Fjallkonan


Fjallkonan - 07.06.1904, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 07.06.1904, Blaðsíða 4
92 FJALLKONAN. Islands banki tekur til starfa í dag (þriðjudagirm 7. þ. m.) Afgreiðslutími kl. 10—3 f. m. og kl. 61.,—7!|2 e. m, hvern virkan dag. gankastjérnin er til viðials altan ajgreiðslniimann. Reykjavík, 7. júní 1904. pijórn pfiandf Ibanka. ooccccoocccccccccccoooocoooocooooooooop 1 fouA Fouíard-silki! í Ö Biðjið mn sýnishorn af Silkidúkum vorum í vor- og sum- O arfatnaði. O Hreinustu fyrirtök eru; Rósað-Silki-Fouiard, hrásilki, Méssaiin- O es, Louisines, Schweizer-ísaumssilki o. sv. frv. i alfatnaði og treyjur á 90 O aur. og þar yfir hver meter. Q "Vér seljum beiniínis einstökum mÖBín!'jm og sendum silldvörur O þsor, e r merm velja sér, tollfrítt og hurðargjaidsfritt heim á heimili O manna- Ó Vörur vorar eru til sýnis hverjum sem villhjáfrú Inoibjörgu Johnsen, ö Lækjargötu 4 í Reykjavik. O Schweizer & Co,, Luzern Y 3 (Schweiz) H Silkirarniugs-Útflytjcndnr. Kgl. liirðsalar. Q öoooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Þegar búið er að mæla Skeiðarár- sand og ákveða afstöðu hússins, á að geyma þar uppdrátt yfir sandinn og leiðarvísi á ýmsum málum um leiðir ril bygða. Allan efnivið hússins á að ílytja á hestum frá Vík í Mýrdal austur á sand og er það langur vegur og dýr flutningur. Það eru Þjóðverjar, sem hingað til hafa þyngstar þrautir þolað við skip- brot á Skeiðarársandi, og er vonandi, að 'minna verði um slíka hrakninga eftirleiðis, þegar bæði er búið að leið rétta uppdrætti yfir ströndina, sem voru mjög rangir og villandi, og hæli þetta er komið upp. Barnareiki skæð er að ganga á Vesturlandi. Séra Helgi Árnason í Ólafsvik hefir orðið fyrir þeirri sorg, að missa úr henni son sinn, Sigurð Ingólf, á 11. ári. Piltur þessi var einkar efnilegur og vel gefinn. Hann fór úr barnaskólanum í Ólafsvík i vor og fékk hann þá við prófið ágæt- iseinkunn í hverri fræðigrein. Ann- ar, yngri sonur þeirra hjóna, veiktist og af barnaveiki; en talinn var hann úr allri hættu, er síðast fréttist. Húsbruni á Akureyii enn 25. f. m. Brann stórt tvílyft hús, eign smiðs eins, sem Jónas heitir. Eldurinn kviknaði uppi á efsta lofti og varð hans vart um lágnættisbilið. Húsið brann alt til kaldra kola. Aintsráðsí‘un(lur Vesturamtsins byrjaði í gær. Tíðarfarið storma- og umhleyp- ingasamt. Kigningar tíða og kaldsamt í meira lagi. Ógæftasamt mjög út á sjóinn. Fiskur samt fyrir, ef næði væri. En trollarar og ótíðiu banna þær bjargir. Próf við Landbúnaðarháskólann í Kaupm.höfn hefir tekið (í apr. síð- astl.) Halldór Vilhjálmsson Bjarnar- sonar, frá Rauðará, með I. eink. 136 st. — Er það bezt próf, sem nokkur íslendingur hefir tekið við þann skóla, enn sem komið er. trifting. Á sunnudaginn var 5. þ. m. giítist cand. philos. Benedikt Sveinsson og ungfrú Guðrún Péturs dóttir í Engey. Njjan sjónieik ætlar stúdenta- félagið að leika innan skamms með aðstoð nokkurra leikenda úr „Leik- félagi Rvíkur. “ Heitir leikurinn „Air. Heidelberg" og hefir hann á tveim siðastl. árum verið leikinn í flestum helztu borgum Norðurálfunnar; alstað- ar hefir hann þótt ágætur. Til leiks- ins á að vanda eftir mætti og eru leiktjöld komin hingað utanlands frá, fegurri en menn hafa átt hér áður kost á að sjá. Eru þau eftir Carl Lund, ágætan danskan málara. Ágóð- inn rennur í miunisvarðasjóð Jónas- ar Hallgrímssonar. Daníél Símonarson, söðlasmiður, í Þingholtsstræti 9 selur linakka, söðla og ólar með góðu verði. ,Snn‘, hið elzta á Norðuriöndum, stofnað 1704, tekur í brunaábyrgð: Hús og bæi, hey og skepnur og alls konar innanst.okksmuni; aðalumboðs maður hér á landi er: jftatthías j^atthíasson, slökkvístjdri. Þakkarávarp. í mínum langvarandi sjúkdómi hefi eg orðið að kosta aleigu miuni mér til læknishjálpar, ferðast fleirum sinnum til Reykjavíkur og 2 sinnum legið þar á spítala, og hafa þá marg- ir mannvinir, bæði hér og í Reykja- vik, auðsýnt mér hjálp og hluttekn- ingu með gjöfum og góðum hótum; skal eg þar til nefna : Herra skrif- stofustjóra Jón Magnússon, herralækn- ir Guðm. Magnússon, hra bankaassist. Helga Jónsson og St. Josephs systur í Rvik; ennfremur alla raeðlimi G. T.- stúknanna ,Báran‘ og ,Eyjan‘ hér. Þó eg ekki nafngreini fleiri, hafa margir aðrir liðsint mér í orði og verki. ÖJl- um þessum mönnum, töldum og ó- töldum, færi eg hér með mitt inni- legasta þakklæti og bið þeim þeirrar I blessunar, sem hverju mannkærleiks- verki er fyrirheitin. Upp8Ölum i Vestmanneyjum 30. maí 1904. Snorri Bjarnarson. Til neytenda ins ekta Kína-lífs-elixirs. Með því að ég hefi komist að raun um, að margir efast, um, að Kína-lífs-elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elixirinn er algjörlega eins og ann hefir verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum al- staðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt er sú, að allmiklar birgðir voru flutt- ar af honum til íslanbs, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfra sín vegna, að þeir fái inn ekta Kína í lífs-elixír með merkjunum á miðanum, Kínverja með glas í hendi og firma- nafninu, Waldemar Petersen, Frederiks V F. » havn, og ^ i grænu lakki ofan á stútnum Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafist hærra verðs fyrir hann en 1 krónu 50 au., eruð þér beðnír að skrifa mér um það á skrif- stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen. Skemtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvæði. Ritstjóri: Ói.afur Oi.afsson. Prentari Þorv, Þorvarðssou. Ö Hann séra Míró hafði messað um morguniníi og vár nú á heimleið. Þá kemur Teteról í flasið á honum með poka um öxl og staf í hendi. „Hvað er á seyði drengur minn!“ sagði klerkur og setti upp stór augu. Teteról steinþagði. „Heyrðu, Teteról!“ sagði klerkur, „þetta er að faraaftanað siðunum. Eg heyri sagt, að þú og baróninn hafið tekist í koll- hárin“. — „Jú-jú! Heldur en ekki það, prestur góður“! sagði Teteról. „Hann sýndi mér bæði hnefann og fótinn og sletti því í mig, að eg væri útburður og alinn upp á sveitinni. Honum tókst raunar ekki að löðrunga mig, sem betur fór. En hérna spyrnti hann í mig fætinum, rétt hérna, blessaðir verið þér!“ sagði strákur og benti um leið á aftari endann. „Eg finn það enn þá og mun finna það, meðan eg lifi, þó eg verði allra karla elztur. Ummæl- um hans mun eg heldur aldrei gleyma“. „Já! Hann er dálítið bráður karlfuglinu“, svaraði prestur hógværlega. „Eu þú hafðir tekið áminningum hans illa og ekki kunnað neina mannasiði“. „Hann ætti ekki að nudda nefina á sér í koppinn minn“, sagði strákur. „Honum tekst aldrei að kenna mér að skera utan af perutré". „Betur að honum heíðí tekist að kenna þér mannasiði. - Menn eiga að heiðra húsbændur sína, drengur minnl En hvað alt er á eina bókina lært hjá þér. Eg heyri sagt, að þú hafir hætt gráu ofan á svart með því að fara að syngja Malebrok-kvæð- ið, rétl. á meðan hann var að tala við þig“. „Já! Satt er að tarna!“ sagði Teteról brosandi. „En eg k&nn ekki annað“. Nú fór auðsjáaifiega að þykna í klerki. „Teteról! Nú eru tveir kostir fyrir höndum. Annar er sá, að biðja baróninn fyrirgsfningar, og hinn, að láta mig aldrei sjá þig oftar". — „Nei! Eg bið hann aldrei fyrirgefningar", svaraði Teteról og nuddaði aftari eudann. „Þessi svör eru ókristiieg og valla manni sæmandi", sagði prestur. — Teteról þagði. „Hvað ætlarðu nú að taka til bragðs?" „Eg ætla alfarinn úr sveitinni“. „Og hvert ætlaiðu að halda?“ „Jú! Það er nú hérna og lás fyrir. Eg er alráðinn í því, sem eg ætla að gera. Eg hefi mína hugsjón fyrir mig“, svaraði Teteról og hringaði makkann. „Eg held, að þú sért ekki orðinn með öllum mjalla", svar- aðí klerkur. „Þína hugsjón! Ekki nema það þó! Hún held eg verði látin í askana. Já! Þú ert að burðast með hugsjón! — Skyldi hun fæða þig og klæða? Hvað segirðu nú?“ „Hvað sem öllu þessu liður, þá hefi eg mína hugsjón fyrir mig“, svaraði Teteról.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.