Fjallkonan


Fjallkonan - 16.02.1904, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.02.1904, Blaðsíða 1
Remur út einu sinni í viku. Yerð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), þorgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- r am). BÆKDABLAÐ Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið Afgreiðsla : Lœkjargata 12. YERZLUNARBLAÐ XXI. árg. Reykjavík, 16. febrúar 1904. Auoki.ækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum. Forngkipasafn opíð md., mvd. og ld. 11—12. R. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 siðd. Landakotskirk.ia. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10V2—12 og 4— 6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjðrn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl. 2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Náttúrdoripasafn, í Vesturgötu 10, opin á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Walker’s Jiscnits John Walke=Glasgow. baka allar tegundir af hinum ljúf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir ís- land: G, Gíslason & Hay, Leith. sinni slíka skýrslu. Og það er því síður ástæða til að fara með slíkt í launkofa, sem alt ástand skólans má og á að vera almenningi kunn- ugt. Þjóðin á skólann með ölluþví, sem honum fylgir; þjóðin launar kennarana, þjóðin gefur piltunum kensluna og styrkir marga af þeim til námsins, og það eru þjóðarinnar eigin synir, sem í skólann ganga. — Skyldi þá ekki þjóðin hafa leyfi til að vita, hvað gerist innan skólans veggja, leyfi til að skygnast eftir, hvernig sú kensla er notuð og að hverju gagni sú kensla verður, sem þar er kostuð af almannafé. Jú! Um það geta ekki verið skift- ar skoðanir. Sjúkraskrá lærða skólans 1. febr. er dálítil bending í þéssu efni; eða réttara sagt, hún er meira en lítil bending, ef rétt er á litið. Heilsufar skólasveina var í des. og jan. á þessa leið: Sjötti bekkur. N.N. var veikur 8 sinn.; veik. alls 3o d. Nr. 7. að panta „Fjallkon- una“ í tíma. N.N. 10 25 N.N. 9 . 17 N.N. 8 13 N.N. 7 7 N.N. 7 12 N.N. 4 4 N.N. 4 4 N.N. 4 10 N.N. 4 13 N.N. 2 2 Ástandið í lærða skólanum. Grunsamlegt h«ilsuíar. Hinn 1. þ. m. var lærisveinum lærða skólans raðað eftir einkunnum þeim, sem þeir höfðu fengið um tvo mánuðina næstu á undan, desember og janúar. Var þá, eins og venja er til, lesin upp skrá yfir pilta þá, er veikir höfðu orðið báða þessa mánuði og því veikinda vegna, ekki getað komið í kenslustundir. Reykvíkingum er ekki kunnugt um, að á þessum tveim mánuðum hafi gengið nein þung sótt hér í bænum, og heilsufar almennings má víst teljast að hafa verið sæmilega gott. En af sjúkraskrá þeirri, sem lesin var upp við röðunina í lærða skól- anum hinn 1. þ. m. virðist sem ekki verði sagt um skólann, að þar hafi verið „ósjúkt og mannheilt" mán- uðina desember og janúar. Mun mörg- um finnast, er heyrir þá skrá eða skýrslu, sem sjúkdómsástandið 1 lærða skólanum sé lítt samrýman- legt við heilsufar annara Reykja- víkurbúa á sama tíma. Vér ætlum, að öllum þorra manna út um land og upp til sveita muni J>ykja fróðlegt, að sjá og heyra einu Fimti bekkur. N.N. var veikur 5 sinD.pveik. alls 5 d. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. 10 6 3 2 2 7 7 5 8 Fjórði bekkur. N.N. var veikur 10 sinn.; veik.alls 15 d. 18 12 10 4 3 13 14 N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. N.N. 7 8 8 7 6 6 6 4 4 3 3 1 1 14 10 14 8 19 13 9 6 4 5 4 3 3 Þriðji bekkur. N.N. varveikur 9 sinn.; veik. alls 15 d. N.N. 9 13 N.N. 6 9 N.N. 6 6 N.N. 5 11 N.N. 3 4 N.N. 2 4 N.N, 2 3 N.N. 2 2 N.N. 1 9 Annar bekkur. N.N. var veikur 7 sinn.; veik.alls 18 d. N.N. 2 6 N.N. 2 10 N.N. 2 3 N.N. 2 2 N.N. 1 3 N.N. l 2 Fyrsti bekkur. N.N. var veikur 1 sinn.; veik. alls ld N.N. 1 i N.N. 3 8 N.N. 3 4 N.N. 2 2 N.N. l 2 N.N. 3 5 Sjúkdómstilfelli eru auðvitað ekki talin nema kensludagana; en kenslu dagar báða mánuðina, des. og jan., munu ekki hafa verið nema 36 eða 37, að öllum frídögum og helgidög- um frádregnum. Tala skólapilta til jafnaðar báða mánuðina mun hafa verið um 80 eftir allan burtrekstur og úrsagnir. Af þessum 80 piltum verða 58 piltar veikir 264 sinnum í 36 eða 37 daga. Og þeir teljast veikir frá einum degi og upp i 35 daga Það mun nú flestum auðsætt, að hér er eitthvað bogið, og, eftir vana- legum hugsunarreglum og siðgæðis- hugmyndum, það meira en lítið, Hafa allir þessir piltar í raun og sannleika verið veikir, og það svona oft? Sé svo, þá hefir hreinn og beinn voði verið áferðum í skólanum. Þá er líka mikil óhollusta annaðhvort í skól anum eða þar sem piltar hafast við úti í bæ, eða á báðum stöðum. Og þá hefði skólastjóri og kennarar átt að gefa þessu máli rækilegan gaum Það var blátt. áfram skylda þeirra. Eða máske, að gera megi ráð fyrir, að piltarnir hafi ekki verið veikir? Ekki verður þá betra uppi á ten ingnum; þá tekur nú fyrst í hnúk ana. Þá ljúga piltarnir upp öllum veikindunum og sjúkjaskráin, sem rektor ies við röðun, væri þá ekki annað en skrá yfir ósannindi pilta. Nei! Svo fráleitt er það vonandi ekki. Fyr mætti nú rota en dauð rota. Þriðja leiðin er líka til. Hún er sú, að sumir hafi verið veikir, en hinir gert sér upp veiki. Þetta mun efalaust sönnu næst, þó ærið sorg- leg játning sé. En hverjir hafa þá verið veikir og hverjir ekki? Skólastjóri og kennar- ar vita víst sáralitið um það. Bæjar- búar vita máske miklu betur um það, því þeir sjá daglega tíeiri eða færri af sjúklingunum á götunum á daginn, í kaffihúsunum og leikhúsunum á kveld- in og sjálfsagt víðar. Sannleikurinn í máli þessu er ó- fagur, þ\ i hann er sá, að mikið af sjúkdómstilfellum þesaum - máske meiri hlutinn — er ekkert annað en lygar, gabb og blekkingar. Þetta daglega lygaloft í skólanum er búið að gagntaka piltana svo og skemma þá svo, að þeir finna ekkert athuga- vert við það eða lítið, margir hverjir. Og þó öll þessi daglega lýgi sé ekki með vilja kennara og skólastjóra, þá er hún samt á þeiria vitund að ýmsu leyti. Hún er orðin svo heimilisföst eða landlæg í skólanum, þessi dag- lega sjúkdómslýgi, að menn virðast vera búnir að gleyma, hvað hún heitir og hvað hún þýðir. Bakvið þetta ástand felst afarmikil spilling og rotnun. Skólinn fyrst og þjóðin svo sýpur af þessu seyði bæði skömm og skaða. ' A stýrimannaskólanum voru þessa tvománuði, des. ogjan., 65 lærisvein- ar. „Hvernig var heilsufarið þar?“ munu menn spyrja. — Á sama tíma, sem í lærða skólanum komu fyrir 264 sjúkdómstilfelJi, komu fyrir í stýri- mannaskólanum 15 eða 16. Hvern- ig lízt mönnum á þessa bliku? Lærði skólinn stendur nokkuð ofar með töluna sina! En það er óskemtileg- ur Svartaskólabragur á þessu. Virð- ingin gengur niður á við. Mein þetta er gamalt i skólanum; en Það hefir hríðversnað á síðustú árum. Þessa ódygð læra piltar ekki i heimahúsum; þeir læra hana í skóA anum, hinir yngri af þeim eldri. Baufastir og linastir í fyrsta bekk, en því fræknari og kjarkmeiri sem ofar dregur. Skólapiltar eru í þessu efni sekir um ranga, ósæmilega og skaðlega hegðan. En skólastjóri og kennarar hafa hér lika sína sekt, og hún er iitlu miuni, ef rétt er álitið; því þeir hafa ekki gert nógu alvarlega og nógu rækiJega gangskör að því, að reka þenna fjanda úr skólanum. Það verður ertítt, að kveða þenna skóladraug niður, sem alinn er af ill- um og gömlum vana og bæði piltar og kennarar hafa magnað. Það þaif sjálfsagt að viðra lærða skólann rækifega til þess, að útrýmt verði þessu gamla og nýja lygalofti. En — það verður samt að gerast. Annaðhvort út með Jygarnar og ódygðirnar úr lærða skólanum, eða aftur með skóJann sjálfan. Þessu ill- giesi væri ekki stundu lengur vært á neinu góðu heimiii; og ósómi sá, sem ekki er húshæfur á heiðarlegum heimil- um, á ekki að hafa griðastað í helztu mentunarstöð lands og þjóðar. 1 ilþrif skólastjóra og kennara í haust til að hefta þenna ósóma horfðu í iétta átt. En framkvæmdin hefir orðið handaskol. Það er galfinn. Því hafa piltarnir hlegið að þeim; og búið. Skrifstofustjórl í þriðju stjórn- arskrifstofunni kvað vera skipaður Kggert Briem, sýslumaður Skagfirð- mga.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.