágt með að