Fjallkonan - 16.08.1904, Síða 1
K.emur út einu sinni í
viku. Yerð árgangsins 4
krónur (erlendis 5 krónur
eða IV2 dollar), borgist
íyrir 1. júlí (erlendis fyrir-
ram).
FJALL
BÆKDABLAÐ
KONAE
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. október, enda hafi
kaupandi þá borgað blaðið
Afgreiðsla:
IVlidstræti.
Y ERZLUKARBLAÐ
XXI. árg.
Reykjayík, 16. ágúst 1904.
Nr. 33.
Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán., kl. 11 — 1 í spítalanum.
Fokngripasafn opið md., mvd. og ld.
11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin
á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd.
Landa KOTSKiKK.rA. Ghiðsþjónusta kl. 9 og
kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
endur kl. IOV2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl.2—3 til út-
lána) 6—8 síðdegis.
Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju-
dag, föstudag og laugardag kl. 12—1.
Náttúruokipasafn, í Yesturgötu 10, opin
á sd. kl. 2- 3.
Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14b
1. 0g 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Walker’s giscuits
John Walke=Glasgow.
baka allar tegundir af hinum ljúf-
fengu smákökum og ódýra skipsbrauði.
Biðjið ætíð um þeirra brauð.
Aðalumboðsmenn þeirra fyrir Is-
land:
G, Gíslason & Hay, Leith.
Embættismenn og alþýða.
Stuttar og faar athugasemdir.
eftir
Grímketil alþýðumann.
II.
Kristna emhættisiuenn viljum
vér, alþýðumennirnir, hafa. Þó að
vér heyrum og sjáum margt rætt og
ritað um hnignun og afturför krist-
innar trúar hér á landi, þá teljum
Vér alþýðumennirnir samt kristindóm-
inn undirstöðu og hyrningarstein allr-
ar gæfu og sannrar hamingju íyrir
okkur íslendinga á komandi tímum.
Þá, sem efla kristindóminn með
orðum og eftirdæmi, teljum vér vel-
gerðamenn við oss og börnin vor.
Hina, sem stjaka við honum, eyða
honum með orðum og eftirdæmi,
gera meira eða minna gis að honum
og gefa honum ýms olnbogaskot, tel-
jum vér skaðræðisgripi, sem vinna
oss sjálfum, börnum vorum og niðj-
um óbætanlegt tjón,
Vel kristnir embættismenn eru í
vorum augum, alþýðumannanna, sæmd
og prýði fyrír land og lýð; úr þeirra
sporum spretta lífgrös fyrir þjóðina.
Á trúleysingjunum höfum vér gagn-
stæða skoðun.
Vér teljum þá slæmar sendingar.
Því að sú verður jafnan raunin á,
að hvar sem þeim hlössum er hleypt
á þjóðfélagsakiinum Lislenzka, þá
verður þar eftir svartur brunablettur,
gróðurlaus. Þarf meira að segja
langan tíma til að vekja þar aftur
Jíf og gróður.
Vakandi þykist eg ganga að því,
að sumum muni finnast það hégóma-
mál og máske heimskan einber, að
eg, alþýðumaðurinn, skuli gera ráð
fyrir öðru en að allir embættismenn
þessa lands skuli kristnir vera. Þeir
játi vitanlega allir kristna trú, hver
einn og einasti.
„Veit ek þat, Sveinki."
Kristnir eru þeir allir kallaðir. En
þungt segir oss alþýðumönnunum þó
hugurumkristindómsumraþeirrajenda
munu og sumir fara með það í litla
launkofa, að þeir séu lítt sinnandi
kristinni trú.
Eða máske, að þau orðin af sumra
þeirra vörum, sem á þetta benda, séu
marklaus gamanyrði?
Ef svo er, þá eru þau gamanyrði
hvorki holl né heiðarleg. Alþýðan
lítur svo á, að þau gamanyrði séu
ósamboðin mentuðum og siðuðum
mönnum.
Hver sá embættismaður, sem í
orði kveðnu játar kristna trú, en
flaggar í öðru veifinu með því
að hann trúi engu eða sáralitlu af
höfuðlærdómum kristinnar trúar, er
til stórrar siðspillingar, auk þess, sern
hann getur enga kröfu gert til virð-
ingar frá hendi heiðarlegra manna,
af því að hann, sjálfur embættismað-
urinn, er þá hræsnari frammi fyrir
öllum þeim, sem hann á yfir að
bjóða.
Gerum ráð fyrir, að embættismað-
ur hafi í raun og veru ekki kristna
trú. Sem prívatmanni er honum það
í alla staði frjálst. — En — ef hann
er heiðarlegur maður, ef hann viil
vera sannur gagnvart sjálfum sér og
öðrum, þá á hann að þora að játa
og segja gagnvart öllum öðrum:
„Eg er heiðingi."
Sú hreinskilni er virðingarverð.
En þegar heiðingi státar sig með
kristnu nafni til þess að geta setið
með við embættisketkatla ríkisins og
og látið aðra kristna menn ala sig,
þegar hann telur sig í flokki krist-
inna manna til að geta orðið em-
bættismaður, en trúir þó engu af því,
sem kristindómurinn kennir, þá get-
ur hann ekki ætlast til neinnar virð-
ingar og fær hana heldur ekki.
„Þaðan er mér úlfs von, er eg
eyrun sé.“ Frá slíks manns hendi
vænti eg ekki margra dygða.
Heiðingjann, hreinskilna, sannorða
og hugprúða, sem aldrei þykist ann-
að en hann er, hann get eg virt og
metið að miklu; enda þótt eg metti
hann meira, væri hann kristinn.
Hann getur þó verið efni í góðan
kristinn mann.
-— En — ræfillinn, sem er heið-
inn í hjarta sínu, en notar kristin-
dóminn sem beitu á öngulinn
meðan hann er að keipa eftir em-
bætti, af því hann veit, að annars
fengi hann það ekki, nei — hann á
ekkert annað skilið ep óviröingu,
Sigling undir fölsku flaggi verður
aldrei neinum til sæmdar talin, ekki
embættismönnunum fremur en öðr-
um.
Eg var einhvern tíma að grúska i
blöðum. Þá rak eg mig á grein með
þeirri yfirskrift: „Aðafkristna landið.“
Þetta eru ein þau Ijótustu orð, sem
eg hef séð á pienti. Þau fela í sér
svo mikið ílt, ef þau nokkru sinni
rættust.
En því er ekki að leyna, að ýms-
ir og margir óttast, að takast muni
að „afkristna landið."
Eg fyrir mitt leyti óttast þetta ekki;
eg trúi, að „kraftur guðs og sannleik-
ans“ verði ógæfunni ríkari. En samt
játa eg það, að ótti hinna ýmsu og
mörgu er ekki með öllu ástæðulaus.
Lífsskoðanir sumra ungu mannanna,
mentuðu, eru svo dökkleitar og óheil-
brigðar, að því er mér finst, að lítt
er láandi þótt alvörugefnum mönn-
um rísi hugur við, er þeir hugsa
fram í tímann.
„Að afkristna landið.“
Það hvorki er né verður íslenzka
alþýðan, sem hefst handa til þess
voðaverks. Vér alþýðumennirnir vilj-
um hafa kristið land, en ekki heiðið.
Hitt má satt vera, að við séum
ekki svo vel kristnir, sem vér ættum
að vera. — En ef alt sneri rétt, þá
ættu þeir, sem fyiir okkar peninga
hafa hlotið meiri mentun, að gera
okkur betur kristna.
Ef þeir eru nokkrir, sem vinna
að því að afkristna landið, þá eru það
þeir, sem koma í embættin út um
landið til aiþýðunnar, kristnir í orði,
en heiðnir á borði, sem heiðnir eða
trúlausir sigla undir fölsku flaggi inn
í embættishöfnina.
Vel má vera, að menn þessir hafi
ekki þann beina ásetning, að vinna
kristindóminum tjón. En — þeir gera
það samt.
Þeir eru höfðingjar og heldrimenn,
svo kaliaðir, og áhrifin kvíslast út
frá þeim. Heldrimanna dæmin eru
þung á metunum, þó þau séu vond,
og ekki sízt, ef þau eru vond. Það
leggur út frá þessum mönnum ein-
hvern andlegan jökulkulda, semsmám-
saman læsist inn í hjörtu og hugsun
annara og eyðir með tímanum and-
lega gróðrinum umhverfis þá.
Það eru hættuiegir leiðtogar, sem
stýra og stefna undan sól. Slíkir
ieiðtogar, sem ósannir eru gagnvart
sjálfum sér og öðrum, teyma oss,
vesalings alþýðuna, norður og niður
í myrknð og dauðann. Þaðerulaun-
in, sem sumt af alþýðunni hefir stund-
um fengið eftir að hafa sveizt undir
skólahaldi og embættislaunagjaldi.
Veri þeir heiðnir, sem þann kost-
inn kjósa, þó slæmur sé. En ________
kristna viijum vér embættismenn hafa,
meira að segja vel kristna.
Enga ella,
Því að „betra er autt rúm, en
ílla skipað."
r
Utlendar fréttir.
Það þykja nú hin mestu tíðindin
fiú öðrum löndum, að Plehve, innan-
anríkisráðherra Rússa og hægri hönd
Rússakeisara, var myrtur 28. f. m. á
þann hátt, að sprengivél var varpað
innundir vagn hans; tættist ráðgjaf-
inn í sundur ásamt ökumanni og
'hestum þeim, er fyrir vagninn var
beitt.
Plehve var í þann veginn, að ieggja
af stað frá Pétursborg til Peteihoff,
sumarbústaðar keisarans. Þegar hann
kom á járnbrautarstöðina, kom mað-
ur á móti honum og varpaði sprengi-
vél inn á milli hjólanna á vagni þeim,
sem Plehve var í. Þegar vélin skall
í steinlagðri götunni, brá fyrst fyrir
hvítleitum loga og í sömu andránni
kvað við ákaflegur brestur og gaus
upp þéttur reykjarmökkur. Hestarn-
ir þeyttust upp og áfram og hnigu
síðan niður.
Þegar reyknum létti af, gaf mörm-
um heldur á að iíta. Ráðberrann,
ökumaðurinn, vagninn og hestarnir
var alt tætt í sundur. Grjótið haíði
tæzt upp úr götunni á allstóru svæði,
vagnbrotin kastast í ýmsar áttir og
og ýmsir nærstaddir hlotið meiðsli.
Morðinginn var þegar tekinn hönd
um; var hann allmikið sár, svo að
lengi þótti tvísýnt um Ííf hans, enda
segja síðustu fregnir hann dauðann.
Er hann var tekinn höndum, áhann
að hafa sagt: „Þetta er nú ekki
mikið hjá því, sem á eftir kemur.
Eg er ekki einn í leikuml"
Keisaranum þóttu tiðindi þessi bæði
iH og þung. Lokaði hann sig inni,
segja sum útl. blöð, hálfan da-g og
vildi við engan tala.
Plehve varð innanríkisráðgjafl árið
1902 og var þá 56 ára; hiaut hann
embætti þetta, þegar Schipjagin rar
myrtur af manni þeim, er Balmachof
hét. Plehve var afturhaidsmaður
hinn mesti, ráðríkur og grimmur.
Bældi hann allar frelsishreyflngar nið-
ur með grimd og hörku. Hann var
sannefndur píslarvöndur Finna, og var
ranglæti það og harðræði, sem þeir
hafa átt að sæta síðari árin, ait und-
an hans rifjum runnið. Þó að Bo-
brikoff væri um alla klæki kent þar
í landi og hatur Finna kæmi því
mest niður á honum, þá var hann
samt aldrei annað en verkfæri í hendi
Plehves.
Það er í mæli, að Witte muni til-
kvaddur að taka við embætti Plehves.
Er Witte maður miklu frjáisiyndari
og mannúðlegri en Plehve var, er
hann taMnn vinveittur Finnum. Plehve
bolaði Witte á síðari áruin frá völd
um eftir mætti og tókstþað vonum bet-
.ur, því keisari er smáménni og Pl@hve