Fjallkonan


Fjallkonan - 16.08.1904, Page 2

Fjallkonan - 16.08.1904, Page 2
130 FJALLKONAN. virðist hafa haít hann í vösum sín- um. Komist Witte nú til valdanna í Plehves stað, þá er líklegt, að eitt- hvað verði linað á hinum hörðustu þrælatökunum, sem Rússastjórn hefir á þegnum sínum. Enda segja Rúss- ar, þeir sem í öðrum löndum hafast við og þora að segja sannleikann, að með dauða Plehves sé þungu fargi létt af rússnesku þjóðinni og sannefnd- um böðli steypt af stóli. Það mun mörgum kunnugt, að yfir sundið milli Englands og Frakk- lands eru ferðir geysilega miklar og samgöngur tíðar. Hafa Englending- ar nú á síðari ártugum haft þæi ráðagerðir með höndum, að koma þeim samgöngum svo fyrir, að ekki þyrfti að nota sjóinn. Hafa þeir stundum þózt reka sig á það, að þó að Jón Boli vilja sigla, þá vill Kári og Ægir ekki leggja samþykki sitt til. Árið 1857 stakk verkfræðingur einn, Thomé de Gamond að nafni, upp á því, að grafa járnbrautargöng undir sundið, og síðan hafa margar uppá- stungur verið gerðar í líka átt. Frakk- ar hafa hvað eftir annað borið upp frumvörp i þinginu um fjárveitingar í þessu skyni og Gladstone lagði ein- hverju sinni fyrir enska þingið frum- varp, sem fór í sömu eða líka átt. En málið hefir sarnt ekki náð fram að ganga. Englendingar hafa jafnan haft þann hita í haldinu, að göng undir sundið mundu á ófriðartímum notuð til að skjóta lieriiði á land hjá þeim, og væri þá ver farið en heima setið. Yerkfræðingarnir hafa samt haldið áíram uppástungum og ráðagerðum. Þegar hætt var að hugsa um göng- in undir sundið, kom fram sú uppá- stungum, að gera brú yfir sundið. Þá kom sú snurða á, að þótt Frakk- ar og Englendingar ættu sjóinn, hvor- ir fyrir sínu landi, þá væri þó áll- inn í sundinu alþjóða eign. Yæru því þessar tvær þjóðir ekki einráðar um slíka brúarbyggingu. Þar að auki mundi brúin gera skipaferðir um sundið miklu viðsjálari og erfið- ari en verið hefði, og væri þó sízt á það bætandi. Sundið er mjótt, um- íerðin geysimikil og þokur þar tíðar; verður þar jafnan vel til að gæta, að ekki „reki sig einn á annars horn“. Nú hefir nýlega verkfræðingur einn, Bunau Varilla að nafni, komið með nýja tillögu, sem útlit er fyrir að fá muni góðan byr. Hann hygst, að sameina báðar hinar eidri uppástung- ur um göng og brú. Sú er ætlun hans, að grafa göng undir sundið frá Calais á Frkkiandi 27 kílometra út í sundið. Þá eru 3 kílometrar til Engiands. Þar ætiar hann að búa til eyju í sundinu og láta göngin undir sundið koma þar upp á yfirborð jarðar. Frá þessari vænt- anlegu eyju á aftur að leggja brú til meginlands og eftir henni járnbraut. Tillaga þessi þykir hafa margt til síns agætis. Skipaferðir hindrast ekki, því níu tíundu hlutar sundsins eru opnir, sem áður. Englendingar geta og brotið brúna af, nær sem þeim býður svo við að horfa; þurfa þeir þá ekki ‘lengur að bera í fatii fyrir því, að útlendur her veiti þeim óvænta þeirasókn. Á tiilögu þessari, ef hún nær fram að ganga, eru að vísu ýmsir mein- bugir og margfaldir erfiðleikar; en talið er víst af fróðum mönnum, að fram úr þeim öllum muni ráðast. Engu síður er hitt talið víst, að þótt samgöngubætur þessar verði dýrar, þá muni þær samt áreiðanlega borga sig. Á Persalandl i Austurálfu varð í f. m. allmikið vart við svartadauða. Voru þau brögð að sóttinni í borg- inni Teheran, að sum blöð þar hættu að koma út. Stjórnin gerði þá rögg af sér, að láta þetta mál til sín taka og setja ýmsar varúðarreglur gegn útbreiðslu sóttarinnar. Frá Kína bárust þær fréttir í f. m., að á ofsóknum hefði brytt þar í landi gegn kristnum mönnum. Átti þar að hafa verið drepinn frakknesk- ur biskup og prestur og 2 krist.nir Kín- verjar. Þetta gerðist í borginni Ichang. Þá höfðu og 3 prestar verið brend- ir kvikir í Lichuan. En þegar er þau tíðindi spurðust, voru 200 hermenn sendir til að bæla niður óspektirnar. í þorpinu Mojtin á Ungverjalandi varð eldsvoði allmikill seint í f. m.; brunnu þar 30 býii til kaldra kola; en manntjón varð iítið sem ekkert. firuní varð og mikill um sama leyti í Winterberg í Bæheimi. Þar brunnu 44 hús til kaldra kola; urðu þá 181 fjölskyldur húsnæðislausar. Ekki brann þar inni nema ein mann- eskja. í Greflö í Svíþjóð bryddi á bólusótt rétt fyrir síðustu mánaðamót. Höfðu 40 manneskjur sýkst. hjá 5 fjölskyld- um. Talið vist, að skip, sem þar Yar í höfn, hefði komið með sóttina. Yerkfall mikið gerðu slátrarar í f. m. í borginni Chikago. Hinn 24. f. m. voru þeir orðnir 54,000. Daginn eft- ir ætluðu 35,000 annara verkamanna að leggja niður vinnu, og um sama leyti enn 52,000. Af austræna ófriðinum eru engin stórtíðindi, ná þó síðustu fregnir fram yfir síðustu mánaða mót. Hinn 24. f. m. stóð orusta með Japönum og Rússum á Liao-tungskag- anum, ofarlega. Höfðu Rússar þar vigstöðvar góðar, 40- 50,000 liðs og um 100 fallbyssur. Sótti þar að 2. her Japana, sem Oku ræður íyrir. Er orusta þesssi kend við Tai-sji-tsjao; er hún um 12 mílur vegar suður írá Liao-yang; en þar situr Kuropatkin með meginher Rússa. Þar unnu Japan ar frægan sigur; mistu þeir um 800 manna, en segja, að af Rússum muni hafa fallið um 2000. Eftir þá or- ustu létu Rússar undan síga norður á leið og héldu Japanar í humáttina á eftir þeim. Fyrstu dagana í þessum mánuði stóð svo óslitin orusta á aðalherstöðv- unum. Fóru Rússar jafnan halloka, þar og þá sem alstaðar annarstaðar. Hafa öll viðskipti Rússa við Japana verið ein óslitin hrakför írá upphafi til enda. Hinn 1. þ. m. vann Kuroki, hershöfðingi Japana, sigur á liði Kuro- patkins á tveim stöðum skamt frá Liao-yang. Fyrst i þessum mánuði mistu Rúss- ar hershöfðingja þann, sem Keller hét, dugandismann og vaskan. Þann kvitt höfðu Kínverjar borið út, að Japanar væru búnir að vinna Port Arthur. En allir telja það flugu- fregn, sera ekki sé eftir hafandi. Hitt mun mjög sennilegt, að skamt muni þess að bíða, að yfirlúki. Meðal stórmeina hjá Rússum má efalausttelja ósamkomulagið milli höfð- ingjanna í Rússaher. Semur Alexejeff mjög illa bæði við Kuropatkin og Skrydloff, aðmn ál. Eftir þessar sífeldar ófarir og deilur meðal hershöfðingjanna er nú svo komið, að hermennirnir rússnesku eru teknir að gerast kjarklitlir. Traust þeirra á og virðing þeirra fyrir hers- höfðingjunum er á þrotum; og er það sízt að furða. Þar að auki hafa sumir hershöfðingjarnir orðið berir að ósæmilegum lifnaði; hafa viðað að sér hópum af vændiskonum og lifað dýrslegasta svallaralífi. Hefir svo mikið að því kveðið, að einn af frændum keisara hefir verið rekinn heim við lítinn orðstír. Einveldisspillingin virðist vera kom- in út í hvern legg og lim hjá Rúss- um. Ávextirnir munu og fara þar eftir. Sálmasöngsbókin nýja. — :o: — Kærkomnari gest, en þessa nýju sálmasöngsbók séra Bjarna Þorsteins- sonar, geta þeir, sem unna fögrum kirkjusöng, tæplega hugsað sér; því hún felur í sér flestar þær breytingar, sem æskilegastar eru á hinni fyrri kirkjusöngsbók; fellir úr leiðinleg og óþörf lög, en kemur aftur með ný lög, fögur og skemtileg. Sérstaklega þykja mér falleg nýju lögin við sálmana: „Þú guð ert mikill, Mergðin engla sveita." „Rís upp mín sál og bregð nú blundi." „Sjá nú er iunninn nýársdagur." „Nýja skrúðin nýfærð í“ og við út- fararsálminn „Sofðu vært hinn síðsta blund." Enn mætti nefna iagið við trúarsálminn: „Véi trúum allir á einn guð.“ „Syng guði dýrð hans dýrð- keypt hjörð“ o. fl. Vonandi verður alment farið að syngja í kirkjum hinn fagra trúarsálm: „Vér trúum ailir á einn guð,“ með þessu nýja lagi Hart- manns gamla; eða í það minnsta alstaðar þar, sem ekki er orðin föst venja að syngja sömu sálmana og lögin ár eftir ár, þrátt fyrir það þó ný lög komi við sálmana. Af þeim lögum, sem voru í hinni fyrri kirkjusöngsbók, en ekki hafa verið tekin upp í þessa nýju, se eg einna mest eftir laginu: „Jeg heyrði Jesú himneskt orð“ og laginu: „Svo blítt er hirðishjartað æ,“ sem er gullfallegt, og á vel við flesta þá sálma, sein það hefir verið notað við í hinni fyrri kirkjusöngsbók; en þó ekki hvað sízt við sálminn nr. 611. Helst hefði eg kosið, að þessi Jög bæði hefðu verið í nýju bókinni. Sömuleiðis heíði eg kosið, að lagið „í dag er glatt í döprum björtuin“ eftir Björn Kristjánsson hefði verið líka í bók- inni. En þó að eitt og eitt lag finn- ist, sem rnaður saknar í þessari bók, þá er það ekkert á móti þeim mörgu fögru, nýju lögum, sem hún hefir að geyma; svo er líka hægt að nota þau lög, sem að menn sakna úr hinni, því flestar kirkjur og líkl. allir organ- istar eiga til bæði bók Jónasar og viðbætir séra St. Thorarensens og Bj. Kristjánssonar, Mörg lög hefir séra Bjarni sett í aðra tóntegund, en þau voru í, í Jón- asar bók, og er slíkt alstaðar til bóta, og sumstaðar til stórmikilla bóta t. d. á laginu: „In dulci jubilo", sem lækkrð hefir verið um heilan tón; eins má segja um fleiri lög t. a. m. „Konung Davíð sem kendi“, „Mín huggun og von“ og íjöldamörg fleiri, sem áður voru, ýmist of iág eða há; beint þvingandi að syngja langa sálma undir þeim. í einstaka lagi hefir séra Bjarni breytt röddum, einkanl. Alt og Tenor t. d. í lögunum „Sjá Ijós er þar yfir, sem lagður var nár.“ „Ó hversu sæll er hópur sá“ o. fl. og er slíkt til bóta, því bæði finst mér lögin verði fallegri við það, og um leið auðlærðari. Bókin er yfirhöfuð vel úr garði gerð, að öllu leyti frá hálfu séra Bjarna, og á hann sannarlega skilið þakklæti frá löndum sínum fyrir verkið. Sjálfsagt finst mér, að allar kirkj- ur kaupi eitt eintak af bókinni; og meira að segja ætti að gera þeim það að skyldu, til þess að bókin nái tilgangi sínum nfl. að verða nútíðar og framtíðar bók fyrir kirkjusönginn. Sömuleiðis ætti að gera öllum kirkju- organistum að skyldu, að spila og láta syDgja hvert lag, sem fyrir kemur í kirkjusöngsbókinni, og sem prestur- inn óskar eftir að sé sungið; því það er aumt til þess að vita, að prest- urinn nær því aldrei skuli mega taka til sálmana sjálfur, vegna þess að annaðhvort organistinn kann ekki að spila lögin, eða söngfólkið getur ekki sungið þau, af því að lögin hafa ekki verið því keud. En því miður á þetta sér stað alt of víða, bæði hér og annarstaðar. Organistum, öllum, sem launaðir eru, ætti beint að gera að skyldu, að æfa söngflokk til að syngja í kirkj um; en þó ekki hvað sízt þeim, sem eru organistar í sjávarplássum; því bæði eiga þeir hægara með að fá fólk til að koma saman til æfinga og svo eru þeir líka vanai. bezt launaðir. Hvergi þar, sem eg hefi verið við kirkju í sjávarplássi, hefi eg heyrt jafngóðan söng, eins ogi Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkjum, þegar þeir bræðurnir Jón og ísólfur Pálssynir voru þar organistar. Þeir höfðu æfð- an söngflokk, og auðsjáanlega höfðu hug á að leysa starf sitt vel af hendi; og fylgdust með og tóku það nýjasta til æfingar sem út kom af sálmalög- um, og má þar með teija hátíðasöDg séra Bjarna, sem þeir létu syngja í sínum kirkjum, áður en í dómkirkj- unni. Það má telja enn tvo kosti við bók séra Bjarna, sem ekki eru áður taldir, og þeir eru hin fróðlega skýr- ing, sem hann hefir samið og er aft- ast í bókinni yfir höfunda og upp- runa laganna; og síðast. en þó eigi sízt, hinn ágæti formáli, sem er fremst- ur í bókinni; og sem skýrt og skor- inorl tekur fram, hvernig kirkjusöng- urinn eigi að vera; og eg vil benda öllum organistum á að lesa hann ræki- lega, því þá munu þeir sjá hverra umbóta þessi mesti söngfræðingur og tónfræðingur landsins álítur við þurfa til þess að kirkjusöngurinn (sem er helmingurinn af guðsþjónustugerðinni) fullnægi kröfum tímans. Vestmannaeyjum í marz, 1904. Jón Ag. Kristjánsson. Vegna rúmleysis hefir grein þessi beðið um stund. Ritstj.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.