Fjallkonan - 06.04.1904, Page 4
56
FJALLKONAN.
ur út raeð Skúmstaðavatni og siðast reið
eg þann veg 20. apr. 1901, en nú er sem
hafsjór milli Skúmstaða og Sigluvíkur, svo
að 'som einróið má gera þar á milli.
„Öðru vísi mér áður brá“. Þœr eru slæm-
ar horfurnar hér í hreppi og eigi að undra
þótt á orði sé, að menn fari og vilji lara
héðan, enda fækkaði hér og blessunarlega
siðastliðið ár.
Sveitarþyngsli eru mikil hér í hreppi og
margir báglega staddir, þótt þeir basli af
án sveitarstyrks, t. d. var eitt heimili hér
5 lireppi, hjón með 7 börn frá 1—15 ára,
albjargarlaust að kalla í lok febrúar næst-
liðinn vetur og líkt var ástatt um fleiri, og
þar við bætist, að frágangssök getur verið
að leita bjargar til kaupstaðar. Fénaður
er fár hjá mörgum, þótt nokkrir séu vel i
álnum, einkum af hrossum og sauðum;
en mjög hafa menn spilt vetrarbeit og
högum yflrleitt, já enda líka engjum, með
hrossatöku frá utansveitamönnum. Á fjöl-
mennum hreppsfundi í vetur var þetta
málefni meðal annars til umræðu og voru
24 móti, en 4 með að taka hross af utan-
sveitamönnum, svo draugurinn er þegar
niðurkveðinn.
Talsverðar jarðabætur eru hér í Land-
eyjum og aukast árlega. Landeyjarnar
má mjög bæta, værí vinnukraftur til, fé og
félagslyndi nóg; en sumar jarðir hér hafa
stórbatnað á 6 árum, bæði utan, en eink-
um þó austan Afl’alls. Hlöðum fjölgar og
húsakynni fara árlega batnandi. Timbur-
skip kom að Hallgeirsey í iyrravor og bætti
það drjúgan úr. Yar ,það íyrir framfara
og velvildarhuga hins ötula greindar og
sæmdarbónda Einars Árnasonar sýslunefnd-
armanns í Miðey, sem mörgu hefir í lag
kipt og góða átt hvöt og framkvæmd að
i Ausuir-Landeyjum, ásamt fleiri góðum
drengjum þar í hreppi.
Enginn er afli orðinn fyrir söndum_ hér,
er áður dró mörgum drjúgt. Þó eiga
Austur-Landeyingar 7 stórskip áttróin og
þar að auki nokkur smærri. Sumum þeirra
stærri er úti haldið á vetrarvertíð í Eyj-
um. Þar á móti eiga Vestur-Laudeyingar
að eins 2 eða 3 sexmannaför. Oft fá
menn hrak í milliferðum milli lands og
Eyja, einkum þó við Sandinn og tíðum
skemmist flutningnr manna i þeim ferðum,
hepnast samt oft vel, þegar gott er að.
Yæri þó óneitanlega bráð þörf og stórt
spor tii hagræðis fengist gufuskip að sönd-
um hér, líklega bezt að Hallgeirsey, með
varning manna úr Eyjunum eða öðrum
nærliggjandi kaupstöðum. Á þá nauðsyn
þarf eigi að benda þingmönnum eða öðr-
um, er *hér til þekkir. Aðdrættir eru erf-
iðir hér, áhættusamir og dýrir, en óþarít
að taka vont leiði frá Eyjum á þilskipum.
Gangurinn með landpósta hingað er litt
viðunanlegur. Við komum ekki, nema
með því meiri fyrirhyggju og enda fyrir-
höfn, bréfum né sendiugum með þeim pósti,
er í hvert sinni kemur að Odda. Þaðan
eru bréíin og póstflutningur sent fram að
Ljótarstöðum, en máske ekki fyr en um
leið og pósturinn er búinn að búa upp á
til suður eða austurfarar. Að fá bréf,
blöð etc. að Nýjabæ í Þykkvabænum er
meira en lítið úr leið. Bréfhirðing var á
Grímstöðum, en svo er að sjá, sem það sé
eigi vitanlegt, að það býli er í eyði sök-
um vatnságangs. Það er sök sér, þótt
þeir viti það ekki allir í Ilvík, en því nær
sem dregui Landeyjum er ótrúlegt. að
það sé eigi vitanlegt flestum. Hvernig á
þeim misfcllum stendur, sem vér hér verð-
um fyrir í póstgöngum, er mér ekki vel
ljóst, en mér er óhætt að lýsa því yfir,
að Landeyingar eru háóánægðir og vilja
þegar í stað fá leiðrétting þeirra mála og
fult jafnrétti við aðra hreppa sýslunnar.
Yér unum þvi illa mjög, að vera út úr
með fleira og meira, en vér endilega eða
óhjákvæmilega þurfum. Austur í Eijóts-
hlíð gengur póstur nýr í hvert sínn og
tekur póst í aðalpóstinn ferð hverja. Þvi
hiu sama eigum vér án efa rétt á og
skorurn á póststjórnina, að laga þetta þeg-
ar. í Bemlu, á Strönd eða hér gæti
verið bréfhirðing alveg eins og í Teigi og
kostar ekki meira. Eitt réttlætið eðahitt
þó heldur er rekatilkallið, sem kyrkjurnar
iyrir ofan Þverá eiga liér fram um, eða
það, að presturinn i Landeyjum er leigu-
)iði embættisbróður síns i Odda. Land-:
eyjaþingiu eru erfið og væri eigi ranglátt,
Jiótt bústaður væri án jafndýrrar leigu!:
(jJ,£r£H3‘iG-£>£H3i£J€s-l3-S3"Gi£3-£HrG
NANNA
u
í
(<) er komin meö miklar birgðir af alls konar vöru til verzlunarinnar T
íj) .EDINBORG'. Ijl
Yefnaðarvara: alls konar, góðar vörur, smekklega valdar, en þó (.]
ódýrar.
X Nj'Icmliivörur: Kaffl
V
Tóbak allsk.
— Sykur allsk. -
Laukur — Cocoa
Kaffibrauð margar teg.
- Chocolade — Quakers
Te-Sápa allsk. og Soda — Kryddvara — (<)
>
t
(<) Oats — Margarine
Saumnr — Sultulau — Appelsínur — Sardinur — Skinke — Leir-
J| vara — Sago — Niðursoðnir ávextir — Ostur o. m. fl. 1
y Pakkliúsvara: Rúgmjöl — Hrísgrjón — Mais — Þakjárn — Þak-t
pappi — Þaksaumur — Hveiti — Bankabygg — Hænsnabygg — U
í
Þvottabalar — Blý — Fiskilínur allsk. — Manilla
Jarðepli — Fernis — Botnfarfi o. m. fl.
Kex —
9
ih
dJxjí/j
í stað gufuskipsins „Scotland“, sem félagið var svo óheppið að missa,
höfum vér keypt gufuskipið „Kong Tryggve“, sem er 1. fiokks farþegja og
farm-skip; það fermir o: 900 Tons, og hefir sama hraða og „ScotlandV
4. ferð áætlunarinnar fer gufuskipið „Jarl“, sem fer héðan samkvæmt
áætluninni þ. 20. þ. m., en „Kong Tryggve“ heldur áætluninni frá 6. ferð
og fer hóðan þ. 26. Apríl.
Ferðaáætluninni verður því haldið óbreyttri, og vonum vér að heiðr-
aðir viðskiftamenn félagsins sýni því ið sama traust sem hingað ti-1, og
styrki það bæði hvað farþega og farm snertir.
Kaupmannahöfn þ. 18. Marz 1904
Virðingarfylst
fyrir gufuskipafólagið „Thore“.
Tlior E. Tulinius.
Styíjií inntenð iDnaðarjyrirtskl
Þeir, sem hafa í hyggju, að fá hjá mór á yfirstandandi ári „Mótor“-
báta með uppsettum „mótorum" í, eru hér með vinsamlega beðnir, að
senda mér pantanir sínar sem allra fyrst, því mjög er áríðandi, að véla-
verksmiðja sú, sem býr til vélarnar, hafi nægan fyrirvara, svo vélarnar
geti verið komnar hingað í tæka tíð, og geta menn fengið hjá mér upp-
lýsingar um vélarnar og borgunarskilrnáia og fleira. Öllum fyrirspurnum
þessu viðvíkjandi svara eg fljótt og skilmerkilega. Enn fremur geta menn
fengið hjá mér seglbáta af ýmsum stærðum og alútreidda, ef óskað er eftir.
Seglbátar fást með 1—3 mánaða fyrirvara. Alt efni í bátana og sniíöi
er sérlega vandað; lag bátanna vona eg, að mæli sjálft með sér.
Reykjavík, 20. marz 1904.
Vesturgötu 51 B.
Bjarni Þorkelsson.
(Skipasmiður).
80 ® smérs, 3 ær 1. og 1. og 12 kr. f pen-
ingum, árlcgt gjald. Próstssetrið komið að
falli, tekjur rýrnandi. Milliþinganefndin
í kirkjumálum þarí vel að aðgæta, er hún
athugar þetta kall og kosti þcss ! Margt
fleira mætti segja, en eg læt nú hér við
lenda. Oska pess að eins, að bendingar mín-
ar yrðu teknar til greina og athugunar
af mér færari mönnum. Áskil mér rétt
til fyrirkomanlegra andsvara, yrði út úr
orðum minum snúið. Árna svo Fjallkon-
unni góðs.
Bergþórshyoli, í febr. 1904.
Magnús Þorsteimson.
Imlriði forkelsson á Fjalli.
Kvæði það, sem hér er framar í
blaðinu, er eítir þenna unga bónda í
S.-Þingeyjarsýslu. Hann hefir dvaiið
nú um stund hér í Rvík til ættfræð-
isl. rannsókna á Landsbókasafninu.
Gerði sér ferð tíl þess hingað suður
um hávetur. Hann hefir áður birt
nokkur Ijóðmæli í „Norðurl. “ Um
ljóðmæli hans segir ritstj. Einar Hjör-
leifsson, að þau séu með hinum allra
fegurstu íslenzkum kvæðum í sinni
röð eigi einngis vegna hinna ríku
tilfinuinga, sem koma fram i þeim,
„heldur og eigi síður fyrir þann gull-
fallega frágang, sem á þeim er —
hvert erindi slípað eins og gimstein-
ar og orðavalið jafnframt algerlega
frumlegt".
„íhugunarvert er það óneitanlega",
segir hann, „að fátækur bóndamaður,
sem er að berjast fyrir fjölskyldu
sinni hér norður við íshafið, skuli
yrkja svona. Og það liggur við, að
mann sundli við þá umhugsun, að þeir
skuli vera margir bændurnir í sömu
sýslunni, sem yrkja álíka vel“.
Nýlátin, á Föstudaginn langa, hús-
frú Þóra Sigurðardóttir, kona Árna
Eirikssonar verzlunarmanns. Hún
var efniskona mikil, vel gáfuð og
miklum mannkostum búin. Þau hjón
eignuðust 3 börn. Hefir hra. Árni
Eiríksson á sama missirinu mist móð-
ur sína, barn og konu.
Jarðarför húsfrú Þóru Sig-
urðardóttur fer fram föstudag-
inn 8. apríl, frá heimili hinnar
látnu, Yesturgötu nr. 18 og
byrjar kl. 12 á hád.
Sáliualiók tapaðist í Fríkirkjunnt
á Páskaúaginn. Á saurblaðið er skrif -
að : Natanael Sigurðsson. Finnandi
er beðinn að skila á afgreiðslustofu
Fjallk.
,8un‘.
hið elzta á Norðurlöndum,
stofnaö 1704, tekur í brunaábyrgð:
Hús og bæi, hey og skepnur og alls
konar innanstokksmuni; aðalumboðs
maður hér á landi er:
Jíatlhías jyíatthíasson,
slökkvistjöri.
Kammalistar og mynd-
ir, vísitkort, spegilgler, rúðugler,
ýmsar tegundir af spæni (Finer),
silkislifsi, ýmiskonar trólitir (Beidser).
4 Laufásveg 4-
Reykjavík.
Til neytenda ins ekta
Kína-lífs-elixirs,
Með því að ég hefi komist að
raun um, að margir efast um, að
Kína-lífs-elixírinn sé eins góður og
áður, skal hér með leitt athygli að
því, að elixirinn er algjörlega eins og
ann hefir verið, og selst sama verði
og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver
flaska, og fæst lijá kaupmöunum al-
staðar á íslandi. Ástæðan til þess,
að hægt er að selja hann svona ódýrt
er sú, að allmiklar birgðir voru flutt-
ar af honum til ‘íslanbs, áður en
tollurinn var lögtekinn.
Neýtendumir áminnast rækilega
um, að gefa því gætur sjálfra sín
vegna, að þeir fái iun ekta Kina
lífs-elixír með merkjunum á miðanum,
Kíhverja með glas í hendi og firma-
nafninu, Waldemar Petersen, Frederiks
havn, og Vy P; í grænu lakki ofan á
stútnum Fáist elixírinn ekki hjá
þeim kaupmanni, sem þér verzlið við,
eða verði krafist hærra verðs fyrir
hann en 1 krónu 50 au., eruð þér
beðnir að skrifa mér um það á skrif-
stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn,
Waldemar Petersen,
Fáein lierbergi til leigu í Þing-
holtsstræti 23. Lysthafendur snúi
sór til Ð. 0stlund.
Ritstjóri: Ólafur Ólafssok.
Prentari Þorv. Þorvarðsson.
Rreutsœiðja Eaykjavíkux.